Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
SVIÐSLJÓS
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„16% þeirra sem nota samfélagsmiðla
til einkaerinda á vinnutíma segjast
verja til þess fjórum klukkutímum
eða meira á viku. Það eru 10% vinnu-
vikunnar eða meira, ansi stór hluti,“
segir Jóhanna Gunnlaugsdóttir, pró-
fessor við Háskóla
Íslands, en hún hélt
erindi í Þjóðar-
spegli Félagsvís-
indastofnunar Há-
skóla Íslands
síðastliðinn föstu-
dag undir yfirheit-
inu Net- og skjá-
menning á vinnu-
stöðum: Persónuleg
samfélagsmiðla-
notkun á vinnutíma. Hún kveður jafn-
framt 49% svarenda í rannsókn sinni
hafa sagst nota samfélagsmiðla til
persónulegra erindagjörða á vinnu-
tíma.
49% á Facebook á vinnutíma
„Í fyrirlestrinum fjallaði ég um
rannsókn sem ég gerði á árunum 2013
og 2014 um notkun samfélagsmiðla
vegna einkaerinda á vinnutíma. Ég
lagði spurningakönnun fyrir 1.200
manns í gegnum netið og svo var
hringt í aðra 1.200 einstaklinga. Svar-
hlutfallið í þessum liðum var 53%. Síð-
an var gerð viðtalsrannsókn þar sem
talað var við tuttugu starfsmenn í
þremur einkafyrirtækjum og tveimur
opinberum stofnunum. Markmið
könnunarinnar var að vita hvort svar-
endur og viðmælendur væru almennt
á samfélagsmiðlum, hvaða tegund
samfélagsmiðla fólkið notaði og hvort
fyrirtæki og stofnanir á Íslandi leyfðu
aðgang að þessum samfélagsmiðlum,“
segir Jóhanna.
„Að því loknu var það kannað hvort
fólk notaði samfélagsmiðlana til að
sinna persónulegum málum á vinnu-
tíma. Þá er ekki átt við í kaffitímum
eða matartímum heldur á hefðbundn-
um vinnutíma þegar fólk ætti alla
jafna að vera að vinna. Ég vildi jafn-
framt komast að því hversu miklum
tíma fólk verði í þessi not. Meginnið-
urstöðurnar voru þær að meginhluti
svarenda í spurningakönnuninni, eða
76%, var almennt á samfélagsmiðl-
um. Meginþorri þeirra notaði vefsíð-
una Facebook, eða 84,5%. Þá leyfði
meira en helmingur stofnana og
fyrirtækja, 66%, fólki að hafa aðgang
að þessum samfélagsmiðlum til þess
að sinna sínu einkalífi á vinnutíma.
Tæplega helmingur starfsfólksins,
49%, nýtti sér þann möguleika,“ segir
hún.
Jóhanna segir að finna hafi mátt
marktækan mun í spurningakönnun-
inni vegna einkanota á vinnutíma
með tilliti til kyns og menntunar en
70% karla sem höfðu þetta aðgengi
kváðust nýta sér það en aðeins tæp-
lega 60% kvenna. Ennfremur kom
fram að þeir sem höfðu háskóla-
menntun voru gjarnari á að vafra um
á samfélagsmiðlum en þeir sem að-
eins höfðu lokið grunnskólaprófi.
„Í könnuninni kom fram að þeir
sem eru sjálfstæðari í starfi, til að
mynda sérfræðingar eða stjórnendur,
nota samfélagsmiðla frekar en al-
mennt skrifstofufólk. Telja má líklegt
að þeir sem eru með háskólamenntun
séu kannski frekar í þessum stöðum.
Hér á landi er það auk þess ennþá svo
að karlar eru frekar í stjórnunarstöð-
um en konur. Það kom einnig fram að
einkageirinn væri frjálslyndari gagn-
vart þessari notkun en opinberar
stofnanir,“ segir Jóhanna.
Notkunin til góðs
Jóhanna segir að í viðtalskönnun-
inni hafi það komið fram að sérfræð-
ingar, á þeim vinnustöðum sem leitað
var til, væru fremur jákvæðir til per-
sónulegrar notkunar á samfélags-
miðlum á vinnutíma, stjórnendur
einnig fremur jákvæðir en mannauðs-
stjórar og almennir starfsmenn frem-
ur neikvæðir. Í spurningakönnuninni
kom það auk þess fram að óbreyttir
starfsmenn töldu að stjórnendum
þætti fremur óásættanlegt að starfs-
menn væru á þessum miðlum og þeg-
ar þeir voru sjálfir spurðir út í notk-
unina kom í ljós að þeim þótti
notkunin enn óásættanlegri.
