Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
vist ömmu. Hún var umhyggju-
söm, ljúf og góð. Ég er þakklát
fyrir það að börnin mín skuli
hafa kynnst langömmu sinni og
ástúðlegri umhyggju hennar.
Hún naut þess að eiga með okkur
samverustundir hér í Grund á
Laugarvatni.
Þegar ég heyrði í ömmu um
daginn í tilefni fimmtugsafmælis
míns þá sagði ég við hana:
„Amma, heldurðu ekki að ég sé
orðin fimmtug,“ og þá heyrðist í
minni: „Það er nú ekkert, ég er
níutíu og eitthvað.“
Við getum yljað okkur við
minningu um yndislega konu.
Gríma Guðmundsdóttir.
Það var gæfuspor þegar við
hjónin fluttum til Grundarfjarð-
ar árið 1974 til að taka þar við
hlutverki prestshjóna. Frá
fyrsta degi mættum við hlýju
viðmóti fólksins góða sem þar
býr og enn eigum við athvarf á
þessum fegursta stað sem Drott-
inn skóp.
Emil Magnússon og Ágústa
Árnadóttir voru þar í hópi og
reyndust okkur alla tíð hlýir og
traustir vinir. Þau hjón voru á
meðal sterkustu máttarstólpa
byggðarinnar. Þau ráku verslun
sína, Grund, af myndarskap og
lipurð. Þar var ætíð gott að koma
og mæta lífsglöðum fagurkera
innan við kjötborðið, trúum
kirkjugesti, sem hafði spaugs-
yrði á vörum og jafnvel frum-
samið vísukorn og kom nýja
prestinum á stundum í bobba
með lærðum spurningum um
guðfræðina sem hann var að
reyna að miðla söfnuðinum af
veikum mætti. Ágústa stóð vakt-
ina með honum og hlýtt viðmót
hennar, hjálpsemi og smekkvísi
voru eiginleikar sem nutu sín vel.
Börnin þeirra komu einnig við
sögu í verslunarrekstrinum sem
fjölskyldan sinnti af miklum
metnaði og natni.
Heimili Ágústu og Emils á
Nesveginum og síðar í glæsilegu
einbýlishúsi sem þau byggðu sér
við Sæból var vel búið og menn-
ingarsvipur á, með fallegri list og
góðu bókasafni og vitnaði um
smekkvísi og snyrtimennsku
húsráðenda. Ágústa var myndar-
leg húsmóðir sem gæddi heimili
þeirra hlýjum anda gestrisni og
velvild í allra garð. Þau hjónin
voru samhent og einhuga um að
móta tilveru sína öllum bestu
gildum mannlífsins og skapa sér
og sínum kærleiksríkt skjól.
Ágústa var falleg kona og
glæsileg með reisn í fasi. Einkar
smekkvís og snyrtileg alla tíð svo
af bar. Framkoma hennar fáguð
og hógvær en jafnan stutt í
spaugsemi, gleði og hlýtt bros.
Hún var traust og heilsteypt
manneskja með gefandi og góða
nærveru.
En lífið fór ekki alltaf sínum
mildustu höndum um þessa góðu
konu. Þau hjónin eignuðust 7
börn. Um ævidag hefur hún mátt
sjá á bak þremur þeirra og Emil
lést árið 2001 eftir alvarleg veik-
indi sem höfðu í för með sér
mikla fötlun um árabil. Ágústa
mætti þessum þungu áföllum af
styrk og æðruleysi. Hún reynd-
ist bónda sínum einstök hjástoð í
erfiðum veikindum og sorg sína
bar hún af stillingu og yfirvegun
þess sem þekkir helgustu og
dýpstu rök lífsins.
Það var stór ákvörðun í lífi
þeirra hjóna að flytja frá Grund-
arfirði, skiljast við trausta vini og
staðinn sem þau unnu og höfðu
bæði skilað svo stóru og gjöfulu
lífsstarfi. Og víst var missir og
sjónarsviptir að slíkum sem þau
voru fyrir það mannlíf sem þar
er lifað. En hér syðra voru þau
nærri börnum sínum og afkom-
endum, nutu gleðistunda og þáðu
umhyggju þeirra og elskusemi.
Við leiðarlok þökkum við hjón-
in einstök kynni, trúfasta vináttu
og samleið góðra daga. Guð
blessi minningu mætrar konu.
Guð blessi ástvini hennar alla.
Jón Þorsteinsson, Sigríður
Anna Þórðardóttir.
