Morgunblaðið - 20.10.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 20.10.2014, Síða 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Ferðaþjónustan, áliðnaður- inn og sjávarútvegurinn eru þrjár helstu atvinnugreinar sem efnahagur Íslands bygg- ist á. Frá árinu 2010 hefur fjölgun ferðamanna numið 70% og það stefnir í milljón ferðamenn árið 2015. Nú er ferðaþjónustan verðmætasta útflutningsgrein landsmanna og með 26,8% hlutdeild í út- flutningi Íslands og hefur sú hlutdeild tvöfaldast síðan 2008. Þess vegna er mik- ilvægt að vanda til verka þegar kemur að því að skipuleggja þetta mikla hagsmunamál til framtíðar. Óbreytt ástand er óæski- legt Þrátt fyrir gríðarlegan uppgang í ferðaþjónustunni þá hefur hún haft neikvæð áhrif víða. Átroðningur ferðamanna er mikill og okk- ar helstu náttúruperlur liggja undir skemmdum. Ferðamenn kjósa að koma yfir sumarmánuðina sem leiðir til þess að ýmis fjár- festing á borð við hótel nýt- ist takmarkað yfir vetrar- mánuðina en síðustu ár hefur náðst góður árangur í að dreifa álaginu betur, en sveiflurnar eru hvað mestar á landsbyggðinni. Ákveðin óeining hefur verið í sam- félaginu um það hvernig skal nýta þessa auðlind, sem landrýmið okkar er, og hvort það sé réttlætanlegt að ferðamenn greiði aðgangs- gjald að okkar helstu nátt- úruperlum. Árangur Bláa lónsins Við þurfum að leysa vandamálin sem fylgja þess- um mikla vexti á skynsaman hátt en óþarfi er að leita langt yfir skammt. Bláa lón- ið hefur staðið sig gríðarlega vel í uppbyggingu og mark- aðsfærslu síð- astliðin ár. Ár- ið 1976 myndaðist lón í kjölfar starf- semi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og árið 1981 fór fólk að baða sig í lóninu. Árið 1987 var opnuð bað- aðstaða fyrir almenning sem sam- anstóð af einungis einum vinnuskúr. Um og uppúr aldamótum hefur uppbygg- ing Bláa lónsins verið gríð- arlega mikil og fjöldi gesta hefur tvöfaldast frá árinu 2009 þrátt fyrir að Bláa lónið hafi tvöfaldað aðgangsverðið. Árangur og gæði Bláa lóns- ins væru ekki svona mikil ef gjaldtaka væri óheimil og þess vegna er eðlilegt að horfa til velgengni Bláa lóns- ins þegar við skipuleggjum aðgang að öðrum nátt- úruperlum. Mörg tækifæri Til að nýta auðlindirnar okkar sem best þá þurfum við að skapa sem mest verð- mæti úr þeim. Það á við um fallvötnin okkar, sjávar- útveginn og ekki síst ferða- mannaiðnaðinn. Það hefur því miður ekki gengið sem skyldi undanfarið. Kortavelta á hvern ferðamann hefur minnkað síðastliðin tvö ár og skatttekjur á hvern ferða- mann hafa lækkað töluvert. Þær voru t.a.m helmingi lægri árið 2012 en árið 2002. Við þurfum að snúa þessari þróun við og besta leiðin til þess er að gefa landeig- endum frelsi til þess að rukka inn á landsvæði sín. Þegar kemur að landi í eigu hins opinbera þá væri hag- kvæmast að bjóða það út með langtímaleigu í huga gegn sanngjörnu árlegu auðlinda- gjaldi sem renn- ur í ríkissjóð. Þessar aðgerðir myndu svo leiða til þess að gæði þjónustunnar myndu aukast, aðgangsstýringin væri markvissari, tekjur þjóðarbús- ins ykjust og uppbyggingin á okkar helstu ferðamannastöð- um myndi hefjast fyrir al- vöru. Frelsi eða miðstýring? Það er engin ástæða til þess að ætla að Geysir eða Gullfoss geti ekki blómstrað sem vörumerki og þjónustu- fyrirtæki eins og Bláa lónið. Það er miklu betra að ein- staklingar sem eiga landið eða leigja landið af ríkinu sjái um gjaldtöku til upp- byggingar. Þeir hafa mesta vit á því hvað þarf að gera á hverjum stað. Í umræðunni hafa komið hugmyndir um náttúrupassa, lendingargjöld, virðisaukaskatt og svo fram- vegis. Allar þessar hug- myndir einkennast hins veg- ar af miðstýringu og áætlunarbúskap með öllum þeim kvillum sem við flest þekkjum. Allt fé til uppbygg- ingar rennur til ráðherra ferðamála sem útdeilir fé til uppbyggingar. Mikil hætta er á