Morgunblaðið - 20.10.2014, Page 6

Morgunblaðið - 20.10.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 20. október, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Ásgrímur Jónsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við bendum á að áhrifaríkasta leið- in til að koma í veg fyrir veiðar á undirmáls- og smáþorski væri að banna línuveiðar á stórum svæðum næst landi,“ segir Björn Björnsson, fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnun. Hann segir að samfara aukn- ingu í línuveiðum á síðustu árum hafi hlutfall und- irmálsþorsks í afla aukist og slíkt stuðli ekki að góðri nýtingu á stofninum. Eftir því sem lengra sé sótt frá landi og veitt á meira dýpi dragi úr veiðum á minnsta fiskinum. Í nýlegu hefti af vísindariti Al- þjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, er birt grein eftir fiskifræðingana Björn Björnsson, Jón Sólmundsson, og Ólaf K. Pálsson. Í yfirskrift greinarinnar er spurt hvort viðvar- andi lokanir fyrir línuveiðar á svæð- um næst landi geti dregið úr veiðum á undirmálsfiski. Byggt á mælingum veiði- eftirlitsmanna Fiskistofu Rannsóknin er aðallega byggð á mælingum veiðieftirlitsmanna Fiski- stofu um borð í línuskipum og -bát- um 2005-2013. Þeir tóku sýni úr afla á miðunum allt í kringum landið og mældu lengd fiskanna. Alls voru mældir um 300 þúsund þorskar og um 200 þúsund ýsur. Undirmáls- þorskur, undir 55 sentimetrum að lengd, var yfir 25% af fjölda ein- staklinga í 30 reitum fyrir vestan, norðan og austan. Hlutfall undirmálsþorsks sem fékkst við línuveiðar innan við 10 kílómetra frá landi var á bilinu 31% til 44% af fjölda fiska árin 2005– 2013, að undanskildu árinu 2011 þegar það var 20%. Lengra frá landi en 10 kílómetra var hlutfallið 14- 23%. Næst landi var hlutfall undir- málsþorsks lægst í apríl og maí (18%), en hæst í júlí og fram í októ- ber (40–52%). Lengra en 10 km frá landi var hlutfallið lægst í mars (6%) og hæst í júlí (30% af fjölda ein- staklinga). Á fyrrnefndu árabili fengust á línu að meðaltali tæplega 11 þúsund tonn af þorski á ári á svæði innan við 10 km frá landi og rúmlega 51 þúsund tonn af þorski utar. Lokanir til lengri tíma Verkefnið var m.a. að kortleggja svæði þar sem mikið fékkst af undir- málsfiski. Í rannsókn fiskifræðing- anna eru dregnar saman niður- stöður úr mælingum á sókn og afla sem taka yfir margra ára tímabil. Lokun stórra svæða næst landi er sögð myndu skila mestum árangri og er þá ekki verið að tala um tíma- bundnar skyndilokanir eins og beitt hefur verið við landið í fjölda ára heldur lokanir til lengri tíma. Einnig var sókn í ýsu skoðuð en þar er staðan önnur því langmest veiddist af stórri ýsu þar sem ár- gangurinn frá 2003 hefur verið uppi- staðan. Síðustu ár hefur nýliðun í ýsu verið slök og því minna af smáýsu. Línuveiðar við landið hafa aukist jafnt og þétt „Línuveiðar við Ísland hafa aukist jafnt og þétt á löngu árabili og nú er um þriðjungur þorskaflans veiddur á línu,“ segir Björn. „Þegar grunn- slóðinni var lokað fyrir togurunum fyrir áratugum var fremur lítil línu- veiði, en á því hefur orðið mikil breyting. Línuveiðar hafa stöðugt aukist og þróast og mikil smáfiska- veiði samfara þeim er orðin umhugs- unarefni. Við sýnum fram á hvar mest veiðist af smáfiskinum, en það er frá Snæfellsnesi, norður um og austur með Norðurlandi og suður með Austfjörðum. Það virðist því skynsamlegt að loka ákveðnum hluta af grunnslóð- inni fyrir línubátum. Við tökum ekki afstöðu til þess í greininni hvar eigi að draga útlínur slíkra bannsvæða. Áður en það yrði gert þyrfti Haf- rannsóknastofnun að gera nánari greiningu á ýmsum atriðum og koma með ákveðnar tillögur en síðan eru það stjórnvöld sem ákveða hvort breytingar verða gerðar í þessum efnum, væntanlega í samráði við hagsmunaaðila.