✝ Sveinn Krist-jánsson fæddist
í Reykjavík 7. apríl
1929. Hann lést á
Skjóli 21. október
2014.
Foreldrar hans
voru Kristján Jóns-
son og Kristín Þor-
kelsdóttir, bæði lát-
in. Systkini í aldurs-
röð: Sigríður,
Magnús, Hulda,
Kristján, Valgerður, Helga, Guð-
ríður og Magnea. Yngstu syst-
urnar tvær lifa. Hálfsystkini
sammæðra Jón, samfeðra Stein-
unn, Magnea og Kjartan, öll lát-
in.
Sveinn giftist eftirlifandi konu
sinni, Valgerði Kristjánsdóttur,
7. apríl 1953. Foreldrar hennar
voru Kristján
Hjaltason og Guð-
rún Jónsdóttir, bæði
látin. Börn Sveins
og Valgerðar eru: 1)
Magnea, maki Viðar
Hólm, barn Ástrós
Björk, maki Árni
Huldar, börn: Ásdís
María, faðir Hrafn
Leó, og Sveinbjörn,
Viðar Árnason. 2)
Kristján ógiftur og
barnlaus. 3) Hjalti Þór, maki To-
rild, barn Jórunn. 4) Jón Gunnar,
ógiftur og barnlaus. 5) Haraldur
Már, ógiftur og barnlaus. 6) Guð-
rún, maki Einar, börn Tryggvi
og Kristín.
Útförin fer fram frá Árbæjar-
kirkju í dag, 5. nóvember 2014,
og hefst athöfnin kl. 15.
Stóri, sterki pabbi minn, þú
ert dáinn. Ég vona og trúi því
að þú hafir það betra núna og
fylgist með okkur öllum og
passir okkur öll með henni
ömmu Kristínu.
Þegar ég ætlaði að skrifa
þetta bað ég Tryggva og Krist-
ínu um að koma með sína bestu
minningu um hann afa sinn.
Tryggvi segir þá „Það að hann
sat í stólnum sínum og bara var
þar traustur og tryggur og
passaði alltaf upp á að ég hefði
það gott“. Kristín segir „Að
hann var alltaf að fíflast í mér
og fá mig til að hlæja og það var
svo skemmtilegt“. Þessi orð
barna minna sögðu mér að þú
varst sá sami sem pabbi og afi.
Ég man að þegar ég var tán-
ingur að þvælast úti og
skemmta mér var hann pabbi
mjög ákveðinn á því að ég mátti
ekki labba ein heim úr bænum.
Ef hann var ekki að vinna um
nóttina átti ég að taka leigubíl.
Eitt kvöldið labbaði ég heim því
veðrið var yndislegt og ég var
blönk. Þá skammaði hann mig
og ég fékk þau kláru skilaboð
að það skipti engu máli að ég
væri blönk, ég átti að taka bíl
frá stöðinni „hans“ og láta bíl-
stjórann vita að ég væri dóttir
hans og svo mundi hann redda
málunum næsta dag og það
gerði hann!
Það var ekki alltaf jafn
skemmtilegt þegar þú varst að
fíflast í mér, minnist ég, og ég
var nú oft pirruð þegar þú varst
að fíflast í krökkunum mínum
þegar þau áttu að fara sofa, en
það voru þín réttindi sem afi og
það eru einar af bestu minn-
ingum þeirra og mínar um þig
að þú varst alltaf til staðar,
öruggur og viljugur til að gera
hvað sem var til að okkur myndi
líða vel og hafa það gott í lífinu.
Bless, elsku besti pabbi, afi
og tengdafaðir,
Guðrún Sveinsdóttir,
Trygve Guðrúnarson
Skjervheim, Kristín Guð-
rúnardóttir Skjervheim,
Einar Skjervheim.
Elsku pabbi, nú ert þú búinn
að fá hvíldina sem þú hefur í
nokkrar vikur þráð. Fyrir okk-
ur sem eftir sitjum hafa und-
anfarnir dagar verið allt öðru-
vísi en þegar þú varst hjá
okkur. En við eigum samt allar
skemmtilegu minningarnar um
þig. Þegar þú fórst með okkur á
fótbolta- og handboltaleiki,
stundum finnst mér ég hafa séð
nóg af hand- og fótbolta þegar
ég var með þér á öllum þessum
leikjum sem þú tókst okkur
með þér. Samt sem áður fylgist
ég með öllum leikjum með öðru
auganu. Þú varst fæddur í
miðbæ Reykjavíkur þegar land-
ið var ekki orðið sjálfstætt og
þú þekktir flesta staði í borgini
því seinna á lífsleiðinni leiddi
atvinnan þig á alla staði í borg-
inni. Fyrst þegar þú lagðir
vatnslagnir í borginni og síðar
sem leigubílstjóri. Oft sagðir þú
okkur krökkunum hvernig það
var þegar þú varst að alast upp.
