Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 ✝ GuðmundurRagnar Ein- arsson fæddist í Gerðum í Stokks- eyrarhreppi 1. október 1933. Hann lést í Reykjavík 21. september 2014. Foreldrar hans voru Einar Sveinn Vilhjálmsson sjó- maður, f. 17.2. 1900, d. 4.1. 1969, og kona hans Elísabet Guð- mundsdóttir húsmóðir, f. 8.2. 1898, d. 3.6. 1973. Systkini Guð- mundar: Vilhjálmur Tryggvi Einarsson, f. 14.11. 1930, d. 28.12. 1999, og Kristbjörg Ein- arsdóttir, f. 6.1. 1937. Eiginkona Guðmundar var Guðmunda Arn- finnsdóttir, húsmóðir og verka- kona, f. 27.3. 1929, d. 6.2. 1998. Foreldrar hennar voru Arnfinn- ur Jónsson og Svava Guðbjörg Guðjónsdóttir. Dóttir Guð- mundar og Guðmundu er El- ísabet Guðmundsdóttir, f. 31.1. 1957. Börn hennar eru Aþena Ómars- dóttir, f. 1973, gift Arnari Guðlaugs- syni og eiga þau 4 börn, Úlfur Árna- son, f. 1979, og Jó- hann Finnsson, f. 1988, sambýliskona hans er Ása Sigurð- ardóttir og á hún fyrir 1 dóttur. Fyr- ir átti Guðmunda soninn Ásgeir Svavar Ólafsson, f. 1951, hans kona er Hrefna Tómasar og eiga þau 2 syni. Sambýliskona Guðmundar síð- ustu æviárin var Jónína Guðrún Gústavsdóttir, f. 21.11. 1940. Guðmundur bjó á Stokkseyri alla ævi, hann fór til sjós um fermingu og stundaði sjó- mennsku fyrstu starfsárin en vann lengst af sem múrari. Útför Guðmundar fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag, 1. október 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Í dag, 1. október, er jarðsettur Guðmundur Einarsson eða Gummi eins og hann var oftast kallaður, en Gummi var fæddur þann dag fyrir 81 ári. Ég hef þekkt Gumma alla mína ævi enda voru faðir minn heitinn og Gummi æskuvinir, báðir fædd- ir og uppaldir á Stokkseyri. Faðir minn lést á besta aldri, aðeins 49 ára að aldri, og var okkur öllum harmdauði, ekki síst Gumma sem missti þá sinn besta vin. Faðir minn flutti til Reykjavíkur og stofnaði þar sína fjölskyldu en foreldrar hans bjuggu á Stokks- eyri til dánardægurs og því voru afar tíðar ferðir okkar fjölskyld- unnar þangað austur. Aldrei var af stað farið án þess að koma við í Merkisteini hjá Mundu og Gumma. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að mæta í allar kræsing- arnar sem Munda töfraði fram á svipstundu. Gaman var að fylgjast með æskuvinunum er þeir hittust á Stokkseyri og var það ávallt þeirra fyrsta verk að fá sér göngu niður í fjöru, þar leið þeim vel saman félögunum. Um verslunarmannahelgi fyrir um átta árum hringdi ég í Gumma og stakk upp á því við hann að kíkja til okkar í kaffi upp í sum- arbústað móður minnar, þar sem ég vissi að hann myndi vera einn að sýsla heima við eins og svo oft áður. Gummi tók vel í þetta og fékk sér bíltúr austur á Flúðir og urðu þær ferðir fleiri næstu misserin. Varð það úr að þau móðir mín tóku saman og flutti Gummi á endanum til móður minnar í Kópavog og síðar til Reykjavíkur eftir að hún fluttist þangað fyrir tæpum tveimur árum. Gummi átti þó enn hús sitt á Stokkseyri. Hugur Gumma var þó tíðum þar austur frá og voru því ófáar ferðir hans þangað. Hann var natinn við að dytta að húsi sínu og garðinum þar í kring, fylgjast með kartöflu- garðinum, bóna bílinn og ýmis- legt fleira. Gummi var einkar ljúf- ur og geðprúður maður og hafði góða nærveru. Það var mikið happ fyrir okkur fjölskylduna að Gummi skyldi mæta á Flúðir forðum daga þar sem hann og móðir mín fundu kærleik og vin- skap hvort hjá öðru og áttu fal- legan og góðan tíma saman þessi átta ár. það verður heldur tómlegt nú hjá móður minni er hennar besti félagi er horfinn á braut. Missir hennar er mikill og elsku Ellu dóttur Gumma sem var hans augasteinn og sem alltaf var til staðar fyrir hann alla tíð. Mér er efst í huga á þessum tímamótum, þakklæti til Gumma fyrir góð kynni og