Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
Upp með orkuna!
FOCUS
Á góðu verði á næsta sölustað:
Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og apótek um land allt
Svalandi, kraftmikill og bragðgóður drykkur
– frábær þegar þig vantar aukna orku og einbeitingu
15 freyðitöflur í stauk ...
skellt út í vatn þegar þér hentar !
4Inniheldur koffín, guarana og ginseng
4Enginn sykur - engin fita
450 mg Magnesium og aðeins 2 hitaeiningar
og 0.5g kolvetni í 100 ml.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég hef alltaf teiknað og svo hef ég
teiknað kápumyndir á bækur Braga
Ólafssonar,“ segir Einar Örn Bene-
diktsson, tónlistarmaður með meiru,
þegar hann tekur á móti blaðamanni í
Gallerí Listamönnum, Skúlagötu 32,
þar sem hann opnar sýningu á teikn-
ingum klukkan 17 í dag. Sýningin
tengist Airwaves-hátíðinni þar sem
Einar Örn kemur einnig fram ásamt
Curver Thoroddsen félaga sínum í
Ghostdigital á skemmtistaðnum
Húrra eftir miðnætti í kvöld.
„Í sumar fékk ég áskorun um að
byrja að teikna aftur og þá settist ég
niður og hafði svo gaman af því að ég
hélt áfram,“ segir hann. Í römmunum
gefur að líta fjörlegar teikningar af fí-
gúrum sem flestar eru dregnar með
einni óslitinni línu.
„Ég er oft að segja litlar sögur í
þessum teikningum. Og mér finnst
gaman að teikna!“ bætir Einar Örn
við. „Oft eru þetta partímyndir, fólk
að fagna. Sumir eru að kynnast og
fara varlega í hlutina, eins og hér.“
Hann bendir. „Þessir fagna ógurlega“
– hann gengur á röðina – „þessir eru
að ná sambandi og þessi gefur okkur
„high five“. Hér er einn með kjaft,
þessir eru glaðir í sólinni og hér er
smá þukl í partíinu …“
Ákveðinn leikur í þessu
Hingað til hafa teikningar Einars
Arnar fyrst og fremst birst á bókar-
kápum Braga Ólafssonar, fyrrverandi
félaga hans úr Purrki Pillnikk og Syk-
urmolunum. Þetta hlýtur að vera
nokkurt stökk, að halda sýningu?
„Vissulega. Bragi hefur af og til
sagt: nú er komið að bók. Svo hefur
hann sagt hvernig mynd hann þarf.
En það er áskorun að segja sög-
urnar í einni línu, í þessu flæði. Það er
hægt að fara um víðan völl en síðan er
endað, settur punktur á sama stað og
línan hófst. Eftir það getur maður
bara horft á fígúruna og sagt: er ekki
gaman hjá þessum?“
– Byrjarðu með ákveðna hugmynd
að hverri teikningu?
„Nei. Ég byrja alltaf á að draga lín-
una og yfirleitt er hún óslitin. Því er
ákveðinn leikur í þessu – þetta eru
„one-liners“ eins og hjá góðum sögu-
mönnum nema ég set þær fram í
teikningum.
Stundum svindla ég svolítið“ –
hann setur upp skömmustulegan svip
– „með því að bæta inn í myndirnar,
augasteinum til dæmis, svo áhorf-
endur haldi ekki að þetta séu algjör
skrímsli. Því þetta er yfirleitt við-
kunnanlegt fólk.
Sjáðu þennan, hann er á niðurleið,
er að reyna að grípa í eitthvað.“
Óbeint sjálfsmyndir
– Mér sýnist þetta fólk oftast vera í
tilvistarkreppu.
„Þetta er ástand, já. Þessi fær sér
til dæmis sjónvarpsgreiðu til að ná
sambandi,“ segir teiknarinn og horf-
ir hugsi á eina myndanna.
„Þegar ég var búinn að gera
fyrstu teikningarnar velti ég fyrir
mér hvort það væri eitthvað í þeim.
Ég sýndi Haraldi Jónssyni mynd-
listarmanni þær og hann fór allur að
iða og sagði að þær væru eins og
tónlistin mín. Að ég væri að teikna
tónlist og þetta séu teikningar að
dansa við. Það er líka partí í þeim,
einhverjir að gera eitthvað. Sjáðu,
hér er partí og búið að opna flösku,
þessi er sofnaður, þessi er að gubba,
hér kemur dýragarður upp og risa-
eðlur. Það má sjá typpi og píkur,
þetta eru ekki kynlausar verur. Þær
bjóða upp á ýmislegt. Eftir partí er
farið í sturtu, eins og hér, en svo
birtast fallegir hlutir eins og blóm,
sjáðu hér!“ Við göngum um og skoð-
um hverja teikninguna eftir aðra.
„Margt af þessu kemur ósjálfrátt
inn í myndinar. Ég sest kannski niður
að kvöldi, set pennann á blaðið og
áhrif dagsins koma gjarnan fram í
teikningunum. Óbeint er mikið af
þessu sjálfsmyndir – þótt ég viður-
kenni það aldrei.“ Einar Örn brosir
skelmislega.
– Ætlarðu að halda áfram að
teikna?
„Mér hefur alltaf fundist gaman að
gera tónlist sem hobbí en ég tek þetta
alvarlega – þótt ég megi ekki gleyma
gleðinni við að teikna.
