Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Lagadeild Há- skólans í Reykja- vík stendur fyrir hádegisfundi um réttarstöðu er- lendra herskipa og skipa Land- helgisgæslunnar miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12-13 í stofu V102 á 1. hæð. Yfirskrift fundarins er „Réttar- staða erlendra herskipa og skipa Landhelgisgæslunnar á íslenskum hafsvæðum“. Í erindi sínu mun dr. Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í þjóðarétti, fjalla um réttindi og skyldur er- lendra herskipa, þ.m.t. kafbáta. Hann fjallar einnig um réttarstöðu skipa Landhelgisgæslunnar á ís- lenskum hafsvæðum frá sjónarhóli þjóðaréttar sem og íslensks réttar. Eftir erindið gefast færi á fyrir- spurnum og umræðum. Fundar- stjóri er Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild HR. Fundurinn er öllum opinn. Réttarstaða erlendra herskipa Bjarni Már Magnússon Bandaríska fréttatímaritið News- week fjallar í nýjasta tölublaði sínu um skógrækt á Íslandi og hvernig loftslagsbreytingar hjálpa til við útbreiðslu skóglendis á landinu. Það sé sérstakt á þessari breiddargráðu því víðast hvar á norðlægum slóðum hafi menn meiri áhyggjur af því að skógarnir líði fyrir ýmis vandamál sem fylgi hlýnandi loftslagi og færslu trjá- tegunda til norðurs, segir í frétt á vef Skógræktar íslands. Greinina skrifar blaðamaðurinn Douglas Main sem mikið hefur skrifað um vísindi, heilbrigðismál, náttúru og umhverfi. Hann ræðir meðal annarra við tvo forystu- menn hjá Skógrækt ríkisins, þá Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðu- mann Rannsóknastöðvar skóg- ræktar, Mógilsá, og Þröst Ey- steinsson, sviðsstjóra þjóðskóganna. „Fram koma í greininni þau margvíslegu jákvæðu áhrif sem aukin útbreiðsla skóga hefur á Ís- landi, ekki síst til að hamla gegn landeyðingu. Farið er yfir eyðingu þess mikla skóglendis sem var á Íslandi við landnám, sagt frá auk- inni skógrækt á síðustu áratugum og hvernig skógarauðlindin er far- in að sýna sig í aukinni sölu tjá- viðar úr íslensku skógunum. Gegn öllum þeim jákvæðu kostum sem fylgja skógrækt í því bera landi sem Ísland er þykir blaðamanni Newsweek léttvægur sá ótti sumra að íslenskri náttúru stafi ógn af ræktun erlendra trjáteg- unda,“ segir í fréttinni. sisi@mbl.is Skógrækt í sviðsljósinu Morgunblaðið/Kristinn Skógrækt Ísland vekur athygli bandarískra blaðamanna.  Newsweek fjallar um útbreiðslu skóglendis á Íslandi Eimskip mun hefja byggingu á 10.000 tonna frystigeymslu á at- hafnasvæði sínu í Hafnarfirði síðar á árinu sem verður tilbúin sumarið 2015. „Við sjáum fram á mjög góða nýtingu á geymslunni,“ segir Guð- mundur Nikulásson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Eim- skips, og bætir við að veruleg aukning hafi orðið í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski sem kalli á vaxandi frystigeymsluþjónustu. Einnig sé aukin eftirspurn eftir vöruhótelþjónustu fyrir frystar neytendavörur. Hægt verður að stækka nýju frystigeymsluna í áföngum um allt að 14.000 tonn í samræmi við þarfir viðskiptavina. Í fréttatilkynningu segir að Eim- skip telji sjávarútveginn vera eina af grunnstoðum íslensks efnahags- lífs og þjónusta við sjávarútveginn sé því mikilvæg stoð í rekstrinum. „Okkur finnst einnig mjög ánægju- legt að vera að fjárfesta hér á Ís- landi,“ segir Guðmundur. laufey@mbl.is Rúmar 10.000 tonn  Eimskip byggir nýja frystigeymslu Ljósmynd/ Árni Snær Kristjánsson Stærri Nýja geymslan (hægri) og sú eldri (vinstri) sem rúmar 3.000 tonn. Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Úti jólaseríur og skreytingar Skoðum og gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Sjáum um jólaskreytingar fyrir einkaaðila, húsfélög og fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.