Morgunblaðið - 11.11.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fólk getur unnið á fullum af-köstum í ákveðinn tímameðan það er að ljúkaákveðnum verkefnum, til
dæmis lengri átaksverkefnum.
Einnig þegar eitthvað kemur upp á,
eins og kreppan, og eldmóður er til
staðar til að fara saman í uppbygg-
ingu. Þetta má nefna álagstímabil,
sem flestir komast í gegnum. Aftur á
móti þegar álagið er orðið viðvar-
andi er hætta á að það breytist í
streitu vegna þess að fólk sér ekki
fyrir endann á verkefnunum,“ segir
Hildur Friðriksdóttir.
Hildur er annar eigenda ProAc-
tive – ráðgjafar og fræðslu og var
einn af frummælendum á ráðstefn-
unni Góð vinnuvernd vinnur á
streitu sem haldin var nýlega á veg-
um Vinnueftirlitsins. Titill ráðstefn-
unnar er hinn sami og yfirskrift her-
ferðar Evrópsku vinnuverndar-
stofnunarinnar árin 2014 og 2015 en
þar er streita í brennidepli. Vikið er
þar að mörgum atriðum, svo sem að
langvarandi streita hefur áhrif á
sjúkdóma og þá sérstaklega geð- og
hjarta- og æðasjúkdóma.
Fjórðungur býr
við alvarlega streitu
Á ráðstefnunni á dögunum
fjallaði Hildur um streitu með tilliti
til fjarvista frá vinnu. „Ef við ætlum
að hafa nægt starfsfólk á vinnu-
markaði eftir 20-30 ár þurfa stjórn-
endur að fara að huga að því að fyr-
irbyggja streitu og styðja fólk með
kvíða, þunglyndi og aðrar geðrask-
anir til að það geti sinnt vinnu sinni.
Þróunin í Evrópu, og þá einnig hér á
landi, bendir til þess að geðheilsa
fólks fari stöðugt versnandi. Í
skýrslu Evrópsku vinnuverndar-
stofnunarinnar kemur fram að 50-
60% af öllum töpuðum vinnudögum
megi rekja til streitu með ein-
hverjum hætti,“ segir Hildur og
heldur áfram:
„Um 25% fólks á hverjum tíma
búa við alvarlega streitu, kvíða-
röskun og þunglyndi. Flestir ná sér
á strik en þá bætast aðrir í hópinn og
kvíði og þunglyndi er að greinast í
stöðugt yngri hópum. Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin spáir því að þung-
lyndi verði önnur helsta ástæðu ör-
orku árið 2020. Mér sýnast tölur á
Íslandi benda til þess að það gangi
eftir, því meginástæða örorku á Ís-
landi nú er vegna geðraskana og
stoðkerfissjúkdóma. Við þurfum að
hugsa þessi mál alveg upp á nýtt.
Þegar og ef fólk fellur út af vinnu-
markaði vegna þess að andleg heilsa
bregst verður fátt um fína drætti. Þá
munu enn færri á besta aldri þurfa
að standa undir kostnaði við al-
Stjórnendur fyrirbyggi
streitu og styðji fólk
Álag er vaxandi vandamál á vinnumarkaði og áreitið hefur aukist með nýrri
samskiptatækni. Margir heltast úr lestinni og verða að minnka við sig vinnu. Nú
eru um 700 manns 18-35 ára á endurhæfingarlífeyri. Ljóst er að á sama tíma og
fólki á bótum eða lífeyri fjölgar fækkar þeim sem halda velferðarkerfinu uppi.
Bakstur Iðja er auðnu móðir segir máltækið. Hins vegar þurfa bæði starfs-
maður og atvinnurekandi að finna góðan milliveg vinnu og frítíma.
Um helgina fór Boxið fram en það er
framkvæmdakeppni framhaldsskól-
anna. Lið frá átta framhaldsskólum
leystu þrautir í úrslitakeppninni, sem
fór fram í Háskólanum í Reykjavík og
fór lið Menntaskólans í Reykjavík
með sigur af hólmi. Eins og lesa má á
vefsíðu Boxins fór keppnin fram í
fjórða skipti en að henni standa Sam-
tök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík
og Samband íslenskra framhalds-
skólanema. Markmiðið með keppn-
inni er að kynna og vekja áhuga á
tækni, verk- og tækninámi og störf-
um í iðnaði. Liðin átta sem kepptu
fóru í gegnum þrautabraut og fengu
hálftíma til að leysa hverja þraut.
Þrautirnar voru settar saman af fyrir-
tækjum úr ólíkum greinum iðnaðar-
ins með aðstoð fræðimanna HR. Lesa
má um þrautirnar á vefnum en sumar
þeirra eru býsna snúnar eins og sjá
má af myndum.
Vefsíðan www.ru.is/boxid
Ljósmynd/ODD STEFAN
Margslungið Þrautirnar í Boxinu eru marvíslegar og reyna á huga nemenda.
Að hugsa út fyrir „boxið“
Í dag klukkan 15 hefst málþing í stofu
M101 í Háskólanum í Reykjavík. Þar
verður farið yfir mælingar á brenni-
steini og ösku sem gerðar voru í 10
flugferðum yfir gosstöðvarnar. Notuð
voru sérstök mælitæki frá háskól-
unum í Düsseldorf, Heidelberg og
Cambridge. Niðurstöður sem hafa
fengist með úrvinnslu þessara mæl-
inga gefa mat á gosmagni brenni-
steins og ösku og dreifingu þessara
gosefna um landið. Líkan af þeirri
dreifingu verður meðal annars kynnt
og samsvörun þess við framan-
greindar mælingar. Fundarslit verða
klukkan 17.15.
Endilega …
… fræðist um
eldgosið
Morgunblaðið/RAX
Málþing Fjallað verður um mælingar.
Í kvöld er jazzkvöld á KEX Hostel og
kemur þar fram einvalalið tónlist-
arfólks. Söngkonan Kristjana Stef-
ánsdóttir syngur ásamt kvartetti
saxófónleikarans Sigurðar Flosason-
ar. Aðrir hljóðfæraleikarar eru þeir
Eyþór Gunnarsson á píanó, Richard
Andersson á kontrabassa og Einar
Scheving á trommur.
Á tónleikunum munu þau meðal
annars kynna nýútkominn geisladisk
sem heitir „Í nóttinni“. Á honum
flytja Kristjana og kvartettinn fjórtán
lög eftir Sigurð Flosason við ljóð Að-
alsteins Ásbergs Sigurðssonar.
Diskurinn er sjálfstætt framhald
tvöfalds geisladisks sem kom út árið
2006 og bar nafnið „Hvar er tungl-
ið?“ Sá diskur naut mikilla vinsælda
og fékk góða dóma. Aðgangur er
ókeypis að jazzkvöldum KEX Hostels
sem er á Skúlagötu 28.
Jazzkvöld á Kex Hostel
Tónleikar Kristjönu Stefáns-
dóttur og Sigurðar Flosasonar
Morgunblaðið/Einar Falur
Djassgeggjarar Kristjana Stefánsdóttir kemur fram á Kex Hostel í kvöld
ásamt kvartetti Sigurðar Flosasonar. Þau munu m.a. kynna nýjan geisladisk.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004