Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 23
prófum til 30 tonna skipstjórnarrétt- inda og vélavarðanámskeiði. Esjar var í millilandasiglingum á fraktskipi um skeið og vann við salt- fiskvinnslu um hríð. Hann hóf bú- skap á Höfn í Hornafirði með Elmu eiginkonu sinni á hennar heimaslóð- um, um miðjan sjöunda áratuginn. Þar hóf Esjar sjálfur útgerð skömmu síðar og hefur stundað út- gerð allar götur síðan. Hann hefur átt og gert út hátt á þriðja tug báta og skipa af ýmsum stærðum, á eigin vegum eða með öðrum. Esjar sinnti útgerðinni úr landi skamma hríð en hefur lengst af stundað sjóinn sjálfur þar sem hann kann best við sig. Esjar og Elma fluttu í Garða- bæinn árið 2010 en eiga enn sína íbúð á Höfn og eru þar búsett yfir sumartímann þar sem Esjar stundar fiskveiðar á sínum Sómabát. Segja má að Esjar sé náttúrubarn og veiðimaður til sjós og lands því þegar sjómennskunni sleppir fer hann til veiða í landi: „Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að ganga til fjalla eftir rjúpu og anda að mér ferska fjallaloftinu og njóta nátt- úrufegurðarinnar í leiðinni. En hér á árum áður fór ég töluvert með fjöl- skyldunni og renndi ég þá bæði fyrir lax og silung. Ég hef líka verið að skera út á undanförnum árum, kom mér upp góðu útskurðarsetti og rennibekk. Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram að vinna með hreindýrahorn, þá helst að bús til tölur, hnífsköft og skartgripi. Ég hef alltaf verið heillaður af harmonikkuleik og fyrir tveimur ár- um lét ég verða af því að byrja að læra sjálfur, en held því þó að mestu fyrir sjálfan mig. Við hjónin höfum líka mjög gaman af því að ferðast um landið okkar.“ Fjölskylda Eiginkona Esjars er Elma Stef- anía Þórarinsdóttir, f. 1.7. 1947, skrifstofumaður. Foreldrar hennar: Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir, f. 6.7. 1921, húsfreyja og matráðskona, og Björn Þórarinn Ásmundsson, f. 6.1. 1918, d. 3.6. 2000, vélstjóri. Þau bjuggu lengst af á Höfn í Hornafirði. Börn Esjars og Elmu eru Aðal- steinn Esjarsson, f. 27.1. 1968, skip- stjóri í Danmörku, en kona hans er Særún Arsenault Esjarsson, f. 11.10. 1963, heimavinnandi húsmóðir; Jó- hanna Sigríður Esjarsdóttir, f. 3.9. 1970, sérfræðingur í upplýsinga- tækni við Landsbankann, búsett í Reykjavík en sambýlismaður henn- ar er Gústaf Guðbjörn Ómarsson, f. 16.3. 1961, húsasmíðameistari; Stef- án Rósar Esjarsson, f. 22.6. 1976, hársnyrtimeistari í Reykjavík en kona hans er Guðlaug Íris Þráins- dóttir, f. 21.7. 1977, fagstjóri fjár- máladeildar hjá Samgöngustofu. Barnabörnin eru nú orðin sjö tals- ins. Systkini Esjars eru Pálína, f. 12.9. 1949, húsfreyja og leiðbeinandi í fé- lagsstarfi á Húsavík; Jón Aðal- steinn, f. 12.6. 1954, verkstjóri í Kan- ada; Ingibjörg Helga, f. 20.12. 1957, verslunarstjóri á Djúpavogi; Sóley Ósk, f. 25.12. 1959, húsfreyja í Reykjavík, og Guðbjörg, f. 4.8. 1968, skólaliði búsett á Reyðarfirði. Foreldrar Esjars: Rósa Elísabet Jónsdóttir, f. 1.1. 1926, lengst af hús- freyja og verkakona á Djúpavogi sem nú dvelur á hjúkrunarheimilinu Ekru á Höfn, og Stefán Aðalsteins- son, f. 18.11. 1923, d. 19.1. 2004, út- gerðarmaður á Djúpavogi. Úr frændgarði Hafsteins Esjars Stefánssonar Hafsteinn Esjar Stefánsson Páll Jónsson b. á Mel á Tunguheiði Guðný Margrét Eiríksdóttir húsfr. á Mel á Tunguheiði Aðalsteinn Stefán Pálsson sjóm., smiður og b. á Svalbarði á Djúpavogi Karólína Auðunsdóttir húsfr. á Svalbarði á Djúpavogi Stefán Aðalsteinsson útgerðarm. á Djúpavogi Auðunn Halldórsson b. á Krossahjáleigu á Berufjarðarströnd Cathinka Friðriksdóttir Grönvold húsfr. á Krossahjáleigu Kristbjörg Þórarinsdóttir húsfr. á Smjörhóli Sigurgeir Sigurðsson b. á Smjörhóli í Öxarfirði Jón Sigurgeirsson b. á Tóvegg Halldóra Jónsdóttir húsfreyja á Tóvegg í Kelduhverfi Rósa Elísabet Jónsdóttir húsfreyja og verkak. á Djúpavogi Jón Jónsson b. á Ingveldarstöðum Sigríður V. Stefánsdóttir húsfr. á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi Sjómaðurinn Esjar Stefánsson. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Ingimar Eydal fæddist á Ak-ureyri 20.10. 