Morgunblaðið - 11.11.2014, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ObamaBanda-ríkja-
forseti situr nú
undir gagnrýni
heima fyrir eina
ferðina enn. Að
þessu sinni beinist gagn-
rýnin að tilraunum hans til
þess að ná fram sáttum við
Írana. Ljóstrað var upp í síð-
ustu viku um bréf frá forset-
anum til Ali Khamenei,
helsta leiðtoga Írans, en efni
þess var ekki ætlað almenn-
ingi. Í bréfinu virðist, eftir
því sem Wall Street Journal
hefur eftir þeim sem heyrt
hafa efni þess, sem Obama
hafi reynt að fá Írana til liðs
við Bandaríkin í baráttunni
við Ríki íslams, á sama tíma
og minnt var á það að Íranar
hefðu einungis frest til 24.
nóvember næstkomandi til
þess að ljúka samninga-
viðræðum um kjarnorku-
vopnaáætlun sína. Obama og
Kerry utanríkisráðherra
hafa reyndar báðir neitað því
að þeir vilji tengja baráttuna
gegn Ríki íslams við kjarn-
orkuviðræðurnar en líkur
eru á að þessi mál séu í það
minnsta tengd með óbeinum
hætti.
Það sem einkum þykir
gagnrýnivert við leyniskrifin
er að Bandaríkjaþing hefur
hingað til krafist þess að
fulltrúar þingsins hafi aðild
að öllum samskiptum við Ír-
an vegna málsins. Hjálpar
það ekki málstað forsetans
að sama dag og efni bréfsins
lak út tilkynnti Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunin að
Íranar sýndu nánast engan
samvinnuvilja þegar kæmi
að eftirliti með kjarn-
orkuáætlun landsins og
helstu framleiðslustöðum
kjarnorku og úrans, heldur
beittu alls kyns undan-
brögðum til þess að komast
hjá því að veita upplýsingar
um áætlun sína. Þingmenn
líta því svo á að þeir hefðu
átt að fá allar upplýsingar
um þreifingar Obama til
Khameneis mun fyrr.
Skömmu eftir að fréttirnar
af bréfinu láku út hófust
fundahöld í Óman á milli Ír-
ana, Bandaríkjamanna og
Evrópusambandsins. Mark-
miðið með þeim viðræðum er
að reyna að ryðja helstu
hindrunum fyrir sam-
komulagi úr vegi áður en
lokahrina samningaviðræðn-
anna hefst. Obama hefur þó
lýst því yfir að enn beri mik-
ið á milli, og ítrekað það að
hann geti engan
veginn sætt sig
við niðurstöðu
sem gefi Írönum
einhverja smugu
á því að verða sér
úti um kjarn-
orkuvopn.
Forsetinn er hins vegar í
þeirri lítt öfundsverðu stöðu,
að áhrif hans bæði innan
lands og utan munu fara
hratt dvínandi fram að for-
setakosningunum 2016, sér í
lagi nú þegar hann glímir við
þing þar sem andstæðingar
hans eru í meirihluta. Hin
nýja samsetning á Banda-
ríkjaþingi gæti raunar ýtt
undir samningsvilja Írana.
Ljóst er að hinn nýi meiri-
hluti repúblikana hefur tak-
markaða þolinmæði gagn-
vart Írönum. Þingið nú er
því líklegra til þess að standa
að hörðum refsiaðgerðum
sjái þingmenn ekki örugg
merki þess að Íranar ætli sér
að fara að alþjóðlegum við-
miðum um meðferð kjarn-
orku.
Á hinn bóginn gæti það
orðið farsælli lausn málsins
til trafala nái forseti og þing
ekki að vinna saman að því
að koma í veg fyrir með öll-
um hugsanlegum ráðum að
Íranar verði sér úti um
kjarnorkuvopn. Náist ekki
samningar er líklegt að sam-
skiptum Írans og Vest-
urveldanna muni hraka enn
á ný, og jafnvel verða enn
verri en þau voru áður en
reynt var að fara samn-
ingaleiðina. Jafnframt mun
þá hafa glatast dýrmætur
tími, sem Íranar hafa eflaust
nýtt sér til þess að komast
nær takmarki sínu en áður.
Íranar neita því að vísu að
hafa í hyggju að framleiða
kjarnorkuvopn, en þeir
munu fáir sem taka þær full-
yrðingar trúanlegar. Lands-
menn hafa mátt þola miklar
efnahagslegar búsifjar og
önnur óþægindi vegna
kjarnorkustefnu ráðamanna
og vandséð að ráðamenn,
jafnvel þótt ókjörnir klerkar
séu, myndu leggja slíkt á
landið og halda fast í pukrið
með kjarnorkuframleiðsluna
ef engin áform væru um
vopnaframleiðslu. Þess
vegna er þýðingarmikið að
haldið verði fast við þá meg-
instefnu að Íranar fái ekkert
svigrúm til vopnaframleiðslu
og að þeir samningar sem
kunna að verða gerðir hafi
skýr ákvæði um fullt eftirlit
með framleiðslunni.
