Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014
Hirut er á leið heim úr skól-anum þegar hópurmanna ræðst að henniog rænir henni. For-
sprakki hópsins vill að Hirut, sem er
aðeins 14 ára, verði kona sín. Hann
læsir hana inni í skúr og um kvöldið
kemur hann og nauðgar henni.
Næsta dag sér hún hvar hurðin hef-
ur verið skilin eftir frá stöfum, laum-
ast út, grípur riffil og tekur á rás.
Mannræningjarnir sjá til hennar og
hlaupa á eftir henni. Þegar þeir eru
búnir að ná henni beinir hún riffl-
inum að hópnum. Kvalari hennar
stígur fram og hún hleypir af. Hann
liggur örendur eftir.
Barnsbrúðarrán
Fjölda stúlkna er rænt á ári hverju í
Eþíópíu með sama hætti og Hirut.
„Vonbiðlarnir“ nauðga þeim, vonast
til að geta þeim barn og gera þær
þannig að konum sínum. Barnsrán
þessi nefnast telefa og hafa tíðkast
um aldir ef ekki árþúsund.
Hirut á yfir höfði sér að vera
dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð.
Þá kemur Meaza Ashenafi, ungur
lögfræðingur frá höfuðborginni,
Addis Ababa, til sögunnar og tekur
mál Hirut að sér.
Kvikmyndin Difret er byggð á
sannsögulegum atburðum. Ashenafi
er þekktur lögfræðingur í Eþíópíu
og fræg fyrir baráttu sína fyrir jafn-
rétti. Þegar hún tók mál Hirut að sér
1995 var hún leiðtogi samtaka
kvenna í lögmannsstétt í Eþíópíu.
Nú er hún stjórnarformaður Enat-
banka, sem hefur það að markmiði
að efla konur í Eþíópíu.
Í myndinni er teflt saman and-
stæðum, hefðum og nútíma, sveit og
borg. Hér er á ferð klassísk saga lít-
ilmagna í baráttu við bákn. Hin unga
stúlka á við ofurefli að etja og lengi
vel er alls óvíst að lögmanni hennar
takist að sýna fram á að skjólstæð-
ingur hennar sé fórnarlamb.
Leikstjóra Difret tekst vel að
byggja upp söguna. Hann gætir sín
á því að gera ekki lítið úr þeim, sem
eru fastir í viðjum hefðanna, for-
dæma ekki stjórnvöld og halda
ákveðinni fjarlægð á efnið, þótt ekki
fari á milli mála hvar samúðin ligg-
ur. Þetta gerði hann líkast til í þeim
tilgangi að ekkert yrði því til fyrir-
stöðu að sýna myndina heima fyrir.
Í einu athyglisverðasta atriði
myndarinnar kemur dómstóll öld-
unganna, hinna vísu manna þorps-
ins, saman til að fjalla um málið.
Ættingjar hins látna krefjast þess
að stúlkan verði líflátin á meðan fjöl-
skyldan biðst vægðar því að Hirut sé
ung og „vonbiðlinum“ hafi verið neit-
að um hönd hennar.
Óvanir leikarar
Flestir þeir, sem fram koma í mynd-
inni, höfðu aldrei leikið áður, en
myndin geldur síður en svo fyrir
það. Tizita Hagare fer vel með hlut-
verk hinnar ungu Hirut, sem smám
saman áttar sig á því að hún mun
aldrei eiga afturkvæmt til síns
gamla lífs. Meron Getnet leikur
Ashenafi. Hún er ein vinsælasta
leikkona Eþíópíu og er einnig rithöf-
undur. Hagare og Getnet bera
myndina uppi og ná vel saman.
Atriði þar sem Hirut upplifir
fyrsta sinni þægindi borgarlífsins –
sérstaklega þegar hvell símhringing
skýtur henni skelk í bringu – eru
sterk og sýna mótsagnir samfélags
þar sem nýr tími er að leysa þann
gamla af hólmi. Indverski rithöfund-
urinn Arundhati Roy gekk einhvern
tímann fram á verkamenn, sem voru
að leggja ljósleiðara við kertaljós og
sagði það dæmigert fyrir andstæður
Indlands. Myndin Difret ber sams
konar andstæðum vitni.