1936. Foreldrarhans voru Hörður Ólafur Ey- dal, starfsmaður Mjólkursamlags KEA á Akureyri, og Pálína Indr- iðadóttir húsfreyja. Hörður var son- ur Ingimars Eydals, kennara og rit- stjóra Dags á Akureyri, af ætt Gríms græðara og Hvassafellsætt, og Guðfinnu Jónsdóttur. Pálína var dóttir Indriða Finnbogasonar, sjó- manns á Fáskrúðsfirði, og Guðnýjar Magnúsdóttur. Albræður Ingimars: Finnur Ey- dal, kennari og tónlistarmaður á Ak- ureyri sem lést 1996, og Gunnar Ey- dal, lögfræðingur og fyrrv. skrif- stofustjóri Reykjavíkurborgar, en hálfbróðir Ingimars er Kristbjörn Eydal fiskmatsmaður. Eftirlifandi eiginkona Ingimars er Ásta Sigurðardóttir sjúkraliði og eignuðust þau fjögur börn. Ingimar lauk kennaraprófi frá KÍ 1957 og stundaði viðbótarnám við KHÍ. Hann kenndi við Tónlistar- skólann á Dalvík 1964-66 og við Gagnfræðaskólann á Akureyri um langt árabil frá 1967. Ingimar hóf að spila fyrir dansi þrettán ára með Karli Adolfssyni á Hótel Norðurlandi, spilaði í Alþýðu- húsinu á Akureyri 1952-54, á Hótel KEA 1954-56, á Hótel Borg 1956-57 og í Alþýðuhúsinu 1956-63. Hann stofnaði eigin hljómsveit 1962 sem lék í Sjallanum á Akureyri um margra áratuga skeið. Ingimar var einn vinsælasti hljómsveitarstjóri hér á landi, fjöl- hæfur tónlistarmaður, hjartahlýr og bráðskemmtilegur. Segja má að per- sóna hans, hljómsveitin og Sjallinn hafi verið eitt helsta kennimark Ak- ureyrar í áratugi. Ingimar var varabæjarfulltrúi á Akureyri, sat í Umhverfismálanefnd Akureyrar, var formaður Akureyr- ardeildar Norræna félagsins, sat í stjórn Akureyrardeildar KEA, í Æskulýðsráði og Áfengisvarna- nefnd, var æðstitemplar stúkunnar Brynju, þingtemplar Eyfirðinga og lengi stjórnarformaður fyrirtækja IOGT á Akureyri. Ingimar lést 10.1. 1993. Merkir Íslendingar Ingimar Eydal 90 ára Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir 85 ára Andrés Eggertsson María Sigríður Ágústsdóttir Rannveig Sigurbergsdóttir Vífill Búason 80 ára Guðrún Stefanía Björnsdóttir Óla Sveinbjörg Jónsdóttir Stefanía Anna Jónasdóttir 75 ára Andrés Svanbjörnsson Kristín Halldórsdóttir Sigurður Pálsson 70 ára Edda Gísladóttir Högni Gunnarsson Jóna Þ. Vernharðsdóttir Ólöf Gunnarsdóttir Sigurþór H. Sigurðsson Sveinbjörn Jóhannsson 60 ára Irena Maria Thomas 50 ára Hjördís K. Rögnvaldsdóttir Józef Kondratowicz Karen Bergsdóttir Kristinn Edgar Jóhannsson Ólafur Már Dyer Rakel Bergsdóttir Shkelzen Erik Morina Sólveig Ólafsdóttir Unnur María Gunnarsdóttir Urszula Maria Kopka 40 ára Aðalheiður Fritzdóttir Andrzej Ostrowski Ásta Björk Baldursdóttir Brynjar Marinó Ólafsson Finnur Hilmarsson Iwona Jadwiga Hubicka Lilja Björk Birgisdóttir Óskar Ágústsson Sigurður Ólafsson Tomasz Janiszewski 30 ára Drífa Ísleifsdóttir Guðfinnur Erlingsson Gunnþórunn Gunnarsdóttir Izabela Bobowik Jeremy Larrumbe Jón Óskar Auðunsson Karin Johanna Knutsson Saron Rut Guðsteinsdóttir Sonja Jóhanna Andrésdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Hörður ólst upp í Grundarfirði, lauk prófi sem reiðkennari frá Há- skólanum á Hólum og er bóndi og tamningamaður í Gröf í Vestur-Húnavatns- sýslu. Maki: Jessie Huijbers, f. 1988, bóndi. Foreldrar: Guðrún Mar- grét Grétarsdóttir, f. 1964, prjónakona, og Sæ- mundur Tryggvi Halldórs- son, f. 1961, sjómaður. Þau búa bæði í Noregi. Hörður Óli Sæmundarson 30 ára Guðmundur ólst upp í Hafnarfirði, býr á Reyðarfirði, lauk MS-prófi í mannauðsstjórnun frá HÍ og er íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Fjarða- byggðar. Maki: Malvina Elísabet Momuntjuk, f. 1985, hár- greiðslumaður. Dóttir: Sara María Guð- mundsdóttir, f. 2010. Foreldrar: Guðlaug Guð- mundsd., f. 1956, og Hall- dór K. Hjartarson, f. 1943. Guðmundur Halldórsson 30 ára Guðný ólst upp á Siglufirði, býr á Akureyri og stundar nám í sálfræði við HA. Maki: Daði Már Guð- mundsson, f. 1981, nemi í viðskiptafræði við HA. Dóttir: Sigurbjörg Sól Daðadóttir, f. 2012. Foreldrar: Friðfinnur Hauksson, f. 1957, útibús- stjóri Samkaupa-Úrvalds á Siglufirði, og Sigurbjörg Elíasdóttir, f. 1961, d. 2008, framkvæmdastjóri. Guðný Friðfinnsdóttir Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.