Morgunblaðið - 11.11.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 11.11.2014, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir lent í þrasi í dag vegna þess að einhverjir eru ósammála í stjórn- eða trú- málum. Dagurinn í dag hentar líklega ekki fyrir smávægilegar ráðagerðir. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu aðra ráða ferðinni í vinnunni í dag. Litir regnbogans birtast, bjöllur klingja og andvarinn angar af blómum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er ekki langt í að þú fáir að njóta árangurs erfiðis þíns. Snýst málið um hlut sem þig vanhagar um eða er löngunin í hann ekki bundin neinu notagildi? 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum hjá þér. Ekki eyða orku í smáhluti sem enginn tekur eftir nema þú. Vertu á verði gagnvart ókunnugum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú krefst ekki mikils af félaga þínum. Sinntu þínu og þá munt þú verða ofan á þegar vinda lægir aftur á vinnustaðnum. Nýttu þér þetta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þó að þér finnist þú vera mjög frá- brugðin/n fólkinu allt í kringum þig á mann- kynið samt mjög margt sameiginlegt. Sjáðu til þess að þú fáir útrás fyrir sköpunargleði þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum hjálpar að fara eftir reglunum þegar maður vill ná að sökkva sér ofan í vinn- una. Gríptu gæsina á meðan hún gefst. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú hefur mikið sjálfstraust. Drífðu þig út og lyftu glasi ef þú hefur tök á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert óvenju orkulítill í dag og gætir jafnvel átt erfitt með að sinna dag- legum skyldum. En til þess þarft þú að eyða mikilli orku. Hikaðu ekki því þú hefur allt sem til þarf. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir rekist á gamla kunningja og skólafélaga og það mun hugsanlega opna þér ný tækifæri. Skrifaðu niður hugmyndir þínar en bíddu með ákvarðanir til morguns. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þar sem þú ert svo raunsær vilja aðrir vera með þér og hjálpa þér. En heppnin er með þér í dag og hlutir sem þú hefur áhuga á verða þér mjög dýrmætir ef þú heldur þeim nógu lengi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugsaðu um heilsuna því hún er lykill- inn að lífshamingju. Þú ert einlæg/ur og næm/ur fyrir umhverfi þínu. Það verða miklar breytingar í lífi þínu á næstu vikum. Eins og aðrir skuldugir Íslend-ingar bíður Víkverji í ofvæni eft- ir því að sjá í dag hvað fast- eignalánin lækka mikið og hve greiðslubyrðin á mánuði mun lækka. Víkverji gerir sér hóflegar vænt- ingar en er þó í huganum farinn að undirbúa bílakaup, íbúðarkaup og utanlandsferð. Hætt er við að marg- ir séu þegar búnir að eyða þeim ávinningi sem þeir fá í dag. Víkverji hefur beðið pollrólegur á hliðarlín- unni og verið með talnalás á veskinu. x x x Hvað sem gerist er Víkverji að spáí að bjóða vinum sínum á barinn og halda upp á leiðréttinguna, líkt og kunningi Víkverja þegar hann vann þrjá rétta í lottói á árdögum þess ágæta happdrættis. Sá hélt hann hefði nú aldeilis dottið í lukku- pottinn, en þetta var á þeim tíma sem þrír réttir gáfu vænlegri upp- hæð en í dag. Þegar á barinn kom dugði vinningurinn að vísu bara fyr- ir einum tvöföldum í kók en menn létu það ekki spilla gleðinni heldur stunduðu glasalyftingar fram á kvöld, allt í boði vinningshafans. x x x Víkverji er í öllu falli til í slaginn,búinn að verða sér úti um raf- rænt