Meðhöndlun Obama
á Íransdeilunni er
enn einu sinni gagn-
rýnd heima fyrir}
Leynipennavinir
L
itlu skiptir hve margar mand-
arínur eru í gjafapakkanum sem
forystumenn ríkisstjórnarinnar
kynntu í gær, viðbrögðin verða
vonbrigði. Fram hefur komið að
lán þeirra sem sótt hafa um afstillingu þeirra
lækki um að meðaltali 1,5 milljónir króna. Ekki
er fráleitt að álykta að sú tala sé í einhverju
samræmi við þær forsendur og fyrirheit sem
gefin voru, það er að stökkbreyting sem varð á
lánunum á tímabilinu næst hruni verði núll-
stillt. Ófáir hafa á hinn bóginn reiknað með að
leiðréttingin fæli í sér að nú yrði reiðingnum af
þeim velt og allar skuldir afskrifaðar. Slíkt var
þó aldrei ætlunin. Leiðréttingin er góð, svo
langt sem hún nær, en kynning á fyrirbærinu
hefur mistekist að því leyti að of miklar vænt-
ingar hafa byggst upp. Því mun leiðréttingin,
sem á margan hátt er þó hið besta mál, sennilega leiða til
mikilla samfélagslegra átaka. Þess eru fá dæmi að pen-
ingar sameini fólk, hvað þá heila þjóð. Ef einhver nýtur
samfélagslegra gæða umfram aðra leiðir slíkt jafnan af sér
pirring, mótmæli og átök. Í því sambandi er nærtækt að
benda á kvótakerfið, en þar þykir mörgum vitlaust gefið
og að sægreifarnir séu rétt mátulega vel komnir að sínu.
Hér verður enginn dómur lagður á hvort sú sé raunin, en
minnt skal á að réttlæti er stórt orð.
Íslendingar leggjast í þunglyndi á haustin, hafa allt á
hornum sér og mótmæla öllu mögulegu. Ádeiluefni haust-
mánaðanna eru á stundum mjög undarleg; hver hefði til
dæmis búist við að uppsögn skúringakvenna í
ráðuneytunum gæti framkallað þau viðbrögð
sem við höfum séð síðustu daga? Klaufaskap-
urinn liggur þó fyrst og fremst í því að draga
ekki uppsagnirnar til baka úr því málið hrökk
svona hræðilega öfugt ofan í þjóðina. Rögg-
samir ráðherrar sem bera skynbragð á al-
menningsálitið hefðu gert slíkt. Mætti þá til-
taka fleiri mál, þar sem bloggher og álitsgjafar
hafa undirtökin.
Í grein í Morgunblaðinu í gær sagði Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra að „leiðréttingin væri einungis fyrsta að-
gerð af mörgum“. Þá var haft eftir Bjarna
Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins,
að flestir gætu lækkað húsnæðislán sín um
20% með niðurfærslu og skattaafslætti. Og
sannarlega er þetta allt skref í rétta átt og von-
andi verða þau fleiri á næstu misserum. Þau duga samt
ekki til að lina allar þrautir og lægja öldur um úthafið allt.
Þjóðin er enn sundurtætt eftir hrunið og verður einhver ár
enn. Og þegar skammdegið hellist yfir okkur er þjóð-
arsálin á bömmer. Hvað fékkst þú mikið frá Sigmundi
Davíð? Þetta verður stóra spurningin á vörum fólks næstu
daga. Allir segjast hafa borið skarðan hlut frá borði. Um-
ræðan verður því eins og ómur af rifrildi tættrar fjöl-
skyldu í tilfinningarússi eftir ástvinamissi, sem er að
skipta arfinum. Er rétt að einn fái Kjarvalsmálverk en
hinn bara mávastelllið? Eru það sanngjörn skipt?
sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Kjarval eða mávastellið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Nú fer að styttast í jóla-bjórinn, salan hefst íverslunum ÁTVR þegará föstudag, degi fyrr en
venjulega þar sem hefðbundinn
fyrsta söludag samkvæmt reglugerð
fjármálaráðuneytisins, 15. nóv-
ember, ber nú upp á laugardag. Og
sölutímabilinu lýkur síðan á þrett-
ándanum. Eftir það er aðeins hægt
að kaupa jólabjórinn á veitinga-
stöðum, fáist hann enn þar.
