Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 27
landi og í Bandaríkjunum: „Uppi-
standið hófst með því að Hrund
Ólafsdóttir hringdi í mig árið 1998
og bað mig að skemmta í Logalandi
í Borgarfirði. Ég benti henni góð-
fúslega á að ég væri leikari en ekki
skemmtikraftur. Ég gæti komið
fram með fleiri leikurum, eins og í
Áramótaskaupi, en ekki staðið ein á
sviðinu og haft ofan af fyrir fólki
eins og þeir gera sem hafa atvinnu
af því að vera fyndnir.
En Hrund gaf sig ekki. Ég pakk-
aði ofan í tösku, fór upp í Borg-
arfjörð og síðan hef ég verið að
skemmta fólki um allar trissur.“
Helga Braga vann á Ferðaskrif-
stofu Íslands í sjö sumur, fór í flug-
freyjuskóla Astreus og Iceland Ex-
press 2011, útskrifaðist sem
flugfreyja, vann hjá Iceland Ex-
press sumarið 2011 og 2012 og hef-
ur verið flugfreyja hjá WOW air frá
2013.
Loks má geta þess að Helga
Helga Braga er einnig vinsæll fyr-
irlesari, er einn af frumkvöðlum
magadans á Íslandi og hefur kafað
víða um heim.
Hvers vegna köfun, Helga
Braga?
„Bara. Ég er svo mikil vatnadís.
Ég hef líka verið að flakka um
heiminn og þetta er hluti af þeirri
áráttu. Ég kynntist skemmtilegu
fólki sem var að kafa hér og þar,
svo ég lærði köfun á Íslandi og á
Hawaii og hef síðan kafað víða um
heim, s.s. á Flórída, í Grikklandi,
Ástralíu og á Hawaii, en þar er
skemmtilegast að kafa. Hawaii er
himnaríki á jörðu.“
En kafarðu þá ekki á Íslandi?
„Nei. Ég hef aldrei kafað hér
heima. Ég fer bara suður um höfin
og kafa þar. Ég er nefnilega með
heitt blóð, skilurðu?“
Fjölskylda
Systkini Helgu Brögu eru Ing-
veldur Ýr Jónsdóttir, f. 26.7. 1966,
söngkona og kennari Reykjavík;
Hjörtur Jónsson, f. 29.5. 1985, leik-
ari í Reykjavík; Sigríður Láretta
Jónsdóttir, f. 20.10. 1988, leiklist-
arnemi í London; Jódís Jóhanns-
dóttir, f. 5.2. 1966, bókhaldari hjá
Center Hotels, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Helgu Brögu eru Svala
Bragadóttir, f. 26.5. 1943, matráður
á Akranesi, og Jón Hjartarson, f.
20.1. 1942, leikari í Reykjavík.
Stjúpmóðir Helgu Brögu er
Ragnheiður Tryggvadóttir, f. 3.11.
1958, leikkona og framkvæmda-
stjóri Rithöfundasambandsins.
Úr frændgarði Helgu Brögu Jónsdóttur
Helga Braga
Jónsdóttir
Herdís Jónsdóttir
húsfr. í Neðra-Hóli
Þórður Bjarnason
b. í Neðra-Hóli í Staðarsveit
Helga Þórðardóttir
húsfr. í Hoftúnum
Bragi Jónsson
b. og skáld í Hoftúnum í Staðarsveit
Svala Bragadóttir
matráður á Akranesi
Guðrún Þorsteinsdóttir
húsfr. í Hofgörðum
Jón Gunnlaugur Sigurðarson
skrifari, skáld og b. í Hofgörðum
Jóhann
Jónsson
form. á
Hellissandi
Þórður Halldórsson
frá Dagverðará, refaskytta, listmálari og rith.
