Morgunblaðið - 20.10.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.10.2014, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Þóra Einarsdóttir söngkona var að ljúka upptökum á óperunniRagnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingssonmeð Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er því væntanlegur geisladiskur fyrir jól með tónlist úr óperunni, en sýningar á henni hefjast aftur um áramótin í Hörpu. „Núna er ég að búa mig undir að fara til München og mun syngja í Requiem eftir Mozart með Fílharmóníunni þar. Ég er einnig að und- irbúa tónleika með Sinfóníunni hér í janúar en þá verður flutt verk- ið Kullervo eftir Jean Sibelius í fyrsta sinn á Íslandi, en verkið er byggt á Kalevala, söguljóði Finna. Ég er byrjuð að æfa jólasöngvana og er að kenna í Listaháskólanum svo það er fullt af skemmtilegum hlutum í gangi.“ Fyrir utan tónlistina þá hefur Þóra gaman af allri hreyfingu og er núna á sundnámskeiði að læra skriðsund. „Ég er að bæta tæknina í því en maður lærði skriðsundið ekki almennilega í skólasundinu.“ Þóra ætlar að gera eitthvað skemmtilegt með sonum sínum á af- mælisdaginn því það er vetrarfrí í skólanum hjá þeim. „Drauma- planið er fjöruferð úti í Gróttu en ef veðrið verður leiðinlegt förum við örugglega á söfn. Það er margt skemmtilegt í boði á söfnunum fyrir krakkana í skólafríinu.“ Synir Þóru eru Einar 12 ára og Jón 8 ára, og maður hennar er Björn Ingiberg Jónsson söngvari og vinnur hjá ríkislögreglustjóra. Þóra Einarsdóttir er 43 ára í dag Morgunblaðið/Kristinn Afmælisbarnið Þóra mun syngja hlutverk Ragnheiðar í samnefndri óperu í Hörpu um áramótin, en þá verða a.m.k. fjórar sýningar. Sýningar á Ragn- heiði um áramótin Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Tvær duglegar stelpur, Hildur Kristín Gunnarsdóttir og Elísabet Lilja Ísleifs- dóttir, söfnuðu flöskum í Seljahverfi í Reykjavík og gáfu ágóðann, 6.400 kr., til Rauða krossins. Hlutavelta E sjar fæddist um borð í strandferðaskipinu MS Esju hinn 20.10. 1944 en ólst upp á Djúpavogi: „Ég er elstur sex systkina og maður ólst upp í dæmigerðu íslensku sjávar- plássi þar sem sjávarsíðan, náttúr- an, víðáttan og athafnafrelsið ein- kenndi uppvaxtarárin hjá okkur krökkunum. En ég fékk líka minn skerf af sveitastörfum því ég var í sveit á sumrin á Tóvegg í Kelduhverfi hjá móðurbræðrum sínum, Sveinunga og Adam Jónssonum. Síðan byrjaði ég að fara með pabba til sjós um fermingaraldurinn. Það má því segja að maður hafi alist upp við þessa frumatvinnuvegi þjóðarinnar, sjó- mennskuna og landbúnaðinn.“ Esjar var í Barnaskóla Djúpavogs og í gagnfræðaskóla þar, lauk síðar Hafsteinn Esjar Stefánsson útgerðarmaður – 70 ára Með barnabörnum Esjar og Elma, ásamt fimm af barnabörnunum sjö. Myndin er tekin árið 2011. Náttúrubarn og veiði- maður til sjós og lands Hjónin Hér eru Esjar og Elma á ferðalagi inni á Lónsöræfum. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.