Mál Hirut vakti mikla athygli á
sínum tíma. Beinar útsendingar
voru frá réttahöldunum í Eþíópíu og
erlendir fjölmiðlar fylgdust einnig
með. Málið ýtti við stjórnlagadóm-
stól landsins og hafði áhrif á viðhorf í
lanidnu. Enn er Eþíópía þó í fimmta
sæti þeirra landa þar sem algengast
er að brúðir séu börn.
Bann á frumsýningardag
Mehari átti í miklum vandræðum
með að fjármagna myndina. Leik-
konan Angelina Jolie kom til skjal-
anna sem framleiðandi þegar tökum
var lokið og eftirvinnsla stóð yfir.
Myndin vakti mikla hrifningu á
Sundance-kvikmyndahátíðinni í
Bandaríkjunum og kvikmyndahátíð-
inni í Berlín fyrr á þessu ári og fékk
áhofendaverðlaun á þeim báðum. Í
byrjun september átti að frumsýna
hana í Nígeríu. Á eþíópska vefmiðl-
inum Satenaw kemur fram að
nokkrum mínútum áður en sýning-
arvélarnar áttu að fara af stað hafi
leikstjórinn stigið á svið til að til-
kynna að ekkert yrði af frumsýning-
unni. Sýningin hefði verið bönnuð
með tilskipun frá dómara að undir-
lagi stjórnvalda.
Í sömu grein kemur fram að orðið
Difret, sem er úr amharísku, opin-
berri tungu Eþíópíu (sem töluð er í
myndinni), er margrætt. Það merkir
„hugrekki“, „það að nauðga konu og
svívirða“ og „ósvífin framhleypni“.
Þetta eina orð rúmar semsagt kjark
söguhetjunnar, brotið gegn henni og
viðhorf samfélags hennar til hennar.
Difret er sterk mynd þótt atburða-
rásin verði ívið stirðbusaleg á köfl-
um og verður vonandi til þess að
marka spor í baráttunni gegn því að
börn verði þvinguð í hjónabönd.
Ofurefli Hagere leikur Hirut, stúlku sem er sökuð um morð eftir að hafa
banað manni, sem rændi henni og nauðgaði og hugðist ganga að eiga hana.
Áhrifarík saga
frá Eþíópíu
RIFF - Bíó Paradís
Difret bbbmn
Leikstjóri: Zeresenay Berhane Mehari.
Leikarar: Meron Getnet, Tizita Hagere
og Rahel Teshome. Eþíópía, Bandaríkin
2014. Tungumál: Amharíska. Flokkur:
Fyrir opnu hafi.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
1.10. 2014 – 15.30 Bíó Paradís 1
Meistaraspjall með kvikmyndagerð-
armanninum Mike Leigh fer fram í
hátíðarsal Háskóla Íslands í dag kl.
13-14 og er það hluti af Alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF.
Mike Leigh mun sitja fyrir svörum
auk leikkonunnar Marion Bailey
sem fer með eitt af aðalhlutverkum
nýjustu kvikmyndar Leigh, Mr.
Turner. Fundarstjóri verður banda-
ríski kvikmyndagagnrýnandinn og
menningarblaðamaðurinn Harlan
Jacobson sem hefur m.a. skrifað fyr-
ir dagblöðin The New York Times
og The Washington Post og tímarit-
ið USA Today. Leigh mun ræða um
langan og farsælan kvikmyndaferil
sinn og svara spurningum úr sal.
Leigh mun einnig taka við heið-
ursverðlaunum RIFF fyrir framlag
sitt til kvikmyndalistarinnar í dag kl.
17 á Bessastöðum og er það forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
sem afhendir verðlaunin.
AFP
Virtur Enski kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh með leikkonunni Marion
Bailey á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðnum.
Meistaraspjall með Mike Leigh
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM
EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í
HEIM EITURLYFJASALA
LIAM NEESON
ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON
L
12
EQUALIZER Sýnd kl. 8 - 10:40
TOMBSTONES Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20
MAZE RUNNER Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20
PÓSTURINN PÁLL 2D Sýnd kl. 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar