Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þegar lífið fer illa með þig áttu að vingast við það. Sýndu umburðarlyndi og mundu að sá vægir sem vitið hefur meira. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu þegar þú lítur til hegðunar ann- arra að stundum er fólki ekki sjálfrátt heldur lætur stjórnast af utanaðkomandi öflum. Leyfðu listhneigð þinni að njóta sín. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Svo gæti virst sem maður ætti að leysa hagnýt verkefni fyrst, en hið gagnstæða er rétt. Gættu þess bara að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Er einhver að spúa eldi í dag? Ert það kannski þú? Reyndu að missa ekki stjórnar á skapinu. Gefðu þér tíma til þess. Heilt herlið hugmynda marserar í gegnum huga þinn núna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ágreiningur um sameiginlegar eigur eða forræði yfir einhverju virðist engan enda ætla að taka. Láttu það ekki fara í taugarnar á þér heldur taktu því sem sjálfsögðum hlut. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vekur bæði aðdáun og grand- skoðun. Mundu að allar fjölskyldur eiga sínar erfiðu stundir. Sláðu á létta strengi til að laga andrúmsloftið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er rétti tíminn til að komast í ný sam- bönd eða gera nýja samninga. Vertu opin/n fyrir hugmyndum annarra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samstarfsfólk þitt er óvenju hjálplegt þessa dagana og þú ert líka tilbú- in/n að hjálpa því. Eftir nokkra daga verður þessu öfugt farið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert eitthvað laus í rásinni og átt erfitt með að einbeita þér að þeim verk- efnum sem fyrir liggja. Undirbúðu ferðalag sem veitir ykkur báðum ánægju. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert hugmyndaríkur og átt auð- veld með að afla hugmyndum þínum fylgis en öllu verra með að hrinda þeim í framkvæmd. Vertu sjálfum þér samkvæmur og þá muntu vissulega uppskera laun erfiðis þíns. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og þarft því að gera þér grein fyrir því hvaða væntingar þú gerir til annarra. Gerðu það sem til þarf svo þú finnir frið hið innra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allir taka eftir þér þessa dagana og þú veist ekki alveg hvernig þú átt að bregðast við. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða. Sunnudagsvísur Péturs Stefáns-sonar, sem hér birtust í gær, fóru ekki framhjá Friðriki Stein- grímssyni, sem sagði á Leirnum: „Þetta má nú taka saman í eina.“ Út og suður ístran vex enn í konur galinn, hámar í sig hægðakex á hökti sínu um dalinn. Vísa Friðriks fékk góðar undir- tektir. „Snjall er Friðrik enn,“ sagði Davíð Hjálmar og Sigrún Haraldsdóttir bætti við: „Sammála DHH,“ „Það er bara Pétur sem kveikir á Friðriki!“ sagði þá Jón Arnljótsson og Magnús Ólafsson var því sammála að Friðrik væri frábær – „en hefur verið allt of hægur að undanförnu, mætti bæta sig. Eins er um fleiri, en þeim sem hafa verið duglegir að senda inn efni ber að þakka.“ Það er yndi að eiga slíka ógnar góða kvæðavini. Held það mætti herða líka á Hjálmari okkar Freysteinssyni. Davíð Hjálmar Haraldsson gat þess á Leirnum á sunnudag að Er- ling skordýrafræðingur teldi venju- legt eitur ekki duga á maurana sem þá myndu bara færa sig inn í myrk skúmaskot og óaðgengileg. – „Gæti lögreglan komið til hjálpar með nýjan búnað sinn?