Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014
!!!
" #
"
$%!
!$
$%$
"$%
$"
%#!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
"$$%
"!
$#$
!!
$!
"$
$"
%%
#
!$
"
"
$"
!#
$
"$
$%%
%#$
"$"!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður Carlsberg brugghússins
danska dróst saman um 4,8% á þriðja
ársfjórðungi, sem einkum má rekja til
falls rússnesku rúblunnar. Carlsberg er
með um 38% markaðshlutdeild í Rúss-
landi í gegnum Baltika bjórinn, sem er
sá vinsælasti í landinu. Þá hafa rúss-
nesk yfirvöld lagt sig fram um að draga
úr neyslu á áfengi og bjór í landinu. Alls
dóst sala Carlsberg saman um 9% í
Austur-Evrópu, en á móti jókst salan í
Asíu um 61%.
Rýrnandi rúbla dregur
úr hagnaði Carlsberg
STUTTAR FRÉTTIR ...
anburði eru lífeyrissjóðirnir hér á
landi stórir á markaði. Að sama
skapi eru íslenskir lífeyrissjóðir
hlutfallslega stórir. Segja má að
eignarhald íslensks almennings í
skráðum félögum sé mikið í gegn-
um lífeyrissjóðina. Almenningur á
ekki stóran hluta af markaðnum
sjálfur en í gegnum lífeyrissjóðina á
hann mjög stóran hlut í þessum fé-
lögum.“
Hersir bendir á að þessar tölur
endurspegli ekki eignarhald lífeyr-
issjóðanna í hlutafélögum í heild
sinni. Til að mynda eigi íslenskir líf-
eyrissjóðir lítið í bönkunum og þá
aðeins í gegnum slitabúin. Bank-
arnir séu mun stærri en skráðu fé-
lögin. Þá eigi lífeyrissjóðirnir mjög
lítið í sjávarútvegsfyrirtækjum.
Hann vekur einnig athygli á því
að eignarhaldi lífeyrissjóða í
óskráðum bréfum séu takmörk sett.
Auk þess geri fjármagnshöftin það
að verkum að lífeyrissjóðir verði að
fjárfesta innanlands.
Erlendir aðilar næststærstir
Sé litið til beins og óbeins eign-
arhalds er næst stærsti eigandahóp-
urinn á eftir lífeyrissjóðunum er-
lendir aðilar. „Erlendir aðilar eiga
yfir helming í Össuri, en Össur er
20% af markaðnum þannig að það
skýrir strax 10%,“ útskýrir Hersir.
„Erlendir aðilar eiga á bilinu 20-24%
af markaðnum, beint og óbeint.“
Segir hann erfiðast að fá upplýs-
ingar um hlutafjáreign almennings,
sérstaklega í verðbréfasjóðum sem
eiga hlut í skráðum félögum. „Við
vitum fyrir víst að almenningur á 7%
af markaðnum, beint og óbeint. Hins
vegar gátum ekki fundið upplýsing-
ar um eignarhald 13% markaðarins.
Ég tel þó að meirihlutinn af þeim
hluta sé í eigu almennings.“
Íslenska ríkið á 3,2% af markaðn-
um, það eru 15 milljarðar. Að sögn
Hersis skýrist hlutfallið að mestu í
gegnum eignarhald ríkisins í Lands-
bankanum.
„Svo eru um hundrað nafngreind-
ir einstaklingar sem eru stórir fjár-
festar. Þeir eiga 6% af markaðnum,
það eru 30 milljarðar.“ Hann kveðst
skipta einstaklingum annars vegar í
almenning, þ.e litla fjárfesta og hins
vegar í stærri fjárfesta.
„Stærstir eru feðgarnir sem eiga
Eyri Invest, þeir Þórður Magnús-
son og Árni Oddur Þórðarson og
svo félagi þeirra Sigurjón Jónsson,
sem á einnig í Eyri. Næstir koma
viðskiptafélagarnir Hallbjörn
Karlsson, Árni Hauksson og Sig-
urbjörn Þorkelsson sem eiga í Hög-
um og VÍS.“
Lífeyrissjóðir með 43%
í skráðum félögum
Eignarhald í skráðum
félögum
» Lífeyrissjóðir eiga 36% í
skráðum félögum með beinum
hætti. Beint og óbeint eign-
arhald er 43%.
» Erlendir aðilar eiga 20-24%
af markaðnum.
» Eignarhald ríkisins er 3,2%,
stærri fjárfestar eiga 6% og al-
menningur á a.m.k. 7%.
» Óvíst er hver á 13% hluta-
bréfamarkaðarins sem líklega
er að mestu í eigu almennings.
Eign erlendra aðila áætluð 20-24% en almennings minna
FRÉTTASKÝRING
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Lífeyrissjóðirnir eiga beint og
óbeint 43% af skráðum félögum á
Íslandi. Sé aðeins litið til beins
eignarhalds eiga þeir 36%, að sögn
Hersis Sigurgeirssonar, dósents við
viðskiptafræðideild Háskóla Ís-
lands.