Þuríður Jónsdóttir
húsfr. í Gröf og
í Rvík
Stefanía Jóndóttir
húsfr. á Elliða í
Staðarsveit
Halldór Jónsson
b. á Dagverðará
Margrét Jónsdóttir skáldkona
( höf: Ísland er land þitt)
Jófríður Þórðardóttir síðast á
Hrófbergi á Ströndum
Svava
Pétursdóttir
húsfr. á
Hófbergi
Hreinn Halldórssoon
fyrrv. Evrópumeistari
í kúluvarpi
Málfríður
Lára
Jóhannsd.
húsfr. í
Hafnarfirði
Kristín Jensdóttir
húsfr. á Hellissandi
Vigfús Jónsson
smiður á HellissandiJóhanna Vigfúsdóttir
organisti á Hellissandi
Hjörtur Jónsson
hreppstj. og útvegsb. á Hellissandi
Jón Hjartarson
leikari
Jón Jónsson
form. Í Bjarnareyjum
Guðmundur Ingvi
Sverrisson
læknir
Sigurður Ólafsson
söngvari og hestam.
Þuríður Sigurðardóttir
söngkona
Erla
Jónatansdóttir
húsfr. í
Hafnarfirði
Jónatan Garðarsson
dagskrárgerðarm.
Þórður Sverrisson
fyrrv. framkvæmdastj.
Eimkips
Jónatan
Ólafsson
tónskáld
Jóhann Sæmundsson
tryggingalæknir og ráðherra
Oddfríður Sæmundsdóttir
skáldkona
Guðmundur
Ingólfsson djasspíanisti
Guðmundur
Sæmundsson
klæðskeram. Í Rvík
Hjalti Guðmundsson
fyrrv. dómkirkju-
prestur
Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir Mouhl
húsfr.
Erling Vigfússon
óperusöngvari
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
Líney Jóhannesdóttir rithöf-undur fæddist á Laxamýri íSuður-Þingeyjarsýslu 5.11.
1913. Hún var dóttir Jóhannesar
Baldvins Sigurjónssonar, stúdents
og óðalsbónda á Laxamýri, og Þór-
dísar Þorsteinsdóttur húsfreyju.
Meðal systra Líneyjar var Jóna
Kristjana, móðir Benedikts Árna-
sonar leikstjóra, föður Einars Arnar
Benediktssonar, fyrrv. Sykurmola
og borgarfulltrúa. Jóhannes var
bróðir Jóhanns Sigurjónssonar
skálds, og bróðir Snjólaugar, móður
Sigurjóns Sigurðssonar lögreglu-
stjóra, föður Jóhanns, forstjóra
Hafró. Þá var Snjólaug amma
Magnúsar Magnússonar, dag-
skrárgerðarmanns hjá BBC. Jó-
hannes Baldvin var sonur Sigurjóns,
dbrm. og óðalsb. á Laxamýri Jó-
hannessonar, b. á Laxamýri, ætt-
föður Laxamýrarættar, bróður Jóns
í Sýrnesi, langafa Jónasar frá Hriflu.
Jóhannes var sonur Kristjáns, b. á
Halldórsstöðum í Aðaldal Jós-
epssonar, b. í Kasthvammi Tóm-
assonar, bróður Jónasar í Hvassa-
felli, afa Jónasar Hallgrímssonar.
Líney ólst upp á Laxamýri til ell-
efu ára aldurs en fór þá, eftir lát
móður sinnar, í fóstur til hjónanna
Páls Stefánssonar, stórkaupmanns
frá Þverá, og Hallfríðar Proppé
Stefánsson.
Líney lauk prófi frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík og stundaði síðan
nám í félagsfræði hjá Ölvu Myrdal í
Stokkhólmi. Hún starfaði m.a. hjá
Raforkumálastofnun og við mæðra-
eftirlit á Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur auk húsmóðurstarfa.
Líney stundaði ritstörf um árabil.
Hún samdi m.a. eftirfarandi barna-
bækur: Æðarvarpið, útg. 1961; Í
lofti og læk, útg. 1962, og Síðasta
sumarið, útg. 1969. Hún skráði,
ásamt Þorgeiri Þorgeirsyni, ævi-
minningar sínar, Það er eitthvað
sem enginn veit, útg. 1975. Auk þess
samdi hún skáldsögurnar Kerl-
ingaslóðir, útg. 1976, og Aumingja
Jens, útg. 1980. Þá hafa birst eftir
hana margar smásögur í blöðum og
tímaritum auk þess sem Líney
stundaði þýðingar.
Liney lést 18. júlí 2002.
