Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Markús, One Bad Day, Þórey Mjall- hvít, Teitur Magnússon og Sveinn Magnússon eru meðal þeirra lista- manna sem fram koma á styrktar- tónleikum á Rósenberg í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru frumsamin lög af nýútkomnum og rétt óút- komnum plötum. Hljóðneminn verður opinn allt kvöldið fyrir gesti staðarins ef andinn kemur yfir þá. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og rennur hann óskiptur til Barna- heimilis fyrir munaðarlaus börn í Kathmandu í Nepal. Heimilið, sem nefnist Blessing Child Welfare Home, var byggt upp og styrkt af þýskum og íslenskum sjálfboða- liðum í samvinnu. Markús Leikur í kvöld á Rósenberg. Styrktartónleikar á Rósenberg Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Gunnlaugur Björnsson gítarleikari leika saman á tónleikum í Háteigs- kirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru m.a. C-dúr sónata eftir J.S. Bach, franskar perlur og Saga tangósins eftir A. Piazzolla auk þess sem dúóið frum- flytur á Íslandi verkið Tempera- mental Suite eftir Gunnlaug. Almennt miðaverð er 2.000 krón- ur, en aðeins 500 krónur fyrir námsmenn. Enginn posi verður á staðnum. Dúó Gunnlaugur Björnsson gítarleikari og Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari. Flauta og gítar í Háteigskirkju ÍMexíkó er best að vera ófríðstúlka.“ Þannig kemst LadydiGarcia Martinez, sögumaðurog aðalpersóna Beðið fyrir brottnumdum, að orði í upphafi bók- arinnar. Í fjallaþorpinu í Guerrero-héraði í Mexíkó þar sem hún býr er stór- hættulegt að vera stúlka, mæðurnar dulbúa þær sem drengi, gera þær ófrýnilegar og fela þær í holum í jörðinni til að forða þeim frá eit- urlyfjasölunum sem reglulega koma í heimsókn til að leita viðbóta í kvennabúr. Þorpið er nánast karlmannslaust, karlarnir hafa flestir farið til stórborganna eða til Bandaríkjanna í atvinnuleit, þeir fáu karlar sem slæðast í þorpið setja allt á annan endann. Konurnar leggjast í drykkjuskap, reiðin og örvæntingin mikil og gegnsýrir allt. „Það er frægt um allt Mexíkó að fólkið frá Guerrero-héraði er barmafullt af reiði og álíka hættulegt og hvítur, glær sporðdreki sem felur sig undir koddanum manns.“ [21] Ladydi, sem var skírð í höfuðið á Díönu prinsessu vegna þess að fæð- ingu hennar bar upp á svipaðan tíma og trúlofun prinsessunnar, er snjöll og ráðagóð og lætur sig dreyma um bjartari framtíð en bíður hennar í þorpinu. Strax í upphafi bókar fær lesandinn á tilfinninguna að yfir henni vofi einhver ógn, eitthvað slæmt. Hún er heillandi persóna, auðvelt að hrífast af henni og það sama gildir um mömmu hennar, Ritu, sem þrátt fyrir einstaklega hranalega framkomu, þykir ofur- vænt um Ladydi og er tilbúin til að leggja ýmislegt á sig til að hún geti öðlast betra líf en hún sjálf. Bókin ber með sér framandi stemningu, þar sem rauðir og svart- ir maurar og kakkalakkar á stærð við mýs skríða um síðurnar, hitinn er óbærilegur, lyktin yfirþyrmandi og þéttur skógur alltumlykjandi. Andstæðurnar eru líka miklar; ung- lingsstúlka er numin á brott og farið með hana á búgarð eiturlyfjabaróns. Á leiðinni þangað gegnir hún hlut- verki svokallaðrar „plastflösku“, sem þýðir að allir mega ganga að henni að vild. Hún verður hluti af kvennabúri eiturlyfjabarónsins, en annars staðar á búgarðinum býr dóttir hans, jafnaldra hennar sem leikur sér með gullhúðaða Barbie- dúkku með augu úr eðalsteinum. Þetta er hræðilegur veruleiki, en þrátt fyrir þessa eymdartilveru er hér bæði kátína og hlýja sem kemst snilldarvel til skila í afbragðsþýð- ingu Ingunnar Snædal, sem er með- al okkar allra bestu þýðenda. En fyrst og fremst er bókin einkar vel skrifuð, óskaplega blátt áfram, hver einasta setning meitluð og með til- gang. Áhugasamir um góðar bækur sem hreyfa við manni og vekja til umhugsunar ættu alls ekki að láta þessa fram hjá sér fara. Höfundurinn Jennifer Clement. Bók barmafull af reiði og gleði Skáldsaga Beðið fyrir brottnumdum mn Eftir Jennifer Clement. Bjartur, 2014. 