Hann mun greina frá rannsókn-
um sínum á eignarhaldi á íslenskum
hlutabréfamark-
aði á fundi Fé-
lags viðskipta-
fræðinga og
hagfræðinga í
dag. Hersir hefur
skoðað beint og
óbeint eignarhald
í þeim ellefu fyr-
irtækjum sem
skráð voru á
hlutabréfamark-
aði í árslok 2013.
„Ég skoðaði eingöngu opinberar
upplýsingar um eignarhald, það er
ársreikninga fyrirtækja, lífeyris-
sjóða og verðbréfasjóða. Það kom
mér satt að segja á óvart hversu
miklar upplýsingar var að finna í
ársreikningunum. Þannig gat ég
fundið hverjir ættu 97,5% af mark-
aðnum með beinum hætti, það er,
hverjir væru beinir hluthafar,“
greinir Hersir frá.
Hersir kannaði einnig óbeint
eignarhald skráðu félaganna, þ.e.
hverjir væru eigendur á bak við
verðbréfasjóði og hlutafélög sem
eiga í skráðum félögum. „Helsta
niðurstaðan er sú að lífeyrissjóð-
irnir eiga beint 36% af þessum fé-
lögum, en taki maður óbeint eign-
arhald með þá fer hlutfallið upp í
43%. Lífeyrissjóðirnir eiga þannig
43% af fjármagni á markaði, þó svo
að þeir hafi ekki atkvæðisrétt í öll-
um félögunum.“
Hann segir að út frá yfirlitum
Kauphallarinnar yfir 20 stærstu
hluthafa í hverju félagi megi sjá að
lífeyrissjóðirnir eigi að minnsta
kosti 32%. „Ég tók þetta skrefinu
lengra og skoðaði allar opinberar
upplýsingar um óbeint eignarhald.
Ég vildi einfaldlega fá heildarmynd
af því hverjir eiga markaðinn.“
Eign í gegnum lífeyrissjóði
Aðspurður hvort hlutfallið sé
óeðlilega hátt, svarar Hersir: „Í
Bandaríkjunum eiga lífeyrissjóðir
16% af markaðnum beint, en 34%
eru í eigu almennings. Í þeim sam-
Hersir
Sigurgeirsson
Kauphöllin Hersir kannaði eignarhald í ellefu skráðum fyrirtækjum.
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrirtæki sem tilheyra sjávarklas-
anum standa undir 25-30% lands-
framleiðslunnar. Þar af hefur beint
framlag hefðbundins sjávarútvegs
verið í kringum 10% á allra síðustu
árum, að því er fram kemur í nýrri
skýrslu Íslenska sjávarklasans.
Sjávarklasi er samheiti yfir fyrir-
tæki sem tengjast sjávarútvegi, haf-
inu og auðlindum þess með einhverj-
um hætti eða hafa mikil
viðskiptatengsl við sjávarútveginn.
Samkvæmt skýrslunni er áætlað
að 25 þúsund manns starfi innan
sjávarklasans. Umtalsverður vöxtur
hefur verið hjá tæknifyrirtækjum
tengdum sjávarútvegi og hafa þau
vaxið um 12-13% á ári undanfarin tvö
ár.
Að mati skýrsluhöfunda stendur
íslenskur sjávarútvegur að mörgu
leyti traustum fótum, skuldastaða er
gjörbreytt frá því sem áður var auk
þess sem hraðar tæknibreytingar
séu að eiga sér stað í veiðum og
vinnslu. Við blasi ýmis tækifæri í
tækni, fullvinnslu, flutningum og
öðrum geirum sjávarklasans.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Útvegur Íslenski sjávarklasinn seg-
ir tækifæri blasa við í sjávarútvegi.
Sjávarklasinn með 25-30%
Segja fyrirtæki innan sjávarklasa standa
undir allt að þriðjungi landsframleiðslunnar
● Ríflega 30 tilboð bárust í sjö eigna-
söfn sem Íbúðalánasjóður setti í sölu-
ferli í október. Fjögur hundruð íbúðir í
eigu sjóðsins voru boðnar til sölu. Þær
eru á Austurlandi, Norðurlandi, Vest-
urlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og á
höfuðborgarsvæðinu. Samanlagt fast-
eignamat íbúðanna er um 6,5 millj-
arðar króna.
Frestur til að skila inn tilboðum rann
út 6. nóvember og bárust tilboð í öll
eignasöfnin sjö. Tilboðin voru gerð með
fyrirvara um lokafjármögnun.
Verkefnisstjórn Íbúðalánasjóðs yfir-
fer nú tilboðin og upplýsingar um bjóð-
endur. Á næstu dögum fá bjóðendur að-
gang að ítarlegri upplýsingum um
eignirnar í sérstöku gagnaherbergi.
Liðlega 30 tilboð bárust
í eignir Íbúðalánasjóðs
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsnæði Íbúðalánasjóður bauð 400 íbúð-
ir til sölu í sjö eignasöfnum.
Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar?
Leyfðu okkur að aðstoða!
S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is
Tengjum heimabíóið
Setjum upp þráðlaust net
Standsetjum nýju tölvuna
Tengjum saman ólíkar græjur
Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin
Lagnavinna á heimilinu
...og margt, margt fleira!
Hvað gerum við?
TÆKNISVEITIN
til þjónustu reiðubúin!
Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin
upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin
saman við önnur og fáum allt til að virka.
Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.