Morgunblaðið - 11.11.2014, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014
✝ Benedikt Sig-urðsson fædd-
ist á Hofteigi í Jök-
uldalshreppi 14.
apríl 1918. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi 26. október
2014.
Foreldrar hans
voru Ólöf Vilhelm-
ína Óladóttir, f.
17.10. 1892, d. 3.1.
1944, og Sigurður Ágúst Bene-
diktsson, f. 23.8. 1880, d. 28.8.
1928. Systkini Benedikts voru
Óli Jóhannes, f. 20.9. 1919, d.
2.8. 2003, Ingibjörg, f. 14.4.
1921, d. 4.3. 1922, og Baldur, f.
22.5, 1923, d. 2.8. 2014.
Hinn 11. júní 1949 kvæntist
Benedikt Hólmfríði Magn-
úsdóttur, f. 26.1. 1922, for-
eldrar hennar voru Magnús
Vagnsson, f. 3.5. 1890, d. 12.2.
1951, og k.h. Valgerður Ólafs-
dóttir, f. 19.12. 1899, d. 5.3.
1978.
Börn: 1) Ólöf, f. 4.2. 1947.
Samb. Ketill Larsen (skildu).
Börn: a) Hólmfríður Þórunn, f.
1971. M. Ugo Morelli, f. 1964.
Börn: Alma Sól, f. 1996, Bene-
dikt Axel, f. 2002, Immanuel
Ketill, f. 2004. Kristofer Tomas,
f. 2007, Emil Þorlákur, f. 2012,
og Agata Líf, f. 2014. b) Sólveig
fríður, f. 1989. Sonur Guðrúnar:
Jóhannes Helgason, f. 1972. K.
Sigríður H. Gunnarsdóttir. K. 2)
Elín Vigdís Ólafsdóttir, f. 1958.
Synir Elínar: Ólafur U. Daní-
elsson, f. 1977, Kári Ólafsson, f.
1990, og Matthías A. Ólafsson,
f. 1993. 5) Sigurður Benedikts-
son, f. 1.12. 1961.
Benedikt stundaði nám við
Alþýðuskólann á Eiðum 1934-36
og Den Internationale Højskole
i Helsingør 1937-39. Hann lauk
kennaraprófi í Reykjavík árið
1943 og starfaði sem barna-
kennari á Siglufirði frá 1944.
Þau Hólmfríður fluttu búferlum
til Akraness í árslok 1990.
Benedikt stundaði verkamanna-
vinnu á sumrin og ýmis störf
fyrir félög og stofnanir á Siglu-
firði. Hann sat í bæjarstjórn
1962-74, var formaður Bygg-
ingarsamvinnufélagsins og sat í
stjórn Bókasafnsins, einnig sat
hann í stjórn og fulltrúaráði
Sósíalistafélags Siglufjarðar og
Alþýðubandalagsins og var rit-
stjóri Mjölnis um árabil, auk
þess sem hann þýddi bækur og
skrifaði fjölmargar greinar í
blöð og tímarit um ættfræði,
sagnfræði, bókmenntir og póli-
tík. Benedikt skrifaði sögu
verkalýðsfélaganna á Siglufirði
Brauðstrit og barátta (1989-90)
og var meðhöfundur Síldarsögu
Íslendinga sem kom út árið
2007. Auk þess liggja eftir hann
ættarskrár og ítarlegt yfirlit
um söltunarstöðvar á Siglufirði.
Útför Benedikts verður gerð
frá Akraneskirkju í dag, 11.
nóvember 2014, og hefst kl. 14.
Dögg, f. 1974. M.
Brynjar Á. Hilm-
arsson, f. 1970.
Börn: Axel Enok, f.
2004, og Esther
Ólöf, f. 2008. c) Ax-
el, f. 4.4. 1980, d.
15.4. 1980. d) Ívar
Helgi, f. 1981. 2)
Valgerður Edda, f.
12.10. 1948. M. Jó-
hann Ágúst Sig-
urðsson (skildu).
Börn: a) Gísli Heimir, f. 1967. K.
Thelma B. Friðriksdóttir
(skildu). Dóttir: Bríet Eva, f.
2000. b) Vala Dröfn, f. 1973.
Samb. Gísli Þorsteinsson, f.
1971. Sonur: Þorsteinn, f. 2010.
Sonur Völu: Jóhann Ágúst
Ólafsson, f. 2001. c) Margrét
Gyða, f. 1985. 3) Eva, f. 17.9.
1950. M. Baldur Sigurðsson, f.
1952. Börn: a) Brynja, f. 1976.
M. Jón Guðni Ómarsson, f.
1976. Börn: Baldur Ómar, f.
2007, og Anna Margrét, f. 2009.
b) Hólmfríður Anna, f. 1977. M.
