Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Náttúruleg lausn við liðverkjum „Þessar dásamlegu perlur hafa bjargað mér og minni heilsu. Ég vakna án stirðleika á morgnana, er ekki með bjúg lengur og mig langar að dansa allan daginn!“ Kynntu þér málið á regenovex.is Fæst í apótekum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vinir og ættingjar samglöddust í gær, 10. nóvember, Jensínu Andrésdóttur sem þá varð 105 ára. Hún hefur dvalist á Hrafnistu í Reykjavík síðastliðin sautján ár Jensína er fædd á Þórisstöðum í Gufudalssókn í Aust- ur-Barðastrandarsýslu og ólst þar upp í hópi fimmtán systkina. Jensína fór ung að heiman og var vinnukona á sveitabæ við Ísafjarðardjúp í tvo vetur en fór síðan til systur sinnar sem átti 12 börn og hjálpaði við heim- ilishaldið. Lengst af bjó Jensína, sem aldrei giftist eða eignaðist börn, í Reykjavík og sinnti gjarnan ræst- ingum og þjónustustörfum ýmiss konar. Að sögn Sigurdísar Halldórsdóttur, systurdóttur Jensínu, er hún enn þokkalega ern miðað við aldur. Hefur daglega fótavist og matast með öðru Hrafn- istufólki, þótt þrekið fari dvínandi og úthaldið sé lítið eins og eðlilegt er, miðað við hve mörg árin eru orðin. sbs@mbl.is Hélt upp á 105 ára afmælið í gær Morgunblaðið/Þórður Skiptastjóri þrotabús Ingvars J. Karlssonar, fjárfestis og stjórnarfor- manns heildverslunarinnar Karls K. Karlssonar hf., hefur höfðað mál á hendur eiginkonu Ingvars til að fá rift ráðstöfun hans á eignum til sam- býliskonu sinnar með kaupmála sem gerður var í janúar 2009. Auk þess að reka fjölskyldufyrir- tækið Karl K. Karlsson hf. var Ingv- ar stórtækur í fjárfestingum fyrir hrun, ekki síst í fasteigna- og jarða- kaupum. Hann var úrskurðaður gjaldþrota að kröfu Landsbankans snemma á þessu ári. Lýstar kröfur í bú hans eru tæplega 2,4 milljarðar króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Guðjón Ármann Jónsson hrl., telur, eftir skoðun á gögnum búsins, að Ingvar hafi ráðstafað til Margrétar Stefáns- dóttur, sambýliskonu sinnar þá og núverandi eiginkonu, með kaupmála og málamyndasölu, verulegum og í raun mestum hluta eigna sinna án þess að nokkur greiðsla hafi komið fyrir. Skiptastjóri vekur athygli á því að þótt engar eða óverulegar skuldir hafi verið tilgreindar á skattframtöl- um Ingvars fyrir árin 2008 og 2009 hafi við kröfulýsingu komið fram ýmsar skuldir. Skuldir frá árinu 2008 námu samtals 737 milljónum kr., auk vaxta og kostnaðar, og voru flestar fallnar í gjalddaga á því ári. Því telur skiptastjórinn ekki álita- mál að Ingvar hafi ekki átt eignir umfram skuldir þegar hann færði eignir sínar til eiginkonunnar, og engan veginn eftir þær ráðstafanir, og hann hafi verið ógjaldfær. Hlutabréf og húseignir Meðal eigna Margrétar sem kraf- ist er riftunar á er 78% eignarhlutur í Karli K. Karlssyni hf. og hluti eða allt hlutafé í 23 öðrum hlutafélögum eða eignarhaldsfélögum. Meðal þeirra er tæplega 17% eignarhluti í Lífsvali sem keypti fjölda bújarða um allt land fyrir hrun. Einnig eru í þessu safni nokkrar húseignir, bæði hér á landi og í Lundúnum. Loks er þess krafist að rift verði ráðstöfun Ingvars á þremur bílum til eiginkon- unnar með afsali frá því í lok janúar 2009. Sama gildir um þetta og eign- irnar sem ráðstafað var með kaup- málanum, að engin greiðsla kom fyr- ir, að mati skiptastjóra. Samkvæmt upplýsingum skipta- stjórans eru eignirnar að mestu til- tækar, þær sem ekki hafa farið for- görðum af öðrum ástæðum. Óvíst er um verðmæti eignarhluta í ýmsum af félögunum sem krafist er riftunar á. Ef afhendingu eignanna verður ekki komið við krefst skiptastjóri þess að eiginkonunni verði gert að greiða þrotabúinu allt að 900 millj- ónir kr. Stefnan er birt í Lögbirt- ingablaðinu þar sem Ingvar og Mar- grét hafa flutt heimili sitt til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, sam- kvæmt tilkynningu til Hagstofu Ís- lands 2. október sl. Margréti er gert að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð verður 26. febrúar 2015. helgi@mbl.is Krefst eigna eiginkonu  Skiptastjóri þrotabús Ingvars J. Karlssonar krefst riftunar á ráðstöfun meg- inhluta eigna hans til eiginkonu  Segir enga greiðslu hafa komið á móti Austurvöllur varð vettvangur mót- mæla í gær þegar fólk safnaðist saman fyrir framan Alþingishúsið um klukkan 17, en þeim var að mestu lokið skömmu fyrir hálfsjö. Mátti þar sjá mótmælaspjöld og kústa á lofti auk þess sem fána Evr- ópusambandsins bar við himin. Á spjöldum mótmælenda stóð m.a. „Simmi, lýgurðu svona heima hjá þér?