Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is SuperCut FJÖLNOTAVÉL Tækið sem alla iðnaðarmenn dreymir um: Trésmiðinn, píparann, rafvirkjann, bílasmiðinn, flísalagningamanninn, dúkarann, málarann FM 14-180 Steinskurðarvél Á undanförnum misserum hafa stjórnvöld í Kína reynt ýmsar leiðir til að örva hagkerfið. Þykir skipta miklu fyrir pólitískan stöðugleika í landinu að ekki hægist á hagvexti þrátt fyrir samdrátt á alþjóðlegum mörkuðum. Fjármálavefurinn MarketWatch segir fyrirhugaða innspýtingarað- gerð seðlabanka Kína vera til marks um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til til þessa hafi ekki haft nægi- leg áhrif og dugi ekki til að ná 7,5% hagvaxtarmarkmiðum þessa árs. Hagvöxtur í Kína hefur ekki verið undir áætlunum síðan í asísku fjár- málakreppunni árið 1998. 200 milljarðar renminbi Heimildarmenn í Peking herma að fyrirhugað sé að sprauta 200 millj- örðum yuan, jafnvirði 32,6 milljarða dala eða um 3.900 milljarða króna, inn í kínverska bankageirann. Verð- ur fjármununum beint til 20 stórra banka sem starfa ýmist á landsvísu eða í tilteknum landshlutum. Hagvöxtur í Kína varðar ekki að- eins hagsmuni Kínverjanna sjálfra og bendir MarketWatch á að dræm- ur vöxtur í kínverska hagkerfinu geti haft keðjuáhrif í fjölda landa sem eru háð kínverska markaðinum. Er Kína þannig fimmta stærsta við- skiptaland Þýsklands, námaiðnaður Ástralíu er mjög háður eftirspurn í kínverskum iðnaði og Kína er stærsti útflutningsmarkaður Indó- nesíu. ai@mbl.is Seðlabanki Kína með stóra innspýtingu  Reyna að örva hagkerfið til að ná hagvaxtarmark- miðum fyrir árslok AFP Strit Verkamenn að störfum í Peking. Eftir því sem kínverska hagkerfið stækkar og þroskast verður erfiðara að viðhalda sama vaxtarhraða. Bandaríska kaffihúsakeðjan Star- bucks tilkynnti í lok síðustu viku breytta stefnu í klæðaburði starfs- fólks. Margt í nýju fatastefnunni ætti að gera útlit fólksins á bak við kaffibarinn frjálslegra og fjöl- breytilegra. Mesta athygli vekur að starfs- menn mega núna láta sjást í „smekk- leg“ húðflúr svo lengi sem húðflúrið er ekki á hálsi eða andliti starfs- mannsins. Áður var það stefnan að húðflúr væru hulin, s.s. með síðum ermum. Ekki nóg með það heldur mega kaffibarþjónarnir nú vera í ógyrtum skyrtum, hafa lokk í nefi, klæðast stuttbuxum, stuttum pilsum, svört- um gallabuxum og litríkum bindum. Á móti kemur að bannað verður að bera úr við störf eða armbönd og hringi með steinum, að því er FOX News greinir frá. Samhliða nýju klæðnaðarstefn- unni var tilkynnt um launahækkun starfsmanna og nýja viðbót við fríð- indin sem fylgja starfinu: eitt stykki bakkelsi eða tilbúinn rétt úr af- greiðsluborðinu á hverri vakt. ai@mbl.is Starbucks leyfir frjálslegri klæðnað  Má sjást í húðflúr og ógyrtar skyrtur Afslappað Með nýju viðmiðunarreglunum gæti Starbucks mögulega orðið ein frjálslegasta veitingakeðja Bandaríkjanna, hvað klæðaburð varðar. Ríkisstjóri Michigan hefur hreykt sér af að gera svæðið vænlegra fyrir frumkvöðla. Honum er núna vandi á höndum því á skrifborð- inu bíða undirritunar nýsamþykkt lög sem gera hið gagnstæða og myndu