Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er frábært að vinna með hon- um,“ segir hinn heimskunni píanó- leikari Evgeny Kissin um stjórnand- ann og píanóleikarann Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnanda Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, en þeir stíga saman á svið Eldborgarsalar Hörpu í kvöld og annað kvöld, ásamt hljómsveitinni. „Hann er fullkomin stjórnandi og auk þess afar góður maður, þannig að það er mjög ánægjulegt að eiga í samstarfi við hann, hvernig sem á það er litið,“ bætir Kissin við. Á efnisskrá tónleikanna eru Sin- fónía nr. 3 eftir Johannes Brahms og Píanókonsert nr. 2 eftir Sergej Rak- manínov, einn kunnasti konsert sem saminn hefur verið fyrir hljóðfærið; tónlistin er sögð kraftmikil, ólgandi, tregafull og angurvær – konsertinn ólgar af tilfinningum og gerir gríð- armiklar kröfur til flytjandans. Kissin er einn virtasti og vinsæl- asti konsertpíanisti samtímans en það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar hann, aðeins tólf ára gamall, hljóðritaði báða píanókonserta Chopin. Hann hélt einleikstónleika í Háskólabíói á Listahátíð árið 1996, fyrir 18 árum, þegar hann var 25 ára gamall og lék þá nokkur krefjandi verk. Jón Ásgeirsson ritaði afar lof- samlega gagnrýni í Morgunblaðið og þar segir í niðurlagi: „Evgeny Kissin er sannkallaður snillingur, ræður yf- ir ótrúlegri tækni, spannar í leik sín- um yfir allt styrkleikasviðið, túlkar margt mjög fallega og af næmum skilingi á formskipan, svo að horfa má til bjartrar framtíðar með þess- um unga snillingi.“ Gjöfult samstarf Framtíðin er nú og spárnar hafa ræst. Kissin hefur síðan verið á ferðalagi milli tónleikasala og hefur sent frá sér margverðlaunaðar hljóðritanir. Hann leikur nú í fyrsta skipti með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands en samstarf þeirra Ashkenazy á sér orðið langa sögu. Árið 2010 hlutu þeir saman Grammy-verðlaun fyrir hljóðritun þar sem Kissin leik- ur píanókonserta Prokofíevs. Kissin segir að þegar hann var að taka út þroska hafi hann hlustað mikið á upptökur þar sem Ashke- nazy leikur á píanóið. „Þegar hann kom í fyrsta skipti aftur til Rúss- lands, eftir marga ára fjarveru, þá fór ég á tónleikana og þá hittumst við í fyrsta skipti,“ segir hann. Og hann bætir við að það geti verið tölu- verður munur á því að starfa með hljómsveitarstjóra sem þekkir hljóð- færið jafn vel og Ashkenazy þekkir slaghörpuna. „Stjórnendur sem eru líka píanó- leikarar, eins og Ashkenazy og Bar- enboim, þekkja helstu píanókonsert- ana sérstaklega vel og fyrir vikið er einstaklega ánægjulegt að flytja verkin með þeim.“ Þegar spurt er um annan píanóko- sert Rakhmanínovs, segir Kissin hann vera í miklu uppáhaldi hjá sér. Hann veigrar sér hins vegar við því að lýsa honum í orðum. „Ég get ekki lýst tónlist; hún er svo langt utan túlkunarsviðs orðanna,“ segir hann. Og hann hlakkar til tónleikanna. „Vissulega og ég samgleðst tónlist- arunnendum á Íslandi yfir að hafa eignast þetta nýja tónlistarhús, Hörpu, sem ég hef heyrt mikið um. Ég hlakka til að leika þar.“ Morgunblaðið/Kristinn Píanósnillingar Heiðursstjórnandinn Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslends í kvöld þegar Ev- geny Kissin leikur Píanókonsert nr. 2 eftir Sergej Rakhmanínov. Þeir ræddu málin á sviði Eldborgarsalarins í gær. Tónlist langt utan túlkunarsviðs orðanna  Evgeny Kissin leikur undir stjórn Ashkenazy í kvöld „Vegna all- nokkurrar eftirspurnar, áskorana og uppsölu á öllum vígstöðvum hefur Bagga- lútur ákveðið að bæta við auka-auka- jólatónleikum í Háskólabíói,“ segir í tilkynningu frá listafólkinu. Nýju aukatónleikarnir verða sunnudaginn 14. desember kl. 17 og 21, en miðasala er þegar hafin á midi.is. Í sömu tilkynningu kemur fram að vefsíðan baggalútur.is hefur verið í löngu sumarleyfi und- anfarna mánuði. „Ritstjórn Bagga- lúts hefur nú pantað nýyddaða blýanta, Bragakaffi og Tippex – og er því til í þann mikla átakavetur sem er framundan.“ Vefurinn verð- ur opnaður á nýjan leik í dag, 1. október. Aukajólatónleikar og vefsíða úr fríi Bragi Valdimar Skúlason Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 4/10 kl. 13:00 10.k. Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 5/10 kl. 13:00 11.k. Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 5/10 kl. 16:30 12.k. Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 11/10 kl. 13:00 13.k. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 12/10 kl. 13:00 14.k. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 12/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Fim 2/10 kl. 20:00 5.k. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Mán 6/10 kl. 20:00 aukas. Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Þri 7/10 kl. 20:00 aukas. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fös 3/10 kl. 20:00 5.k. Fös 10/10 kl. 20:00 7.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k. Fim 9/10 kl. 20:00 6.k. Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar Kenneth Máni (Litla sviðið) Mið 1/10 kl. 20:00 5.k. Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Fös 3/10 kl. 20:00 6.k. Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Sun 5/10 kl. 20:00 7.k. Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Mið 8/10 kl. 20:00 8.k. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fim 9/10 kl. 20:00 9.k. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Fös 21/11 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 10.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Lau 22/11 kl. 20:00 Mið 22/10 kl. 20:00 aukas. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Lau 29/11 kl. 20:00 Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Sýningar í Hofi Akureyri 17. október kl. 19 22 Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Lau 4/10 kl. 20:00 2.k. Lau 11/10 kl. 20:00 2.k. Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar! Gaukar (Nýja sviðið) Fim 2/10 kl. 20:00 3.k. Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Fim 6/11 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 4.k. Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k. Fös 10/10 kl. 20:00 5.k. Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Fim 9/10 kl. 20:00 Sun 19/10 kl. 20:00 Kameljón (Aðalsalur) Sun 5/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 12/10 kl. 14:00 All Change hátíðin (Aðalsalur, kaffihús, önnur rými) Lau 4/10 kl. 14:00 Ýmsir viðburðir allan daginn Sun 5/10 kl. 11:00 Ýmsir viðburðir allan daginn Lífið (Aðalsalur) Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 Sun 26/10 kl. 13:00 Sun 2/11 kl. 15:00 Sun 9/11 kl. 15:00 Sun 26/10 kl. 15:00 Lau 8/11 kl. 14:00 The FORERUNNER (Aðalsalur) Þri 7/10 kl. 20:00 Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós) Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00 Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.