Morgunblaðið - 20.10.2014, Side 17

Morgunblaðið - 20.10.2014, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Það besta sem ég fæ Rauði krossinn á Íslandi stóð fyrir landsæfingu í gær og bauð um leið þjóðinni upp á mat. Klúbbur matreiðslumeistara lagði Rauða krossinum lið með því að reiða fram þjóðarréttinn íslenska kjötsúpu. Alls voru 48 fjöldahjálparstöðvar opnar um allt land. Sjálfboðaliðar stóðu þar vaktina og æfðu hlutverk Rauða krossins í hjálparstarfi ef neyðarástand skapast. Árni Sæberg Þetta árið er um- ræðan um Ríkis- útvarpið óvenju fjörug enda tilefni til. Sá er þetta ritar hefur reglulega fjallað um RÚV, rekstur þess og umfang og ekki síst illa skilgreint hlut- verk. Ríkisútvarpið er allt of stórt miðað við afraksturinn. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur oftast á liðnum árum borið ábyrgð á mála- flokknum og gerir nú. Það er því vonum seinna að flokkurinn standi undir merkjum og takmarki óþarfa ríkisrekstur eftir því sem við verð- ur komið. Mikið fé má spara með því að takmarka umsvif RÚV frá því sem nú er. Umræðan er hins vegar út og suður eins og reynt verður að benda á hér á eftir. Skuldir RÚV Til sanns vegar má færa að skuldirnar eru of miklar. Í upphafi skal endinn skoða á vel við þegar ríkið ákvað að breyta RÚV í op- inbert hlutafélag. Við þá gjörð var stilltur af efnahagur RÚV og var félagið látið taka á sig þungar byrðar með yfirtöku á lífeyr- isskuldbindingum starfsmanna sem fluttust úr ríkisumhverfi yfir í hlutafélag. Leiða má gild rök að því að þetta hafi verið skammsýni og betra hefði verið að fella þessar skuldbindingar ekki á félagið. Fram til þessa hefur þó tek- ist að halda skuldum í skilum þó nú horfi til hins verra, en uppruni þess vanda er ekki skuldirnar eða greiðslubyrðin af þeim. Skuldavandi RÚV er eigandavandi og fyrr en síðar þarf að bregðast við. Úr því sem komið er hlýtur að verða horft til þess fyrst að selja eignir, lóðir og fasteignir en ekki síður ein- ingar út úr RÚV. Kemur þá Rás 2 fyrst upp í hugann. Í hnotskurn þá er RÚV skuldsett en vandinn ligg- ur í rekstrinum sjálfum en ekki í skuldunum. Afkoma RÚV Reikningsár RÚV er eins og kvótaárið og stendur frá 1. sept- ember til 31. ágúst, á meðan nær öll fyrirtæki landsins miða rekstr- arárið frá janúar til loka desem- ber. RÚV gefur því út ársreikn- inga eftir lok ágúst ár hvert. Miðað við nútímarekstur og upp- lýsingakerfi hlýtur núna að liggja fyrir hvernig liðið ár hjá RÚV kemur út. Nú um miðjan október eru venjuleg fyrirtæki að gera upp september. Síðustu opinberu tölur sem RÚV birti voru hálfsárs- uppgjör, frá 1. september 2013 til 28. febrúar 2014. Í því uppgjöri eru klárar vísbendingar um veru- legan viðsnúning í rekstrinum til hins verra. Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri RÚV, bendir á í ágætri grein í Morg- unblaðinu 14. október að RÚV hafi skilað góðri EBITDA-framlegð síðustu þrjú heilu rekstrarárin og átt að mestu fyrir afskriftum og fjármagnsgjöldum. Sambærilegt milliuppgjör í lok febrúar 2013 var jákvætt og samanburðurinn við það sýnir vel hversu miklu verri reksturinn er orðinn ári síðar. Eft- ir milliuppgjörið í lok febrúar á þessu ári hafa blikkað rauð ljós og það vekur undrun að ekki sé búið að leggja fram drög að ársreikn- ingi þannig að sjá megi hvernig reksturinn hefur þróast frá í febr- úar. Í stuttu máli þá hlýtur að vera gerð sú krafa að RÚV kynni rekstrarniðurstöðu ársins áður en lengra er haldið. Tekju- eða gjaldavandi? Spyrja má; eru tekjur RÚV að minnka eða gjöldin að vaxa þegar horft er til skýringa á versnandi afkomu RÚV? Tekjur RÚV hafa haldið sér nokkuð vel síðustu þrjú árin og hálfsársuppgjörið gaf það sama til kynna. Gjöldin hafa hins vegar hækkað mikið og hina slæmu afkomu í hálfsárs- uppgjörinu má alfarið rekja til hækkunar útgjalda og þá er ekki verið að tala um vexti, heldur venjulegan rekstrarkostnað. Þetta er því heimatilbúinn vandi, þar sem menn hafa ekki sniðið sér stakk eftir vexti. Fróðlegt verður að sjá hvernig rekstrargjöldin hafa þróast síðustu 6 mánuði. Eina leið- in fyrir RÚV til að koma rekstrinu í lag er að minnka útgjöldin. Útvarpsgjaldið og hlutverk RÚV Að mínum dómi samrýmast markaðar tekjur eins og útvarps- gjaldið illa því aðhaldi og gegnsæi sem nauðsynlegt er í ríkisrekstri og þeim þarf að fækka sem allra mest. Í þessu ljósi er það mikill misskilningur að RÚV eigi heil- agan rétt á að taka til sín allar þær tekjur sem útvarpsgjaldið skaffar. Það er alfarið pólitísk ákvörðun, hversu mikið af op- inberu fjármagni rennur til Rík- isútvarpsins. Útvarpsgjaldið er líka sérstakt að því leyti til að tekjustofninn sveiflast til eftir þró- un hagkerfisins. Með bættum hag heimila og fyrirtækja kann út- varpsgjaldið allt í einu að hækka á milli ára af þeim sökum. Það er auðvitað fráleitt að hagsveiflan renni beint í rekstur RÚV svo dæmi sé tekið. Á endanum snýst málið um það eitt hversu mikið umfang RÚV á að vera. Í lögunum er skilgreining á hlutverki þess svo opin að hún bindur engan og gerir í sjálfu sér fáar kröfur held- ur. Það fer meira og minna eftir vilja stjórnendanna hvað er gert hverju sinni. Skattgreiðendur leggja RÚV til yfir 3 milljarða á ári og þar að auki fær fyrirtækið frítt spil á auglýsingamarkaðnum. Í hnotskurn er það borið á borð að 5,3 milljarðar í tekjur á ári dugi ekki til að reka eina sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Að lokum. Ný forysta hefur tek- ið við rekstri RÚV. Það veldur vonbrigðum að hún horfir einkum til þess að leysa vandann með því að fá meira skattfé, í stað þess að minnka rekstrarkostnað sem sann- arlega er þörf á. Eftir Friðrik Friðriksson »Rekstur RÚV er verri en áður, að- allega vegna hækkunar gjalda. RÚV á ekki heil- agan rétt á útvarps- gjaldinu óskiptu, ráð- stöfun þess er pólitísk ákvörðun. Friðrik Friðriksson Höfundur er hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Skjásins ehf. Fernt um RÚV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.