kjördæmapoti, geðþótta- ákvörðunum og rangri út- deilingu á fé. Rangir hvatar Þegar ráðherrann og hið opinbera sér um að útdeila milljörðum á ári í uppbygg- ingu þá skapar það mikla rentusókn hjá ferða- mannastöðum. Besti mann- auðurinn verður þá ekki not- aður til þess að skapa toppþjónustu fyrir ferða- manninn heldur verður hann notaður til þess að þrýsta á ráðherrann til þess að út- deila sér fé. Þetta kerfi mun jafnvel skapa þann hvata að ferðamannastaðir munu vilj- andi standa illa að ein- hverjum þáttum til þess að sýna ráðherra fram á að það þarf að bæta verulegu fé í ákveðnar framkvæmdir. Hvorki náttúrupassi né lend- ingargjöld munu breyta þessum röngu hvötum. Menn geta velt því fyrir sér í þessu samhengi hvernig Bláa lónið væri í dag ef eigendur hefðu ekki mátt rukka inn og þeir þyrftu að leggjast á hnén og kyssa á hringinn á ráðherr- anum til að fá fé til upp- byggingar. Finnum lausn til framtíðar Allir landeigendur ættu að fá leyfi til þess að rukka inn á sín eigin landsvæði. Sama ætti að gilda um nátt- úruperlur í eigu ríkisins. Með þessari leið mun upp- bygging og gæði ferða- mannastaða batna til muna. Viðkvæm svæði munu fá nauðsynlega vernd og þjóðin mun fá mikinn arð af nátt- úruauðlindum sínum. Við getum farið leiðina til auk- innar miðstýringar eða leyft einstaklingsframtakinu að njóta sín. Ferðaþjónusta til framtíðar Eftir Hauk Hauksson » Allar þessar hugmyndir ein- kennast hins vegar af miðstýringu og áætlunarbúskap með öllum þeim kvillum sem við flest þekkjum Haukur Hauksson Höfundur er með við- skiptafræðipróf í fjármálum og meistaragráðu í reiknings- haldi. Forsvars- menn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) rituðu grein sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum þar sem ítrekuð eru þekkt sjón- armið samtak- anna um að heimila eigi óheftan innflutning á hráu kjöti. Greinin er skrifuð í kjölfar þess að Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) birti álit sitt um að bann við slík- um innflutningi sé andstætt tilteknum ákvæðum EES- samningsins. Er það nið- urstaða SVÞ að á grundvelli álits ESA vill SVÞ „und- irbúa afnám innflutnings- bannsins enda óumdeilt að það stenst ekki nánari skoð- un“. Það er að vísu ekki nokkur leið að komast að þeirri niðurstöðu hversu langt sem menn teygja sig enda er fyrirliggjandi álit ESA aðeins ráðgefandi en ekki endanlega niðurstaða. Íslensk stjórnvöld hyggjast fara með þetta mál fyrir EFTA-dómstólinn og færa þar rök fyrir því að landinu sé stætt á að verja íslenska neytendur og matvælafram- leiðslu fyrir sýkingum og smithættu. Ekkert grín Sá léttvægi tónn sem ein- kennir grein- arskrif forsvars- manna SVÞ og hversu lítið þeir gera úr áhættu af smit- sjúkdómum er ekki traustvekj- andi í ljósi þess að þetta eru forsvarsmenn þeirra sem myndu standa að innflutningi á hráu kjöti ef til þess kæmi. Þessi mál eru nefnilega grafalvarleg og varða mikla hagsmuni. Ekki þarf að koma upp nema eitt mjög alvarlegt mál til þess að innlend matvælafram- leiðsla yrði sett úr skorðum að ógleymdum þeim áhrifum sem það kann að hafa á neytendur. Nýlega bárust til að mynda fréttir af andláti tólf einstaklinga vegna listeríu- sýkingar í rúllupylsu og var óþægileg áminning um þær hættur sem felast í sýk- ingum úr matvælum. Þessi atburður átti sér heldur ekki stað á fjarlægum slóðum heldur hjá nágrönnum okkar Dönum. Hann og fleiri sam- bærilegir atburðir sýna að umræða um þessi mál á ekki að vera léttvæg heldur þurfa ríki alltaf að fara gaumgæfi- lega yfir hvernig þau lág- marka áhættu af sýkingum í matvælum og nýta þá mögu- leika sem þau hafa til þess. Þá er einnig rétt að vekja athygli á eftirfarandi niður- stöðu skýrslu Matvælastofn- unar frá 2012 um hugsanleg áhrif á lýðheilsu af innflutn- ingi á hráu kjöti: „Ekki er hægt að útiloka að innflutningur á; hráu svína-, kjúklinga- og nauta- kjöti frá ESB geti haft nei- kvæð áhrif á lýðheilsu á Ís- landi því líklegt er að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist í hærra hlutfalli af kjöti á markaði en áður. Jafnframt er hættara við að meðal þeirra leynist skæðari bakteríur en nú eru þekktar hér á landi.