Í yfir 30 ár hef ég verið tengdur
sköpun og ég sé lítinn mun á þessu og
því að búa til tónlist. Þetta er eigin-
lega sami hluturinn, það er mikilvægt
að ritskoða sig ekki um of og láta allt
flæða,“ segir teiknarinn.
„Mér finnst gaman að teikna“
Einar Örn Benediktsson opnar sýningu á teikningum Sýningin er í
tengslum við Airwaves „Sé lítinn mun á þessu og því að búa til tónlist“
Morgunblaðið/Einar Falur
Teiknarinn „Það er áskorun að segja sögurnar í einni línu, í þessu flæði. Það er hægt að fara um víðan völl en síðan
er endað, settur punktur á sama stað og línan hófst,“ segir Einar Örn um fjörlegar teikningarnar.
Skólahljómsveit Kópavogs heldur
árlega hausttónleika sína í Há-
skólabíói í kvöld kl. 19.30.
Þema tónleikanna er „Alþýðleg
tónlist“ og þar undir flokkast al-
þýðutónlist ýmissa þjóða frá ýms-
um tímum, m.a. frá Kóreu, Íslandi,
Suður-Ameríku og Bandaríkjunum.
Íslensku þjóðlögin „Hættu að gráta
hringaná“ og „Ég að öllum háska
hlæ“ verða flutt af yngstu hljóð-
færaleikurum sveitarinnar en þeir
eldri takast m.a. á við ensk og kelt-
nesk þjóðlög ásamt yngri tónlist.
Viðamesta verk tónleikanna er
„Variations on a Korean Folk
Song“ sem John Barnes Chance
skrifaði fyrir blásarasveit árið
1965. Stjórnendur eru Össur Geirs-
son og Þórður Magnússon.
Einbeiting Ungir hljóðfæraleikarar í SK.
Alþýðleg tónlist
ýmissa þjóða
Í öðru hefti Rits-
ins árið 2014 er
þemað manns-
líkaminn. Undir
því birtast fimm
greinar sem
spanna meðal
annars flokkun á
fólki eftir líkams-
einkennum, hvað
sé leyfilegt eða viðurkennt að gera
við líkama sinn eða með honum og
það hvernig líkaminn og ummerki
hans eru notuð til tjáningar. Höf-
undar greinanna eru Sólveig Anna
Bóasdóttir, Hrafnkell Lárusson,
Anna Jóhannsdóttir, Alda Björk
Valdimarsdóttir og Björn Þór Vil-
hjálmsson
Í heftinu birtast einnig þrjár
greinar utan þema eftir Höskuld
Þráinsson, Helgu Björnsdóttur sem
og Björn Þorsteinsson, Edward H.
Huijbens og Gunnar Þór Jóhann-
esson. Ritstjórar eru Björn Þór Vil-
hjálmsson og Eyja Margrét Brynj-
arsdóttir.
Nýtt hefti Ritsins
Tora Urup hlaut í liðinni viku heið-
ursverðlaun Seðlabanka Dana fyrir
hönnun sína í gleri og keramík.
Verðlaunin nema 400 þúsund dönsk-
um krónum og voru veitt við hátíð-
lega athöfn í forsal bankans 28. októ-
ber sl. og um leið var opnuð þar
yfirlitssýning á verkum hennar frá
1996 til dagsins í dag sem hægt er að
skoða til 26. nóvember nk.
Seðlabankinn stofnaði til heið-
ursverðlaunanna árið 1968 til að
minnast 150 ára afmælis síns en þau
hafa síðan verið veitt á hverju ári
einstaklingum, félögum eða stofn-
unum fyrir að skara fram úr í arki-
tektúr, hönnun og handíðum.
Tora Urup er fædd í Kaupmanna-
höfn 1960, dóttir Guðrúnar
Sigurðardóttur listmálara og Jens
Urup listmálara og glerlistamanns.
Hún lærði keramik og glermótun í
Japan og síðan á Englandi og í Dan-
mörku og úrskrifaðist frá Royal Col-
lege of Art í London 1994.
Í ítarlegu viðtali við listakonuna
sem birtist í danska dagblaðinu
Politiken 26. október sl. kemur fram
að Urup hafi heillast af skálum úr
þykku gleri þegar hún vann hjá Hol-
megaard Glasværk. Skálar hennar
úr þykku gleri þar sem unnið er með
samsetningar efnis og lita í sérstakri
tækni hafa vakið undrun og aðdáun.
Í viðtalinu kemur fram að skálarnar
séu unnar í Tékklandi þar sem gler-
vinna á sér langa hefð. „Ég geri ekki
ráð fyrir að losna undan þykka gler-
inu, því ég er í miðju rannsóknarferli
á efninu,“ segir Urup í viðtalinu, en
þar er tekið fram að Urup sé meðal
fremstu glerlistamanna heims.
Spurð hvað hún hyggist gera við við-
launaféð segir Urup yfirleitt nota
launin sín til kaupa á efnivið. „Ég
fjárfesti stöðugt í sjálfri mér. Ég
ætla að nýta þessa peninga til að
gera eitthvað gott fyrir sjálfa mig.
Mér finnst að ég þurfi að fara út og
ná mér í innblástur,“ segir Urup.
Hlaut heiðursverðlaun
Seðlabanka Dana
Verðlaunahafinn Tora Urup.
Ljósmynd/Stuart McIntyre