Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Smáauglýsingar 569 1100 Hulda frænka hefur nú kvatt þessa jarðvist. Hún var elst kvenna í niðjahópi Sigríks Ei- ríkssonar bónda á Krossi á Akra- nesi og Sumarlínu Sumarliðadótt- ur. Móðir hennar, Guðrún Sigríksdóttir, veiktist af berklum og féll frá er Hulda var aðeins þrettán ára og Þóra systir hennar ellefu ára, og rúmlega tvítug missti hún föður sinn af afleið- ingum sjóslyss, en hann var skip- stjóri. Þegar Sumarlína, amma Huldu, varð ekkja fluttist hún í Hjallhúsið á Akranesi og átti þar heima til æviloka. Þar dvaldist Hulda oft þegar hún var að vaxa úr grasi og batt þá tryggð við staðinn. Minningin um ömmu Sumarlínu var henni kær og þótti henni gaman að rifja upp kynni af ættmennum sínum og öðru fólki sem hún kynntist á Akranesi. Spennandi leikir á Halakotssandi voru rifjaðir upp og velt upp spurningum um líf og örlög for- feðra, formæðra og annarra ætt- ingja. Af nógu var að taka, því lít- ið af slíkum fróðleik hafði haldist innan ættarinnar og ættfólk löngum einkar lagið við að þegja um sinn hag og lítt gefið fyrir samneyti hvert við annað. Ætt- arfylgja er móðgunargirni, þann- ig að mannleg samskipti hafa oft verið með erfiðara móti. Ekkert slíkt hafði þó nokkurn tíma náð til Huldu. Alltaf fagnaði hún því að hitta sitt fólk og var þá ávallt létt yfir fólki, enda var Hulda ávallt hin skemmtilegasta og sagði frá af innlifun með öllum sínum fett- um og brettum. Hulda Ingibjörg Guðmundsdóttir ✝ Hulda Ingi-björg Guð- mundsdóttir fædd- ist 21. maí 1929. Hún andaðist 25. október 2014. Útför Huldu Ingibjargar fór fram 31. októ- ber 2014. Fæðingarár Huldu bjuggu for- eldrar hennar á Baldursgötu 16, en í húsi númer 20 bjó langamma hennar, Diðrikka Hölter, sem lést svo tveimur árum síðar. Þessi langamma okkar var í miklu uppá- haldi hjá okkur Huldu. Ekki fyrir það hvað hún var sögð drykkfelld, heldur fyrir að hafa séð fyrir sér á erfiðum tímum með spádómsgáfu sinni og svo magnað áhrifin með sérstökum klæðaburði. Sumarliði, faðir Sumarlínu, var okkur lengi ráðgáta. Hann hafði kvatt landið árið 1881 án þess að tilkynna sér- staklega að hann væri á förum. Þrátt fyrir mikla leit í heimilda- gögnum spurðist ekkert til þessa langafa okkar í rúm 130 ár, en þá birtist frænka nokkur, sem við vissum ekki af, með ýmis gögn og ljósmyndir og kynnti fyrir okkur lífshlaup Sumarliða og niðjahóp hans í Bandaríkjunum. Gaman var að skoða myndasafnið með Huldu og hnýta þessa ættarsögu saman með henni. Hulda giftist ung Sigurði Ólafssyni bifvélavirkja frá Syðra- Velli í Gaulverjabæ og bjuggu þau hjón lengst af í húsi sínu á Oddabraut 20 í Þorlákshöfn, þar sem freskumynd af Ófærufossi tók á móti gestum. Þar var gott að koma og létt andrúmsloft, sem fékk gesti til að líða vel. Og þar hefur húsbóndanum einnig liðið vel í faðmi Huldu sinnar, því ekki má sjá þess nein merki að hann hafi elst nokkurn skapaðan hlut í nær 65 ára hjónabandi með þess- ari elskulegu frænku. Aðstandendum Huldu votta ég mína dýpstu samúð og veit að góð minning um hana mun lengi lifa með þeim sem fengu að njóta þess að eiga samleið með henni. Þorsteinn Jónsson. Elsku góðhjartaða og yndislega amma Hulda. Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég er svo lánsöm að hafa fengið að þekkja þig í 25 ár. Skemmtilegri og fyndnari konu er erfitt að finna. Allar stundirnar sem við spiluðum rommí saman, föndruðum, og allar frábæru minn- ingarnar úr ömmukaffi munu fylgja mér og ylja mér um hjarta- rætur. Ég veit þú vakir yfir mér alla tíð og öll jól verða tileinkuð þér, jólabarninu mikla. Elsku amma engill, þegar minn tími kem- ur sjáumst við í blómabrekkunni. Ég kem með súkkulaðirúsínur. Ég veit þú vakir yfir mér, minn kæri vinur skýjanna. Ég veit þú vakir yfir mér, minn horfni vinur jarðarinnar. Ég veit þú vakir yfir mér, minn vinur sem vekur upp söknuð. Ég veit þú vakir yfir mér, minn