“ og „Nýtt Ísland, takk fyrir.“ Blaðamaður sem staddur var á svæðinu gaf sig á tal við fólk og spurði hverju það væri að mót- mæla. „Það eru lygarnar,“ svaraði einn en allir mótmælendur sögðust vera óánægðir með stjórnvöld. Einn þeirra sem blaðamaður ræddi við er heilbrigðisstarfsmaður sem kvaðst vera undrandi á því að stjórnvöld hefðu fundið fjármuni í skuldaleiðréttingar en ekki til að byggja nýjan spítala og hækka laun starfsfólks. Mótmælt fyrir framan Alþingi Morgunblaðið/Árni Sæberg Austurvöllur Nokkur fjöldi fólks mótmælti fyrir framan Alþingishúsið í gær auk þess sem hópur kom einnig saman til mótmæla við Stjórnarráðið. Góð þátttaka var í fyrsta hluta sölu- ferlis sem Íbúða- lánasjóður setti í gang í liðnum mánuði þegar 400 íbúðir í eigu sjóðs- ins voru boðnar til sölu í sérstökum eignasöfnum, samkvæmt upp- lýsingum Sig- urðar Erlingssonar, forstjóra ÍLS. Sigurður segir að borist hafi rúmlega 30 fortilboð og undirtektirnar verið mjög góðar. Íbúðirnar sem sjóðurinn ætlar að selja eru í sjö fasteignasöfn- um og gátu þeir sem áhuga hafa boðið í fleiri en einn pakka, að sögn Sig- urðar en einnig bárust frávikstilboð í ákveðinn hluta af fasteignasafninu. Flestar íbúðanna eru þegar í út- leigu og gerir sjóðurinn þá kröfu til þeirra sem bjóða í íbúðirnar að þeir geri grein fyrir hvernig þeir ætla að viðhalda útleigu þeirra og að þeir hafi trausta getu til fjármögnunar kaup- anna. Fresturinn til að leggja inn óskuld- bindandi tilboð rann út í seinustu viku og tekur nú við vinna við að fara yfir tilboðin, meta hvort bjóðendurnir uppfylla skilyrðin og að því loknu fá væntanlegir kaupendur tækifæri til að skoða eignirnar og gera síðan end- anleg tilboð í þær. Því gæti hugs- anlega lokið í janúar að sögn hans. „Þetta er stórt verkefni og tekur tíma.“ Rúmlega 30 lögðu inn tilboð Sigurður Erlingsson  Söluferlið gengur vel að sögn forstjóra ÍLS Atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um hvort boða eigi til verkfalls dagana 1. til 15. desem- ber næstkomandi lauk í gær, en at- kvæðagreiðslan hófst síðastliðinn þriðjudag. Rúnar Vilhjálmsson, for- maður félagsins, segir þátttökuna hafa verið góða og verða niðurstöður kosninganna kynntar í dag. Félagið hefur verið með lausa samninga frá því í mars og hefur samninganefndin ítrekað og árang- urslaust beðið um viðbrögð við kröfuatriðum. „Við erum að binda vonir við að ríkið leggi fram formleg viðbrögð og tillögur svo við getum séð hversu langt er á milli aðila.“ Niðurstaðan kynnt í dag „Eftir því sem verkfallið varir lengur, þeim mun meira safnast upp af biðlistum,“ sagði Páll Matt- híasson, forstjóri Landspítalans (LSH). Verkfalls- aðgerðir lækna hófust fyrir tveimur vikum, og síðan hefur rúmlega eitt þúsund dag- og göngudeildarkomum og um 250 skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verið frestað. Engar verkfallsaðgerðir eru í þessari viku. Stjórnendur LSH funduðu í gær og þá voru næstu skref m.a. ákveðin. „Það er ljóst að nú er stund milli stríða og við biðlum til stjórnvalda og deiluaðila að reyna að ná samningum,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann og lækna- félögin hafa undirbúið verkfallið vel, og að viðbragðsáætlanir innan spít- alans sneru fyrst og fremst að því að tryggja öryggi sjúklinga. Staðan gæti þó orðið alvarlegri næðust samningar ekki fljótlega. if@mbl.is Verkfall lengir biðlistana  Hlé á verkfalls- aðgerðum lækna Páll Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.