„Það virðist þó vera að svo lengi
sem notkunin er í samræmi við viðmið
viðkomandi vinnustaðar, og óvið-
urkvæmileg notkun er ekki ástunduð,
þá sé hún í fullkomnu lagi. Áður fyrr
skrapp fólk út, talaði í síma eða hékk í
innhólfi tölvupóstsins en það virðist
sem þetta hafi komið í staðinn.
Stjórnendur eru auk þess margir á
þeirri skoðun að það að leyfa starfs-
fólki að sinna persónulegum erinda-
gjörðum á samfélagsmiðlum á vinnu-
tíma auki einfaldlega afköst og sköp-
un. Starfsmenn geti með þessari
notkun hreinsað hugann og komið
tvíefldir til baka. Hver vinnustaður
ætti að setja reglur og marka stefnu
um notkun á þessum miðlum. Þegar
öllu á botninn er hvolft er sú notkun
frekar til góðs ef farið er eftir þeim
reglum sem settar eru,“ segir Jó-
hanna að lokum.
Samfélagsmiðlar geta aukið afköst
Rannsókn á vegum prófessors við HÍ leiðir í ljós að stór hluti starfsfólks noti samfélagsmiðla til per-
sónulegra erindagjörða á vinnutíma Sérfræðingar og stjórnendur jákvæðir í garð notkunarinnar
AFP
Samfélagsmiðlar Í fyrirlestrinum fjallaði Jóhanna um rannsókn sem hún gerði á árunum 2013 og 2014 um
notkun samfélagsmiðla vegna einkaerinda á vinnutíma. Hún segir slíka notkun ekki endilega þurfa að vera slæma.
Fjöldi Hlutfall
Innan við hálftíma
30 til 59 mínútum
Klukkustund til klukkustund og 59 mínútum
Tveimur til tæplega fjórum klukkustundum á viku
Fjórum klukkustundum eða meira
Fjöldi
Nota ekki samfélagsmiðla á vinnutíma
Nota ekki samfélagsmiðla á vinnutíma, þrisvar í mánuði eða sjaldnar
Ekki í launuðu starfi
Svara ekki
Alls
45
59
93
52
47
296
383
55
302
216
1.252
15%
20%
31%
18%
16%
100%
Hversu miklum tíma telur þú að þú verjir að jafnaði á viku í notkun
samfélagsmiðla á netinu á vinnutíma til þess að sinna persónu-
legum málefnum?
Vinsamlegast gefðu upp tímann í fjölda klukkustunda og mínútna.
Jóhanna
Gunnlaugsdóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Einkahlutafélagið Túnfljót keypti 30
íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við
Austurkór 63-65, eða allar íbúðirnar.
Seljandi var Dverghamar ehf.
Samkvæmt kaupsamningi frá 12.
júní sl. var kaupverð íbúðanna 970
milljónir króna, eða sem svarar 32,3
milljónum króna á íbúð. Í stjórn
Túnfljóts sitja hjónin Magnús P.
Örnólfsson og Anna Björg Petersen
og er heimilisfang félagsins það
sama og lögheimili þeirra.
Fram kemur í kaupsamningi að
„birt stærð íbúða hins selda skv. nýj-
um, óþinglýstum eignaskiptasamn-
ingum [sé] samtals 3.298,4 fermetr-
ar“. Samkvæmt því var kaupverð á
fermetra um 294 þúsund krónur.
37.200 krónur á fermetra
Alls eru 14 íbúðir í Austurkór 63
og 16 íbúðir í Austurkór 65. Valdar
voru átta íbúðir af handahófi í hús-
unum tveimur á vef fasteignasölunn-
ar Borgar, ein á hverri hæð í hvoru
húsi, þar af tvær íbúðir á 2. hæð í
Austurkór 63. Fermetraverðið var
frá 317,2 þúsund og upp í 346,6 þús-
und. Að meðaltali var söluverðið á
fermetra 331,3 þúsund, eða um 37,2
þúsund yfir kaupverði. Mögulegur
hagnaður af sölu íbúðanna 30 er skv.
þessu um 123 milljónir króna. Á um-
ræddum vef segir að afhending
íbúða fari fram í ágúst og október
2014. Tvær íbúðanna voru seldar
þegar vefurinn var skoðaður í gær.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá síðustu daga keypti félagið
Stakkholt-miðbær 48 íbúðir í Stakk-
holti 2a. Það hús er nú í byggingu. Þá
keypti einkahlutafélagið MýrInVest
í árslok 2012 alls 31 af 68 íbúðum í
óbyggðri blokk á Mýrargötu 26. Í
þessum þremur dæmum hafa heild-
salar keypt 109 íbúðir til endursölu.
Hjón kaupa 30
íbúðir í Kópavogi
Gæti skilað 123 milljóna kr. hagnaði
Tölvuteikning/KRark
Fjárfesting Austurkór 63-65.