elskulegi vinur í nótt. (K. Gunnars) Brúnkan þín, Kolbrún Gunnarsdóttir. Það var gott að alast upp í Smáratúninu á sjötta og sjöunda tug síðustu aldar, enda Smárat- únið þá talin barnflesta gatan á Selfossi. Í húsi númer þrjú bjuggu þau Hulda og Siggi niðri með dætur sínar þrjár, en uppi Hebbi og Erla með sín þrjú börn. Samgangurinn var mikill og mæðurnar heimavinnandi í þá daga, og ef önnur var ekki heima leitaðu börnin bara til hinnar. Ef hellt var upp á könnuna á annarri hæðinni var tekin sleif og slegið í ofninn og þá átti hin að koma í kaffi og spjall. Eins var bara á þessum árum sími uppi og ef það var hringt í einhvern á neðri hæð- inni var sleifin notuð, kjallara- dyrnar opnaðar og kallað niður hver ætti að koma í símann. Svona voru nú sms sendingar þess tíma. Nú 60 árum síðar voru báðar þessar konur komnar á fés- bókina, og þannig fylgdust þær með afkomendum sínum sem búa vítt og breitt um heiminn. Hulda var afar hress og skemmtileg kona og það var aldrei nein logn- molla í kring um hana. Hún hafði sín eigin orðtök, var einstaklega hnyttin og það var alltaf gaman að vera í hennar návist, og mikið hlegið hvar sem hún fór. Farið var í ferðalög á sumrin á rútu sem þrenn vinahjón í Smáratúninu áttu og þar fengum við börnin að kynnast Þórsmörk og öðrum náttúruperlum landsins. Einnig stofnuðu konurnar úr Smáratúni 3 ásamt sex vinkonum sínum saumaklúbbinn Áttblöðung og hefur hann haldið saman ótrauð- ur í 63 ár og var síðasti klúbb- urinn einmitt hjá henni Huldu í Þorlákshöfn núna í haust. 1964 skilur svo leiðir því Hulda og Siggi flytja með dæturnar til Þor- lákshafnar og hafa þau öll búið þar síðan. Vinskapurinn hélst þó áfram á milli þessara tveggja fjöl- skyldna. Seinna var þráðurinn svo tekinn upp aftur og börnin í Smáratúninu fóru saman með sín börn í Þórsmörkina og á fleiri staði, og rifjuðu upp gamla takta. Þar var hún kölluð Hulda amma af öllum barnaskaranum og sér- staklega þótti gott „hákjötið“ hennar og flatkökurnar sem enn er verið að minnast á í okkar fjöl- skyldu. Í meira en 20 ár höfum við svo hist kvenpeningurinn frá Smáratúni 3 í byrjun aðventu og föndrað saman, til skiptis á Sel- fossi og í Þorlákshöfn. Þar hefur hún Hulda algjörlega verið á heimavelli, því hún var alveg sér- staklega handlagin og listræn og ófáir munirnir sem hún hefur föndrað í gegnum tíðina. Við á Selfossi nutum svo góðs af því. Veit að það mun verða stórt skarð höggvið í föndurhópinn er við hittumst núna í Höfninni í ár, en Hulda mun samt örugglega verða með okkur í anda og fylgjast með handbragðinu. Það er því með virðingu og þökk sem við kveðj- um í dag hana Huldu og þökkum fyrir áralanga vináttu. Við send- um Sigga, Gunnu, Grétu, Rut og þeirra fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Huldu Guðmundsdóttur. Erla, Rúnar, Eygló og Emma Gränz. Þessa dagana er ég því miður að horfa á bak mörgum vinum mínum og nú frétti ég að mágur minn Jóhannes Sigurðsson væri látinn eftir mikla og langa baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem alz- heimer er. Jói minn tók þessum veikindum af mikilli karlmennsku og aldrei heyrði ég hann kvarta, enda var hann þannig, og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni. Ég kynntist Jóa þegar hann og systir mín Vilborg fóru að draga sig saman og leist mér strax vel á þann ráðahag og urðum við strax góðir félagar og vinir. Jói var hreint gull af manni og Bíbí var mjög lánsöm að hitta þennan Jóhannes Sigurðsson ✝ Jóhannes Sig-urðsson fædd- ist 23. janúar 1933. Hann lést 24. októ- ber 2014. Útför Jó- hannesar fór fram 31. október 2014. dreng og það var líka örugglega gagn- kvæmt. Þau eignuð- ust fimm syni sem allir hafa reynst góð- ir og gegnir þjóð- félagsþegnar. Þeir hafa eignast fjöldann af börnum og barnabörnum og elskaði Jói þau öll og hugsaði vel um þau. Bíbí systir er nú þannig að hún setur sjálfa sig allt- af aftast í