Jólabjór hefur verið seldur í
vínbúðum ÁTVR eftir að bjór var
leyfður hér á landi á ný 1989. En
salan hefur aukist hratt síðustu ár-
in, í fyrra seldust um 616 þúsund
lítrar. Var það um 7% aukning frá
fyrra ári. Mun minna selst hins veg-
ar af þorrabjór, páskabjór og sum-
aröli. Og enginn hefur enn reynt að
selja sérstakan vorbjór en gömul
merking orðsins mun vera „skinn af
kind sem drepst að vorlagi“.
Matgæðingar segja bjór henta
vel með hangikjötinu um jólin en þá
sé best að hann sé beiskur eða hálf-
sætur. Hver framleiðandi notar það
ger sem honum hentar best til að ná
fram „sínum“ keim og auk þess er
hægt að gæða drykkinn sérstöku
bragði með alls kyns kryddi og
kúnstum. Orð eins og „sætuvottur“,
„meðalbeiskja“ og „meðalfylling“
eru vel kunn bjórunnendum.
Lítil brugghús vinsæl
Bjór er ekki bara bjór. Erlend-
is er vaxandi áhugi á bjór sem fram-
leiddur er í litlum brugghúsum. Ís-
lenskir frumkvöðlar hafa nýtt sér
þennan áhuga með góðum árangri
síðustu árin og nú getum við keypt
jólabjór með nöfnum eins og Kaldi,
Gæðingur og Einstök, svo að nokkr-
ir séu nefndir. Fyrir þá sem þjást af
fortíðarþrá og muna eftir Svarta
dauða geta menn um jólin keypt
Black Death Beer sem er skreyttur
hauskúpu, eins og brennivínið forð-
um. Tengslin við jólin eru óljós.
Langstærstu framleiðendur
hér eru sem fyrr Vífilfell (Víking) og
Ölgerðin Egill Skallagrímsson.
Innlend brugghús framleiða nú
megnið af þeim bjór sem selst í
verslunum ÁTVR eða um 72%. Ekki
eru til öruggar tölur um heildarsölu
á bjór á landinu, þ.e. samanlagt í
verslunum og á veitingastöðum, en
giskað á að hinir síðarnefndu séu
með um 20% af heildinni. Veitinga-
hús geta verslað beint við birgja án
þess að ÁTVR komi þar við sögu.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki
sé reynt að greina í sundur söluna
eftir því hvort um er að ræða inn-
lendan bjór með erlendu vörumerki
eða alíslenska framleiðslu.
Að þessu sinni verður ÁTVR
með alls 29 tegundir af jólabjór til
sölu og vörunúmerin eru nokkru
fleiri enda getur varan verið í gleri
eða dós og umbúðir misstórar.
„Sumar tegundir koma í mjög
takmörkuðu magni til okkar,“ segir
Sigrún. „Það fer eftir framleið-
endum og innflytjendum hvað þeir
bjóða. Sumir ákveða að framleiða
mjög lítið. Það getur alveg gerst að
einhver tegundin klárist og við get-
um ekki fengið meira af henni.
Þetta er árstíðabundin vara og
menn vilja ekki sitja uppi með
eitthvað sem selst ekki. Bir-
gjarnir taka aftur til sín það
sem ekki selst en þeir geta
hugsanlega selt til veit-
ingahúsa. Eftirspurnin
dettur strax niður eftir
þrettándann enda
geta veitinga-
húsin byrjað að
selja jólabjór
á undan okk-
ur.“
Jólabjórinn nýtur
vaxandi vinsælda
Ljósmynd/Baldvin Þeyr Pétursson
Forskot Glaðlegur hópur skellti sér út í kuldann með jólabjór Víkings á Ak-
ureyri á dögunum en þá var byrjað að selja hann á veitingastöðum.
Bjór, sem Danir kalla „fljót-
andi brauð“, hefur fylgt
mannkyninu í þúsundir ára
enda helstu hráefnin ekki
mörg: malt (spírað korn), vatn
og ger af ýmsum gerðum.
Síðan er bætt við dálitlu af
öðrum efnum, aðallega til að
bæta bragðið en líka til auka
geymsluþol. Algengast er að
nota til þess humla.
Mjöður víkinganna var ekki
raunverulegur bjór heldur eins
konar hunangsvín, segir á Vís-
indavefnum.
Gerður er greinarmunur á
öli og lageröli. Hið fyrr-
nefnda, yfirgerjað öl,
gerjast á nokkrum dög-
um við mikinn hita. Lag-
erbjórinn, undirgerjað
öl, gerjast við lágan
hita og loks er hann
geymdur „á lager“
við frostmark í
nokkra mánuði
meðan gerjunin
klárast.
Einföld hrá-
efni notuð
„FLJÓTANDI BRAUГ