Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hinn 27. maí árið 1939 gekk ungt par í hjónaband í Borgarnesi. Það voru þau Dallilja Jónsdóttir, sem þá var 18 ára, og Gunnar Jónsson sem var 26 ára. Núna eru þau 93 og 101 árs, eru búsett á dvalar- heimili aldraðra í Stykkishólmi og frá brúðkaupsdeginum eru liðin 75 ár og 168 dagar. Það þýðir að hjónaband þeirra er það lengsta sem heimildir eru um meðal Ís- lendinga búsettra hér á landi, að sögn Jónasar Ragnarssonar sem heldur út síðunni langlifi.is. Ein íslensk hjón voru reyndar gift lengur, í 75 ár og 297 daga, en þau fluttu vestur um haf ári eftir giftinguna. Það met gætu Dallilja og Gunnar slegið í mars á næsta ári. Hjónin eru við ágæta heilsu, að sögn dóttur þeirra Gerðar Gretu Gunnarsdóttur, sem á samskipti við blaðamann fyrir hönd foreldra sinna vegna þess að þau eru farin að missa heyrn. „Þau eru ótrúlega frísk miðað við aldur,“ segir Gerð- ur Greta sem er 74 ára og fæddist ári eftir brúðkaupið. „Þau hafa reyndar verið hraust alla ævi, hafa verið heppin.“ Á hrakhólum til 10 ára aldurs Gerður Greta segir uppeldis- aðstæður foreldra sinna hafa verið ólíkar. „Mamma fæddist í Borgar- nesi og ólst upp við góðar að- stæður hjá foreldrum sínum. Pabbi fæddist á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu og var þriggja mánaða þegar hann var tekinn frá móður sinni. Foreldrar hans gátu ekki haft hann vegna fátæktar, hann fór til hjóna sem ætluðu að taka hann að sér en eignuðust síðan börn og höfðu ekki pláss fyrir hann. Hann var síðan meira eða minna á hrakhólum, lenti í ýmsu sem barn og var á flakki á milli bæja þar til hann var tíu ára. Þá lenti hann hjá virkilega góðu fólki.“ Dallilja var heimavinnandi þar til börnin, sem eru þrjú, fóru að heiman. Gunnar var í vegavinnu og var lengi bílstjóri í Borgarnesi, keyrði m.a. olíubíla og leigubíla. „Hann fór snemma að keyra og bílaáhuginn blundaði alla tíð sterkt í honum. Hann keyrði mikið fyrir herinn, hann var að keyra offiserana og ég man eftir því þeg- ar einn þeirra kom heim með hon- um og gaf mér appelsínu. Ætli ég hafi ekki verið fjögurra ára. Þetta var besta appelsína sem ég hef smakkað og líklega sú fyrsta,“ segir Gerður Greta. Gimsteinar eða atóm? Árið 1954 hófu þau Gunnar og Dallilja búskap í Hörðudal í Dala- sýslu, en eftir nokkur ár fluttu þau aftur í Borgarnes og síðar í Stykkishólm árið 1980. Í millitíð- inni störfuðu þau á dvalarheim- ilinu Fellsenda í Búðardal og var Dallilja fyrsta forstöðukona þess. Nú njóta þau góðs atlætis á dval- arheimili aldraðra í Stykkishólmi og Dallilja, sem alla tíð hefur ver- ið mikil hannyrðakona, heklar mikið, aðallega sjöl og teppi. Ýmist er talað um atóm- eða gimsteinabrúðkaup þegar hjón eiga 75 ára brúðkaupsafmæli. Að eiga framundan meira en þriggja aldarfjórðunga langt hjónaband er hugsanlega ekki það sem ungu hjónunum var efst í huga þegar þau giftu sig árið 1939, en áður höfðu þau verið trúlofuð í eitt ár. „Þetta var engin skyndiákvörðun hjá þeim, síður en svo,“ segir Gerður Greta. „En það hefur örugglega ekki hvarflað að þeim þegar þau giftu sig að það myndi einhvern tímann í framtíðinni vekja athygli hvað þau hefðu ver- ið gift lengi. Ég man ekki til þess að þau hafi nokkurn tímann hald- ið sérstaklega upp á brúðkaups- afmælið sitt. Það var ekki eins mikið gert úr brúðkaupum og slíku á þessum tíma. Þau létu t.d. ekki taka brúðkaupsmynd af sér og voru með veislu einungis fyrir sína nánustu. Þær brúðargjafir sem þau fengu voru nytsamir hlutir í búið. Það var ekki algengt hjá þessari kynslóð að vera með mikið tilstand.