Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 27
hann sé gjarnan kenndur við Akur þar sem hann ólst upp og var bóndi í 44 ár og á þar enn lögheimili: „Við hjónin skreppum alltaf norður öðru hvoru. Lengi vel hafði ég gaman af að sinna þar bústörfum en er nú hættur að fara til verka. Ég hef samt alltaf verið við sauðburð þó ég hafi ekki verið nema hluta úr sauðburð- inum nú síðastliðið vor, enda vorið með fádæmum gott. Ég fer alltaf í réttir og tek þátt í fjárragi heim að Akri, enda löngum gumað af því að vera með sauðahöfuð, það er að hafa gaman af sauðfé.“ En hvernig líst þér á pólitíkina? „Ég held hún hafði breyst mikið til hins verra í þinginu. Áður fyrr deildu þingmenn hart úr ræðustól en voru samt vinir og kunningjar, þvert á pólitíska flokka. Nú hefur maður á tilfinningunni að samskiptin snúist um að sá fræjum tortryggni og ófriðar. Þetta sýndi sig best í pólitískum ofsóknum gegn fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde. Það er einungis ógæfu- fólk sem stjórnast af illgirni og per- sónulegri óvild og ógæfufólk kemur aldrei neinu góðu til leiðar.“ Fjölskylda Eiginkona Pálma er Helga Sigfús- dóttir, f. 6.7. 1936, húsfreyja. Hún er dóttir Sigfúsar Bjarnasonar, bónda á Grýtubakka í Höfðahverfi, síðar á Breiðavaði í Langadal, og k.h., Jó- hönnu Erlendsdóttur húsfreyju. Börn Pálma og Helgu eru Jón Pálmason, f. 8.7. 1957, rafmagnsverk- fræðingur og einn eigenda Verkís, kvæntur Marianne Skovsgaard Niel- sen félagsráðgjafa og eiga þau þrjú börn; Jóhanna Erla Pálmadóttir, f. 4.8. 1958, textílkennari og bóndi á Akri, gift Gunnari Rúnari Kristjáns- syni, bónda, búnaðarhagfræðingi og fulltrúa hjá RARIK og eiga þau tvö börn; Nína Margrét Pálmadóttir, f. 14.12. 1970, sjúkraliði og ferðamála- fræðingur, búsett í Hveragerði en maður hennar er Ómar Ragnarsson læknir og eiga þau fimm börn. Systkini Pálma: Ingibjörg, nú lát- in, húsfreyja á Blönduósi; Eggert Jó- hann, nú látinn, bæjarstjóri og síðar bæjarfógeti í Keflavík; Margrét Ólafía, nú látin, húsfreyja í Reykja- vík; Salóme, lengst af húsfreyja að Hvammi í Vatnsdal, nú búsett á Hrafnistu í Kópavogi. Foreldrar Pálma voru Jón Pálma- son, f. 28.11. 1888, d. 1.2. 1973, alþing- isforseti og bóndi á Akri, og k.h., Jón- ína Valgerður Ólafsdóttir, f. 31.3. 1886, d. 3.1. 1979, húsfreyja. Úr frændgarði Pálma Jónssonar Pálmi Jónsson Þórdís Ólafsdóttir húsfr. á Þingeyri Ólafur Pétursson skipstj. á Þingeyri Margrét Ólafsdóttir húsfr. í Minnihlíð Ólafur Jóhannesson b. í Minnihlíð í Bolungarvík Jónína Valgerður Ólafsdóttir húsfr. á Akri Guðrún Bárðardóttir húsfr. í Minnihlíð, frá Hóli Jóhannes Kjartansson b. í Minnihlíð Þorleifur Jónsson póstmeistari og alþm. í Rvík Jón Jónsson b. í Stóradal Erlendur Pálmason b. og dbrm. í Tungunesi Þorleifur Þorleifsson b. á Botna- stöðum Guðmundur Jóhannesson form. á Hóli í Bolungarvík Guðrún Guðmund. húsfr. á Akureyri Jón Þorsteins- son alþm. og dómari Kristján Ólafsson oddviti og hreppstj. á Geirastöðum í Bolungarvík Ingibjörg Þorleifsd. húsfr. í Axlar- haga Magnús Hannes. b. á Torf- mýri Ingibjörg Magnúsd. húsfr. á Mel Magnús Jónsson alþm. og ráðherra frá Mel Jón Kaldal ljósmyndari Þorbergur Kristjánsson sóknarpr. í Kópavogi