Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Touring Cars is seeking new partners Touring Cars is the market leader in motorhome rental business since 1982. Do you want to be part of our success story and gain access to hundreds of travel agencies around the world selling your motorhome rental product? Contact us today to learn more! touringcars.eu info@touringcars.eu +354 7830722 lyfjabúðum. Lyfjafræðingar bera ábyrgð á afgreiðslu lyfja og lyfsölu- leyfishafar á hverjum stað bera ábyrgð á starfsemi lyfjabúða. 70% lyfseðla eru rafræn Á árinu 2013 barst 79.731 eftirrit- unarskyldur lyfseðill til Lyfjastofn- unar. Við eftirlitið starfa lyfjafræð- ingur sem ver 4-8 klukkustundum á mánuði við eftirlitið og lyfjatæknir sem ver um 80 klst. á mánuði til starfans, samkvæmt upplýsingum frá Sigríði. Yfir 70% lyfseðla eru send rafrænt til lyfjabúða. Eftirlitið hefur skilað góðum árangri að sögn Sigríðar, vísbend- ingar séu um að starfsfólk lyfjabúða vandi sífellt betur afgreiðslu á ávana- og fíknilyfjum, sem ávísað er með eftirritunarskyldum lyfseðlum. Þannig fækkaði lyfseðlum sem gera þurfti athugasemdir við um helming á fyrri hluta árs 2014 frá sama tíma- bili á árinu 2013, eða úr þrettán að meðaltali á mánuði árið 2013 í tæp- lega sjö að meðaltali á fyrstu sex mánuðum ársins 2014. Morgunblaðið/Friðrik Apótek Lyfjastofnun hefur eftirlit með afgreiðslu lyfseðla og afhendingu lyfja. Markmið eftirlitsins með eftirrit- unarskyldum lyfseðlum er að tryggja að aðeins þeir sem nefndir eru á lyfseðli fái í hendur ávana- og fíknilyf. Gerðu athugasemdir við 156 lyfseðla í fyrra  Barst 79.731 lyfseðill á árinu 2013  Færri athugasemdir á árinu 2014 BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Lyfjastofnun gerði athugasemdir við afgreiðslu 156 eftirritunar- skyldra lyfseðla á árinu 2013. Al- gengustu athugasemdirnar sem Lyfjastofnun gerði við lyfseðlana voru að viðtakandi kvittaði ekki fyr- ir móttöku 56 lyfseðla og þar með liggur ekki fyrir hver fékk lyfið af- greitt, afgreitt var eftir fjölnota lyf- seðli oftar en einu sinni en óheimilt er að afgreiða eftirritunarskyld lyf oftar en einu sinni gegn hverjum lyfseðli, 36 lyfseðlar féllu undir það, og afgreitt var meira magn en heim- ilt er á hverju 30 daga tímabili af 21 lyfseðli. Þá var átta lyfseðlum breytt í lyfjabúðum án samráðs við lækni, en slíkt er óheimilt, sam- kvæmt upplýsingum frá Sigríði Ólafsdóttur, sviðsstjóra eftirlits- sviðs Lyfjastofnunar. Mistökin sem að framan greinir hafa átt sér stað við afgreiðslu lyfja í Mál Landsvirkjunar gegn Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Forsaga þess er sú að innanrík- isráðuneytið úrskurðaði árið 2012 að Þjóðskrá bæri að taka vatnsréttindi fyrirtækisins í sveitarfélaginu til fasteignamats. Fljótsdalshérað vildi innheimta fasteignagjöld af réttind- unum í kjölfarið en Landsvirkjun ákvað að skjóta deilunni til dóm- stóla. Það gæti orðið fordæmi fyrir önnur sveitarfélög á landinu. „Þetta er búið að taka býsna tíma og ég fagna því bara að það sé að koma niðurstaða í málið,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Á sínum tíma var rætt um að sveitarfélagið gæti haft 10-30 millj- ónir króna í tekjur af því að inn- heimta fasteignagjöld af vatnsrétt- indunum en Björn leggur áherslu á að eftir sé að greina stöðuna betur. „Við töldum að ráðuneytið hefði á sínum tíma úrskurðað á þann veg að við hefðum rétt til þess. Landsvirkj- unarmenn voru ekki sammála þeim úrskurði þannig að þeir ákváðu að fara þessa leið, sem var þá í sjálfu sér ekki óeðlilegt, að fá úr þessu skorið hjá dómstólum,“ segir hann. Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds Vatnsréttindi Jökulsá á Dal rennur um Fljótsdalshérað. Tekist á um fasteigna- mat á vatnsréttindum Lyfjastofnun hefur eftirlit með afgreiðslu lyfseðla og afhend- ingu lyfja í apótekum og ber lyf- sölum að senda Lyfjastofnun frumrit allra eftirritunarskyldra lyfseðla eftir að afgreiðsla hef- ur farið fram, sbr. 22. gr. reglu- gerðar nr. 91/2001 um af- greiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja. Eftirlitið á sér samt lengri sögu en frá 2001. Markmið eftirlits Lyfjastofn- unar með eftirritunarskyldum lyfseðlum er að tryggja að að- eins þeir sem nefndir eru á lyf- seðli fái í hendur ávana- og fíknilyf. Ennfremur að sér- staklega sé gætt að því að rétt sé afgreitt miðað við ávísun læknis og að starfsfólk lyfja- búða vandi til afgreiðslunnar til að fyrirbyggja að lyf úr fram- angreindum flokki lyfja fari til óviðkomandi aðila. Eftirlit með afgreiðslunni LYFJASTOFNUN Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Vinnu stýrihóps um sameiginlega athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group á flugvallar- kostum fyrir innanlandsflugvöll miðar hægar en að var stefnt, að sögn Rögnu Árnadóttur, formanns nefndarinnar. Upphaflega voru fimmtán svæði til skoðunar hjá nefndinni, en þeim hefur nú verið fækkað í fimm. Nefndin skoðaði ekki Keflavíkur- flugvöll sem kost fyrir framtíðar- flugvöll innanlandsflugsins. Ekki borist nýjar tillögur Ragna segir að möguleg flug- vallarstæði sem nefndin skoðar nú séu Bessastaðanes, Löngusker, Hvassahraun, Hólmsheiði og nýjar útfærslur á innanlandsflugvellinum í Vatnsmýrinni. Ragna segir að stýrihópnum hafi ekki borist nýjar tillögur eða ábendingar um flug- vallarstæði á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið að fullkanna kosti „Okkar verkefni er að fullkanna flugvallarkosti á höfuðborgarsvæð- inu. Við höfum eftir megni byggt á þeim gögnum sem til eru en einnig aflað nýrra gagna að ákveðnu marki. Við höfum litið til þess lista sem birtist í skýrslunni frá því 2007, en þar var gert ráð fyrir fimmtán ólíkum kostum. Við höf- um beitt útilokunaraðferðinni, og höfum þannig fækkað þeim kostum sem við rannsökum áfram niður í fimm. Við erum að samræma gögnin um þessi fimm mögulegu flugvallarstæði, þannig að við get- um borið saman sambærileg gögn um hvert svæði,“ sagði Ragna í samtali við Morgunblaðið í gær. Ragna segir að þau í nefndinni geri sér vonir um að hægt verði að ljúka þessu stigi könnunarinnar, svonefndri frumgreiningu, fyrir lok þessa mánaðar. „Ég þori ekki að fullyrða að frumgreiningu okk- ar ljúki í októbermánuði, en ég vona það svo sannarlega. Þá getum við væntanlega hafið það sem hef- ur verið kallað fullkönnun og verð- um þá búin að fækka kostunum. Í fullkönnuninni munum við ræða hvaða flugvallarstæði koma þá til greina. Þetta þurfum við að ræða við aðila samkomulagsins um þessa athugun og fá það á hreint hvað þeir sjá fyrir sér að felist í fullkönnun. Það er alveg ljóst að í því mun felast mun víðtækari gagnaöflun en sú sem við erum í núna,“ sagði Ragna. Aðspurð hvort hún væri bjartsýn á að Rögnunefndinni svokölluðu tækist að ljúka störfum og skila nið- urstöðum fyrir árslok, eins og gert er ráð fyrir í erindisbréfi nefnd- arinnar, sagði Ragna: „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri bjartsýn á það, en við þurfum að taka það upp við aðila samkomulagsins hvernig framhaldsvinnan verður. Þessi vinna hefur tekið mun lengri tíma en ég gerði mér vonir um.“ Ragna segir að nefndin hafi ekk- ert fjallað um eða skoðað mögu- leikann á framtíð innanlandsflugs- ins í Keflavík. „Keflavík er ekki á höfuðborgarsvæðinu og það er því utan verksviðs nefndarinnar að kanna slíkan kost,“ segir Ragna. Fimm flugvallarkostir til skoðunar  Ragna Árnadóttir vonar að fullkönnun geti hafist eftir mánuð  Kostirnir sem eru til skoðunar eru Bessastaðanes, Löngusker, Hvassahraun, Hólmsheiði og nýjar útfærslur á flugvellinum í Vatnsmýrinni Flugvöllur Grunnkort/Loftmyndir ehf. Hvassahraun Löngusker Bessastaðanes Hólmsheiði Vatnsmýrin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.