Freyr Eyjólfsson, f. 1973. Börn:
Eyjólfur Flóki, f. 2009, og Eva,
f. 2011. c) Sigurður, f. 1987. 4)
Magnús Vagn, f. 20.4. 1954. K.
1) Guðrún Jóhannesdóttir
(skildu). Börn: a) Benedikt, f.
1986. K. Eva M. Þórhallsdóttir,
f. 1985. Barn: Brynja, f. 2009. b)
Valdimar, f. 1988. c) Hólm-
Héðan er lítið að frétta, lífið
gengur sinn vanagang og börnin
stækka en við gamla fólkið eld-
umst bara. Eitthvað þessu líkt
gátu bréfin byrjað frá Benedikt
sem hann sendi okkur Evu á
fyrstu búskaparárunum í Uppsöl-
um. Þessi bréf voru fyrstu kynni
mín af tengdaföður mínum, Bene-
dikt Sigurðssyni, stórkostlega
skemmtileg jafnan og full af frétt-
um.
Benedikt var hamhleypa til
allra verka, hvort sem það voru
húsasmíðar eða félagsmálabar-
átta. Hann reisti húsið á Suður-
götu 91 á Siglufirði ásamt sam-
kennara sínum Hlöðveri
Sigurðssyni, og þar sinnti hann
öllu viðhaldi eins og alhliða iðn-
aðarmaður fram um áttrætt, en
um það leyti skipti hann um þak
og gler í gluggum og klæddi norð-
urgaflinn.
Allt frá því kommalið nemenda
á Eiðum sigraði framsóknar-
menn í fótbolta skipaði Benedikt
sér í sveit með sósíalistum í bar-
áttunni fyrir réttlátu þjóðfélagi.
Á Siglufirði starfaði hann fyrir
Sósíalistaflokkinn og síðar Al-
þýðubandalagið, sat í bæjar-
stjórn og var ritstjóri málgagns
þeirra, Mjölnis, og hefur vafalítið
skrifað blaðið að mestu leyti sjálf-
ur í þrjátíu ár.
Þegar Benedikt gat hætt að
kenna um 1980 sneri hann sér
óskiptur að hugðarefnum sínum,
ættfræði og sagnfræði. Hann var
fljótur að sjá hvílíkt hagræði var í
tölvutækninni fyrir hina skrifandi
stétt og var með þeim fyrstu sem
fengu sér slíkan grip. Á hana rat-
aði nú hin mikla saga Verkalýðs-
félagsins Vöku, tveggja binda
stórvirki, Brauðstrit og barátta,
sem út kom 1989 og 1990. Hann
tók saman ættarskrár yfir forfeð-
ur barna sinna og tengdabarna,
skrifaði greinar um ættfræði og
sagnfræði í blöð og tímarit, og
greinar um stjórnmál líðandi
stundar.
Síðari hluta ævinnar sneri
hann sér líka að heimilisstörfum.
Benedikt hefur átt mörg góð ár í
eldhúsinu. Hann fór ótroðnar
slóðir í eldamennsku sinni fyrstu
árin, sumu heimilisfólki til hrell-
ingar, en nokkrir réttir Bene-
dikts áttu þó hug og hjörtu
yngstu kynslóðarinnar, sérstak-
lega makkarónusúpan. Í einu af
bréfum sínum haustið 1979 sendi
hann langt kvæði um heimilis-
störf sín þar sem meðal annars
koma fyrir hendingarnar, „Lagað
hef ég ljóðagraut “ og „Eiginkonu
út við dyr, með inniskóna mætir
“. Fáir eiginmenn gátu toppað þá
umhyggjusemi þegar þarna var
komin í jafnréttisbaráttunni.
Eftir að hann flutti til Akra-
ness var hann í framboði fyrir
Vinstri græn og náði því í sveit-
arstjórnarkosningunum sl. vor að
verða elsti frambjóðandinn á
landinu eftir að Vilhjálmur frá
Brekku dró sig í hlé.
Síðustu misserin fór heilsa
Fríðu ömmu að bila en Benedikt
stóð eins og klettur í hafi, sá um
heimilið og studdi hana til alls
sem gera þurfti. Um síðir fékkst
hann þó til að viðurkenna að lík-
lega væri hag þeirra best komið á
dvalarheimilinu Höfða. Þar hafa
þau notið frábærrar umhyggju
starfsfólks í hálft annað ár.
