Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Haustveður Litir haustsins eru fallegir; það er óskandi að laufin hangi á trjánum örlítið lengur og lífgi upp á tilveruna. Kristinn Eitt hefur verið ánægjulegt í umræðum um fjárlög fyrir kom- andi ár. Vinstrimenn eru gengnir til liðs við okkur sem höfum alla tíð barist fyrir lægri sköttum. Að vísu er lið- sinni þeirra aðeins póli- tískt stundargaman en eðlisleg viðleiti vinstri- manna til að nýta sér mál sem þeir telja til vinsælda er sterk. En er á meðan er. Vinstrimenn hafa auðvitað ekki lagt til hliðar hugmyndir um aukna skatt- heimtu. Fyrrverandi fjármálaráð- herra vill að áfram verði innheimtur „auðlegðarskattur“, sem kemur þyngst niður á eldra fólki og sjálf- stæðum atvinnurekendum. Loforð um að skatturinn væri tímabundinn skipt- ir auðvitað engu. Samhliða fjárlagafrumvarpi kom- andi árs hefur ríkisstjórn Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks lagt fram tillögur er miða að því að ein- falda virðisaukaskattskerfið, auka jafnræði milli atvinnugreina og fækka undanþágum. Efra þrepið lækkar úr 25,5% í 24% en lægra þrepið sem nú er 7% hækkar í 12%. Með þessu hækkar t.d. virðisaukaskattur á mat- væli. Stjórnarandstæðingar telja sig hafa himin höndum tekið enda ekki á hverjum degi sem þeir telja rétt að berjast gegn skattahækkunum. Hluti kerfisbreytinga Vandi stjórnarandstæðinga er sá að breytingar á virðisaukaskattinum eru aðeins hluti af þeim kerfisbreytingum sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í. Al- menn vörugjöld verða afnumin, sem einfaldar verðmyndum og eykur sam- keppni að öðru óbreyttu. Samhliða á að hækka barnabætur um 13% og beina þeim af auknum þunga til tekjulægri foreldra. Sérfræðingar fjár- málaráðuneytisins telja að ráðstöfunartekjur landsmanna muni hækka um 0,5% með þessum breytingum. Með öðrum orðum: Hagur heimilanna mun batna. Hitt er svo annað að það eru efnisleg rök fyrir því að fella niður virðisauka af helstu matvælum; landbún- aðarvörum og fiski, auk virð- isaukaskatts af barnafötum. Lægra þrep virðisauka gæti hækkað í 13% á móti. Með sama hætti væri rétt að af- nema barnabætur og taka þess í stað upp persónuafslátt barna (t.d. sem hlutfall af almennum persónu- afslætti). Slík breyting væri skyn- samlegt fyrsta skerf í að minnka flók- ið kerfi millifærslna og bóta. Um leið hættum við að líta á börnin sem bagga sem greiða þurfi sérstakar bætur fyrir. Vinstrimenn eru ekki til- búnir í slíkar breytingar. Vildu hækka matarskattinn Andstaða þeirra við hækkun virð- isaukaskatts á matvæli er pólitísk. Þeir sjá tækifæri til að koma höggi á forsætisráðherra og láta sig einnig dreyma um að reka fleyg milli stjórn- arflokkanna. Forsætisráðherra er sakaður um að vera ómerkingur orða sinna, vegna þess að hann barðist, í stjórnarandstöðu, gegn hugmyndum ríkisstjórnar hinnar „norrænu vel- ferðar“ um að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Þá – ólíkt nú – lét rík- isstjórn vinstrimanna sig dreyma um að hækka matarskatt án þess að grípa til annarra ráðstafana til mót- vægis. Hugmyndin um hækkun mat- arskatts var undan rifjum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS). Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjár- málaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu ríkisins í júní 2011 að verið væri að skoða að taka upp eitt virð- isaukaskattsþrep. Haft var eftir ráð- herranum að ábendingar AGS hefðu hingað til verið gagnlegar. Rúmu ári síðar taldi Oddný G. Harðardóttir, sem var tekin við sem fjármálaráðherra, rétt að endurskoða virðisaukaskattskerfið. Í viðtali við Viðskiptablaðið í ágúst 2012 sagði ráð- herrann meðal annars: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurf- um að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn.“ Í sama viðtali lýsti fjármálaráðherr- ann því yfir að auðlegðarskatturinn yrði ekki endurnýjaður. „Það eru … ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tíma- bundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Kokhreysti þrátt fyrir söguna En sagan þvælist ekki fyrir. Rík- isstjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks er gagnrýnd harðlega fyrir að fella niður auðlegðarskatt – sem „norræna velferðarstjórnin“ setti á og ákvað að skyldi renna sitt skeið um komandi áramót. Engu skiptir þótt fyrrverandi fjármálaráðherra Samfylkingarinnar hafi lagt áherslu á að afnema skattinn. Gagnrýna skal ríkisstjórnina fyrir að lækka skatta á efnafólk. Með sama hætti deila vinstrimenn harðlega á ríkisstjórnina fyrir að hækka virðisaukaskatt á matvæli – nokkuð sem þeir létu sig þó dreyma um að gera þegar þeir sátu við völd. Það þarf nokkra kokhreysti til að skrifa í þeim anda sem Össur Skarp- héðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, gerir í Morgunblaðsgrein fyrir skömmu: „Framsóknar- og jafnaðarmenn hafa oftast borið gæfu til að standa saman um að verja matvæli og menn- ingu fyrir óhóflegri skattlagningu. Það eigum við líka að gera núna.“ Auðvitað er Össur búinn að gleyma yfirlýsingum flokkssystur sinnar þegar hún sat í ráðuneyti fjármála. Líklega kemur það ekki á óvart en þó má vera víst að gömlum læriföður og samherja Össurar sárni mjög að hann skuli nú gleymdur og grafinn í huga þeirra sem kenna sig við jafn- aðarmennsku. Sjá ekki skóginn Árið 1988 mælti Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra fyrir frumvarpi um innleiðingu virð- isaukaskatts (22%), sem kæmi í stað gamla söluskattsins. Stjórnarand- stæðingar og þá ekki síst þingmenn Alþýðubandalagsins gagnrýndu frumvarpið harðlega einkum vegna matarskattsins svokallaða. Jón Baldvin svaraði gagnrýninni með sínum hætti: „Óvinsamlegasti hluti þessara breytinga í munni stjórnarandstæð- inga hefur án efa verið skattlagning á matvörur. Af einhverjum ástæðum tókst þeim ekki að koma auga á skóg- inn fyrir trjánum eða vildu ekki gera það. Þeir neituðu hreinlega að horf- ast í augu við einfaldar staðreyndir um heildaráhrif skattkerfisbreyting- arinnar en einblíndu á þann eina þátt þeirra sem þeir ætluðu trúlega að mundi veita þeim stundarvinsældir þótt árangur af þeirri viðleitni hafi verið misjafn.“ Síðar færði Jón Baldvin rök fyrir því, með einföldu dæmi, að lækkun eða afnám matarskatts væri fremur til hagsbóta fyrir hina tekjuhærri en þá sem lökust hefðu kjörin. Lærifaðir Össurar var harðorður í garð þeirra sem mótmæltu frumvarpinu: „Ég tel mig hafa sýnt fram á það með veigamiklum rökum að sú skatt- kerfisbreyting sem gerð var í upphafi þessa árs og er undanfari þeirrar breytingar, sem hér er til umræðu, var ekki matarskattur, eins og lýð- skrumarar hafa nefnt hana, heldur meiri háttar tekjujöfnun, einhver hin mesta sem gerð hefur verið af op- inberri hálfu hér á landi.“ Hvort sem rök Jóns Baldvins standast eða ekki, er hitt ljóst að full- yrðing Össurar Skarphéðinssonar um að jafnaðarmenn hafi staðið gegn „óhóflegri“ skattlagningu á matvæli er röng, nema því aðeins að 22% virð- isaukaskattur árið 1988 teljist hófleg- ur og 12% skattur árið 2015 óhófleg- ur. Glerhús vinstrimanna gefur þeim sérstaka sýn á söguna og stað- reyndir. Ef það veitir þeim hugarró að stunda þaðan steinkast er lítið við því að segja en þó er rétt að halda sögunni til haga. Eftir Óla Björn Kárason »… má vera víst að gömlum læriföður og samherja sárni mjög að hann skuli nú gleymdur og grafinn í huga þeirra sem kenna sig við jafnaðar- mennsku. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Sérkennileg sýn úr glerhúsi vinstrimanna Þegar vegið er að æru fólks hafa dómstólar mótað þá afstöðu að þeir sem taka þátt í þjóðfélagslegri umræðu og séu opinberar persónur njóti minni æruverndar en aðrir. Afstaða sem er and- stæð grunnhugmyndum um jafnrétti borgaranna. Í sumum tilvikum þykir fólki ekki ástæða til að eltast við ærumeiðingar af því að þær eru settar fram af aðilum sem fáir taka mark á. Ummæli í kjaftadálkum dagblaða eru ekki taldar traustar heimildir um stað- reyndir. Annað gildir um vísindamenn og sérfræðinga. Í auknum mæli hafa ýmsir svonefndir sérfræðingar brugðið yfir sig kufli fræði- manns í þjóðmálaumræðu. Þegar slíkir að- ilar bera út gróusögur eða aðdróttanir sem meiða æru fólks þá verður að skoða alvar- leika málsins í því ljósi. Það gera dómstólar þó ekki. Einn svonefndur sérfræðingur sem sveipar sig kufli fræðimannsins í þjóðmála- umræðu er Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ. Ítrekað hefur hann vegið að ein- staklingum og/eða hópi fólks og jafnvel bor- ið á það refsivert athæfi. Þrátt fyrir það hef- ur enginn höfðað meiðyrðamál gegn honum fyrr en Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari. Fólk