Þegar túnin við Tjörnina voru
heyjuð af bændum og einnig
þegar þú lékst þér í hesthús-
unum er stóðu við Snorrabraut
og Rauðarárstíg og allt það sem
er á annan veg í dag, en það var
á þínum uppvaxtarárum. Einnig
sagðir þú mér frá skólagöngu
þinni í Austurbæjarskóla. Þær
sögur mun ég geyma innra með
mér og segja þær börnunum
sem nú stunda nám við gamla
skólann þinn sem nú er minn
stafsvettvangur. Þú varst ekki
alltaf auðveldur, elsku pabbi
minn, því að þú varst oft mjög
stríðinn og stundum varðst þú
reiður, en samt mun ég alltaf
muna hversu þú varst alltaf
ljúfur og góður. Síðustu árin
sem þú lifðir gast þú ekki verið
hjá henni Gerðu þinni því að þá
var sjúkdómurinn sem leiddi
þig til dauða orðinn svo erfiður
að mamma gat ekki lengur séð
um þig. Þá fórst þú á Skjól og
allir á 5. hæð, þar sem þú varst
vistaður, gerðu allt sem í þeirra
valdi stóð til að gera síðustu
æviár þín sem best. Hér með vil
ég þakka öllu starfsfólkinu er
annaðist þig og talaði svo fal-
lega um þig okkar bestu þakkir
fyrir umönnunina. Nú, elsku
pabbi, vil ég kveðja þig eins og
Sveinbjörn Viðar gerði, því ég
var ekki búin að því. „Afi
Sveinn dó, Sveinbjörn Viðar.“
Bless, elsku pabbi, þín dóttir,
Magnea Sveinsdóttir.
Sveinn
Kristjánsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi Sveinn, með
þessu bænarversi er við
förum með á kvöldin, vilj-
um við kveðja þig.
Drottinn, láttu mig dreyma vel
sem dyggan þjón þinn Ísrael,
þegar á steini sætt hann svaf,
sæla værð honum náð þín gaf.
(Hallgrímur Pétursson)
Góða nótt, elsku afi.
Ásdís María og
Sveinbjörn Viðar.
Við viljum minn-
ast Stefáns Snæ-
björnssonar, fyrr-
verandi mágs
okkar, með nokkrum orðum,
hann kom inn í fjölskylduna sem
fyrsti tengdasonurinn þegar við
vorum enn börn að aldri, nú eft-
ir nærri hálfrar aldar samfylgd
er komið að leiðarlokum.
Á þessum langa tíma safnast í
sjóð endurminninganna, minn-
ingar sem byggja upp fortíð
manns og eru alltaf með manni
og verða mikilvægari eftir því
sem árin líða. Fyrir góðar minn-
ingar ber að þakka.
Stefán sem var vel menntað-
ur í arkitektúr og hönnun var
mikill fagurkeri. Hann bar gott
skynbragð á form, efni og hand-
bragð eins og hönnun hans ber
vitni um. Hann fylgdist með því
sem gerðist á vettvangi alþjóð-
legrar hönnunar og deildi því
með öðrum. Á upphafsárum ís-
Stefán Jón
Snæbjörnsson
✝ Stefán JónSnæbjörnsson
fæddist 16. febr-
úar 1937. Hann
lést 20. október
2014. Stefán var
jarðsunginn 28.
október 2014.
lenskrar hönnunar
var drjúgt framlag
hans í tilurð þess
hönnunarvettvangs
sem nú hefur skap-
ast.
Á ferðum sínum
til Norðurlanda
safnaði hann að sér
munum og bókum
um samtíða hönn-
um sem svo áhuga-
vert var að skoða
og kynnast. Þannig bætti Stefán
við reynsluheim okkar og var
áhrifavaldur á okkar mótunar-
árum.
Síðan höfum við átt ótal sam-
ræður um skandinavíska hönnun
sem var hans líf og yndi og okk-
ar sameiginlega áhugamál.