Benedikt fylgdist alla tíð með
þjóðmálum af brennandi áhuga
og minnið var óbrigðult til hinstu
stundar. Fáeinum dögum fyrir
andlátið, þegar hann varð að láta
nægja að hlusta á samræður ann-
arra, kom á hann þjáningarsvipur
við það eitt að heyra minnst á
framsóknarmenn.
Baldur Sigurðsson.
Benedikt Sigurðsson, fyrrver-
andi kennari á Siglufirði, er lát-
inn. Sem nemandi hans og fyrr-
verandi tengdasonur auðnaðist
mér sú gæfa að kynnast Benedikt
náið.
Benedikt var kennari í Barna-
skóla Siglufjarðar um áratuga-
skeið og jafnframt í forystusveit
vinstri fylkinga á Siglufirði ásamt
Hlöðver Sigurðssyni, skólastjóra
Barnaskólans. Ekki var laust við
að við krakkarnir í skólanum
værum hálfhrædd við þessa
herramenn. Slíkur ótti hvarf þó
við nánari kynni okkar í skólan-
um og síðar.
Benedikt var fyrst og fremst
hugsjónamaður og grúskari.
Hann lét sig stjórnmál miklu
varða og barðist þar einkum fyrir
hagsmunum verkalýðsins. Rit-
verk hans „Brauðstrit og bar-
átta“, sem kom út í tveimur bind-
um árið 1989-90, er mjög vandað
rit og ber merki Benedikts um
mikla fræðimennsku og yfirsýn,
enda vann hann að þessu verki af
mikilli nákvæmni og alúð í tæpan
áratug. Ritverkið er nú eitt helsta
heimildarit um baráttu verka-
lýðsins fyrir bættum kjörum á
Siglufirði og á Íslandi á síldarár-
unum.
Benedikt var miklum mann-
kostum búinn. Hann var geysi-
minnugur og maður kom sjaldan
að tómum kofunum þegar leitað
var til hans um fróðleik ýmiskon-
ar. Nú þegar Benedikt er horfinn
á braut er líkt og að heilt bóka-
safn sé brunnið til grunna, eða
lýst í takt við tíðarandann að heilt
„Google“-kerfi sé hrunið.
Gísli, elsta barn okkar Eddu,
dvaldi oft á sumrin hjá Benedikt
afa og Hólmfríði ömmu á Siglu-
firði og naut þar umhyggju og al-
úðar afa og ömmu, auk þess frels-
is og ævintýra sem Siglufjörður
bauð upp á. Minningin um Bene-
dikt vekur hlýhug í huga okkar
sem eftir lifa. Ég sendi Hólmfríði,
Eddu, Ólu, Evu, Magga, Sigga og
fjölskyldunni allri hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Jóhann Ág. Sigurðsson.
Benedikt afi. Þvílíkur hafsjór
af reynslu, ógrynni visku og lífs-
reynslu. Allt það ótal marga sem
hann lærði, skrifaði, rannsakaði
og kenndi allt sitt líf.
Frá því ég fæddist og fram á
unglingsaldur var ég árlegur
sumargestur hjá ömmu og afa á
Siglufirði með systur minni og
frænkum.
Afi fór með okkur í sund og las
fyrir okkur á kvöldin í Ævintýr-
um æskunnar. Hann leyfði okkur
að koma með sér í kaupfélagið á
morgnana, í fiskbúðina eða þá
bakaríið. Ég man eftir hvað ég
var stolt þegar hann leiddi mig
við hönd sér og kynnti mig fyrir
vinum sínum og svo fékk ég
kannski röndóttan brjóstsykur
eða myntu. Afi fór í sund alla
daga alveg þar til mjög nýlega.
Hann tók þátt í heimilisstörfun-
um, þvoði þvott, eldaði og ryksug-
aði.
Í minningunni er íbúðin þeirra
á Siglufirði risastór. Alltaf heitur
og góður matur, allir settust sam-
an til borðs og tóku svo þátt í að
ganga frá til skiptis.
Afi og amma eru mér dýrmæt-
ar fyrirmyndir og ég ber djúpa
virðingu fyrir þeim. Þessi gömlu
gildi, sterka eining og örugga
hreiður fyrir börn og barnabörn
og barnabarnabörn. Hvernig þau
héldu saman í gegnum þykkt og
þunnt, hvernig hann sá um ömmu
og heimilið þar til fyrir stuttu.
Þegar ég gifti mig stóð afi upp
og hélt skemmtilega ræðu.
Tengdafaðir minn sem skildi ekki
orð í íslensku átti ekki orð yfir
virðuleika þessa afa míns og sagði
að hann hefði verið í orði og á
borði eins og forseti.
Við áttum í tölvusambandi öll
árin sem ég hef búið erlendis og
ég fékk allar nýjar fréttir frá afa
sem þrátt fyrir árin rúmlega níu-
tíu átti ekki í nokkrum vandræð-
um með nýja tækni. Hann hafði
alltaf einlægan áhuga á öllum
málum og hann vissi alltaf hvað
var á döfinni.
Ég er svo glöð yfir að hafa hitt
afa í sumar á Akranesi þar sem
þau amma bjuggu síðustu ár.
Þótt hann hafi dáið núna mjög
veikur úr krabbameini þá var það
ekki á honum að sjá né heyra fyr-
ir tveimur mánuðum. Við töluð-
um um alla heima og geima og
meðal annars heilagan Þorlák.
Afi vissi um hann ýmislegt og dró
fram fræðirit sem hann vissi ná-
kvæmlega hvar var og fletti á
einni mínútu upp því sem hann
vildi vita. Hann tók líka þátt í að
skipuleggja ferðalag okkar
mannsins míns og sex barna til
Siglufjarðar.
Ég finn til gleði þegar ég
hugsa um þetta fallega líf sem
hann átti, að hann hafi verið með
fullri hugsun allt til enda og að
þjáningarnar að lokum hafi tekið
fljótt af en í mér situr svolítil eft-
irsjá þegar ég hugsa til þess að
kannski hefði ég átt að spyrja um
fleira, biðja hann um að kenna
mér eitthvað af því ótal marga
sem hann kunni líka að gera með
höndunum. T.d. að binda inn
bækur, smíða dúkkuvagn eða
barnarúm sem hjá honum urðu
dvergasmíð. Allt var svo vel gert
hjá honum, snyrtilegt og ná-
kvæmt.
Í síðustu heimsókn minni til
hans var hann glaður að sjá
barnabarnabörnin og hélt á því
minnsta, bara 6 mánaða, í fang-
inu. Þegar ég fór sagði hann inni-
legur og brosandi, og ég hugsa að
hann hafi vitað að líklega væri
þetta í síðasta sinn sem við töl-
uðum saman, að þetta væri það
aldýrmætasta sem hann léti eftir
sig; börnin.
Hólmfríður Þórunn Larsen.
Í minningunni er upplifunin
alltaf sú sama. Ég hossast í bíl á
holóttum og ægilegum Siglu-
fjarðarveginum eftir óralanga
keyrslu frá Reykjavík. Þegar við
komum inn í Strákagöngin fyllist
ég svo miklum spenningi að mér
finnst ég vera að springa. Göngin
eru líka svo dularfull og ævin-
týraleg að ég býst alveg eins við
að tröllskessa komi innan úr einu
skotinu. Þegar við sjáum birtuna
við endann á göngunum byrja ég
að telja niður í huganum og þegar
við höfum ekið spölkorn út úr
göngunum blasir Siglufjarðar-
bær við í sínu fegursta veldi með
Benedikt
Sigurðsson
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 34,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
miðvikudaginn 5. nóvember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. nóvember kl.
15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarþjónustu
Karitas, karitas.is
.
Jónína Gissurardóttir, Bragi Ragnarsson,
Símon Már Gissurarson, Mariam Heydari,
Hulda Kristinsdóttir,
Örn Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN ARASON
Heimalind 1,
Kópavogi
lést á Landspítalanum þriðjudaginn
4. nóvember.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn
12. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameins-
félag Íslands.
Elín Krøyer,
Ari Kristinsson, Margrét María Pálsdóttir,
Ástríður Kristinsdóttir, Vigfús Ingvar Ingvarsson,
Kristrún R. Kristinsdóttir Sverre Rasch,
Sigríður Kristinsdóttir, Hallgrímur Helgi Helgason,
Elísa Kristinsdóttir, Vilhjálmur D. Sveinbjörnsson,
Róbert Guðlaugsson,
Díana Björnsdóttir,
Lára Björnsdóttir, Ólafur Þ. Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HELGI HEMMERT SIGURJÓNSSON
húsasmiður,
Heytjörn við Lynghólsveg,
sem lést á Krabbameinsdeild Landspítalans
miðvikudaginn 5. nóvember, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Kristjana Þráinsdóttir,
Helgi Þór Helgason, Guðbjörg Erlín Guðmundsdóttir,
Dagbjört Rós Helgadóttir, Fáfnir Árnason,
Halldór Þór Helgason, Tinna Björk Halldórsdóttir,
Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, Jósef Zarioh,
Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir, Christian Mivambi,
og barnabörn.
✝
Kær systir og frænka,
ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Staðarbakka,
síðast til heimilis
á Bergstaðastræti 11,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 9. nóvember.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnús Guðmundsson.