víkur sér undan því að fara í meiðyrðamál af ýmsum ástæð- um en stundum verður ekki undir þeim set- ið. Eðlilegt var að Jón Steinar höfðaði mál vegna aðdróttana Þorvaldar um refsiverða háttsemi, en þær setti Þorvaldur fram í svo- nefndri vísindaritgerð. Í greininni dróttar Þorvaldur Gylfason því að Jóni Steinari að hann hafi samið kæru til Hæstaréttar og síðan fjallað sjálfur um kæruna sem dómari og að því er virðist fengið starfsbræður sína þá í Hæstarétti til að fallast á þessa niðurstöðu með sér. Aðferðafræði Þorvaldar „vísindamanns“ er alþekkt í Íslandssögunni en frægasta dæmi um samskonar „vísindamenn“ sem ingar. Með gagnályktun hefðu aðdróttanir Þorvaldar verið meiðyrði ef beinst hefðu að öðrum dómurum Hæstaréttar sem ekki hafa tjáð sig opinberlega um þjóð- félagsmál. Vægast sagt sérkennileg að- ferðafræði við mat á æru og æruvernd einstaklinga. Samandregnar staðreyndir málsins eru að Þorvaldur Gylfason dróttaði að Jóni Steinari að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þorvaldur Gylfason gat ekki sýnt fram á sannleiksgildi aðdróttunar- innar eða gert hana sennilega. Það eitt og sér að drótta að manni að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi hefði átt að nægja til að Þorvaldur Gylfason hefði verið dæmdur fyrir meiðyrði óháð því hver í hlut átti. Dómararnir þrír sem skipuðu Hæsta- rétt að þessu sinni töldu það ekki meiðyrði að bregða fyrrverandi dómara um refsi- verða háttsemi af því að hann hefði látið til sín taka í þjóðmálaumræðunni. Það er svo annað mál og með ólíkindum að íslenskt réttarfar á æðsta dómstiginu sé þannig að Hæstaréttardómarar sem allir viku sæti af því að þeir höfðu unnið með Jóni Steinari í Hæstarétti teldu eðli- legt að skipa þrjá dómara Héraðsdóms Reykjavíkur í Hæstarétt til að fjalla um dóm kollega síns, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem þessir þrír dómarar vinna með í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sérstakt hæfis- og vanhæfismat það. Óneitanlega koma upp í huga mér orð Jóns Hreggviðssonar bónda á Rein um réttlætið og ranglætið við lestur dóms Hæstaréttar í þessu máli. Mér þykir það miður, en þannig er það. fetað hafa sömu slóð og Þor- valdur, hét Gróa á Leiti. Sú kona byrjaði lygisögur sínar jafnan á því að segja: „Ólyg- inn sagði mér, en berðu mig samt ekki fyrir því.“ Þorvaldur Gylfason upp- lýsti þjóðina þannig um meiriháttar samsæri gegn stjórnendum Baugs árið 2005. Óhreina peninga í um- ferð á árinu 2011, sem geri leynarhjúp um bankana nauðsynlega, sem sagt lög- brot þeirra, Seðlabankans o.fl. Hann hefur og komið með fleiri meiri- háttar rangar uppljóstranir í fíflaumræð- una með þessum formála að breyttu breyt- anda. Enginn kannast við að vera heimild- armaður Þorvaldar þó í þessu tilviki segi Þorvaldur að um þetta sé talað af lögfræð- ingum með ákveðna þekkingu. Enginn slíkur hefur gefið sig fram og það eina sem Þorvaldur gat dregið fram var grein í sand- korni DV, sem hann hefði allt eins getað skrifað sjálfur enda þá einn af pennum DV. Í 235. gr. almennra hegningarlaga er refsing lögð við því að bera út aðdróttun. Það leysir því ekki nútíma Gróur á Leiti eða Þorvald undan ábyrgð þó að hægt sé að finna einhvern sem hafi dylgjað um sama atriði á undan sögumanni. Við heildarmat dómstóla varðandi að- dróttun eins og þá sem Þorvaldur Gylfason kom fram með gagnvart Jóni Steinari væri eðlilegt að taka til skoðunar, að Þorvaldur sveipar sig kufli fræðimannsins og birtir greinar í ritum sem hafa vísindalegt yf- irbragð . Hæstiréttur taldi sig hins vegar ekki þurfa að taka tillit til slíks. Þorvaldur skyldi jafn óábyrgur aðdróttana sinna og ómerkilegur slefberadálkur í ómerkileg- asta blaði landsins. Hins vegar taldi Hæsti- réttur eðlilegt að vísa til þess við mat á sýknu Þorvaldar að sýkna hans byggðist m.a. á því heildarmati að sá sem fyrir æru- meiðingunni varð hefði tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni um ýmis málefni og þess vegna hefði ærumeiðing Þorvaldar ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tján- Ólyginn sagði mér Eftir Jón Magnússon »Með gagnályktun hefðu aðdróttanir Þor- valdar verið meiðyrði ef beinst hefðu að öðrum dómurum Hæstaréttar. Jón Magnússon Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.