“ spyr hann: Hermaurar um hornin dimm hafa brynjur þykkar. Ætli dugi MP5 ef eiturgasið klikkar? Fía á Sandi skrifaði á Leirinn þann sama dag: „Vegna umræðu um maurana í eldhúsi Landspítal- ans sendi sonur minn Hróbjartur mér eftirfarandi vísu. Maurana mætti með sóma meðhöndla eins og á Noma. Þar meistarakokkar á menu sem lokkar matreiða á lífi með rjóma. Veitingastaðurinn Noma í Dan- mörku var valinn besti veitinga- staður heims og var með lifandi maura á matseðlinum.“ Umræðunni lokar Davíð Hjálmar með þessum orðum: „Illa gengur á LSH; fúasveppir og óvígir maura- herir leggja undir sig byggingar. Að auki eru læknar í verkfalli, núna eru það læknar á aðgerðasviði og flæði-eitthvað, held ég. Ekki skrýt- ið þótt starfsfólk fari á taugum og veikist. Á LSH er eiturstríð við sveppi og ógnarlega stóra mauraheri. Hætt er við að heldur fjölgi á Kleppi er hófst nú verkfall lækna á flæðiskeri.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um Mývetning, maura og veitingastaðinn Noma Í klípu NÚ ER AÐ HRÖKKVA EÐA STÖKKVA. STYÐJA ALLIR ÞAÐ AÐ STÖKKVA? eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NEI, ÉG ÞARF EKKI AÐSTOÐ VIÐ AÐ BERA ÞETTA Í BÍLINN. FYRIR 53.763 KRÓNUR ÞARF ÉG VOPNAÐAN LÍFVÖRГ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bjóða hinn vangann til þess að fá koss þar líka. ÉG VIL EKKI ELDAST. KANNSKI EF ÉG BREYTI ÁRINU VERÐ ÉG YNGRI Á AFMÆLISDAGINN MINN GRETTIR, HEFURÐU SÉÐ SNUÐIÐ MITT? FLESTIR HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ ALLA ÆVI HVERJUM LÍKI VIÐ SIG... ...OG HVERJUM EKKI... Í YKKAR TILFELLI ÞURFIÐ ÞIÐ EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR Víkverji fór um helgina og fylgdistmeð Ragnari Kjartanssyni lista- manni mála í síbylju myndir af Bjarna nokkrum bömmer, sem sat frekar fýlulegur (sennilega á bömm- er) fyrir og hreyfði sig varla nema hvað hann rétti út handlegginn á nokkurn veginn þriggja mínútna fresti til að lyfta nál á plötuspilara og setja sama lagið á aftur og aftur. Lagið var Take it Easy með hljóm- sveitinni Eagles, í sjálfu sér hið mætasta lag, en kannski fullmikið af því góða að hlusta ekki á annað í fjórar klukkustundir samfleytt. x x x Gjörningur þessi fer fram í Skúrn-um, sem hefur staðið víða í bæn- um og hefur um þessar mundir samastað í undralandi Hrafns Gunn- laugssonar í Laugarnesinu. Þeir, sem komu að skoða skúrinn um helgina, gátu ekki stillt sig um að skoða kynjaverur Hrafns, sem kom út og sagði gestum frá því, sem fyrir augu bar og hann hefði hug á að gera. Þar á meðal er hörgur með Freyslíkneski, sem Hrafn sagði að Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjar- goði Ásatrúarfélagsins, hefði helgað. Hörgur er fornt orð yfir blóthof eða blótstall. x x x Take it Easy er eitt þekktasta laghljómsveitarinnar The Eagles. Færri vita að lagið er eftir Jackson Browne, sem leyfði Eagles að nota það á fyrstu plötu sinni. Glenn Frey, liðsmaður Eagles, kláraði texta lags- ins og hljómsveitin útsetti það vita- skuld. Í einni línu í textanum stend- ur sögumaður á götuhorni í bænum Winslow í Arizona þegar kona í pall- bíl hægir á sér til að virða hann fyrir sér og hann vonar að hún taki sig upp í bílinn. Slíkur er máttur dægur- lagatexta að í bænum Winslow stendur nú á götuhorni stytta af manni, sem styður sig við gítar. Á vegg fyrir aftan hann hefur verið máluð mynd af búðarglugga og í honum speglast pallbíll, sem í situr ljóshærð kona og virðist vera að virða styttuna fyrir sér. Þarna blasir innblásturinn við, en hann er ekki jafn augljós í skúrnum á Laugarnes- inu, nema þá að rétt sé fyrir Bjarna að hætta að vera á bömmer og fara að taka það rólega. víkverji@mbl.is Víkverji Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. (Sálmarnir 36:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.