Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Leiðréttingin í beinni útsendingu
2. Inga Lind stuttklippt á ný
3. Vilja ná tali af tveimur piltum
4. Afborganir lækka um 50 þúsund
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn
standa að tónleikum sem haldnir
verða í Grafarvogskirkju á fimmtu-
daginn, 13. nóvember, kl. 20. Tónleik-
arnir eru hluti af fjáröflun Fjörgynjar
til stuðnings BUGL, barna- og ung-
lingageðdeild Landspítalans. Margir
af þekktustu tónlistarmönnum lands-
ins koma fram á tónleikunum og eru
meðal flytjenda Bergþór Pálsson, Eg-
ill Ólafsson, Friðrik Ómar Hjörleifs-
son, Jógvan Hansen, Matthías Matt-
híasson, Gissur Páll Gissurarson,
Kristján Jóhannsson, Guðrún Árný
Karlsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir,
KK og Ellen, Margrét Eir, Páll Rósin-
kranz, Regína Ósk Óskarsdóttir auk
Karlakórs Reykjavíkur og Voces
Masculorum. Á myndinni sjást syst-
kinin KK og Ellen á tónleikum árið
2012.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tónleikar til styrktar
BUGL í Grafarvogi
Kristján Jóhannsson tenór kemur
fram með Antoníu Hevesi píanóleik-
ara á hádegistónleikum í Hafnarborg
í dag kl. 12 og bera tónleikarnir yfir-
skriftina „Mínir uppá-
haldsmenn“. Á efnis-
skránni verða aríur úr
óperunni Tosca eftir
G. Puccini og Don
Carlo eftir G. Verdi.
Tónleikarnir verða
um hálftími að
lengd og eru öllum
opnir á meðan
húsrúm leyfir.
„Mínir uppáhalds-
menn“ í Hafnarborg
Á miðvikudag Gengur í norðaustan 13-20 m/s með slyddu eða
snjókomu, en rigningu SA-lands. Úrkomulítið á V-landi. Hiti 1 til 8
stig, svalast á N-landi.
Á fimmtudag Austanhvassviðri eða -stormur. Víða rigning.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-13 m/s, dálítil væta S- og V-lands
og hiti 1 til 8 stig.
VEÐUR
„Það var ekkert annað að
gera en að standast
pressuna. Ég náði
mjög góðum hring og
var ánægður með
spilamennskuna,“ sagði
kylfingurinn Birgir Leifur
Hafþórsson við Morgun-
blaðið í gær en honum
tókst að tryggja sér sæti á
lokaúrtökumótið fyrir
Evrópumótaröðina í golfi.
Mótið hefst á laugar-
daginn. »1
Ánægður með
spilamennskuna
Það var lítil spenna í viðureign
Njarðvíkur og Keflavíkur þegar
erkifjendurnir mættust í Dominos-
deildinni í körfuknattleik í Njarðvík
í gærkvöld. Keflvíkingar unnu 12
stiga sigur en náðu mest 30 stiga
forskoti í leiknum. Þetta var loka-
leikurinn í 5. umferð deildarinnar.
Keflavík hefur 6 stig en Njarðvík er
með 4 stig. »4
Keflavík fór illa með
granna sína
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Blaðburðardrengurinn Páll Stef-
ánsson hóf starfsferil sinn með
blaðburði á Morgunblaðinu á Ak-
ureyri, þegar hann var um 10 ára
gamall. Þetta var í kringum 1945.
Þá voru blaðburðardrengirnir
fjórir talsins og skiptu hverfum
Akureyrarbæjar bróðurlega á
milli sín. Páll bar út blöð í inn-
bænum og á Suðurbrekkunni. Í þá
daga stóðu blaðburðardrengir
vaktina á götuhorni í bænum og
seldu blöð með hrópum og köllum.
Um söluna í miðbænum sá félagi
hans, Bjarni Bjarnason.
