Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verkfall lækna hefur margvísleg efnahagsleg áhrif og getur hnignun velferðarkerfisins ef illa fer leitt til þess að ungt fólk muni ekki snúa heim að loknu námi erlendis. Tapið vegna þess getur því orðið mikið. Þetta er mat Ágústs Einarssonar, prófessors í hagfræði við Háskólann á Bifröst. „Þar fyrir utan er hugsanlegt að verkfall dragist eitthvað á langinn og að heilbrigðiskerfið okkar brotni hreinlega með brottflutningi lækna og skorti á heimtum á ungum læknum erlendis frá. Það er líka efnahags- legt vandamál sem ég sé ekki hvernig er hægt að leysa til skamms tíma. Slíkir hlutir geta gerst. Þetta er ein viðkvæmasta stétt hvað þetta varðar í okkar sam- félagi,“ segir Ágúst sem telur stöðuna án hliðstæðu síðustu áratugi. Mikill mannauður getur tapast „Þetta er ný staða í mínum huga, sérstaklega hjá heilbrigðisstéttunum, sem eru okkar best menntaða fólk og hefur verið það um áratugi. Þetta fólk, t.d. læknarnir, hafa notið mennt- unar í bestu skólum erlendis, en eru ekki heimalningar, eins og mikið af háskólafólki okkar er … Það er engin spurning að einhverjir eiga eftir að deyja fyrr en ella vegna áhrifa verk- fallsins. Lenging á biðlistum eftir að- gerðum hefur í för með sér alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar,“ segir Ágúst um víðtæk áhrif verkfallsins. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir aðstandendur líða fyrir verkfallið. „Sú röskun sem verður vegna verk- falls lækna getur líka haft áhrif á að- standendur sem geta þurft að taka sér frí, eða breyta sínum áætlunum, til að sinna sínu fólki. Langstærsti hlutinn er þjáning og þrautir sem eru að óþörfu, að segja má.“ Segir verkfall lækna geta kostað fé og mannslíf  Prófessor telur vanda án fordæma Ágúst Einarsson „Það sem þarf í raun að gera bet- ur er að skil- greina nánar hvað eigi að felast í þjónustu hjúkr- unarheimilanna,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra í ítar- legu viðtali við mbl.is í gær vegna skýrslu Ríkisend- urskoðunar um rekstur og fjárhags- stöðu hjúkrunarheimila á síðasta ári. Þar kemur m.a. fram að hjúkrunar- heimili á Íslandi hafi verið rekin með 1.025 milljarða króna halla, sem nemur 4,66% af rekstrartekjum þeirra. Rekstrartekjurnar koma nær alfarið úr daggjöldum ríkissjóðs sem rekstraraðilar hjúkrunarheim- ila hafa löngum bent á að séu allt of lág. Kristján Þór segir þó engar for- sendur fyrir því að breyta fjármögn- uninni eins og staðan er í dag. „Frekari fjármögnun er mjög mikil- væg en ég bendi á það að þriðjungur heimilanna er með jákvæða afkomu sem er fagnaðarefni.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að lög um sjúkratryggingar verði að fullu virkjuð um áramótin og þá verði sjúkratryggingum falið að gera þjónustusamninga við rekstr- araðila heimilanna. „Það er fullur vilji til að gera betur,“ segir Kristján Þór. if@mbl.is Fullur vilji til að gera betur Kristján Þór Júlíusson  Skilgreina þarf þjónustuna nánar Enginn hafði verið handtekinn í gærkvöldi vegna líkamsrásar við Rauðavatn í gærmorgun. Tilkynnt var um árásina á áttunda tímanum í gærmorgun. Að sögn Kristjáns Inga Kristjáns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns varð ung kona fyrir árásinni. Farið var með konuna á Landspít- ala til aðhlynningar og var síðan tek- in af henni skýrsla. Samkvæmt heimildum mbl.is voru meiðslin ekki alvarleg. Þá herma heimildir mbl.is að konan hafi verið ein að skokka þegar ráðist var á hana, en talið er að árásarmennirnir hafi verið tveir eða fleiri. Málið er nú í rannsókn. Ráðist á unga konu Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Menn verða að vera á tánum, þetta eru engan veginn léttvæg málefni. Það sem upp úr stendur núna er auðvitað