Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lífi þú lifir, því ReSound heyrnartækin, eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Fyrstu snjall- heyrnartækin Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef gert þetta frá þvíég var strákur, ég er al-inn upp við fýlaveiðar ogfýlaverkun í Vík í Mýr- dal,“ segir Njörður Helgason sem tók þátt í fýlaverkun á dögunum með stórfjölskyldunni, þar sem veiddir voru og verkaðir 95 fuglar. „Í gamla daga byrjaði fýlatíminn þegar hundadagar enduðu, í kringum 23 ágúst, en núna hefur veiðitíminn færst til mánaðamóta. Sennilega vegna breytinga í náttúrunni og eitt- hvað er það væntanlega tengt sjón- um, því það er enginn lundi og ungar kríunnar drepast.“ Njörður segir að fýllinn hafi ekkert sest að uppi í fjöll- unum sunnanlands fyrr en um 1880. „En eftir það varð mjög mikið af honum. Einu sinni var sagt að fýll verpti ekki nema þar sem hann gæti séð til sjávar, en þannig er það ekki núna, fýllinn hefur verpt inni í Emstrugiljum, lengst inn í landi.“ Var látinn bíta í hnakkann Fýllinn sem Njörður verkaði um daginn með fjölskyldu og vinum, var veiddur á Mýrdalssandi. „Í gamla daga var þetta öðruvísu en núna, það kom fyrir að ég væri lát- inn bíta í hnakkann á honum til að drepa hann. Slíkar aðferðir eru ekki lengur viðhafðar. Við verðum að passa að binda strax fyrir hálsinn á honum eftir að við höfum drepið hann, því annars er hætta á að leki lýsi út úr honum en það lyktar ekk- ert voðalega vel og það er miður geðslegt að reyta fýl sem er út- ataður í lýsi.“ Eins og flestir vita þá ælir fyllinn lýsi þegar hann ver sig en Njörður segir að það skipti ekki miklu máli í veiðinni, fólk passi sig bara að verða ekki fyrir spýjunni. Fýlaveikin í Eyjum Fýllinn er sjófugl með bragði sem ekki öllum líkar, sérstaklega ekki þeim sem hafa ekki alist upp við að borða hann. „Þegar fólk bragðar á honum í fyrsta sinn þá skiptist það yfirleitt í tvo hópa, annað hvort vill fólk ekki sjá að borða þennan mat eða það fellur algerlega fyrir honum og finnst hann rosalega góður.“ Njörður segir að ferlið í verkuninni sé þannig að þegar búið sé að veiða fýlinn, þá skipti miklu máli að dreifa vel úr fuglinum til að láta hann kólna og þorna. „Því ef hann er settur í hrúgu þá er hætt við að hitni í hon- Góð stemning og at í fýlaverkun „Þegar fólk bragðar á honum í fyrsta sinn þá skiptist það yfirleitt í tvo hópa, ann- að hvort vill fólk ekki sjá að borða þennan mat eða það fellur algerlega fyrir hon- um og finnst hann rosalega góður,“ segir Njörður Helgason sem finnst sjófuglinn mikill herramannsmatur. Árlega tekur hann þátt í verkun fýlsins og nýtur þess. Skemmtilegt Njörður veit fátt skemmtilegra en að taka þátt í verkun fýls. Pípunefurinn fýll ber latneska heitið Fulmarus glacialis og er með algeng- ari tegundum hér á landi. Hann hefur verið kallaður múkki og á það til að spýta eða „æla“ lýsi sé honum ógn- að. Þeir sem fengið hafa slíka spýju yfir sig gleyma því ekki svo glatt þar sem lýsið og matur á ýmsum stigum meltingarinnar lyktar býsna illa. Eins og fram kemur á góðri vefsíðu Nor- wegian Polar Institute er fýllinn eini pípunefurinn sem verpir á Svalbarða. Fýllinn fjölgar sér ekki sérlega hratt enda verpir hann aðeins einu eggi og liggur á í um 50 daga. Það má með sanni segja að margt sé áhugavert í lífshlaupi fýlsins. Dán- artíðni fullorðinna fugla er lág, eða innan við 5% á ári. Og gamall getur hann orðið! Talið er að þeir geti orðið yfir 60 ára gamlir þó svo að sá elsti sem vitað er um á Svalbarða hafi „aðeins“ orðið 26 ára gamall. Vefsíðan www.npolar.no Ljósmynd/Malín Brand Fagur Gaman er að fylgjast með flugi fýlsins en varast ber að atast í honum. Fýlinn getur orðið 60 ára Með því að brjóta pappír og hafa hníf að vopni er hægt að töfra fram per- sónuleg sprettikort. Á Handverks- kaffi í Gerðubergi í kvöld kl. 20 mun Margrét Guðnadóttir kenna gestum að gera lifandi gjafa- og tækisfæris- kort. Pappír, hnífar og skurðamottur verða á staðnum en gestir mega líka gjarnan koma með sín eigin áhöld. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Margrét er fjölhæf listakona sem vinnur í ýmsa miðla, aðallega tágar, við, pappír og plexígler. Hún er ein af stofnendum Kirsuberjatrésins við Vesturgötu þar sem tólf listakon- ur bjóða vörur sínar. Endilega … … lærið að gera sprettikort Listakona Margrét Guðnadóttir. Nú þegar kuldaboli fer að láta á sér kræla er ekki úr vegi að setjast við prjónaskap og töfra fram hlýjar húfur, vettlinga og sokka á börnin. Þau þurfa að geta verið úti að leika án þess að kuldinn smjúgi inn um hálsmálið eða bíti í litla putta. Alltaf er meira gleðj- andi bæði fyrir börn og fullorðna að húfur og handskjól séu skemmtileg, og nú er lag að sækja sér uppskriftir í bók sem ný- lega kom út hjá Forlaginu og heitir Litlu skrímslin. Bókin sú er full af upp- skriftum að prjóna- flíkum með allskyns dýrum og furðuverum, vélmennum, jarðálfum, ref- um, froskum og panda- björnum, svo fátt eitt sé nefnt. Lambhúshetturnar hafa þann góða kost að hleypa engum gusti inn um hálsakot og einnig taka yngstu börnin þær síður af sér, af því þær sitja vel á höfðinu. Einnig er sérstakur kafli með jólaupp- skriftum og um að gera að hugsa fram í tímann og prjóna jólagjafir. Bangsimon, ugla, refur, dreki og fleira skemmtilegt Gaman að breyta börnunum í lítil skrímsli með prjónahúfum Bókin Hún er full af fjöri, panda- sokkum og öðru. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.