Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 15
„Við erum hér með ágætar plankasagir og fáum oft úr þeim fjalir sem eru kannski 25 senti- metrar á breidd og 2-3 metrar á lengd. Menn nota þetta til dæmis í skjólpalla, útiveggi og stundum í veggklæðningar. Það er svo sem ekkert sem stoppar hugmyndaríka menn við smíðar ef efniviðurinn er góður. Þó er þetta enn sem komið er lítið magn sem til fellur, sakir þess hve ungur skógurinn er, en mikilvægt er að læra á efnið til ýmissa nota.“ Auðlindina þarf að efla En eru menn á réttri leið í skógræktarstarfi? Binding kolefnis til að jafna gróðurhúsaáhrif vegna mengunar er ein helsta röksemdin fyrir því, en sjónarmiðin eru þó fleiri. Í sumar tefldi Snorri Bald- ursson líffræðingur, sem er þjóð- garðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, þeirri skoð- un fram að hlé yrði gert á gróð- ursetningu plantna hér á landi í nokkur ár. Á meðan yrðu um- hverfisáhrif skógræktar metin heildstætt. Nærtækara væri með tilliti til loftslagsmála að moka aft- ur í þá skurði sem grafnir voru víða um land til að ræsa fram vot- lendi. „Þessi hugmynd um að stoppa gróðursetningu í nokkur ár er dapurleg. Stórlega hefur dregið úr gróðursetningu eftir hrun. Við þurfum að bæta í til að efla auð- lindina og þar með binda kolefni í meiri mæli. Skógrækt á Íslandi byggist á hundrað ára reynslu og fjöl- breyttum rannsóknum. Ef bændur ætla að hasla sér völl á þessu sviði og taka land undir skóg er gildi skóga við kolefnisjöfnun löngu sannað og óumdeilt. Sjónarmið um að stöðva gróðursetningu með hagsmuni umhverfisins að leiðar- ljósi falla eiginlega um sjálf sig,“ segir Þór á Hallormsstað að síð- ustu. Efniviður Birki er uppistaðan í Hallormsstaðarskógi. Það er vinsælt til dæmis sem brenni í arna og ofna en lerkið er eftirsóttur smíðaviður. Haust Þegar komið er fram í september er skógurinn fallegur og hefur þá ævintýrasvip. Rauður, gulur og brúnn eru haustlitir sem nú eru allsráðandi. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. margir sem komu inn af götunni.“ Gísli nefnir að rólegt hafi verið í september. „Ég veit ekki hvort það tengist gosinu að ferðamönnum fækkaði svona eða hvort ástæðan er önnur. En ferðamannastraumurinn í sumar var örugglega að miklu leyti til kominn vegna þess hve veðrið var gott. Tíðin hér síðustu sex mánuði hefur verið með ólík- indum; elstu menn segjast ekki muna annað eins. Ég bjó á Eskifirði í 13 ár og segi Vopnfirðingum stundum að veðrið sé enn betra þar og það fellur ekki alltaf í góðan jarðveg! Það eru meiri stillur á Eskifirði en hér er heitast í suðvest- an hnjúkaþey og þá er dálítið hvasst. Í sumar voru reyndar ríkjandi suðaustlægar áttir og þá eru svipaðar stillur og ég var vanur fyrir austan.