Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Helgi Rafn Gunnarssonn er framkvæmdastjóri hjá Biobúi oghefur verið það frá því um áramótin 2003-2004. Fyrirtækið,sem er sérhæft til vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum, var stofnað árið 2002 og hóf fyrst sölu á lífrænni jógúrt 2003. „Það má segja að fyrirtækið hafi verið mínar ær og kýr síðan ég hóf störf við mismikla ánægju fjölskyldunnar. Auk jógúrtarinnar búum við til ís og skyr en það er framleitt með gamla laginu, þ.e. í léreftspokum. Svo erum við farnir að tappa mjólk á flöskur í takmörkuðu magni sem eru seldar í nokkrum verslunum, en hún kemur frá Neðra-Hálsi í Kjós og Búlandi í Austur-Landeyjum. Síðasti mánuður hefur verið mjög góður hjá okkur, salan hefur aukist nokkuð en er þó alltaf tak- mörkuð af því hráefni sem við höfum úr að spila. Þegar vinnunni sleppir reynir maður að sinna fjölskyldunni og svo hefur maður gaman af því að fylgjast með fótboltanum.Veiði með félögunum er afslappandi og endurnærandi og þá sérstaklega að veiða lax á flugu.“ Kona Helga Rafns er Ingibjörg Fanney Haraldsdóttir leikskóla- kennari. Börn þeirra eru Gunnar Bjarki 11 ára, Áslaug alveg að verða 10 ára og Lára Margrét 3 ára. Afmælisdagurinn verður hefðbundinn hjá Helga fyrir utan að hann ætlar að sækja ráðstefnu um aðgengi nýsköpunar- og sprota- fyrirtækja að fjármagni. „Það á sæmilega við um okkar fyrirtæki líka.“ Helgi Rafn Gunnarsson er 39 ára í dag Í Stafsrétt Helgi Rafn ásamt Láru Margréti, yngstu dóttur sinni, í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Salan hefur aukist síðasta mánuðinn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Egilsstöðum Hlynur Eron Stefánsson fæddist 2. september 2014 kl. 14.45. Hann vó 3.542 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Linda Hrönn Hlynsdóttir og Stefán Þór Sigurðs- son. Nýir borgarar Reykjavík Pétur Viðar Traustason er fæddur í Reykjavík 9. desember 2013. Hann vó 3.440 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Þórarins- dóttir og Trausti Þorgeirsson. P álmi fæddist á Akri í Torfalækjarhreppi 11.11. 1929 og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Pálmi lauk búfræði- prófi frá Bændaskólanum að Hólum 1948. Hann var bóndi á Akri 1953-97, alþm. Norðurlands vestra fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1967-95, landbún- aðarráðherra 1980-83 og var formað- ur bankaráðs Búnaðarbankans frá ársbyrjun 1994-2000. Pálmi var formaður Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps 1951-63, sat í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps 1962-74, sat í yfirfasteignamatsnefnd 1972-78, í stjórn Rafmagnsveitna rík- isins frá 1974-2003 og þar af stjórn- arformaður 1978-90, sat í Hafnaráði 1984-87, í ríkisfjármálanefnd 1984-87, í stjórn Byggðastofnunar 1991-93, sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1991, var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992-95 og stjórnar- formaður Stofnlánadeildar landbún- aðarins um skeið. Pálmi og Helga, kona hans, eru með sitt aðalheimili í Reykjavík þó Pálmi Jónsson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra – 85 ára Í garðinum að Akri Pálmi og Helga, ásamt börnum sínum og tengdabörnum heima á ættaróðalinu. Prúðmennið frá Akri Pálmi og Helga Þau giftu sig 1956 og hafa búið á Akri og í Reykjavík. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Veldu viðhaldsfrítt PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjung- um sem gætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér á landi. Viðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið frábærar viðtökur og greinilegt að mikil þörf eru á slíkri nýjung. Barnalæsing - Mikil einangrun CE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málum Glerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.