Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Komdu inn í hlýjuna
í súpu dagsins
Mundu eftir súpukortinu
FR
Í
súp
a d
ag
sin
s
Súpukort
hægt að fá súpu
í brauðkollu
eða í skál.
Verð kr. 895
Súpu dagsins sérðu á
Facebook síðunni okkar
Um síðustu áramót féll niðurmastur á Viðarfelli í Norð-
austurkjördæmi og varð það einum
þingmanna kjördæmisins, Kristjáni
L. Möller, tilefni til að ræða á Al-
þingi um öryggishlutverk Ríkis-
útvarpsins.
Í fyrradag svar-aði mennta-
málaráðherra
spurningum þing-
mannsins um efnið, og byggði á
skriflegum upplýsingum frá Ríkis-
útvarpinu sjálfu.
Svarið var, eins og þingmennbentu á, flókið og tormelt fyrir
þá sem ekki eru stað- og tækni-
kunnugir, en þó kom fram að Ríkis-
útvarpið hafði ekki enn gert full-
nægjandi úrbætur fyrir íbúa
Kelduhverfis og Öxarfjarðar.
Kristján L. Möller benti á að núværi langt um liðið frá því að
mastrið féll og að ennfremur væri
eldgos uppi á hálendinu fyrir ofan
byggðirnar, sem af þeim sökum
þurfa enn frekar á því að halda en
ella að Ríkisútvarpið ræki öryggis-
hlutverk sitt.
Annar þingmaður, Össur Skarp-héðinsson, tók undir þetta og
sagði að ef það væri ekki hlutverk
Ríkisútvarpsins að vera til taks í
eldgosum, „þá veit ég ekki til hvers
það ágæta útvarp er“.
Það er rétt að þegar Ríkis-útvarpið sinnir ekki þeirri
frumskyldu sinni að stuðla að ör-
yggi um allt land þá er megin-
röksemd tilvistar þess brostin.
Ríkisútvarpið hefur milljarða afskattgreiðendum á ári hverju,
svo ekki skortir það fé. Viljinn er
hins vegar bersýnilega ekki fyrir
hendi.
Til hvers er þetta
ágæta útvarp þá?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 4.11., kl. 18.00
Reykjavík 3 skúrir
Bolungarvík -4 heiðskírt
Akureyri -2 heiðskírt
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló 5 skýjað
Kaupmannahöfn 11 skýjað
Stokkhólmur 11 léttskýjað
Helsinki 8 skúrir
Lúxemborg 7 skúrir
Brussel 8 léttskýjað
Dublin 10 léttskýjað
Glasgow 11 skýjað
London 12 léttskýjað
París 12 skýjað
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 11 heiðskírt
Berlín 12 heiðskírt
Vín 17 skýjað
Moskva 3 þoka
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 10 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 18 skýjað
Róm 17 þrumuveður
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg 1 snjókoma
Montreal 7 alskýjað
New York 17 heiðskírt
Chicago 13 alskýjað
Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:25 16:59
ÍSAFJÖRÐUR 9:44 16:50
SIGLUFJÖRÐUR 9:27 16:32
DJÚPIVOGUR 8:57 16:25
Biskup Íslands hefur auglýst laust
til umsóknar embætti prests í
Garðaprestakalli á Akranesi og kem-
ur hann til með að starfa við hlið sr.
Eðvarðs Ingólfssonar, sem hefur
verið sóknarprestur þar síðan 1997.
Á Akranesi búa um 6.800 manns.
„Nýtt embætti prests er löngu
orðið tímabært, því þetta er fjöl-
mennasta prestakall á landinu þar
sem einungis er einn prestur,“ segir
Eðvarð Ingólfs-
son. Hann tók við
1. desember fyrir
tæplega 17 árum
og segir að þá hafi
verið um 5.100
íbúar í sókninni.
Þeim hafi því
fjölgað að meðal-
tali um 100 á ári.
Eðvarð áréttar að
um 90% íbúanna séu í þjóðkirkjunni
og mikill friður hafi ríkt í kirkjulegu
starfi alla tíð, en hann er fimmti
sóknarpresturinn á Akranesi frá
1886.
Vegna umfangs embættisins hefur
Eðvarð, líkt og forverar hans, fengið
aðstoð, til dæmis í sambandi við
barna- og æskulýðsstarfið, en í aug-
lýsingunni um nýja embættið er tek-
ið fram að við val á presti verði m.a.
hæfni í mannlegum samskiptum og
reynsla af barna- og unglingastarfi
höfð til hliðsjónar.
Í Garðaprestakalli er ein sókn,
Akranessókn, og ein kirkja, Akra-
neskirkja. Garðaprestakall er á sam-
starfssvæði með Saurbæjarpresta-
kalli og skipar biskup Íslands í
embætti prests til fimm ára. Um-
sóknarfrestur rennur út 2. desember
nk. steinthor@mbl.is
Nýtt embætti prests á Akranesi
Eðvarð
Ingólfsson
Eðvarð Ingólfsson hefur verið eini sóknarpresturinn í um 6.800 manna sókn
Þingfesta á í dag
mál Ólafs Ólafs-
sonar athafna-
manns gegn Sig-
ríði Friðjóns-
dóttur ríkis-
saksóknara í
Héraðsdómi
Reykjavíkur. Að
sögn Þórólfs
Jónssonar,
héraðsdómslög-
manns á lögmannsstofunni Logos,
sem fer með málið fyrir hönd Ólafs,
er tilgangurinn með málshöfðuninni
frekari gagnaöflun og að eitt vitni
verði kallað fyrir í tengslum við Al
Thani-málið. „Það er fyrirhugaður
flutningur í málinu í Hæstarétti í
janúar og í tengslum við það er bara
í rauninni verið að afla frekari
gagna,“ segir hann.
Óskað verður eftir að Eggert J.
Hilmarsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaup-
þings, verði leiddur aftur fyrir sem
vitni. Þórólfur segir að fara þurfi
þessa formlegu leið fyrir héraðs-
dómi til að varpa frekara ljósi á atvik
í málinu.
Ólafur
stefnir sak-
sóknara
Höfðar mál til að
afla frekari gagna
Ólafur
Ólafsson