Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 ✝ GunnhildurGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 28. október 1949. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 20. september 2014. Foreldrar Gunn- hildar voru hjónin Gunnar Sigurðs- son, flugvall- arstjóri Reykjavík- urflugvallar, fæddur á Akureyri 4. september 1916, d. 15. júní 2006, og Elinborg Sig- urðsson Thorarensen húsmóðir, fædd í Reykjavík 16. september 1920, d. 27. júlí 2003. Systkini Gunnhildar eru Borghildur Að- ils, f. 7. desember 1945, gift Jóni Aðils, og Jakob Gunn- arsson, f. 19. nóvember 1954, í sambúð með Þuríði Árnadóttur. Gunnhildur eignaðist dóttur, 1) Soffíu Guðrúnu, barnalækni, f. 30. ágúst 1966, með Jónasi Hermannssyni bílstjóra, f. 25. október 1946. Soffía er gift dr. Elínborg, f. 2001, Jón Eyjólfur, f. 2006, og Jón Gunnar, f. 2011. 3) Ingibjörg Salóme, viðskipta- fræðingur, f. 18. apríl 1973. Hún er gift Eiríki Ásmundssyni viðskiptafræðingi, og eru börn þeirra Benedikt Aron, f. 1992, Ólöf, f. 1993, Ásmundur, f. 1998, Sigurður Fannar, f. 2007, og Kristján Freyr, f. 2009. 4) Jón viðskiptafræðingur, f. 8. desember 1977. Hann er í sam- búð með Guðbjörgu Helgu Hjartardóttur lögfræðingi og eru börn þeirra Védís Lilja, f. 2008, og Eldey Arna, f. 2014. 5) Andri Björn, leiðbeinandi og fótboltamaður, f. 14. ágúst 1989. Kærasta hans er Gabriela Jónsdóttir. Gunnhildur lauk grunnskóla- prófi frá Miðbæjarskólanum ár- ið 1964 og vann um nokkurra ára skeið á Reykjavíkurflugvelli við ýmis störf. Hún sinnti hús- móðurstörfum um árabil og kom fimm börnum á legg. Sam- hliða uppeldi barna sinna starf- aði hún á Hjúkrunarheimilinu Grund og á Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð við umönnun. Seinni ár vann hún við ræstingar. Gunnhildur verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 1. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Ágústi Sverri Eg- ilssyni, stærðfræð- ingi og eru börn þeirra Egill Almar, f. 1987, Kjartan Logi, f. 1990, Stef- án Snær, f. 1993, Gunnar Jökull, f. 1996, Alma Hildur, f. 2000, Ágúst Bjarki, f. 2001, Atli Freyr, f. 2007, og Breki Freyr, f. 2007. Hinn 12. ágúst 1972 gift- ist Gunnhildur Sigurði Jóns- syni, sjómanni, f. 8. janúar 1950. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, skipstjóri og út- gerðarmaður frá Görðum við Ægisíðu, og Ingibjörg Björns- dóttir húsmóðir, frá Bessastöð- um í Vestur-Húnavatnssýslu. Gunnhildur og Sigurður skildu 1994. Börn þeirra eru: 2) Gunn- ar, byggingatæknifræðingur, f. 24. júlí 1970. Hann er í sambúð með Þórunni Halldóru Ólafs- dóttur, bókara, og eru börn þeirra Leon Ingi, f. 2000, Ólafía Elsku mamma, það er svo erfitt að setja síðustu kveðjuna í minningargrein, það verður eitthvað svo endanlegt að þú sért farin. Síðustu sjö mánuðir eru bún- ir að vera ein allsherjar rússí- banareið. Aldrei hefði mig grunað þegar við fórum niður á Borgarspítala hinn 16. febrúar sl. og þú spurðir mig í hvaða skóm þú ættir að vera ef þú þyrftir að taka strætó heim – af því að dæmigerð þú ætlaðist nú ekki til þess að ég keyrði þig heim líka enda guli vagninn verið þinn einkabíll – að ég sæti hér sjö mánuðum síðar án þín. Ég dáist að þér fyrir kjark- inn, hugrekkið og viljann að takast á við þetta erfiða verk- efni. Þú lést aldrei bilbug á þér finna, þó að eins og þú sagðir: „Maður fær nú aldrei alveg góðar fréttir þegar maður hittir þessa lækna.