Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is
Heimilistækjadagar20%
afslá
ttur
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Umræðan um að lækka þurfi trjá-
gróður í Öskjuhlíð sem er beint und-
ir aðflugs- og aðflugsljósaferli aust-
ur-vestur flugbrautar Reykjavíkur-
flugvallar, er síður en svo ný af
nálinni.
Morgunblaðið birti frétt undir
fyrirsögninni „Unnið að lækkun
trjáa,“ hinn 16. desember 2011.
Fréttin hófst svona: „Isavia ohf.
segist hafa í samstarfi og góðri sátt
við garðyrkjustjóra Reykjavíkur-
borgar unnið að hugmyndum um
lækkun trjáa eða grisjun beint undir
aðflugs- og aðflugsljósaferli svo-
nefndar austur-vestur flugbrautar
Reykjavíkurflugvallar í Öskjuhlíð …
Á vef Isavia segir að umhverfis-
ráð Reykjavíkur hafi í gær hafnað
ósk Isavia um að lækka einstök tré
á litlu svæði í Öskjuhlíð sem skagi
upp í hindrunarflöt aðflugs að aust-
ur-vestur flugbrautinni.“
Flugöryggi verði bætt
Einn þátturinn í samkomulagi
Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi
innanríkisráðherra, og Jóns Gnarr,
fyrrverandi borgarstjóra, um
endurbætur á aðstöðu á Reykja-
víkurflugvelli, sem gert var 19. apríl
2013, er svohljóðandi: „Að flug-
öryggi við notkun austur/vestur
flugbrautar verði bætt með því ann-
ars vegar að séð verði til þess að
gróður í Öskjuhlíðinni skagi ekki
upp í hindrunarfleti núverandi flug-
brautar...“
Í samkomulaginu var gert ráð
fyrir að skipaður yrði fjögurra
manna starfshópur til þess að vinna
að markmiðum samkomulagsins.
Haukur Hauksson var tilnefndur
sem fulltrúi Isavia ohf. Hann var
spurður hvort starfshópurinn hefði
komið saman og starfað:
Starf hópsins lognaðist út af
„Já, fyrst eftir að samkomulagið
var gert. En svo var gerður nýr
samningur á milli Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur innanríkisráðherra
og Jóns Gnarr, fyrrverandi borgar-
stjóra, í október í fyrra, sem er í
öðrum farvegi, og þar með lognaðist
starf okkar út af,“ sagði Haukur.
Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að ekkert hefði
enn verið gert varðandi grisjun í
Öskjuhlíðinni, þar sem engin fyrir-
mæli hefðu borist frá starfshópnum.
Íþyngjandi fyrir okkur
Árni Gunnarsson, forstjóri Flug-
félags Íslands, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að nú, þremur
árum eftir að umræðan hófst um
lækkun trjáa í Öskjuhlíð hófst, hafi
trén að sjálfsögðu hækkað. Það liggi
í augum uppi. „Þetta er vitanlega
íþyngjandi fyrir okkur og skerðir
getu okkar til þess að nota austur-
vesturbrautina að fullu. Við höfum
lent í því að þetta er sú braut sem
þarf að nota út af vindáttum, og þá
geta þær aðstæður komið upp að við
getum ekki tekið alla þá farþega
með, sem við hefðum viljað gera,
þ.e. að fljúga með fullhlaðna vél,“
sagði Árni.
Engar umbætur á flugstöð
Ekkert hefur heldur gerst varð-
andi endurbætur á flugstöð FÍ fyrir
innanlandsflug, eða byggingu nýrr-
ar stöðvar. Árni segir að gert sé ráð
fyrir því á núverandi deiliskipulagi
að ný flugstöð verði reist þar sem sú
gamla er.
„En menn eru að bíða eftir nið-
urstöðu nefndar sem kennd er við
Rögnu Árnadóttur, áður eitthvað
verður ákveðið. Menn verða að vita
hver er framtíð vallarins og hvert er
framtíðarflugvallarstæðið áður en
ákvarðanir eru teknar um miklar
fjárfestingar,“ sagði Árni.
Morgunblaðið hefur reynt að fá
upplýsingar frá Reykjavíkurborg
um það hvers vegna samkomulagið
sem Ögmundur Jónasson og Jón
Gnarr gerðu með sér fyrir rúmlega
einu og hálfu ári, var ekki borið upp
til atkvæða í borgarráði. Þær upp-
lýsingar hafa enn ekki fengist, en
eru væntanlegar, samkvæmt sam-
tali við Dag B. Eggertsson í fyrra-
dag.
Hefur þurft að fækka farþegum
Þrátt fyrir umræður um aukið flugöryggi vegna austur-vesturbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli
í þrjú ár hefur enn ekkert verið gert Íþyngjandi fyrir FÍ, segir Árni Gunnarsson forstjóri
Morgunblaðið/RAX
Öskjuhlíðin Grenitré á litlu svæði í Öskjuhlíð skaga upp í hindrunarfleti núverandi austur-vestur flugbrautar, sem Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir vera íþyngjandi.
Samráðs- og samhæfingarhópur
Reykjavíkurborgar, Knattspyrnu-
félagsins Vals og Valsmanna vegna
uppbyggingar og framkvæmda við
Hlíðarenda hefur óskað eftir því
við Reykjavíkurborg að
knattspyrnuiðkendur í Val fái
tímabundna æfingaaðstöðu á
Klambratúni.
Bréf frá Jóni Valgeiri Björns-
syni, fyrir hönd samráðs- og sam-
hæfingarhópsins, með ósk um slíkt
tímabundið leyfi var tekið fyrir í
borgarráði í síðustu viku.
Borgarráð vísaði erindi sam-
ráðs- og samhæfingarhópsins til
umsagnar umhverfis- og skipulags-
sviðs borgarinnar, deildarstjóra
umhverfisgæða.
Æfingaaðstaða mun skerðast
Jón Valgeir er annar tveggja
fulltrúa Reykjavíkurborgar í sam-
ráðshópnum. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að óskin
um þessa tímabundnu æfingaað-
stöðu snérist m.a. um það hvenær
framkvæmdir á Hlíðarendasvæð-
inu myndu hefjast. Þess vegna
væru engar dagsetningar í bréfinu.
„Aðstaðan sem Valur hefur til
íþróttaiðkunar mun skerðast, þeg-
ar framkvæmdir hefjast. Það gæti
því orðið liður í því að koma til
móts við Knattspyrnufélagið Val,
að útvega tímabundið æfingaað-
stöðu á Klambratúni. Ef tillagan
fær jákvæða afgreiðslu þá þyrfti
Valur að fá slíka aðstöðu næsta
sumar á Klambratúni,“ sagði Jón
Valgeir.
Morgunblaðið/Golli
Valur Ólína Guðbjörg í Val skallar
boltann í leik Vals og Stjörnunnar.
Valur fái að æfa fót-
bolta á Klambratúni