“ Atómbrúðhjónin í Stykkishólmi  Dallilja og Gunnar í Stykkishólmi hafa verið gift í 75 ár og 168 daga  Lengsta hjónaband sem vit- að er um hér á landi  Lítið tilstand á brúðkaupsdaginn  Voru trúlofuð í ár áður en þau giftu sig Á giftingarárinu Myndin er tekin um svipað leyti og Gunnar og Dallilja gengu í hjónaband vorið 1939. Hann var 26 ára og hún 18. Þrír aldarfjórðungar Dallilja og Gunnar eru búsett á dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Hjónabandið er það lengsta sem vitað er um hér á landi. Íslendingar sem hafa verið lengst í hjónabandi Heimild: Jónas Ragnarsson Svanfríður Jónsdóttir og Kristján Kristjánsson Bandaríkjunum 1877–1953 75 ár og 297 dagar Dallilja Jónsdóttir og Gunnar Jónsson Stykkishólmi 1939– 75 ár og 168 dagar Ingibjörg Daðadóttir og Sigurður Magnússon Stykkishólmi 1908–1984 75 ár og 140 dagar Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason Höfn 1940– 74 ár og 176 dagar Björg Gunnlaugsdóttir og Jón Erlendsson Reykjavík 1926–2000 74 ár og 105 dagar Guðrún Steinþórsdóttir og Árni Guðmundsson Þingeyri 1902–1976 74 ár og 90 dagar Margrét Magnúsdóttir og Ágúst Jónsson Akureyri 1927–2001 73 ár og 291 dagur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Reykjavíkurborg vinnur nú að því að skilgreina betur og fjölga svoköll- uðum sleppistæðum í borginni. Sleppistæði eru bílastæði ætluð undir rútur sem þjónusta ferðafólk. Eru stæðin gjarnan nýtt stutta stund á meðan ferðamönnum er hleypt í og úr rútunum. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri hjá borginnni, segir að unnið hafi verið að því að fjölga stæðunum undan- farin ár. „Menn vilja alltaf fá betri þjónustu og við höfum átt í samræð- um við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Ólafur. Sleppistæði eru víða um miðborg- ina, m.a. í Aðalstræti, Lækjargötu, Hverfisgötu, Ingólfsstræti, við Arn- arhól og Hörpu. „Tilefnið er nátt- úrlega það að hótelum er að fjölga,“ segir Ólafur. Samhliða er verið að skilgreina stæðin betur. „Það er verið að tryggja að merkingarnar séu ekki mistúlkaðar og aðrir noti ekki þessi stæði. Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi notað stæðin. Því þarf að hafa merkingarnar traustar,“ segir Ólafur en einnig hefur borið á því að rúturnar stífli aðra umferð. „Þetta eru þau úrlausnarefni sem við höf- um á borði hjá okkur,“ segir Ólafur sem býst við því að vinnu vegna þessa ljúki á þessu ári. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sleppistæði Stæðin eru notuð í stutta stund á meðan ferðamenn yfirgefa eða koma í rúturnar. Borið hefur á því að fólk noti stæðin undir bíla sína. Fjölga sleppistæð- um í Reykjavík  Skilgreina þarf merkingar betur SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Verð 6.995 Stærðir 36-41 7.995 Stærðir 36-41 7.995 Stærðir 36-41 Verð Verð Tilboð 4.995 Verð áður 8.995 Stærðir 36-41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.