“ Þessi vegferð lýsir þér best, æðruleysið og að standa í báða fætur. Þú hefur alla tíð staðið með þínu fólki, börnunum, foreldrum og vin- um; ef eitthvað bjátaði á varst það alltaf þú sem studdir og komst til hjálpar. Betri mömmu er ekki hægt að hugsa sér. Við áttum góðan tíma saman og man ég fyrst eftir okkur, ég lítil dama með hvíta hanska og þú ung stúlka í göngutúr. Við kannski að hluta ólumst upp saman og þroskuðumst saman, enda bara 16 ár á milli okkar. Þú hlóst stundum að því að við yrðum saman á elliheimili, þú 86 og ég 70 ára, mér fannst það ekki fyndið þá en sorglegt nú að það verði ekki. Þrátt fyrir að þú gengir ekki menntaveginn kom aldrei ann- að til greina en að við systkinin færum í nám og veit ég að það hefur fært þér mikið að sjá að öllum hefur vegnað vel, að allir eigi sér góðan maka og fjöl- skyldu. Ég fann að það skipti þig svo miklu máli þessa síð- ustu mánuði. Þú hafðir góðan húmor og gast oft hlegið að sjálfri þér og hjálpaði það þessa síðustu mánuði. Mamma, þú varst sannarlega höfuð fjöl- skyldunnar, fylgdist vel með öllu sem gekk á hjá okkur börnunum og barnabörnunum, hvort sem það voru mikilvægir atburðir eða litlu daglegu at- burðirnir, þú varst alltaf með. Það er svo einkennilegt að heyra símann hringja á kvöldin þessa vikuna og ég hugsa, já þetta er mamma að hringja eða ég verð segja mömmu frá þessu, en grípa í tómt. Alla afmælisdaga og fæðing- arstund vissir þú upp á hár. Alla afmælisdaga frá því ég hef minni til, hvar sem ég var stödd, hefur þú hringt í mig klukkan tólf á hádegi, það verð- ur skrýtið að fá enga símhring- ingu að ári. Í dag skrifa ég þetta á af- mæli Egils Almars, frumburðar míns og fyrsta barnabarnsins þíns, sem fæddist fyrir svo stuttum 27 árum. Þú sast frammi á fæðingardeild og beiðst eftir að hann fæddist og þvílíkt stolt og gleði. Síðan hafa bæst í hópinn þinn ein 15 barnabörn og fjögur fóstur- barnabörn sem munu halda á lofti minningunni um ömmu Gunnhildi. Ég veit þér líður betur, ég sá það á friðsældinni sem kom yfir þig þegar þú kvaddir, ég veit þú hefur fundið afa og ömmu og örugglega ömmu B. Það hjálpar okkur eins og það hjálpaði þér að trúa að eins og segir í laginu „We’ll meet aga- in“. En í dag nota ég bara æðruleysisbænina og tek einn dag í einu. Bless elsku mamma og takk fyrir allt Þín dóttir, Soffía Guðrún (Fía). Með trega og söknuði sest ég hér niður og skrifa minning- argrein um yndislega móður mína. Eftir brösuglega æsku tókst með okkur mömmu mjög góður vinskapur. Mamma hafði stundum á orði að ég hefði ver- ið fyrirferðarmesta barnið hennar, en svo fullorðnaðist ég og sleppti öllu því sem hét ung- lingavandamál. Upp úr ferm- ingu og öll mín fullorðinsár bar aldrei skugga á okkar sam- skipti. Mamma hafði mikinn metnað fyrir hönd sinna barna og henni var umhugað um að við stæðum okkur vel í lífinu. Hún lagði mikið á sig til að við gætum menntað okkur og færði sínar fórnir fyrir okkur. Í hennar huga var framtíð okkar mjög mikilvæg og ég hafði stundum á tilfinningunni að hún lifði fyrir okkur systkinin og barnabörnin sín. Hún var ákveðin, heiðarleg kona með