Guðmundur Erlendsson b. í Mjóadal Sigurður Guðmunds- son skólameistari MA Jón Leifs tónskáld Jón Jónsson b. og alþm. í Stóradal Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Guðlaugsstöðum Ragnheiður Jónsdóttir húsfr. á Skefilsstöðum Eggert Þorvaldsson b. á Skefilsstöðum á Skaga, af Skíðastaðaætt Ingibjörg Eggertsdóttir húsfr. á Ytri-Löngumýri Pálmi Jónsson b. á Ytri-Löngumýri Jón Pálmason b. og alþingis- forseti á Akri Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir húsfr. á Sólheimum og í Stóradal Ingibjörg Pálmad. húsfr. Sigurður Guðmunds. b. á Grund Pálmi Sigurðsson b. á Litla- Búrfelli Ingvar Pálmason alþm. á Ekru Fanney Ingvarsdóttir húsfr. í Rvík Ingvar Gíslason ritstj., alþm. og ráðherra Jón Pálmason b. og alþm. á Sólheimum og í Stóradal, af Skeggsstaðaætt ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 90 ára Aðalbjörg S. Ingólfsdóttir 85 ára Sigríður J. Jóhannsdóttir 80 ára Erna Agnarsdóttir Kristján Guðbrandsson Sigurður Nikulásson 75 ára Ásta Sigríður Alfonsdóttir Edda Hermannsdóttir Eysteinn Sigurðsson Hekla Þorkelsdóttir Laufey Kristjánsdóttir Lilja Halldórsdóttir Ríkarður Árnason 70 ára Edda Björk Bogadóttir Egill Svanur Egilsson Guðrún Jóhannesdóttir Hildegarda Trawicka Hrafnhildur Konráðsdóttir Kristján Vídalín Jónsson Páll Björgvinsson Rolf Arnbro Sjöfn Ólafsdóttir Steinunn Hannesdóttir Þorlákur Hannesson 60 ára Ásgerður Jóna Flosadóttir Daníel Halldór Magnússon Guðríður Eydís Búadóttir Gunnar Marel Eggertsson Gunnhildur B. Elíasdóttir Hafsteinn Kúld Pétursson Halldór Ólafur Holt Ingibjörg E. Markúsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Níels Grímsson Sigurður Hafsteinsson Sigurður L.S. Ásgrímsson Susan Minna Black-Nielsen Tryggvi Jónsson Úlfhildur S. Úlfarsdóttir Þorbergur Níels Hauksson 50 ára Alfreð Sigurður Kristinsson Anna María Þórðardóttir Ásthildur B. Sigþórsdóttir Benedikt Smári Ólafsson Bogi Kristinn Bogason Dagný Helgadóttir Guðlaugur B. Sverrisson Helgi Einarsson Hrönn Ágústsdóttir Ihor Lezhenko Ísleifur Gíslason Jóhann Davíð Richardsson Kolbrún Ólafsdóttir Kornelía Eyrós Galecia Martin Sammtleben Orri Óttarsson Ragna G. Magnúsdóttir Sigurlaug Elmarsdóttir Sveinn H. Kristjánsson 40 ára Ása Jóhanna Pálsdóttir Baldur Sigurbjörn Ingason Berglind Haðardóttir Helga Snæbjörnsdóttir Inga Maren Ágústsdóttir Kjartan Sævar Magnússon Nanna Sigurðardóttir Pétur Óli Einarsson Samúel Jón Samúelsson Sævar Jón Gunnarsson Zdenk Danihel 30 ára Andri Yngvason Helgi Már Gíslason Hrafnhildur Gísladóttir Khalil Sellim Kristbjörg Auður Sigurðardóttir Wioleta Bekielewska Til hamingju með daginn 30 ára Ævar ólst upp á Akureyri, hefur búið þar alla tíð, lauk BSc-prófi í tölvunarfræði frá HA og er forritari hjá Norður- slóðagáttinni. Maki: Rósa Ösp Þórð- ardóttir, f. 1987, versl- unarmaður. Foreldrar: Iðunn Baldurs- dóttir, f. 1952, ræstitækn- ir hjá Norðurorku, og Karl Kristinn Karlsson, f. 1960, þjónustufulltrúi hjá Vífil- felli. Ævar Karl Karlsson 30 ára Máney ólst upp á Akureyri, Kópaskeri og á Siglufirði, býr á Akureyri, lauk MSc-prófi í líftækni við HA, og stundar dokt- orsnám og kennir við HA. Börn: Steinunn Vala, f. 2004, og Jóhann Fannar, f. 2010. Foreldrar: Vala Árnadótt- ir, f. 