Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 11
torfhúsinu
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Sperðlar Sigurgeir Hólmgeirsson heldur betur reffilegur með nýreykta sperðla utan við gömlu smiðjuna. Sigur-
geir segir, að best sé að reykja kjöt í torfhúsum því það saggar ekki og reykurinn verði mildari.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
Ámorgun 6. nóvember gefur
Íslandspóstur út jólafrímerkin
2014 og frímerkjaröð tileinkaða
íslenskri myndlist. Myndefni
jólafrímerkjanna er fengið úr
miðaldahandritinu Íslenska
teiknibókin. Þau eru:
Fæðing Jesú, boðun Maríu
og tilbeiðsla vitringanna.
Jólaprýði Póstsins 2014
er tileinkuð þremur kirkjum.
Hóladómkirkju, Akureyrar-
kirkju og Víðimýrarkirkju.
Safnaðu litlum listaverkum
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Icelandic Water Holdings hf., sem
flytur út vatn undir merkinu Ice-
landic Glacial, og dreifingarfyrir-
tækið Remfly HongKong Ltd frá
Hong Kong hafa gert með sér samn-
ing um dreifingu á Icelandic Glacial
og er sala þess þegar hafin þar ytra.
Vatninu er tappað á flöskur úr lind
fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í
Ölfusi og þaðan dreift víða um
heim.
Icelandic Glacial, er selt á tuttugu
mörkuðum víðsvegar um heiminn.
Auk Hong Kong er vatnið selt í
Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi,
Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Lúx-
emborg, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi,
Kalíníngrad, Úkraínu, Kína, Taívan,
Macau, Taílandi, Suður-Kóreu,
Singapore, Perú og á Íslandi. Jafn-
framt notar franska snyrti- og tísku-
vörufyrirtækið Christian Dior vatnið
við framleiðslu á kreminu Dior Snow
sem nýtur nokkurra vinsælda á as-
íumarkaði. Fyrirtækið Icelandic Wa-
ter Holdings hf. var stofnað árið
2004 og eru Jón Ólafsson og Krist-
ján Ólafsson stærstu hluthafar Ice-
landic Water Holdings ásamt banda-
ríska drykkjavöruframleiðandanum
Anheuser Busch. Nánar um þetta á
vef fyrirtækisins www.iwh.is.
Icelandic Glacial útbreitt
Íslenskt vatn selt í Hong Kong
Vinsælt Icelandic Glacial
er selt á tuttugu mörkuðum
í heiminum.
Ekki er úr vegi að kanna hvaða nám-
skeið hin ýmsu félög, verslanir og
skólar bjóða uppá í aðdraganda jóla.
Úrval námskeiða er nokkuð og ber
þar helst að nefna þau er tengjast
handverki á einhvern hátt þar sem
gaman er að geta búið til jólaskrautið
og jafnvel gjafirnar sjálfur í rólegheit-
um með jólatónlist á fóninum og ilm-
andi kakó við höndina.
Á námskeiði Handverkskúnstar
sem hefst annað kvöld, þann 6. nóv-
ember, munu gestir námskeiðsins
ýmist prjóna eða hekla utan um jóla-
kúlur eða bjöllur á ljósaseríu.
Námskeiðið er ætlað þeim sem
hafa grunnþekkingu á prjóni og hekli.
Það verður haldið í verslun A4 í Skeif-
unni 17 og stendur frá klukkan 18.00-
20.30.
5.500 krónur kostar að sitja nám-
skeiðið og fer skráning fram með því
að senda póst á netfangið gudrun-
@handverkskunst.is eða með því að
hafa samband við Handverkskúnst.
Vefsíðan er www.handverkskunst.is.
Þess má auk þess geta að Hand-
verkskúnst stendur fyrir fleiri nám-
skeiðum, til dæmis verður hekl-
námskeið haldið í Gallerí Spuna,
Gerðavöllum 17 í Grindavík, og hefst
það klukkan 19 þann 11. nóvember.
Þann 18. nóvember verður haldið
verklegt námskeið í aðventu- og
hurðakransagerð í Garðheimum í
Mjódd. Sveinbjörg Lúðvíksdóttir leið-
beinir námskeiðsgestum við útfærslu
kransa og stendur námskeiðið frá
klukkan 17.30-20.30.
Þátttaka kostar 8.500 krónur og
fer skráning fram í gegnum tölvupóst
sem senda skal á namskeid@gard-
heimar.is. Nánari upplýsingar um
námskeið og fræðslu Garðheima er
að finna á vefnum www.gardheim-
ar.is.
Í takt við árstímann
Morgunblaðið/Golli
Krans Heimagerðir kransar eru fínir.
Morgunblaðið/Eyþór
Nám Fjölmargt er í boði í mánuðinum.
Áhugaverð
námskeið á
næstunni