góða samveru í fjölda ára. Elsku mömmu, Ellu og öðrum ástvinum votta ég innilega sam- úð. Sigurbjörg Alfreðsdóttir. Fyrir akkúrat einu ári sat ég við veisluborð að halda upp á átt- ræðisafmæli afa, hann var búinn að vera veikur en var á góðri leið með að ná sér, við áttum góð jól, vor og sumar og hann virtist stál- sleginn. Í dag mun ég setjast við annars konar veisluborð og þakka fyrir samveruna síðustu 40 árin. Fyrstu minningar mínar um afa eru úr Merkisteini þegar ég var lítil stelpa, í mínum huga var hann háaldraður maður en þá hefur hann verið rétt skriðinn yfir fertugt, eins og ég er í dag. Ég var mikil afastelpa og sótti í að vera með honum, hvort sem hann var að fara að vitja um netin, sinna hrossunum eða fara upp í Heiði, alltaf var ég komin í stíg- vélin, tilbúin í slaginn. Hann hafði ekkert val, litla afastelpan tróð sér í gegnum þykka skrápinn sem fáir komust í gegnum, og á kvöld- in sat ég í fanginu á honum og stalst til að drekka kaffið hans meðan hann svaf yfir sjónvarp- inu. Afi var ekki maður margra orða og undi sér yfirleitt best einn með sjálfum sér eða með fáum út- völdum, en hann gat verið ein- staklega orðheppinn og hafði hár- beittan húmor þegar þannig lá á honum. Hann var vinnuþjarkur og fannst best að hafa nóg fyrir stafni, sveitamaður fram í fingur- góma og kunni hvergi betur við sig en á Stokkseyri. Afi og amma bjuggu í Merk- isteini alla þá tíð sem ég man eftir mér og skutu skjólshúsi yfir þá sem með þurftu, þar bjuggum við mæðgur þegar ég var barn, Svava langamma mín og Tryggvi, bróðir afa. Þau hjónin voru af gamla skólanum, þar skorti engan neitt en þar þekktist heldur ekki óhóf og þó að ekki væri bruðlað með peninga voru þau höfðingjar heim að sækja, amma var einstök hús- móðir sem sá um heimilið af stakri prýði og alltaf var hlaðið borð ef gesti bar að garði. Eftir fráfall ömmu árið 1998 var hann vængbrotinn maður, en eftir nokkurra ára einsemd hófu þau Nína búskap og eru hún og hennar börn nú stór hluti af fjöl- skyldunni og verða áfram um ókomna tíð. Í dag hafði ég hugsað mér að drekka kaffi með afa og fagna einu ári til viðbótar, en þess í stað mun ég bera hann til grafar. Við, fjölskyldan kveðjum hann með sorg í hjarta en minningarnar munu lifa með okkur að eilífu. Hvíl í friði, elsku afi. Aþena. Guðmundur Ragnar Einarsson ✝ Erlingur ÞórRagnarsson fæddist á Þor- grímsstöðum í Breiðdal 28. júlí 1943. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 18. september 2014. Móðir hans er Guðrún Erlings- dóttir frá Þor- grímsstöðum í Breiðdal, f. 10.9. 1923. Faðir hans var Ragnar Björgvinsson, f. í Suður-Múlasýslu 28.2. 1915, d. 18.7. 1982. Fyrri eiginkona Erlings er Gróa Rannveig Sigurbergs- dóttir, f. 1944, frá Svínafelli í Nesjum, þau skildu. Þeirra börn eru: 1) Þóra María Erlingsdóttir, f. 1968, maki Magnús Jónsson, f. 1966, börn: a) Viktoría Bjarney, f. f. 1994, 2) Svanberg Guð- leifsson, f. 1970, maki Vilhelm- ína S. Smáradóttir, f. 1974, börn: a) Ólafía Ósk, f. 2003, b) Elmar Örn, f. 2003. 3) Sverrir Örn Sverrisson, f. 1984. Maki Rabia’tul Binte Sazali, f. 1983. Systkini Erlings sammæðra eru : Kristín Ingadóttir, f. 1948, Hulda Sigríður Ingadóttir, f. 1950, Hjörtur Ingason, f. 1952. Systkini Erlings samfeðra: Sigrún, f. 1946, Jóhanna Sig- urbjörg, f. 1948, Gunnar Þórð- ur, f. 1949, d. 1975, Bjarni Metúsalem, f. 1950, d. 2004, og Björgvin Jónas, f. 1958. Erlingur ólst upp á Þor- grímsstöðum í Breiðdal en fór ungur að heiman að vinna fyrir sér við fiskvinnslu og sjó- mennsku á ýmsum stöðum á landinu en settist svo að á Höfn í Hornafirði þar sem hann stofnaði fjölskyldu og vann lengst af á sjó en síðustu ár starfsævinnar við fiskvinnslu. Síðustu sjö árin bjó hann á Sauðárkróki. Útför Erlings fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 1. október 2014, kl. 14. 