“ Gísli Arnar er Vopnfirðingur en Árný Birna frá Akureyri. Þau hafa búið á Vopnafirði í 13 ár. Þau höfðu ekki komið nálægt starfsemi sem þessari áður, sem fyrr greinir. „Kannski er galdurinn bara að þora að fara út í þetta, ég veit það varla,“ segir Gísli aðspurður. „Við höfum átt mjög gott samstarf við hreppinn og það er allra hagur að reksturinn gangi vel. Ég er sannfærður um að það er hægt að reka gott og snyrti- legt hótel á Vopnafirði, þar sem boðið er upp á góðan mat. Það snýst bara um mikla vinnu eins og svo margt annað,“ segir Gísli Arnar. „Svo er lykilatriði að vera vel giftur,“ segir hann og leggur áherslu á mál sitt. „Ég gekk í gegn- um veikindi fyrri hluta ársins; fjöl- skyldan var í jólainnkaupum á Ak- ureyri í desember þegar ég lenti á sjúkrahúsi. Þá kom í ljós æxli í hálsi auk þess sem ég greindist með sjúk- dóm í vélinda. Ég átti í þessu fram í júní, léttist úr 98 kílóum í 65, en er orðinn góður. Á þessum tíma komst ég að því hve við eigum gríðarlega gott starfsfólk í heilbrigðisgeir- anum – og hve dýrmætt er að vera vel giftur. Það skiptir öllu máli,“ segir Gísli. Í september á ári hverju heldur Ungmennafélagið Sindri býsna nýstárlegt íþróttamót á Höfn í Hornafirði. Það er eingöngu ætl- að fólki sem er 30 ára og eldra og heitir Í formi 30+. „Þetta er til að hafa það gam- an saman og fá fólk á þessum aldri til að hreyfa sig á skemmti- legan hátt,“ segir Ásgrímur Ing- ólfsson, formaður Sindra. Meðal greina sem keppt er í eru brenni- bolti, golf, ýmsar frjálsar íþrótt- ir, badminton og fótbolti. Mótið er öllum opið og allur gangur á því hvort fólk mætir eitt til leiks eða í hóp. Ásgrímur segir mótið hafa verið haldið undanfarin sjö ár, nokkuð hafi dregið úr fjölda þátttakenda en ekki standi þó annað til en að halda mótshaldi áfram. „Ætli það hafi ekki verið á bilinu 60-70 manns núna síðast, flestir 40-50 ára og aðallega héð- an af svæðinu. Sumir eru að keppa aftur í íþróttum eftir ára- eða áratugalangt hlé. Konurnar eru talsvert duglegri að mæta en karlarnir, þær sækja mikið í brennóið,“ segir Ásgrímur. annalilja@mbl.is Sindri leggur áherslu á hreyfingu fyrir alla Keppa í brennó og badminton á Höfn Ljósmynd/Ásgrímur Ingólfsson Á hlaupum Sumir þátttakenda á íþróttamótinu Í formi 30+ á Höfn í Hornafirði hafa ekki keppt í íþróttum í ár eða áratugi. Brennó Ásgrímur segir kon- urnar á mótinu sækja í brennó. Stórfelld ræktun frá um 1950 SKÓGURINN FRIÐAÐUR ÁRIÐ 1907 Skógræktarstöð var stofnsett á Hallormsstað árið 1903 og skógurinn friðaður 1905. Tveimur árum fyrr hafði þar hafist tilraunastarf með plöntun erlendra trjáa en stórfelld ræktun hófst fyrst eftir 1950. Nú hafa verið gróð- ursettar í Hallormsstaðarskógi um 50 tegundir erlendra trjáa frá minnst 177 mismunandi stöðum. Elsti lerkilundurinn var gróðursettur árið 1938 og heitir Gutt- ormslundur, kenndur við Guttorm Pálsson sem var skógarvörður á Hall- ormsstað í 46 ár. Er lundur þessi í margra vitund eins konar núllpunktur skógarins. Tjaldsvæðið í Atlavík er ekki langt frá Guttormslundinum góða. sbs@mbl.is Skógur Í grænum lundi. Kalk er mikilvægt næringarefni í líkamanum. Það er ómissandi til að viðhalda sterkum • Beinum • Tönnum • Vöðvum • Taugaviðbrögðum • Blóðstorknun Lífræn jurtablanda sem auðveldar og eykur upptöku kalks. Nýtist líkamanum vel. Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í heilsuvöruverslunum og apótekum Fljótandi kalk frá Salus Inniheldur ásamt öðru þykkni úr gulrótum, rósaber og mangó. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.