röðina – fyrst komu Jói og börnin, síðan barnabörnin og svo kom röðin að henni sjálfri. Þannig hugsaði hún mjög vel um Jóa sinn og ekki síður um eitt barnabarn þeirra sem á við veru- leg veikindi að stríða. Jói vann lengst ævi sinnar hjá Ríkisspítölunum og var einn af frumkvöðlum að stofnun Bergiðj- unnar sem rekin er í tengslum við Kleppsspítalann og átti mikinn þátt í að sú starfsemi dafnaði. Við Jói stofnuðum saman hellusteypu í kjallaranum heima hjá Sigga Ólafs, söngvara, í Laugarnesinu og gekk sá rekstur bara bærilega, en þessi rekstur rann síðar inn í Bergiðjuna. Jói var ekki sú manngerð sem vildi vera byrði á öðrum og þar sem þessi barátta hans var eig- inlega orðin vonlaus við þennan illvíga og ljóta sjúkdóm er ég viss um að Jói er sáttur við að hafa kvatt þennan heim úr því sem komið var og vitað að Bíbí systir er í góðum höndum barnanna. Í gamla daga fengum við Jói okkur stundum í glas saman og þá var alltaf sungið sama lagið „What am I living for, if not for you“ og það endurtekið mörgum sinnum. Þegar ég minnti hann á þetta í heimsókn til hans fyrir nokkrum vikum var eins og neisti kæmi í augun á honum. Jói var mjög mús- íkalskur og söngelskur og var gaman að vera með honum á góðri stund og það kom meira að segja fyrir að við reyndum við sjálfa Hamraborgina. Við komum örugglega til með að reyna aftur við hana ef ég verð svo heppinn að lenda á sama stað og Jói mágur minn þegar ég kveð þennan heim. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja þennan góða dreng og um leið senda elskulegri systur minni, sonum þeirra og öðrum ættingjum innilegustu samúðar- kveðjur frá okkur Eddu og fjöl- skyldu. Sorgin er mikil, en minn- ingar um góðan eiginmann, föður og afa munu lina þjáningarnar og það verða eingöngu fallegar minn- ingar sem munu lifa í okkar hjört- um. Birgir Hólm, Edda og fjölskylda. „Jói Senior“ er farinn. Pabbi Sigga, besta vinar okkar, er látinn og við vinirnir setjumst niður og hugsum um kynni okkar af karlin- um. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu gaman var að koma á Kópavogsbrautina fyrir öllum þessum árum og í öll þessi skipti. Á stundum var Kópavogs- brautin sem okkar annað heimili á árunum milli ’80 og ’90. Við rifjum upp sögur frá þessu opna heimili sem Jóhannes skóp með henni Bíbí, hversu velkomnir við vorum alltaf, á jólum, á áramótum og bara hvenær sem var. Þar var að- staðan fyrir drengi og unga menn til fyrirmyndar; borðtennis og bobb í bílskúrnum, fótbolti á túninu og ótrufluð umræða. Við rifjum upp spilakvöldin mörgu þar sem löngum setið var yfir kana. Karlinn og synir hans í forgrunni og við vinirnir fengum að vera með. Þá var eins gott að vanda sagnirnar ef maður lenti með gamla í liði … hann vildi vinna og maður skyldi ekki klúðra neinu með einhverju bulli. „Happy times.“ Jói Senior bjó sonum sínum af- bragðs aðstöðu í efri bílskúrnum, aðstöðu sem við vinirnir nutum löngum góðs af. Þar var herbergi þar sem einkalíf og umræður ung- lingsáranna nutu friðhelgi gagn- vart fullorðna fólkinu. Fyrir það erum við þakklátir og minning- arnar af Kópavogsbrautinni eru margar og allar góðar. Mörg áramótin eru okkur í fersku minni. Þá var alltaf margt fólk í húsinu, flugeldum skotið upp í massavís og sungið og trallað frameftir. Áramót á heimili þeirra Jóa og Bíbíar voru fastur punktur í lífi okkar allra um árabil. Fyrir það erum við þakklátir. Við hugsum með hlýhug til hans Jóhannesar og veitum ekkju hans, henni Bíbí, ásamt börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum samhug okkar og vottum samúð. Pétur, Eyþór og Ólafur (Óli). Jóhannes var rafvirki á Klepps- spítala þegar við kynntumst. Hann var glaðlyndur og ljúfur í lund, laginn og lipur í verki og samskiptum. Hann var einn í hópi samhentra iðnarmanna sem unnu að viðhaldi og endurbótum á byggingum spítalans undir for- ustu Baldurs Skarphéðinssonar. Baldur hafði fundið