1966, starfar við rannsóknarstofu Primex, og Sveinn Ari Guð- jónsson, f. 1968, sölu- stjóri hjá Vísi í Grindavík. Máney Sveinsdóttir 30 ára Sæbjörg býr í Reykjavík, lauk prófum í innanhússhönnun frá KLC School of Designe í Lond- on og starfar sjálfstætt við innanhússhönnun. Maki: Víðir Starri Vil- bergsson, f. 1978, rekur byggingafyrirtæki. Börn: Fannar Freyr, f. 2001, og Emelía Nótt, f. 2006. Foreldrar: Rut Reginalds, f. 1965, og Guðjón Sævar Guðbergsson, f. 1963. Sæbjörg Guðjónsdóttir Friðrik Larsen hefur varið doktors- ritgerð sína, Positive Power: The Un- tapped Potential of Branding the Electricity Sector við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. Aðalleiðbein- andi var dr. Ingjaldur Hannibalsson. Í doktorsnefnd sátu einnig dr. Christian Grönroos og dr. Þórhallur Guð- laugsson. Andmælendur voru dr. Anne Rindell, dr. Hörður Arnarson og dr. Nick Lee. Daði Már Kristófersson, for- seti Félagsvísindasviðs, stjórnaði at- höfninni. Í ritgerðinni er skilgreindur fræði- legur grundvöllur fyrir greiningu og skilningi á vörumerkjastjórnun á smá- sölumarkaði fyrir rafmagn. Veitt er innsýn í markað sem hefur hvorki ver- ið markaðs- né viðskiptavinadrifinn í sögulegu samhengi en hefur orðið að bregðast við breyttum aðstæðum. Fræðilegum grundvallarspurningum um vörumerkjastjórnun á rafmagns- markaði er svarað, en niðurstöðurnar má jafnframt heimfæra á aðra hrávörumarkaði. Hagnýti hluti rannsóknarinnar er til- einkaður markaði sem ber einkenni einokunar fyrri tíðar og lýtur stífum reglugerðum. Lagður er grundvöllur fyrir stjórnendur til að gera stöðumat svo ákvarða megi hvert skal stefna bæði í stjórnunarlegu tilliti og út frá vörumerkjafræðunum. Um er að ræða grundvallarþætti sem bæði eru al- menns eðlis, þ.e. sem eru svipaðir á öllum mörkuðum sem rannsakaðir voru, og þætti sem eru sérstakir fyrir hvern markað. Doktor í viðskiptafræði Friðrik Larsen er fæddur á Selfossi 2. maí 1969. Friðrik á tvo syni, Elías Ými Lar- sen f. 1997 og Leó Stein Larsen f. 2000. Foreldrar Friðriks voru Sævar Larsen, f. 1946, d. 2000, og Sólveig Jóhannesdóttir, f. 1945, d. 1995. Friðrik stundaði grunnnám í University of Louisiana í Monroe USA og lauk BBA-gráðu í fjármálum með hagfræði sem aukafag og BS-gráðu í sálfræði. Starfsferilinn hóf Friðrik með rekstri eigin fyrirtækis, Brosi auglýsingavörum, en hefur kennt á háskólastigi á Íslandi og erlendis síðan 2006. Samhliða því hefur hann komið að stofnun og rekstri ýmissa fyrirtækja, setið í stjórnum fyrirtækja og starfað við rekstrar- og markaðsráðgjöf. Friðrik er formaður Ímark, samtaka markaðsfólks á Íslandi. Doktor Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Súpur í Fylgifiskum Við seljum þrjár gerðir af súpum; austurlenska fiskisúpu, kraftmikla fiskisúpu og rjómalagaða humarsúpu. Súpurnar eru hitaðar upp að suðu þegar heim er komið. Fiskurinn er settur hrár á hvern súpudisk og rjúkandi súpan sér um eldunina. Humarinn þarf að snöggsteikja áður en hann er settur í humarsúpuna. Fiskisúpur 1.590 kr/ltr Humarsúpa 2.900 kr/ltr Fiskur og humar seldur sér Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-14.00 (Kópavogur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.