1992, b) Daníel, f. 1995, c) Ríkey, f. 2000. 2) Rúnar Erl- ingsson Silfur, f. 1970, maki Vero- nica Silfur, f. 1969, börn þeirra a) Isar Jonas, f. 1999, b) Eskil Olof, f. 2001, c) Ragnar Erik, f. 2003. 3) Heiðar Björgvin, f. 1972, maki Stefanía Ljót- unn Þórðardóttir, f. 1969, þeirra sonur: Hafþór Logi, f. 2000. Eftirlifandi eiginkona Er- lings er Bryndís Guðmunds- dóttir, f. á Siglufirði 1947. Hennar börn eru: 1) Hallfríður Guðleifsdóttir, f. 1967, maki Hilmar Haukur, f. 1961, börn: a) Sandra, f. 1990, maki: Birkir Fannar, f. 1988, barn þeirra Haukur Freyr, f. 2012, b) Íris, Elsku Elli, með tár á kinn sest ég niður og skrifa kveðjuorð til þín. Þú varst yndislegur tengda- pabbi og afi barna minna, félagi og góður vinur. Jákvæður, bros- mildur og hjálpsamur með ein- dæmum hvort sem eitthvað þurfti smáviðgerð eða að veita góð ráð. Enda á heimili okkar Svanbergs ert þú Elli afi sem vissi allt og var alltaf til í að leika. Því voru þau ófá, símtölin til þín þar sem Elmar Örn vant- aði upplýsingar og þá lá beinast við að hringja og spyrja Ella afa. Já, það er svo margs að minn- ast og margs að sakna. Brosandi í gegnum tárin þá koma margar góðar minningar og ein þeirra var hinn 21. maí 2004 þegar þið Bryndís báðuð mig og krakkana um að koma lengri leiðina upp á Einarsstaði og hitta ykkur að- eins í Breiðdalnum á leið okkar allra í sumarbústaðaferð með fjölskyldunni. Þarna áttum við yndislega stund í Heydalakirkju þar sem ég og mamma þín feng- um þann heiður að vera svara- menn ykkar í brúðkaupinu og Elmar Örn og Ólafía Ósk stóðu við hlið ykkar uppi við altarið. Mikið var þetta falleg athöfn og yndislegur dagur. Það er stutt á milli gleði og sorgar en minningar lifa um ókomna tíð. Þegar við lögðum af stað til ykkar í sumarbústaðaferðina nú í sumar þá var ætlunin að eiga saman góðar stundir á Suður- landi. Þessar stundir urðu aðeins nokkrir klukkutímar í sumarbú- stað en eftir það tók við spít- aladvöl hjá þér og hörð barátta við þetta illvíga mein. Elsku Elli minn, með þessum fáu orðum kveð ég þig og veit að þér líður vel. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku fjölskylda. Innilegar samúðarkveðju og megi Guð gefi ykkur styrk og vera með ykkur. Hjartans kveðja, Vilhelmína S. Smáradóttir. Í dag kveð ég minn kæra tengdaföður, hann Ella, og sú kveðjustund finnst mér hafa komið allt of fljótt. Ég man þá stund er ég fyrst kom inn á heim- ili hans, þá vakti það athygli mína hve allt var snyrtilegt, hreint og fínt, blómstrandi potta- blóm í gluggum, að ógleymdum risakaktusunum ógurlegu, sem blómstruðu samt svo fallega. En svona var Elli, allt sem hann vann og gerði, var gert með svo mikilli snyrtimennsku og vand- virkni. Og listakokkur var hann, hvort sem var hverdagsmatur eða veislumatur. Ég man vel eft- ir fyrsta aðfangadagskvöldinu með þeim feðgum, ég vissi að það yrðu rjúpur í matinn sem ég hafði aldrei smakkað fyrr og lyktin sem tók á móti mér fannst mér framandi og skrítin og þarna stóð tengdapabbi, búinn að dekka upp fallegt jólaborð, með rjúkandi rjúpurnar, og mik- ið naut hann þess að borða þær, enda eitt það besta sem hann fékk. Eftir þetta minnir rjúpna- lyktin mig alltaf á hann. Þegar við Heiðar byrjuðum að búa sam- an, bjuggum við fyrsta árið hjá tengdapabba og það var yndis- legur tími, enda var hann mikið ljúfmenni í umgengni og léttur í lund. Þær voru margar góðar stundirnar við eldhúsborðið þar sem við sátum með kaffibollann, og hann sagði sögur og fór með vísur um atburði og samferða- fólk, flestar í glettnari kantinum. Elli fór oft til Þorgrímstaða í Breiðdal til að heimsækja Guð- rúnu móður sína og bræður hennar, Hlífar og Gunnar. Synir hans muna