ríka réttlætiskennd. Hún var traustur vinur og lagði á það áherslu að halda góðu sam- bandi við fólkið sitt. Hennar elstu vinir hafa fylgt henni frá bernsku og slík vinátta er vandfundin. Hún var hreinskil- in með eindæmum og sagði allt- af það sem henni fannst. Það þurfa margir að heyra slíka hreinskilni en það geta kannski ekki allir tekið henni. Ég mun sakna mest við fráhvarf mömmu eru okkar góðu samtöl, hvort sem þau voru þegar við hittumst eða þegar við töluðum í síma. Við ræddum um allt, hvað sem var, og hún á hverj- um tíma vissi alltaf allt um mig og mínar vonir og væntingar í lífinu. Í raun hefur hún verið minn trúnaðarvinur allt mitt líf. Með því að hlusta og leiðbeina mér hefur hún gert mig að betri manni. Þennan eiginleika hennar ætla ég að rækta og miðla til minna afkomenda. Reiðarslagið kom 16. febrúar sl. þegar mamma greindist með krabbamein í gallgöngum og við fengum fréttir um að á brattann yrði að sækja. Í hvert sinn sem ég talaði við mömmu lagði ég á það áherslu að vera jákvæð og við ræddum það að hún skrifaði dagbók svo hún gæti rifjað upp hvernig henni liði á milli vikna í lyfjameðferð- inni. Það ósanngjarna við það mein sem mamma fékk var það að hún hafði alla tíð passað vel upp á heilsuna og farið í alls- kyns rannsóknir til að láta fylgjast með sér. Það er ekki spurt að því þegar slíkur vá- gestur ber á dyr. Þessa mánuði sem hún lifði með vitneskju um þessi veikindi upplifði ég mömmu meyrari og mýkri. Mamma hafði orð á því við okk- ur systkinin að óttast ekki það sem við tæki þegar hún færi, hún stappaði í okkur stálinu og hughreysti okkur á þessum erf- iðu tímum í okkar lífi. Hún hafði mikinn áhuga fyrir því sem tæki við og ræddi um það að hún ætlaði að vitja foreldra sinna. Síðasti sólarhringurinn í hennar lífi var fullur af kærleik frá fólki sem heimsótti hana. Ég veit að hennar ósk var sú að þegar hún færi væru öll börn hennar hjá henni. Klukkan 2.10 þegar hún kvaddi, héldum við systkinin öll í hennar hendur. Ég kveð þig, elsku mamma, með söknuði og tárum, ég mun halda áfram að hugsa og tala til þín. Ég mun halda minningu þinni á lofti á mínu heimili og sýna börnunum myndir af þér. Þannig mun Jón Gunnar, þrátt fyrir ungan aldur, halda í minninguna um ömmu Gunn- hildi. Þinn sonur, Gunnar. Jæja, elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Við höf- um oft gegnum árin rætt sam- an um dauðann og lífið og hvað er handan þessa tilverustigs. Við ræddum um að ef þú færir á undan mér þá værum við með leynimerki sem aðeins ég myndi skilja. Þú ætlaðir að láta vita af þér. Lífið er svo óútreiknanlegt. Þegar ég var með þér á síðasta ári að skipuleggja flutninga þá varstu svo spennt að vera að kaupa þér nýja íbúð í Boða- þinginu þar sem allt var splunkunýtt, fínt og fallegt, al- veg eins og þú vildir hafa það. Þarna ætlaðir þú að eiga nota- legt ævikvöld á fallega heim- ilinu þínu. Einungis sex mán- uðum eftir að þú fluttir greindist þú með krabbamein sem nú, eftir erfiða en harða baráttu, hefur lagt þig að velli. Þú stóðst þig alltaf eins og hetja, af yfirvegun en staðfestu tókstu á við þetta verkefni. Ég stóð hjá, reyndi að styðja þig eins og ég gat og dáðist að staðfestu þinni, kjarki, yfirveg- un og þessari einstöku sýn þinni á dauðann. Því þú kennd- ir mér að dauðinn er ekki endalok heldur ferðalag til annarra heima þar sem horfnir ástvinir bíða þess að taka á móti. Þú lofaðir mér að þú ætl- ar að bíða og taka á móti mér þegar minn tími væri kominn. Því trúi ég. „We will meet aga- in.