„Gutlaði“ í fótbolta
Páll bar út Morgunblaðið fram
yfir tvítugt eða þar til íþróttirnar
fóru að toga í hann af krafti. Hann
„gutlaði“ í fótbolta, eins og hann
orðar það og renndi sér á skíðum
af miklum móð. Íþróttaiðkun hef-
ur alla tíð átt hug hans. Páll
gegndi um tíma formennsku í
Íþróttafélaginu Þór á Akureyri.
Páll er bakari að mennt og
starfaði við þá iðn um áratuga-
skeið. Þegar allir ungarnir voru
löngu flognir úr hreiðrinu tók
hann aftur til við að bera út Morg-
unblaðið. Þetta var fyrir 15 árum
en um síðustu mánaðamót hætti
hann blaðburðinum enda verður
hann 80 ára gamall í maí á næsta
ári.
„Ég hef átt margar ánægjulegar
stundir við blaðburðinn. Þetta hef-
ur verið mín líkamsrækt og ein-
staklega gott að fara út á morgn-
ana og bera út,“ segir Páll
Stefánsson.
Hann segist hafa verið undir
töluverðum þrýstingi frá börnum
sínum um að hætta. „Svo eru
lappirnar farnar að gefa sig,“ seg-
ir hann og bætir við að síðasti vet-
ur hafi verið þónokkuð erfiður því
miklir svellbunkar hafi sett strik í
reikninginn. Þá hafi hann oft þurft
að nota bílinn við blaðaútburðinn.
Ávallt stundvís
Hann segist alltaf hafa lagt sig
fram um að koma blaðinu til skila
á réttum tíma. „Fólk segir við mig
að það hafi getað stillt klukkuna
eftir mér,“ segir hann og hlær.
Páll hefur alltaf átt auðvelt með
að vakna klukkan fimm á morgn-
ana. Hann hafi verið vanur því frá
því hann starfaði sem bakari.
Þó hann sé hættur að bera út,
þá vaknar hann alla morgna um
klukkan sex. „Ég fæ bara haus-
verk ef ég ligg í rúminu of lengi,“
segir hann.
Á auðvelt með að vakna
Bar út Mogg-
ann í upphafi og í
lok starfsferilsins
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðburðardrengur Páll Stefánsson á Akureyri er nýhættur að bera út Morgunblaðið, tæplega áttræður að aldri.
Þegar Páll var strákur og bar út Morgunblaðið voru þeir fjórir strákarnir sem skiptu öllum bænum með sér.
Mikið vatn er runnið til sjávar
síðan Páll Stefánsson hóf störf
sem blaðburðardrengur hjá
Morgunblaðinu um miðja síðustu
öld. Þá sáu fjórir drengir um að
koma Morgunblaðinu í réttar
hendur á Akureyri.
Lengi vel var blaðburðurinn á
herðum ungra krakka sem náðu
sér í aukapening samhliða námi í
skóla. Það er nánast undantekn-
ing í dag. Hópurinn sem ber
ábyrgð á dreifingu blaðsins er
mun eldri. Dæmi eru um að
sömu fjölskyldurnar hafi séð um
útburð blaðsins um áratuga-
skeið, að sögn Rúnars Antons-
sonar sem sér um dreifingu
blaðsins á Akureyri. Hann segir
ennfremur að foreldrar eða aðrir
verði að geta hlaupið undir
bagga með blaðberunum, t.d. ef
blaðið tefst, því skólaganga
barnanna gangi fyrir.
Ekki lengur ungir krakkar
BLAÐBERAR MORGUNBLAÐSINS
Nokkuð
hefur ver-
ið fjallað
um vænt-
anleg kyn-
slóðaskipti í
íslenska
landsliðinu í
handknattleik
karla á síðustu
dögum. Engum dylst
að á næstu tveimur
árum verða kyn-
slóðaskipti í liðinu. Kynslóð hand-
knattleiksmanna sem fæddir eru á
árunum í kringum 1980 og hefur bor-
ið landsliðið uppi síðasta áratuginn
fer að rifa seglin smátt og smátt. Um
leið hefur því verið velt upp hverjir
eiga að taka við. »2-3
Hvar eru erfðaprins-
arnir í handboltanum?