“ Öryggi í þágu neytenda Að sjálfsögðu getum við ekki haft fulla stjórn á öllum mögulegum smitleiðum en það er hægt að minnka áhættuna verulega. Þess vegna hafa Íslendingar með- al annars farið þá leið að takmarka innflutning á hráu kjöti og hefur sú ráðstöfun skilað miklum árangri. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að lyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist öfugt við landbúnað í flestum ríkj- um meginlands Evrópu þar sem dæmi eru um að búfé sé gefið lyf með fóðri til þess að verjast þeirri sýking- arhættu sem þar er. Þá gerir núverandi fyr- irkomulag ráð fyrir að kjöt- afurðir séu fluttar inn fryst- ar til landsins og geymdar í frysti í 30 daga áður en þær fara á markað. Komi í ljós á þessu tímabili sýkingar á þeim stað sem varan er upp- runnin fer varan einfaldlega ekki á markað. Þetta er því varúðarráðstöfun fyrir ís- lenska neytendur sem dreg- ur úr hættunni á því að sýkt kjöt endi á matarborði ís- lenskra heimila. Ákall um að ýta varúðarsjónarmiðum til hliðar vegna mögulegs ábata fyrir verslun í landinu eru léttvæg rök í málinu. Til varnar íslenskum neytendum Eftir Hörð Harðarson Hörður Harðarsson » Þetta er því varúðar- ráðstöfun fyrir ís- lenska neytendur sem dregur úr hættunni á því að sýkt kjöt endi á matarborði ís- lenskra heimila. Höfundur formaður Svína- ræktarfélags Íslands. ✝ Halldór Veig-ar Guðmunds- son (Dúddi skip- stjóri) fæddist á Ísafirði 28. júní 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. október 2014. Hann var sonur Guðmundar Hall- dórs Halldórs- sonar frá Hnífs- dal, f. 27.6. 1924, d. 2002, og Önnu Halldórsdóttur frá Svarthamri í Álftafirði, f. 28.8. 1929. Leiðir þeirra lágu ekki saman. Eiginkona Guðmundar Halldórs er Guðrún Karólína Jóhannsdóttir frá Húsavík, f. 18.11. 1930. Eiginmaður Önnu Halldórsdóttur var Páll Er- lingur Pálsson frá Eyr- arbakka, f. 26.6. 1926, d. 1973. Sambýlismaður hennar er Björgvin Jónsson frá Vestmannaeyjum, f. 15.11. 1934. Hálfsystkini Halldórs Veigars eru samfeðra Jóhann Óli, Harpa Sigurlaug og Ívar Örn. Sammæðra eru Karitas, Ísleifur Páll, d. 1950, Ingi Brynjar, Guðmundur Gunnar, Ísleifur, Ásgeir Helgi og Páll. Hinn 26. desember 1969 kvæntist Halldór Veigar Sig- ríði Gestrúnu Halldórsdóttur ilmolíufræðingi frá Reykjavík, f. 10.3. 1949. Foreldrar henn- ar eru Halldór Þorvaldur Ólafsson frá Ísafirði, f. 17.5. 1923, d. 2006, og Ingibjörg Aðalheiður Gestsdóttir frá Reykjavík, f. 29.7. 1925. Börn Halldórs Veigars og Sigríðar Gestrúnar eru: 1) Guðmundur Halldór matreiðslumeistari, f. 24.2. 1965, maki Agnes Elsa Þorleifsdóttir, f. 21.8. 1967, og eiga þau fjögur börn: a) Anna Kristín, f. 25.10. 1986, sam- býlismaður hennar er Daníel Karl Eg- ilsson, f. 7.4. 1983, b) Arnór, f. 6.3. 1995, c) Rakel Tara, f. 18.4. 1999, d) Eydís Hrönn, f. 26.11. 2000. 2) Drengur, f. 27. mars 1972, d. 27. mars 1972. 3) Stúlka, 31. maí 1974, fæddist and- vana. 4) Halldór Þorvaldur knattspyrnuþjálfari, f. 30.4. 1975, maki Erla Hrönn Geirs- dóttir, f. 17.1.1975, og eiga þau þrjú börn: a) Halldór Hrannar, f. 11.4. 1994, unn- usta hans Hjördís Inga Krist- insdóttir, f. 26.5. 1996, b) Guðný Björk, f. 12.6. 2001, c) Sara Líf, f. 16.1. 