Stefán setti upp margar sýn-
ingar á íslenskri hönnun í Osló
og víðar á Norðurlöndunum, þar
átti hann stórt tengslanet eftir
nám sitt í Osló og Helsinki. Ís-
lensk hönnun naut góðs af þess-
um tengslum og átti traustan
sendiherra og talsmann í Stef-
áni.
Það var lærdómsríkt á ung-
lingsárum að sjá fjölskyldu Stef-
áns og Diddu og húsið í Heið-
arlundinum verða til, þar voru
svo ótalmargar ánægjustundir
með fjölskyldunni og gott að
fylgjast með börnunum vaxa og
verða að góðu fólki.
Þegar Stefán slasaðist fyrir
nokkrum árum og missti heilsu
og að hluta til hreyfigetu var
aðdáunarvert hvernig hann tók
þeim breytingum á lífi sínu.
Hann fann sér viðfangsefni og
hélt áfram að glíma við sköp-
unina og fegurðina, hann nýtti
sér þá náttúrusýn sem blasti við
út um gluggann og málaði vatns-
litamyndir af fjöllunum, birtunni
og himninum.
Hann lagði sig einnig eftir að
kynna sér sögu skjaldarmerkja
og hafði það grúskaraeðli í sér
að njóta þess að leita uppi grein-
ar og fróðleik um efnið.
Það var gaman að hafa Stefán
í fjölskyldunni þegar hann á góð-
um stundum, glaður spjallaði um
sín áhugamál og innti okkur eft-
ir verkefnum okkar, í fyrstu
skólaverkefnum og síðar verk-
efnum sem lágu samsíða hans
áhugamálum. Hann var áhuga-
samur og spurull um börnin okk-
ar og kynntist vel börnum Fríðu
á ferðum sínum til Noregs. Þær
urðu margar og yndislegar sam-
verustundirnar í Osló og mikil
vinátta var á milli Iðunnar Ýrar
og Stefáns og Mattiasar.
Við systurnar og börnin okkar
Þorlákur, Indriði, Mattias og Ið-
unn,
kveðjum Stefán með þakklæti
í hug og hjarta.
Sólveig og Málfríður
Aðalsteinsdætur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
fædd 23. apríl 1928, áður til heimilis
að Melgerði 26, Kópavogi,
lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 27. október.
Jarðsett verður frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 6. nóvember
kl. 15.
.
Kári Stefánsson, Bjarnheiður Elísdóttir,
Björg Stefánsdóttir, Þorsteinn Steinþórsson,
Ernir, Dúna og Elísa,
Sunna, Sigga og Steinþór,
Emma Stefanía og Fálki Stefán.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir, mágkona og frænka,
SIGRÚN BIRNA HELGADÓTTIR,
Leirubakka 8, Reykjavík,
lést sunnudaginn 2. nóvember á
líknardeildinni í Kópavogi.
Hún verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Karitas hjúkrunar- og
ráðgjafarþjónustu.
.
Kristín Berg Bergvinsdóttir
Alexandra, Lea og Kristófer
Helgi Bergvinsson Linda Björgvinsdóttir
Brynjar, Róbert, Bergvin og Viktor
systkini og fjölskyldur.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT SIGURÐSSON,
fv. kennari á Siglufirði,
lést 26. október á dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Útför hans fer fram frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 14.
.
Hólmfríður Magnúsdóttir,
Ólöf Benediktsdóttir,
Valgerður Edda Benediktsdóttir,
Eva Benediktsdóttir, Baldur Sigurðsson,
Magnús Vagn Benediktsson, Elín Vigdís Ólafsdóttir,
Sigurður Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN JÓNSSON,
Mánagötu 29,
Grindavík,
lést á bráðamóttöku Landspítalans
við Fossvog laugardaginn 1. nóvember.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 7. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra
og Hjartaheill.
Sigríður Ágústsdóttir,
Ásdís Sigurjónsdóttir, Reimar Ásgeirsson,
Tryggvi Hrafn Reimarsson,
Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGNÝ ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR,
áður til heimilis
í Jöldugróf 7,
lést á dvalarheimilinu Eir mánudaginn
20. október.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. nóvember
kl. 15.00.
Gunnar Loftsson, Halldóra Ragnarsdóttir,
Magnús Loftsson, Elsa Bjarnadóttir,
Reynir Loftsson, Guðný Jónasdóttir,
Birgir Loftsson, Helga Ágústsdóttir,
Rúnar Loftsson,
Arnar Loftsson,
Björg Sigurlaug Loftsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.