skilríki í farsímann og lét sig hafa það að standa í biðröðum eftir þeirri tækninýjung. Þetta voru tvær biðraðir á sama staðnum. Fyrst beið Víkverji í korter í röð eftir þjónustu- fulltrúa Símans, til að skipta um símkort. Síðan tók við 20 mínútna biðröð á öðrum stað í versluninni, þar sem fulltrúar frá fyrirtækinu Auðkenni virkjuðu þessi skilríki. Enn þurfti Víkverji að hugsa upp nýtt leyniorð en þau eru orðin svo mörg til að komast inn á hina og þessa vefi að Víkverji hefur þurft að vista þau á leynilegum stað, sem vonandi enginn annar veit um. List- inn orðinn æði langur og lengist sí- fellt. x x x Það er eins gott að Víkverji verðiekki fyrir minnistapi og gleymi þessum leynilega stað, þá mun hann einfaldlega ekki funkera dags- daglega og engin lánaleiðrétting skilar sér í hús. víkverji@mbl.is Víkverji Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn og synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik. (Sálmarnir 84:12) Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Á laugardaginn var skemmti-legur limruþríleikur á Leirn- um og byrjaði Hallmundur Krist- insson eftir formúlunni „það er nú það“: Ég óttast ef einhver spyrði – og yrkja þá varla þyrði – um það hvort að efnið og það væri limrunnar virði. Ólafur Stefánsson átti þennan millileik: Í hitum jafnt og í hörkum heyrist ýlfra í börkum uns feilspor er stigið og fallið er vígið á sálrænum siðferðismörkum. Fía á Sandi átti síðasta orðið – „var að reyna að yrkja limru áðan og sá að efnið var úti í hróa og endirinn niðri í móa það var ömurleg þróun og auðvitað sóun og óþarfa eyðing skóga.“ Kristján frá Gilhaga birti kafla úr dagbókinni á Leirnum: „Hún var svo hrífandi fögur dögunin í heið- ríkjunni á þriðjudaginn var, að ég varð orðlaus um tíma af stolti yfir að „land míns föður“ skuli ég enn geta sagt vera „landið mitt“ en svo fékk ég málið að nýju; Upp úr dimmri djúpri firð dagsins mynd nú stígur öll gulli brydd í grafarkyrrð glitra snævi kögruð fjöll. Ég átti einhvernveginn ekki jafn auðvelt með að upplifa slíka hrifn- ingu næstu morgna á eftir, mið- vikudag, fimmtudag: Regnsins þrálátt lamstur lemur, lauf af trjám við upphaf dagsins, Kári jafnan sjálfur semur synfoníu veðurlagsins. Getur verið þörf á því að þjarma svona að gróðri og byggðum? samt er fegurð fólgin í flestum þessum veðrabrigðum.“ Ármann Þorgrímsson tók eftir því að Framsóknarþingmaður kall- aði listamann „athyglishóru“ (dv.is) og hugsaði til Framsóknarkvenna. Flytjandi boðskap Framsóknar fram úr skarandi kurteisar. „Athyglishórur“ engar þar allar sérlega hógværar. En hitt er verra að honum sýnist sem heimur sé á heljarþröm. Auður glepur, oftrú flækir efstu þrepin fúna. Einhver depurð að mér sækir allt má drepa núna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er nú það og fleira gott Í klípu „ÉG ELSKAÐI STARFIÐ MITT. ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERÐ EINHVERS VIRÐI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EIGÐU GOTT FRÍ. ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ SEGJA ÞÉR EKKI SLÆMU FRÉTTIRNAR FYRR EN ÞÚ KEMUR TIL BAKA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem vakir yfir þér ANNAR NÁTTÚRULÍFS- ÞÁTTUR! GERIST ALLTAF ÞAÐ SAMA MIG FER AÐ HUNGRA Í ANTILÓPUR ÞEGAR ÉG FJARLÆGI ÞÆR... ...VERÐURÐU EINS OG NÝR MAÐUR EN ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI GÆTIRÐU FUNDIÐ FYRIR STÍFLEIKA Í BAKI ÞEGAR VEÐRIÐ BREYTIST

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.