2006. Halldór Veigar ólst upp hjá móðurforeldrum sínum fyrst á Ísafirði og síðan á Langholts- vegi í Reykjavík. Hann gekk í Langholtsskóla en síðan lá leiðin í Lindargötuskóla þar sem hann lauk gagnfræðaprófi við sjóvinnudeildina. Þar kynntist hann eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sigríði Gestrúnu. Fyrsta launaða starfið á sjó var þegar hann fór sem hálf- drættingur á togarann Pétur Halldórsson RE 207. Hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan námi 1971. Með námi og eftir nám í Stýrimannaskól- anum starfaði Halldór Veigar (Dúddi) alla tíð hjá Eimskipa- félagi Íslands og fór hratt upp metorðastigann. Byrjaði sem háseti, síðan stýrimaður og starfaði lengst af sem skip- stjóri á flestöllum skipum Eimskipafélagsins. Útför Halldórs Veigars fór fram frá Áskirkju 15. október 2014. Elsku hjartans pabbi minn. Floginn er á braut faðir minn, vinur og fyrirmynd. Það má með sanni segja að þú hafir verið mik- ill áhrifavaldur í mínu lífi og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Líf okkar hefur verið heil- mikið ferðalag en því miður verð- um við að gera tímabundið hlé á því ferðalagi. Við munum taka upp þráðinn síðar þegar minn tími mun koma. Ég er ótrúlega stoltur af því að hafa fengið að kynnast þér og fengið að vera sonur Dúdda skipstjóra. Ég er sannfærður um að Guð vantaði einhvern til þess að stýra himin- fleyinu af öryggi og í heimahöfn hverju sinni, en það gerðir þú best allra. Slysið sem þú varðst fyrir á sínum tíma og veikindin síðustu fimm ár breyttu lífi þínu mjög mikið en þú lést engan sjá það. Þú varst ótrúlega þrjóskur, sterkur og sýndir aldrei hversu erfið meiðslin eða veikindin voru þér, þú hélst alltaf áfram. Fyrir mína tíð átti sjómennskan hug þinn allan og þegar við bræðurnir komum til sögunnar þá var það sjómennskan og fjölskyldan. Það var ljóst að samleið ykkar mömmu var fléttuð saman á ótrú- legan hátt. Ég var eitt púsl í stóru púsluspili í ykkar lífi og ég veit að þið ætluðuð að eignast fleiri börn en okkur tvo. En með mér fenguð þið orkumikinn dreng sem hafði orku á við tíu börn. Ég mun aldrei gleyma sögun- um sem urðu til í sjóferðunum um víða veröld og það er dýr- mætt að hafa fengið að kynnast mismunandi menningarheimum. Þessar ferðir kenndu mér að grasið er ekki alltaf grænna hin- um megin. Það er ljóst að sjó- menn eru okkar stærsta lífæð og menn eins og þú hjartað. Þér var margt hugleikið en sérstaklega sú hugmyndafræði að vera alltaf þú sjálfur. Þú hefur líklegast fengið þessi lífsgildi með móður- mjólkinni og gafst það frá þér til mín og fjölskyldu, hógværð, væntumþykju, umburðarlyndi, umhyggju og ekki síst trúna á hið góða í okkur sjálfum. Ævi þín var ekki bara dans á rósum. Þú og mamma urðuð fyrir þeirri sorg að missa þrjú börn. Styrkur ykkar mömmu hefur alla tíð styrkt mig í þeirri trú að Guð muni alltaf reyna á okkur og að við verðum bara að halda áfram að lifa lífinu lifandi. Lífið er ekki alltaf sólskin og regnbogar. Það getur slegið mann niður og þá er alltaf mikilvægast að standa upp aftur, því það erum við sem tök- um þá ákvörðun um að rísa upp sterkari en við vorum áður. Tím- inn sem við fengum að búa hjá ykkur í Lindarselinu var okkur ótrúlega dýrmætur og ég veit að góður vinskapur myndaðist á milli okkar allra og sú samvera styrkti öll okkar tengsl. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég og Hrannar komum á gjör- gæsluna síðustu dagana uppi á spítala en þar lást þú kvalinn og hálfmeðvitundarlaus. Við sýnd- um þér fyrstu sónarmyndina af barnabarnabarninu og þú gerðir þér fullkomlega grein fyrir því hvað þetta var og reyndir að muldra í gegnum sársaukann, langafi. Ég trúi ekki þeirri staðreynd að þú sért farinn, án þess að ég hafi getað kvatt þig almennilega. Ég ætla því ekki að kveðja þig núna, heldur segja: Sjáumst síð- ar. Ég veit að þú munt fylgjast vel með okkur öllum og taka vel á móti okkur þegar okkar tími mun koma. Halldór Þorvaldur Halldórsson. Minn kæri mágur og svili Hall- dór Veigar hefur kvatt þennan heim og er hans sárt saknað. Halldór Veigar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.