“ Í greininni er borinn saman afli í einstök veiðarfæri og segir Björn að á síðustu árum hafi hlutfallslega minna fengist af smáfiski í troll en á línu. Það skýrist einkum af því að togaraflotinn er mest að veiðum langt frá landi þar sem stærri fisk- urinn heldur sig. Sömuleiðis fáist til- tölulega stór fiskur í dragnót og möskvastærðin hlífi smáfiskinum við netaveiðar. Margvíslegar reglugerðir Margvíslegar reglugerðir eru not- aðar til að vernda ungfiskinn, svo sem þær sem kveða á um skyndilok- anir og lágmarks möskvastærðir í veiðarfærum. Í greininni kemur fram að svæðislokunum hefur fjölg- að á síðustu árum vegna smáfisks og undirmálsfisks í línu- og hand- færaveiðum, en fækkað á sama tíma í trollveiðum. Þessar lokanir standa yfirleitt í tvær vikur, án þess að ástand á svæðinu sé metið að nýju og hafa þær ekki náð að vernda smærri fiskinn nægilega vel. Um handfæraveiðarnar segir Björn: „Töluvert af smáfiski fæst á handfæri, en þar er þó nokkur mun- ur á borið saman við línuveiðar. Ef þú ert á handfæraveiðum og færð einn og einn smáfisk geturðu auð- veldlega fært þig, en ef búið er að leggja línuna með þúsundum króka er skaðinn skeður. Þetta getur gerst óviljandi en stundum freistast menn til þess í vondum veðrum að leggja línu inni á fjörðum þó að þeir viti að þar sé aðallega smáfiskur.“ Línubann áhrifarík verndun  Undirmálsþorskur yfir 25% af fjölda einstaklinga í 30 reitum fyrir vestan, norðan og austan land  Áhrifaríkast til að koma í veg fyrir veiðar á smáþorski að banna línuveiðar á svæðum næst landi Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Línuveiðar Um þriðjungur þorskaflans er veiddur á línu og mikið af smáfiski í aflanum er umhugsunarefni. Þorskur veiddur á línu Hlutfall undirmálsþorsks sem veiddist á línu 2005-2013. Grænt minna en 15%, gult 15-25%, appelsínugult 25-30% og rautt meira en 30% (miðað við fjölda fiska). 28° 26° 24° 22° 20° 18° 16° 14° 12° 63° 64° 65° 66° 67° V N Heimild: hafro.is Í niðurstöðum greinarinnar er nokkrum valkostum velt upp. Hægt væri að banna línuveiðar til lengri tíma á tilteknum svæð- um sem næðu 5, 10 eða 20 kíló- metra frá ströndinni. Annar kostur gæti verið að loka svæð- um þar sem mikið af undirmáls- fiski hefði veiðst óháð vega- lengd frá strönd. Þriðji kostur væri að loka ákveðinn tíma árs- ins þegar mest veiðist af undir- málsfiski. Í þessum efnum þyrfti að finna sátt milli sjónarmiða, ann- ars vegar fiskverndar og hins vegar útgerða og sjómanna. Nokkrir valkostir ÓLÍKIR HAGSMUNIR Björn Björnsson Flokksráðsfundur Vinstri grænna vill samfélagslega uppbyggingu í stað nýfrjálshyggju, segir í tilkynn- ingu frá flokknum að loknum flokksráðsfundi á laugardag. Ríkis- stjórnin er harðlega gagnrýnd í stjórnmálaályktun fyrir nýfrjáls- hyggju í fjárlagafrumvarpinu. Í framhaldi af fundinum stóð Vg fyrir málþingi um loftslagsmál og olíu- leit. Í stjórnmálaályktun fundarins segir m.a.: „Í fjárlagafrumvarpinu birtist skýr sýn ríkisstjórnarinnar um að færa Ísland frá því að vera norrænt velferðarsamfélag af því tagi sem best gerist á hinum lönd- unum á Norðurlöndum yfir í að verða að nokkurskonar tilrauna- verkefni fyrir hugmyndafræði ný- frjálshyggjunnar með sílækkandi hlutfalli samneyslunnar.“ Fjölmargar aðrar ályktanir voru samþykktar á fundinum. Þar á með- al var ályktun um málefni Palestínu þar sem framferði Ísraelsríkis gegn íbúum Gazasvæðisins í júlí og ágúst var fordæmt og ítrekaður stuðning- ur við sjálfsákvörðunarrétt Palest- ínu. Fundurinn ályktaði einnig um að koma skyldi á griðasvæði hvala í Faxaflóa sem tryggir vernd hvala- stofna og styður við hvalaskoðun og ferðaþjónustu á svæðinu. Loks ályktaði fundurinn um afsögn innanríkisráðherra vegna lekamáls- ins svokallaða og benti á að í raun væru fleiri en eitt sjálfstætt tilefni til afsagnar ráðherra vegna málsins, segir í fréttatilkynningu frá Vg. „Tilraunaverkefni fyrir hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.