215 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Kvikmyndir bíóhúsanna Erkióvinur Sveppa og Villa er enn á ný að reyna landsyfirráð. Í þetta skiptið hefur hann byggt dómsdagsvél sem getur kom- ið af stað jarðskjálftum og eldgosum. Mbl. bbbnn Sambíóin Álfabakka 17.40, 18.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.40 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum Þegar Dagbjört, dóttir Gunnars og Sonju, deyr er veröld þeirra kippt undan þeim. Mbl. bbnnn Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 17.30, 17.30 LÚX, 20.00 LÚX, 20.00, 22.15, 22.15 LÚX Háskólabíó 20.00, 22.15 Laugarásbíó 18.00, 20.00 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Grafir og bein 16 John Wick er fyrrverandi leigumorðingi. Þegar fyrrverandi félagi hans reynir að drepa hann neyðist Wick til að rifja upp ómælda hæfileika sína í faginu. Metacritic 67/100 IMDB 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 John Wick 16 Fury 16 Mbl. bbbbn Metacritic 64/100 IMDB 8,3/10 Smárabíó 17.00, 20.00, 22.45 Háskólabíó 21.00 Laugarásbíó 22.10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Borgríki 2 16 Lögreglumaðurinn Hannes ræðst gegn glæpa- samtökum og spilltum yfir- manni fíkniefnadeildar. Mbl. bbbbn Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 20.00, 22.10 Laugarásbíó 17.50, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 Gone Girl 16 Mbl. bbbbn Metacritic 79/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 17.45, 21.00 Dracula Untold 16 Þegar Vlad Tepes kemst að því að kraftur hans og hug- rekki nægir ekki til að vernda fjölskyldu hans fyrir grimm- um óvinum ákveður hann að leita á forboðnar slóðir eftir styrk sem dugar. IMDB 7,1/10 Sambíóin Egilshöll 22.20 The Rewrite Staurblankur kvikmynda- handritshöfundur fer að kenna handritaskrif í há- skóla. Þar kynnist hann lífs- glaðri konu sem heillar hann upp úr skónum. Bönnuð innan 7 ára. IMDB 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 22.20 Sambíóin Akureyri 22.20 The Judge Eftirsóttur lögfræðingur, þekktur fyrir að verja hvítflibbaglæpamenn, snýr aftur til heimabæjarins til að vera viðstaddur útför móður sinnar. Dvölin verður lengri en til stóð því að faðir hans er ákærður fyrir manndráp. Bönnuð innan 7 ára. IMDB 7,8/10 Metacritic 48/100 Sambíóin Álfabakka 21.00 Sambíóin Egilshöll 22.00 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.20 Afinn Eftirlaunaaldurinn blasir við Guðjóni á sama tíma og erfiðleikar koma upp í hjóna- bandinu og við undirbúning brúðkaups dóttur hans. Mbl. bbbmn Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Kringlunni 20.00 Sambíóin Akureyri 20.00 Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day IMDB 4,7/10 Rotten Tomatoes 59/100 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Hemma Háskólabíó 17.45 The Hundred-Foot Journey Bönnuð innan 7 ára. Metacritic 55/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.20 Boyhood Metacritic 100/100 IMDB 8,7/10 Háskólabíó 17.30 Carmen (Bizet) Sambíóin Kringlunni 18.00 The Maze Runner 12 Metacritic 58/100 IMDB 7,9/10 Smárabíó 17.30 If I Stay 12 Metacritic 47/100 IMDB 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 París norðursins Mbl. bbbnn IMDB 7,4/10 Háskólabíó 17.45 Bíó Paradís 20.00 Annabelle 16 IMDB 6,6/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Kassatröllin Mbl. bbbnn IMDB 7,2/10 Metacritic 63/100 Smárabíó 15.30 ísl., 17.45 ísl. Laugarásbíó 17.50 ísl. Smáheimar: Dalur týndu mauranna Smárabíó 15.30 ísl. Töfrahúsið Kettlingur á vergangi kemst í kynni við gamlan töframann. Með íslensku tali. Sambíóin Álfabakka 17.50 Tónlist: Heimildar- mynd um Iceland Airwaves Bíó Paradís 14.00 Turist 12 Mbl. bbbbn Bíó Paradís 17.45, 20.00 20.000 Days on Earth Bíó Paradís 20.00, 22.00 Leviathan Bíó Paradís 22.15 Biophilia Bíó Paradís 18.00 Clouds of Sils Maria Bíó Paradís 17.30, 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.