Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um fjölskyldu- atvinnu- og pallbíla, jeppa og fleira föstudaginn 10. október Bílablað Í þessu blaði verða kynntar nýjar gerðir bíla, allt sem bíllinn þinn þarf fyrir veturinn og margt fleira PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 6. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Hlutfall eldri borg- ara í samfélagi vest- rænna þjóða eykst ár frá ári. Um þessar mundir nemur fjöldi 67 ára einstaklinga á Íslandi um 10% þjóð- arinnar og er gert ráð fyrir að þeim fjölgi ár- lega um 3% næstu áratugina. Áætlað er að landsmönnum fjölgi um 33% til árs- ins 2060 þegar Íslendingar verða 430 þúsund gangi spárnar eftir. Að sama skapi hækkar meðalaldur okkar og mega konur nú almennt gera ráð fyrir því að verða 84 ára og karlarnir 81 árs. Meðalaldur okkar fer þó enn hækkandi og 2060 munu konur almennt ná 88 ára aldri og karlar verða 87 ára að meðaltali. Margir aldraðir segja að það besta við að eldast sé frelsið til að ráða tíma sínum og sinna betur öllu því sem hefur mögulega setið á hakanum gegnum tíðina. Einnig nefna margir aukinn þroska og víð- sýni sem lífsreynslan færi manni samfara hækkandi aldri ásamt auknum tækifærum til að gefa af sér og miðla af til yngri kynslóða. Þá eru áhugamálin og gæðastund- irnar með börnum og barnabörnum einnig mikilvægir þættir og gera m.a. að verkum að aldraðir hlakka ekki síður til morgundagsins og horfa björtum augum á árin fram- undan. Sannarlega margt ánægjulegt Í þessu sambandi er mikilvægt að við tökum okkur öll saman um að breyta viðhorfi samfélagsins til aldraðra, minnka neikvæðni og efla skilning á því að aldraðir eru ekki einsleitur hópur held- ur hópur fjölbreyttra einstaklinga með ólík- ar langanir, vonir og þrár. Því miður er það svo umræðan um mál- efni aldraðra einkenn- ist um of af því nei- kvæða þegar dregin er upp dökk mynd af lífi, kjörum og valfrelsi þjóðfélagshópsins. Þó að sannarlega megi margt betur fara í málaflokki aldraðra í okkar þjóðfélagi er einnig mik- ilvægt að halda hinu jákvæða jafn- framt til haga og sýna þá fjöl- breytni og það fjör sem einnig einkennir líf þeirra sem nú eru virkir í félagskap eldri borgara. Þannig mætti alveg fara að búa til nýja staðalmynd fyrir „gamla fólkið með því að færa það úr baðstofunni og inn á sushi-staðinn,“ eins og það var orðað á framtíðarþingi um far- sæla öldrun sem haldið var á síð- asta ári í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þrátt fyrir að mjög margir eldri borgarar blómstri og lifi sannar- lega lífinu til fulls, er ljóst að bar- áttunni í málefnum eldra fólks er hvergi nærri lokið hér á landi. Síð- ustu ár hafa fjárveitingar til mála- flokksins verið skornar verulega niður og ýmis teikn eru á lofti að haldi sú þróun áfram muni enn halla á ógæfuhliðina. Stjórnvöld þurfa því sannarlega að bretta upp ermar og koma með markvissar til- lögur til úrbóta sem unnt er að standa við og framfylgja með skýr- um áætlunum. Í framhaldi af því þykir mér að vissu leyti miður að aldurshópurinn aldraðir þurfi að hafa sérstakan dag til að vekja athygli á sér og sínum málefnum en í dag, 1. októ- ber, er einmitt alþjóðlegur dagur aldraðra. Þetta er hins vegar verk- efni fyrir samfélagið til að vinna að áfram og við sem yngri erum þurf- um að taka við boltanum af ýmsum máttarstólpum í baráttunni fyrir betri hag eldra fólks. Ef rétt verð- ur á málum haldið er ég viss um að við getum gert okkar góða land ennþá betra. Vonandi upplifi