hamla rafbílaframleiðand- anum Tesla að selja bíla sína beint til almennings. Tesla hefur frá upphafi leitast við að selja bíla sína í gegnum eigin verslanir en ekki í gegnum bílaumboð. Hefur þetta sölumódel mætt töluverðri mótspyrnu og Elon Musk, stofnandi Tesla, hefur þurft að heyja lagalega baráttu í mörgum ríkjum þar sem lög koma í veg fyrir beina sölu bílaframleið- enda til almennings. Hafði Musk m.a. betur í dóms- málum sem rekin voru í New York og Minnesota. Í síðasta mán- uði úrskurðaði dómstóll í Massachusetts að Tesla mæti halda áfram að selja bíla í versl- unarmiðstöð í Boston, innan um búðir sem selja fatnað, snyrtivör- ur og skartgripi. Í Texas, Arizona, Colorado, Norður-Karólínu og Virginíu get- ur Tesla ekki selt bíla innan rík- ismarkanna. Tesla starfrækir engu að síður sýningarsali í Virg- iníu og Texas. Ekki ætti að koma á óvart að nýsamþykkta lagafrumvarpið í Michigan rataði inn á lögjaf- arsamkomu ríkisins fyrir til- stuðlan samtaka bílasala á svæð- inu. Lögin ganga svo skrefinu lengra en að kveða á um sölu í gegnum bílaumboð og bannar að starfræktir séu salir þar sem bílar eru aðeins til sýnis, að því er USA Today greinir frá. ai@mbl.is Deilt um Tesla í Michigan  Löggjafinn samþykkti frumvarp til höfuðs sölumódeli rafbílaframleiðandans að frumkvæði keppinautanna AFP Nýsköpun Gestur virðir fyrir sér nýjasta bíl Tesla á sýningu. Bandaríkin hafa lengi verið þekkt fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Þeir sem ekki eru með góðar tryggingar eru vísir til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er til læknis enda von á háum reikningi. Nú virðist hins vegar sem versl- anakeðjan Wal-Mart sé að breyta þessu og reyna að gera læknisþjón- ustu ódýrari. Tólfta heilsugæsla Wal-Mart var opnuð á dögunum í bænum Dalton í Georgíu. Wal-Mart opnaði fyrstu heilsu- gæsluna fyrir sex mánuðum og er stefnt á að sautján stofur hefji starfsemi fyrir árslok. Ódýrar mælingar Heimsóknin kostar 40 dali, um 4.800 kr., eða um helming þess sem reikna má með að borga annars staðar fyrir sömu þjónustu. Starfs- menn Wal-Mart og nánustu fjöl- skyldumeðlimir þeirra fá ríflegan afslátt og greiða aðeins 4 dali, 480 kr. fyrir að komast að hjá lækn- inum. Kólesterólmæling kostar 8 dali, um 960 kr. og óléttupróf 3 dali eða 360 kr. svo tekin séu dæmi. Á stof- unum er bæði hægt að fá meðferð við tilfallandi veikindum en einnig meðferð við langvinnum sjúkdóm- um á borð við sykursýki. Fyrir hefur Wal-Mart leigt lækn- um aðstöðu fyrir stofur sínar í 94 verslunum í Bandaríkjunum, þar sem læknarnir setja sína eigin gjaldskrá. Í umfjöllun MarketWatch um málið kemur fram að ekki hafi ver- ið ákveðið hvort Wal-Mart heilsu- gæslustöðvar verði opnaðar á landsvísu. Til þessa hefur fyr- irtækið einblínt á markaðssvæði þar sem stórt hlutfall íbúa er án sjúkratryggingar, hefur lélegt að- gengi að heilbrigðisþjónustu og háa tíðni krónískra sjúkdóma. ai@mbl.is Wal-Mart opnar heilsugæslu  Helmingi ódýr- ari læknisaðstoð AFP Framboð Í Wal-Mart má finna allt milli himins og jarðar, og nú líka lækna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.