“ Á þessari kveðjustund sendi ég þér fjóra kossa, alltaf fjóra. Þín elskandi dóttir, Ingibjörg Salóme. Það er óhætt að segja að febrúarmánuður árið 2014 muni seint renna okkur fjöl- skyldunni í Haustakri úr minni. Yngri dóttir okkar fæddist og mikil gleði ríkti, ekki hvað síst hjá ömmu Gunn- hildi, sem var í skýjunum yfir nýjasta barnabarninu. En skjótt skipast veður í lofti. Nokkrum dögum síðar greind- ist mamma með krabbamein sem sagt var ólæknandi. Því- líkt sjokk fyrir alla – gat verið að mamma, sem alltaf hafði verið heilsuhraust, látið fylgj- ast vel með sér og lifað til þess að gera heilsusamlegu lífi, væri að yfirgefa okkur langt fyrir aldur fram? Ótrúlega lengi var ég viss um að hægt væri að bjarga mömmu. Maður trúði á krafta- verk og að hlutirnir myndu þróast mömmu í hag. Því mið- ur varð ekki af því að þessu sinni og kvaddi mamma þenn- an heim í faðmi okkar systk- inanna 20. september sl. Það er óhætt að segja að mamma hafi verið límið í fjöl- skyldunni, sannkallað höfuð fjölskyldunnar eða „kóngamóð- ir“ eins og við kölluðum hana stundum, meira í gríni en al- vöru. Mamma tók alla tíð virk- an þátt í lífi okkar systkinanna, jafnt í gleði og sorg. Úr æsku minnist ég mömmu sem strangs uppalanda, í bland við hlýju og umhyggju. Síðar þróaðist samband okkar meira í þá áttina að vera vinir á jafn- réttisgrundvelli. Mamma var tvímælalaust meðal minna allra bestu vina. Þennan vinskap hefur mér þótt afskaplega vænt um og ég viðurkenni að ég á mjög erfitt með að sætta mig við endalok hans. Ég talaði mikið við mömmu, bæði í síma sem og í heim- sóknum, sem voru jafnvel margar í viku hverri. Við vor- um mjög náin og áttum það m.a. sameiginlegt að geta talað mikið og lengi í síma – klukku- tíma símtöl voru ekki óalgeng. Málið var að mamma var svo skemmtileg í þessum símtölum að maður gleymdi stund og stað og fór létt með það. Ég talaði við mömmu um allt, mamma var trúnaðarvinur minn og stundum sálusorgari, eftir því hvernig á stóð. Hún var með skemmtilegan húmor og var óhrædd við að gera grín að sjálfri sér þegar þannig bar undir. Þá var hún ótrúlega vel að sér í mörgum praktískum hlutum. Ófá voru þau t.d. sam- tölin sem við áttum um dætur mínar, sem hún sýndi einlægan áhuga, og oftar en ekki kom hún með gagnleg ráð. Það er óneitanlega skrýtin tilhugsun að samtöl okkar mömmu verði ekki fleiri, en um leið er ég þakklátur fyrir allar góðu stundirnar. Mamma var manneskja sem fór sínar eigin leiðir í lífinu, sagði sína skoðun umbúðalaust og gerði hlutina á annan hátt en margir aðrir. Ég kunni allt- af að meta hreinskilni hennar og dáðist að seiglunni, einkum undanfarna mánuði. Eftir að mamma greindist fór hún í gegnum mjög erfitt tímabil. Fyrir utan að vita að endalokin nálguðust tóku lyfjameðferð- irnar mikið á hana. Í gegnum allt þetta ferli kveinkaði hún sér þó aldrei, þvílíkur nagli og töffari sem hún mamma var. Nú er hún komin á betri stað og hefur eflaust hitt fyrir ömmu og afa og fleira gott fólk sem þar er – og ég