ég þann dag að allt eldra fólk njóti þeirra lífsgæða sem það á skilið. Úr baðstofunni inn á sushi-staðinn Eftir Pétur Magnússon » Þó að sannarlega megi margt betur fara í málaflokki aldr- aðra í okkar þjóðfélagi er einnig mikilvægt að halda hinu jákvæða jafnframt til haga Pétur Magnússon Höfundur er formaður Öldrunarráðs Íslands. Nú í október stend- ur yfir leit að fjölda íslenskra kvenna, nánar tiltekið tæpum helmingi þeirra kvenna sem er boðið að mæta til leitar að leghálskrabbameini hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Þessar konur eru hvattar til að gefa sig fram. Þær geta haft samband við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, við kven- sjúkdómalækni eða við þær heilsu- gæslustöðvar sem þátt taka í leit- arstarfinu. Margar þessara kvenna skila sér einhvern tíma, seint og um síðir, en alltof margar mæta ekki reglulega. Öllum konum á aldrinum 23 til 65 ára er boðið að koma í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti. Allar ættum við að mæta fljótlega eftir að við fáum boðið. Þetta er ódýr og árang- ursrík forvörn, og eiginlega ill- skiljanlegt að við konur skulum ekki allar stökkva til og færa okk- ur hana í nyt. Það er ekki margt sem býðst til að vernda heilsuna sem er jafn árangursríkt og fyrirhafnarlítið. Sennilega er árangur hópleitarinnar undan- farin ár ein aðal- ástæða þess að konur mæta svo illa sem raun ber vitni, því við heyrum ekki um margar konur sem fengið hafa þetta krabbamein og höfum því ekki af því miklar áhyggjur. Leghálskrabbamein er annað al- gengasta krabbameinið hjá konum á heimsvísu og mjög algeng dán- arorsök kvenna. Þar sem öflugt leitarstarf er til staðar er þessi mynd betri. Hér á landi eru dauðs- föll af völdum sjúkdómsins fátíð, eða um tvö að meðaltali á ári. Engin leit er alveg fullkomin og því miður finnast ekki öll mein á læknanlegu stigi. Þó má fullyrða að ef skipulögð, lýðgrunduð leit að leghálskrabbameini væri ekki rek- in hér á landi væru dauðsföll lík- lega rúmlega 20 ár hvert. Leitar- starfið hófst fyrir fimmtíu árum, og reikna faraldsfræðingar með að við hefðum misst a.m.k. rúmlega 600 konur úr þessum sjúkdómi á tímabilinu ef leitarinnar hefði ekki notið við. Að auki hefur leitin kom- ið í veg fyrir miklar þjáningar og erfiða meðferð, en finna má forstig sjúkdómsins eða sjúkdóminn á ein- kennalausu stigi. Slík forstig finn- ast hjá um 7% kvenna, sem þýðir sennilega um 1.800 sýni í ár. Nú í bleikum október leggjumst við á eitt og fögnum því að við get- um lagt sjálf af mörkum til eigin heilsu og heilbrigðis, þiggjum boð um mætingu í Leitarstöðina og hvetjum allar konur sem á vegi okkar verða til að gera slíkt hið sama. Leitum að konum í dyrum og dyngjum Eftir Ragnheiði Haraldsdóttur » Þó má fullyrða að ef skipulögð, lýð- grunduð leit að legháls- krabbameini væri ekki rekin hér á landi væru dauðsföll líklega rúm- lega 20 ár hvert. Ragnheiður Haraldsdóttir Höfundur er forstjóri Krabbameins- félags Íslands. Myndi vaxtakostn- aður af lánum til byggingar nýs há- skólasjúkrahúss verða hærri en á öðr- um lánum ríkissjóðs? Ef ekki, þá myndi ríkissjóður ekki tapa á því að taka lán til byggingar sjúkra- hússins og nota þá peninga sem annars yrði ráðstafað til byggingarinnar til þess að greiða önnur lán ríkissjóðs. Borgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Nýtt háskólasjúkrahús Sjúkrahús Landspítalinn við Hringbraut Morgunblaðið/Sigurður Bogi - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.