Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 7
Samþykki Stefnt er að því að um miðjan desember 2014, og á næstu þremur mánuðum þar á eftir, geti umsækjendur samþykkt útreikninga. Þar með verður ákvarðaðri leiðréttingarfjárhæð ráðstafað til lækkunar á höfuðstóli fasteignaveðlána á fremsta veðrétti eða til myndunar sérstaks persónuafsláttar. Umþóttunartími þeirra umsækjenda sem fá niðurstöður sínar síðar telst þrír mánuðir frá því að upplýsingar viðkomandi eru birtar. Breyting á láni tekur gildi frá og með næsta mánuði eftir að viðkomandi lántaki hefur staðfest útreikning. Umsækjendur geta gert athugasemdir á leidretting.is telji þeir að ákvörðuð leiðréttingarfjárhæð byggi á röngum upplýsingum. Varði athugasemdir önnur atriði skal málinu beint til úrskurðarnefndar í gegnum leidretting.is. Rafrænt samþykktarferli Í lögum nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, er kveðið á um að málsmeðferð skuli vera rafræn. Notkun veflykla stenst ekki þær lögformlegu kröfur sem gerðar eru til skuldbindandi rafrænnar undirritunar um ráðstöfun fjármuna. Til þess að gæta fyllsta öryggis er því nauðsynlegt að umsækjendur noti rafræn skilríki við samþykkt og ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar. leidretting.is 442 1900 Opnunartími 9:30-15:30adstod@leidretting.is birting – samþykki – ráðstöfun Höfuðstólsleiðrétting húsnæðislána Upplýsingar um rafræna undirritun er m.a. að finna á rsk.is/skilriki og skilriki.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.