Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
93% þolenda þekkja þann
sem beitir þá kynferðislegu
ofbeldi!
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Ný buxnasending
St. 36-52
og GERKE
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
Dagana 1. og 2. október.
Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 - laugardaga frá 11.00-14.00 (Kópavogur)
AF AUSTURLENSKU FISKISÚPUNNI OKKAR
20% AFSLÁTTUR
Við seljum þrjár gerðir af súpum til að taka með heim; Austurlenska fiskisúpu, nú á afslætti,
kraftmikla fiskisúpu og rjómalagaða koníaksbætta humarsúpu.
Súpurnar eru hitaðar upp að suðu þegar heim er komið. Fiskurinn er settur á hvern disk og rjúkandi súpan sér um eldunina.
20% afsláttur gildir einnig fyrir sérskorinn súpufisk.
Fiskisúpur 1.590 kr/ltr
Humarsúpa 2.900 kr/ltr
Bjóðum einnig fjölbreytt úrval af girnilegum fiskréttum,
ferskum fiski og ómótstæðilegumeðlæti.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp
þann dóm í gær að maður sem lánaði
15 ára gömlum unglingi mótorhjól
árið 1972 væri réttmætur eigandi
hjólsins. Stefnandi, sá sem fékk hjól-
ið að láni, fullyrðir að stefndi hafi
gefið sér Panther-bifhjól, árgerð
1947, fyrir rúmum 40 árum. Það hafi
verið í vörslu hans síðan.
Maðurinn, sem héraðsdómur telur
eiganda hjólsins, fór í apríl árið 2013
að heimili stefnanda og tók hjólið til
baka. Telur maðurinn sem fékk hjól-
ið lánað að stefndi hafi nýtt sér sak-
leysi móður hans sem býr með hon-
um til þess að taka hjólið ófrjálsri
hendi þegar hann var að heiman.
Eigandinn hafi aldrei gert tilkall til
hjólsins og reynt að fá það afhent
þar til hann kom heim til móður
hans. Þá hafi hann varið tíma og
peningum í að gera við hjólið sem
hann taldi sig hafa fengið að gjöf.
Gjöf ekki sönnuð
Stefndi kveðst hafa keypt bifhjólið
árið 1963 og notað það reglulega þar
til það hafi bilað en þá hafi hann tek-
ið það af númerum. Hann hafi lánað
stefnanda hjólið gegn því að hann
gerði við það. Það hafi ekki verið
gert og hjólið hafi verið í sama
ástandi og þegar hann lánaði það.
Í dómnum segir að stefnanda hafi
ekki tekist að sanna að honum hafi
verið gefið hjólið. Honum var gert að
greiða stefnda 700 þúsund krónur í
málskostnað. vidar@mbl.is
Mótorhjól Um var að ræða Pant-
her-mótorhjól frá árinu 1947.
Með hjólið
að láni í
rúm 40 ár
Ekki gjöf að
mati héraðsdóms
Ákveðið hefur
verið að segja
upp sextán
starfsmönnum
hjá embætti sér-
staks saksókn-
ara. Ólafur Þór
Hauksson, sér-
stakur saksókn-
ari, sagði í sam-
tali við mbl.is að
átta starfs-
mönnum hefði verið sagt upp og
átta embættismönnum veitt lausn
frá starfi.
„Embættið mun kosta yfir þetta
ár um 900 milljónir en fer í 292
[milljónir á næsta ári] samkvæmt
fjárlögum,“ segir Ólafur og bætir
við að það sé rúmlega 60% sam-
dráttur á milli ára.
Meiri niðurskurður líklegur
Ólafur tekur hins vegar fram að
fjárlagafrumvarp næsta árs sé enn
til meðferðar í þinginu. Endanleg
niðurstaða liggi því ekki fyrir að svo
stöddu. Ekki sé útilokað að emb-
ættið þurfi að skera meira niður.
Sextán sagt
upp hjá sér-
stökum
60% samdráttur
frá fyrra ári
Ólafur Þór
Hauksson