veit að þau hafa tekið vel á móti henni. Elsku mamma, söknuðurinn er gríðarlegur, minningarnar og vinskapurinn ógleymanleg- ur. Jón Sigurðsson (Nonni). Elskuleg móðir mín, þú kvaddir þennan heim langt fyrir aldur fram. Mamma, þú varst alltaf til staðar fyrir alla og varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum þeim sem leituðu til þín sama hvað bjátaði á. Það veitti mér svo mikið öryggi að geta talað við þig og fengið ráðlegg- ingar frá þér þegar ég þurfti á því að halda. Mér fannst svo gaman þegar við sátum saman í sófanum og þú sagðir mér sögur frá því í gamla daga, maður gat séð það í augum á þér hvað þér fannst notalegt að rifja upp gamla og góða tíma. Það var rosalega mikið áfall fyrir okkur fjölskylduna að fá þær fréttir að þú værir mikið veik, þetta bar svo brátt að. Lífið hefur ekki alltaf borið þig á vængjum sér en þú tókst þessu með svo miklu æðru- leysi, elsku mamma mín, þitt hugrekki og þinn vilji var svo mikill. Þú hefur kennt mér svo margt. Ég hef verið að lesa í bókinni okkar Sumarlandið og finnst svo gott að vita af þér þar frískri innan um ömmu, afa og þau sem þykir vænt um þig. Ég er viss um að þau passa vel upp á þig, elsku mamma mín. Ég veit að einn daginn þegar okkar leiðir liggja saman á ný munir þú taka vel á móti mér inn í sum- arlandið, elsku móðir mín. Ég sakna þín svo mikið mamma mín og ég hugsa til þín alla daga. Þú munt lifa í hjarta okkar allra að eilífu. Andri Björn Sigurðsson. Gunnhildur Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Gunnhild- ur, Við munum sakna þín. Sofðu rótt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Bless amma. Takk fyrir allt Atli Freyr og Breki Freyr. Þú þekktir mig svo vel. Daginn sem þú lést féll hjartað mitt. Ég mun aldrei gleyma þér. Kannski mun- um við einhverntímann hittast uppi á himni. Ég hefði samt viljað geta sagt betur bless. Ég hugsa um þig frá degi til dags. Ég vildi óska þess að þú gætir komið aftur. Þú hefur kannski dáið en þú ert ekki farin. Þú verður alltaf hluti af mér. Alma Hildur Ágústsdóttir. Elsku amma Gunnhild- ur, ég á eftir að sakna þín 100% mikið. Miklu meira en geimurinn og allt saman. Það var gaman að vera í heimsókn hjá þér og horfa á Krakkastöðina. Ég veit þú elskar mig og Eldeyju. Ég elska þig. Védís Lilja. Það var gaman að koma og leika í dótinu hjá þér amma. Ég vissi alltaf hvar það var þegar ég kom í heimsókn og það fannst þér svo gaman. Ég elska þig amma Gunnhildur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson.) Þinn Jón Gunnar.  Fleiri minningargreinar um Gunnhildi Gunn- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA LÁRUSDÓTTIR KVARAN, lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 6. október kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar G. Kvaran, Anna Ragnhildur Kvaran. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KJARTAN SVEINSSON byggingatæknifræðingur, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 27. september. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. október kl. 15.00. Hrefna Kristjánsdóttir, Þórarinn Kjartansson, Álfheiður Kjartansdóttir, Arndís Demian Kjartansdóttir, Karl Demian, Sigfríð Þórisdóttir, Margrét Halldóra Sveinsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.