líka eftir mörgum ferðum í Breiðdalinn sem þeir fóru saman á rjúpnaveiðar en Elli hafði mjög gaman af veiðum og kenndi sonum sínum allt sem hann gat í sambandi við þær. Það var yndislegt þegar Elli fann aftur lífsförunaut, hana Bryndísi sína, og finna líka að börnin hennar tóku honum opn- um örmum. Það var alltaf gott að koma til þeirra bæði á Höfn og svo á Sauðárkrók, þar sem þau bjuggu síðustu sjö árin. Og alltaf beið manns hlaðið veisluborð. Þau nutu þau þess líka að ferðast saman, bæði innanlands og utan, og hittu oft góða vini í leiðinni. Elli var duglegur að fylgjast með barnabörnunum sínum og Bryndísar þótt þau byggju flest í fjarlægð. Oft hringdi hann í okk- ur, stoltur til að segja okkur fréttir af þeim. Hann hringdi líka til að spyrja Hafþór frétta, hvernig gengi í boltanum, hvern- ig gengi hjá Man. United og síð- ast en ekki síst gátu þeir spjallað um veðrið, þar sem það var alltaf betra veður hjá þeim sem átti síðasta orðið. Ég er svo þakklát fyrir þá yndislegu daga sem Elli og Bryndís dvöldu hjá okkur í apríl síðastliðnum þegar Hafþór Logi fermdist og ekki grunaði okkur að það væri í síðasta skipti sem við hittum Ella, hressan og kát- an. En skjótt skipast veður í lofti, í júní greindist Elli með illvígt krabbamein í höfði og lést hann 18. september síðastliðinn eftir erfiða baráttu við það. Elsku Bryndís og Sverrir Örn, þið stóð- uð við hlið hans allan tímann í veikindunum, trygg og trú, elsku Guðrún, Þóra, Rúnar, Heiðar, Halla og Svanberg og allir aðrir aðstandendur, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Minn- ing um yndislegan og góðan mann mun lifa áfram með okkur öllum. Stefanía L. Þórðardóttir. Í dag kveð ég þig í síðasta sinn, elsku afi minn. Ég þakka fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um þig. T.d. þegar við fórum að veiða og horfðum á Stjána bláa saman þegar ég var lítill. Það var líka alltaf svo gott að borða hjá ykkur ömmu. Við spjölluðum líka oft saman í síma eftir að þú fluttir norður og líka á Skype. Þá tölum við um fótbolta, og Man. United og margt fleira. Takk fyrir allar góðu minningarnar, elsku afi minn. Hafþór Logi. Erlingur Þór Ragnarsson HINSTA KVEÐJA Elsku Elli afi. Við elsk- um þig af öllu hjarta og söknum þín mikið. Við munum alltaf muna eftir þér, elsku afi, og öllu því skemmtilega sem við gerð- um saman. Við vitum að núna líður þér vel og hvíldu í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hjartans kveðja, Elmar Örn og Ólafía Ósk Svanbergsbörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN AUÐUNN GUÐJÓNSSON, Tröllateig 24 Mosfellsbæ, lést þriðjudaginn 23. september á hjúkrunarheimilinu Hömrum. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk Helgustofu á Hömrum fyrir frábæra umönnun og elskulegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg Þórarinsdóttir, Þórarinn Sigvaldason, Sigríður Erla Sigurðardóttir, Guðjón Auðunsson, Sigrún Andersen, Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, Ragnar Pálmason, Ásdís Auðunsdóttir, Sveinn Valgeirsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÓLMGEIR JÚLÍUSSON, Hringbraut 2b, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 28. september. Kristjana Björg Þorsteinsdóttir, Kristján Hólmgeirsson, Guðrún Sigurðardóttir, Júlíus Hólmgeirsson, Sveinrún Bjarnadóttir, Guðbjörg S. Hólmgeirsdóttir, Egill Kolbeinsson, Jónas Hólmgeirsson, Rebekka Þórisdóttir, Harry Þór Hólmgeirsson, Ólöf Jónsdóttir, Sveinbjörn Hólmgeirsson, Hanna Björk Hafþórsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, SIGRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR, Skarðshlíð 8a, Akureyri, er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Börn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.