upp bygging- araðferð og gefið starfsendurhæf- ingu spítalans, Bergiðjunni, leyfi til að nota hana og selja. Bergiðj- unni var komið á fót með tilstyrk Kiwanishreyfingarinnar og Geð- verndarfélags Íslands. Tók Jó- hannes að sér forstöðu Bergiðj- unnar og verkstjórn og gegndi hvoru tveggja til starfsloka. Aðeins fá hús voru byggð með þessari aðferð svo að nauðsynlegt var að finna Bergiðjunni önnur verkefni. Kom sér þá vel hve hug- kvæmur og útsjónarsamur Jó- hannes var við að finna ný verk- efni og hvetja þá sem unnu í Bergiðjunni til starfa og leiðbeina þeim svo að þeir næðu færni í störfum og úthaldi við vinnu. Starfsendurhæfing er mjög gagnlegt framhald af iðjuþjálfun fyrir þá sem lengi hafa verið frá vinnu vegna veikinda. Þar öðlast fólk reynslu undir almennri verk- stjórn og af venjulegum vinnu- tíma og fær nokkur laun. Þeir sem stýra verki þurfa sjálfir að hafa reynslu og vera liprir í mannleg- um samskiptum og tillitsamir. Það var því mikið lán fyrir starf- semi Bergiðjunnar að fá Jóhann- es, sem var lærður iðnaðarmaður með mikla reynslu, til starfa. Kurteisi og nærgætni ásamt stjórnsemi til að halda reglu og aga í vinnu ásamt góðvild eru hæfileikar sem koma sér vel við starfsendurhæfingu. Þessum hæfileikum var Jóhannes gæddur í ríkum mæli. Við sem unnum með honum nutum þeirra okkur til gagns og ánægju. Genginn er góður maður sem vildi láta og lét gott af sér leiða. Fjölskyldu Jóhannesar votta ég innilega samúð. Tómas Helgason. ✝ Sigvaldi GuðniJónsson fæddist í Keflavík 17. októ- ber 1932. Hann lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ hinn 10. október 2014. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Stapakoti í Innri- Njarðvík, og Ragn- hildur Helga Egils- dóttir frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Sigvaldi ólst upp í Keflavík og var þriðji yngst- ur fimmtán systkina. Samfeðra voru Jóna, Einar Norðfjörð og Margeir. Egill Ragnar og Sigvaldi Guðni voru sammæðra. Alsystkini Sigvalda Guðna voru: Guðrún, Ingibjörg, Helgi, Halldóra, Haf- steinn, Margrét, Guðjón, Aðal- heiður, Hjalti og Hrefna. Margrét er ein eftirlifandi systkinanna. Eftirlifandi eiginkona Sigvalda Guðna er Erna Geirmundsdóttir, f. 28. maí 1934, frá Bræðraborg í Garði. Foreldrar hennar voru Valgerður Ingmundardóttir og Geirmundur Þorbergsson. Þau giftust 28. nóvember 1953. Sigvaldi Guðni og Erna eignuðust 3 börn, en þau eru Geirmundur, f. 1953, maki Ásdís Gunn- arsdóttir, f. 1953. Barn hans er Sigríð- ur Erna, börn þeirra eru Gunnar Gestur, Sigvaldi Guðni og Erna. Þorsteinn Ingi, f. 1958, maki Auður Gunnarsdóttir, f. 1960. Börn þeirra eru Indíana Erna, Berglind, Davíð Stefán og Lilja Ösp. Sigrún, f. 1962, maki Krist- inn Bjarnason, f. 1961. Dætur þeirra eru Alda og Eva. Barna- barnabörn Sigvalda Guðna og Ernu eru 14. Þau bjuggu öll sín búskaparár í Keflavík, að undan- skildum tveimur fyrstu árunum, en þá bjuggu þau í Garði. Sigvaldi Guðni byrjaði ungur til sjós og var sjómaður meirihluta starfs- ævinnar. Sigvaldi Guðni var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 21. október 2014. Þá hefur Sigvaldi, afi minn, fengið hvíldina sína. Margar hlýj- ar og góðar minningar rifjast upp um hann og mun ég varðveita þær í hjarta mínu alla ævi. Ég sakna hans mikið enda var hann yndis- legur afi og góður vinur minn. Hvíldu í friði elsku afi og takk fyrir allt sem þú varst mér. Eva Kristinsdóttir. Sigvaldi Guðni Jónsson Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og stjúpmóður, AÐALBJARGAR SIGVALDADÓTTUR, f. 5. 11. 1939 - d. 24. 9. 2014 Þórunnarstræti 133, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri, Lerkihlíðar og dagvistar á Hlíð og síðast en ekki síst Heimahlynningar á Akureyri fyrir frábæra umönnun, stuðning og hlýju. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Selma, Sævar, Agnar og Sverrir Már.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.