Morgunblaðið - 20.10.2014, Side 26

Morgunblaðið - 20.10.2014, Side 26
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Þorsteinn Þorsteinsson er höf- undur bókarinnar Fjögur skáld – Upphaf nútímaljóðlistar á ís- lensku. Þar fjallar hann um ljóð fjögurra íslenskra skálda á fyrri hluta 20. aldar, þeirra Jóhanns Sigurjónssonar, Jóhanns Jóns- sonar, Halldórs Laxness og Steins Steinarrs. Þorsteinn á að baki langan starfsferil við kennslu og bókaútgáfu og hefur einnig fengist við þýðingar, bókmenntarann- sóknir og skriftir. Hann hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir bók sína Ljóðhús sem fjallar um skáldskap Sigfúsar Daðasonar. „Mig langaði til að skrifa um þessi skáld vegna þess að þau eru merkileg og hafa fylgt mér lengi,“ segir Þorsteinn. „Ég kynntist skáldskap þeirra mjög ungur og hef unnað þeim frá okkar fyrstu kynnum, unnað þeim hugástum, svo ófræðimannlega sé nú talað. En auk þess var ég ekki með öllu sáttur við þann skilning og þær skýringar sem kvæðin hafa hlotið í íslenskri bókmenntasögu og lang- aði til að setja fram mín sjón- armið. Þetta eru skáld sem koma fram á fyrri hluta 20. aldar og hafa sitthvað nýtt fram að færa. Sumum þeirra var strax vel tekið, Jóhanni Jónssyni til dæmis, en önnur voru lengi vel umdeild, til að mynda Halldór Laxness. Jó- hann Sigurjónsson og Halldór stunduðu ljóðlistina í hjáverkum, Jóhann Jónsson var ekki afkasta- mikið skáld, en Steinn Steinarr orti samfleytt í hálfan annan ára- tug eða svo.“ Söknuður var sælufundur Únglíngurinn í skóginum eftir Halldór Laxness er eitt þeirra ljóða sem Þorsteinn fjallar ítarlega um í bókinni. „Halldór gerði mönnum svolítið erfitt fyrir, kall- aði Únglínginn í skóginum fyrst expressjónisma og seinna súrreal- isma en ég leiði rök að því að kvæðið sé hvorugt,“ segir Þor- steinn. Um nafnana Jóhann Sig- urjónsson og Jónsson segir hann: „Jóhann Sigurjónsson yrkir kvæði sín í Danmörku og að mínum dómi greinilega eftir kynni af symból- ismanum sem þá var hin nýja stefna í ljóðlist á Norðurlöndum. Menn væntu sér mikils af Jóhanni Jónssyni, en hann var heilsuveill og náði sér ekki fyllilega á strik fyrr en hann yrkir þetta einstæða kvæði sitt, Söknuð, en þar sýnir hann hvað í honum bjó. Ég kynnt- ist því kvæði innan við fermingu. Ég var eitthvað að grúska í göml- um tímaritum sem til voru á heim- ilinu og fann það og Sorg eftir nafna hans Sigurjónsson. Sökn- uður snart mig djúpt, mér fannst ég aldrei hafa upplifað neitt því líkt, og ég minnist þessa sælu- fundar eins og hann hefði gerst í gær. Söknuður er að mínum dómi einstaklega gott kvæði, á hvaða mælikvarða sem mælt er, og hann er líklega það seinasta sem Jóhann orti. Kvæðið speglar alla hans ævi, vonir og vonbrigði.“ Nýjung í íslenskri ljóðsögu Tíminn og vatnið fær mikla um- fjöllun í bók Þorsteins. „Já, ég skýri og túlka bálkinn í alllöngu máli. Ég fjalla til dæmis um ein- kunnarorðin – A poem should not mean / But be – sem hafa valdið nokkrum misskilningi að mínum dómi. Menn skildu þau gjarna á þá leið að ljóðaflokkurinn væri merk- ingarlaus og þar með lítils virði. Ég reyni að færa rök að því að bálkurinn hafi vissulega merkingu að geyma, en hins vegar má segja að einkunnarorðin séu tvíræð þeg- ar ljóðlína MacLeish stendur ein og stök. Tíminn og vatnið er frábær skáldskapur að mínum dómi en hann var alger nýjung í ljóðsögu okkar. Að nokkru leyti rís hann gegn þeirri stefnu að ljóð eigi að vera um eitthvað en annað skuli þá koma í þess stað. Sú spurning vaknar hvar Steinn hafi kynnst þeirri fagurfræði. Mín kenning er sú að í Unuhúsi hafi Steinn kynnst listamönnum sem voru að fara óhefðbundnar leiðir í list sinni og orðið fyrir áhrifum af þeim. Engar beinar brautir að skáldskap  Þorsteinn Þorsteinsson fjallar um fjóra skáldsnillinga í nýrri bók Jóhann Sigurjónsson Steinn Steinarr Halldór Kiljan Laxness Jóhann Jónsson 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Stilling hf. | Sími 520 8000 | stilling.is | stilling@stilling.is 20.-25. októberað Bíldshöfða 10 Opnunartilboð Viðmælum rafg eyminn í bílnum þínum þér að kostnaðarlausu 30% afsláttur Carpoint bílavörur • Hjólkoppar • Sætaáklæði • Rafmagnstengi •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.