gosmengunin,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmda- stjóri almannavarna höfuðborgar- svæðisins, en hann átti ásamt fleir- um fund með borgarráði nýverið um stöðu almannavarna í Reykja- vík. „Við höfum verið að funda með sveitarstjórnum á höfuðborgar- svæðinu, heilbrigðiseftirliti, fræðsluyfirvöldum og upplýsinga- fulltrúum sveitarfélaganna um stöðu þessara mála og hvernig standa á að upplýsingagjöf til al- mennings ef til náttúruhamfara kemur. Það þarf að ráðleggja íbú- um rétt og sveitarfélögin þurfa að ganga í takt með allar upplýsingar þannig að hinn almenni borgari upplifi ekki einhvern mun á milli sveitarfélaga,“ segir Jón Viðar. Hann segir almannavarnir höf- uðborgarsvæðisins þurfa að starfa með fjölda aðila í þessum málum; lögreglu, slökkviliði, Rauða kross- inum, björgunarsveitum, stjórn- völdum og fjölmiðlum. Hugi að sínu nærumhverfi „Sem betur fer höfum við ekki þurft að glíma við náttúruhamfarir í mörg ár hérna á höfuðborgar- svæðinu en við þurfum að fínstilla stjórnkerfið og vera við öllu búin. Hamfaraáætlanir hafa ekki verið uppfærðar í mörg ár og síðan hefur nýtt fólk tekið sæti í sveitar- stjórnum. Það vill vera vel upplýst um þessi mál,“ segir Jón Viðar og bætir við að þetta gildi einnig um almenna borgara. Þeir þurfi að huga að sinni fjölskyldu og sínu nærumhverfi. „Það er mikilvægt að hver og einn fari í gegnum sín mál og upp- fræði fjölskyldumeðlimi um hvað gæti komið fyrir. Við getum meðal annars átt von á að því að raf- magnið fari og þá þarf að vera til einfaldur en nauðsynlegur búnaður eins og vasaljós. Samfélagið er orð- ið svo tæknivætt og við treystum alfarið á tæknina,“ segir Jón Viðar og mælir með því að fólk hugi að hlutum sem Almannavarnir og Rauði krossinn hafa bent á að eigi að vera til staðar á hverju heimili. Almannavarnir á tánum  Borgarráð frætt um stöðu almannavarna í Reykjavík  Nauðsynlegt að upp- færa hamfaraáætlanir á höfuðborgarsvæðinu  Samræma þarf upplýsingagjöf Mjög lítil loftgæði voru í höfuð- borginni í gær vegna gasmengunar frá Holuhrauni. Styrkur brenni- steinsdíoxíðs mældist 1.080 míkróg- römm á rúmmetra í loftgæðamæli- stöðinni í Grafarvogi í gærmorgun. Ef styrkur fer yfir 600 míkró- grömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra og þeim sem viðkvæmir eru í lungum er ráðlagt að fylgjast vel með loft- gæðum, eins og fram kemur í upp- lýsingum frá Umhverfisstofnun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði því til að börnum yrði haldið inni í skólum í gær þegar loftgæðin voru sem minnst. Veðurstofan spáir því að í dag berist gasmengun frá eldgosinu til norðurs og austurs. Vart gæti orðið við mengun frá Skagafirði í vestri og austur á firði. Ríkisstjórnin samþykkti á ríkis- stjórnarfundi í gær að veita 329 milljónir króna til lykilstofnana vegna áfallins kostnaðar vegna að- gerða sem tengjast eldgosinu og jarðhræringunum norðan Vatna- jökuls. Auk þess voru teknar frá 358 milljónir króna til áramóta til að nota ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Gert er ráð fyrir að féð verði að hluta nýtt til fjölgunar á nettengdum mælitækjum sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) sem og handmælitækjum. Þá er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru (SO4). Landlæknir mun einnig standa að eftirliti vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar al- mennings. laufey@mbl.is Ráðlagt var að forðast áreynslu utandyra og fylgjast vel með loftgæðum Mikil gasmengun í Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Golli Gasmengun Froststilla var á gosstöðvunum í gær en við slíkar aðstæður eru auknar líkur á mikilli mengun. kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Mannvirðing Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.