Merkir Íslendingar
Líney Jóhannesdóttir
95 ára
Haukur Kristófersson
Sigríður Guðmundsdóttir
85 ára
Halldóra Jóhannesdóttir
Hjörtur Óli Halldórsson
Sigríður Björnsdóttir
Þorbjörg Bjarnar
Friðriksdóttir
80 ára
Ásta Albertsdóttir
Eva Pétursdóttir
Hrafnhildur Jónsdóttir
Katrín Signý
Hákonardóttir
75 ára
Áslaug B. Þórhallsdóttir
70 ára
Arnór Guðbrandur
Jósefsson
Guðbjörg Sveinsdóttir
Guðgeir Einarsson
Guðrún Guðmundsdóttir
Hilmar Þ. Sigurþórsson
Hjördís Erna Hinriksdóttir
Magnús Pétursson
Málfríður Ágústa
Þorvaldsdóttir
Sigurður Ingi Georgsson
Stefán Hermannsson
Valur Sveinbjörnsson
Vilborg Pétursdóttir
60 ára
Guðríður Eygló
Valgeirsdóttir
Magnús Jónatan
Hinriksson
Margrét Gunnarsdóttir
Níels Hannesson
Ragnhildur Magnúsdóttir
Regína Ólína Þórarins.
Berndsen
Unnar Erling Óskarsson
Víglundur Þór Víglundsson
50 ára
Erlingur Birgir
Kjartansson
Gestur Traustason
Guðmunda Lilja
Gunnarsdóttir
Hildur Þorgeirsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir
Jóhannes Berg
Magnús Magnússon
Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir
Signý Elíasdóttir
Sigurður Sigmundsson
Sölvi Þór Sævarsson
40 ára
Alma Sigurjónsdóttir
Anna Steinunn Villalobos
Fakhar Abbas
Guðbjörg Eva
Halldórsdóttir
Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðmundur Georg
Þórisson
Hafdís Edda Sigfúsdóttir
Haraldur Guðbjörnsson
Helgi Hrafn Pálsson
Jennifer Pernes Lucanas
Jóhannes Geir Rúnarsson
Karen Bjarnadóttir
Kolbrún Belinda
Kristinsdóttir
Renata Wnorowska
Selma Sigurjónsdóttir
Sigurður Árni Leifsson
Steinn Kristjánsson
30 ára
Ásdís Bjarnadóttir
Edda Rún Gunnarsdóttir
Francis Alexander Mason
Halla Hallsdóttir
Kristján Karl Pétursson
Til hamingju með daginn
30 ára Sigrún ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BS-prófi í hjúkrunarfræði
og er hjúkrunarfræðingur
við LSH.
Maki: Fjalar Sigurðarson,
f. 1979, verkfræðingur.
Dóttir: Ylfa Margrét, f.
2012.
Foreldrar: Halldór Björn
Runólfsson, f. 1950, for-
stöðum. við Listasafn Ís-
lands, og Margrét Auð-
uns, f. 1952, mynd-
menntakennari.
Sigrún
Halldórsdóttir
30 ára Halldór ólst upp í
Auðsholti í Hrunamanna-
hreppi, er nú búsettur á
Selfossi og er verkstjóri
hjá jarðvinnuverktaka þar.
Maki: Halldóra Sigríður
Benediktsdóttir, f. 1987,
bílamálari og skrifstofu-
kona á Selfossi.
Sonur: Dynþór Hall-
dórsson, f. 2013.
Foreldrar: Steinar Hall-
dórsson, f. 1960, og Guð-
björg Elín Hjaltadóttir, f.
1964.
Halldór Fannar
Steinarsson
30 ára Sigríður ólst upp í
Breiðholtinu, býr á Akra-
nesi, lauk BA-prófi í fé-
lagsráðgjöf við HÍ og er
stuðningsfulltrúi við
Grundarskóla á Akranesi.
Maki: Fannar Helgason, f.
1984, söluráðgjafi hjá
Brimborg og spilandi
þjálfari í körfubolta hjá ÍA.
Dóttir: Guðrún Klara
Fannarsdóttir, f. 2011.
Foreldrar: Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 1959, Steinar
Stefánsson, f. 1957.
Sigríður Rún
Steinarsdóttir
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Miðvikudagstilboð
– á völdum postulínsborðbúnaði,
glösum og hnífapörum
Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af borðbúnaði