Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. AF AIRWAVES Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Smiðshöggið var rekið á Ice-land Airwaves 2014 á Hlíðar-enda síðastliðið sunnudags- kvöld en sveitirnar War on Drugs og The Flaming Lips stigu þá á svið í Vodafonehöllinni. Því miður fengu ekki allir að vera með í þeim fagnaði þar sem takmarkaður miðafjöldi var í boði og ekki allir í stöðu eða stemningu til að bíða í nokkra klukkutíma á föstudags- morgni til að tryggja sér miða á tónleikana. Meira um það síðar.    Búið var að lappa upp á Voda-fonehöllina og umgjörðin þar til fyrirmyndar. Vel tókst til við að halda röðum, sem settu svip sinn á hátíðina að vanda, í lágmarki og góður aðgangur að veitingum sem og salernisaðstöðu. Íþróttahöllin var teppalögð og hljómburður ágætur. Tæknin var þó eitthvað að stríða bandarísku sveitinni War on Drugs sem léði áheyrendum tóna sína í upphafi kvölds og skruðn- ingar settu hálfpínlegan blæ á ann- ars ágæta framkomu. Tónleika- gestir voru einum of rólegir í tíðinni og virtust margir hverjir einungis bíða eftir því að meðlimir The Flaming Lips létu sjá sig. Adam Granduciel, söngvari sveit- arinnar, virtist skynja það og tjáði gestum oftar en einu sinni að The Flaming Lips væru alveg að fara að stíga á svið og reyndi þannig að ylja mannhafinu. War on Drugs er frábær sveit og lög á borð við „Red Eyes“ virkilega falleg. Sveitin hefði þó eflaust notið sín betur sem aðal- númer tónleika þar sem áheyr- endur væru mættir til að hlýða á þá en ekki að telja niður sekúndurnar þar til næsta band mætti á svæðið.    Eins og hendi væri veifað varsviðið orðið skreytt og fiðr- ingur kominn í mannskapinn. Höll- Kynmök – samþykki – fagurt land Ísa Morgunblaðið/Eggert Frjór Wayne Coyne, söngvari The Flaming Lips, er frumkvöðull í sviðsframkomu eins og sannaðist í gær. in var temmilega troðin og ágætis pláss til dansspora og annarra láta- láta. Mannhafið þéttist þó talsvert þegar Wayne Coyne birtist á svið- inu í glimmerbúningi í fylgd tröll- vaxinnar fiðrildabrúðu og einhvers sem líktist bjagaðri útgáfu af Lisu Simpson. Sveitin heilsaði áheyr- endum með hinu angurværa „The Abandoned Hospital Ship“ af plöt- unni Clouds Taste Metallic og var sú kveðja einkar góð. Konfettí- ruslið var fljótlega kynnt til sög- unnar og í bland við blöðrur og annan óskapnað myndaði það þétt teppi yfir skarann. Gleðin var mikil og á ákveðnum tímapunkti gerði sú tilfinning vart við sig að maður væri staddur á einhvers konar leik- skólaskemmtun fyrir fullorðna. Slík var yfirdrifin gleðin. Yfirleitt er slíkt til ama en þarna náði fögn- uðurinn til fjöldans og útkoman einkar skemmtileg.    The Flaming Lips tók flesta afsínum helstu slögurum og kon- unni sem neitaði að borða hlaup var fljótlega gert hátt undir höfði. „Race For The Prize“, „Yoshimi Battles the Pink Robots, Pt. 1“ og „Do You Realize??“ fengu einnig að njóta sín en allt ætlaði um koll að keyra þegar síðastnefnda lagið óm- aði í höllinni. Coyne stóð auk þess við stóru orðin og tróð sér í plast- boltann góða og hljóp um áhorf- endaskarann eins og hamstur í hamstrakúlu. Sveitin hefur unnið náið með ýmsum listamönnum upp á síðkastið og gaf út plötuna With a Little Help from My Fwends nýlega en kveðjulag sveitarinnar var ein- mitt „Lucy in the Sky with Dia- monds“ sem hún vann í samstarfi við Miley Cyrus og Moby. Gleðin tók þar með enda sem og hátíðin öll, fyrir utan bandaríska rapp- arann Zebra Katz sem átti nokkur lög eftir á Húrra. Flestir hafa þó hoppað úr þeirri skrumlest enda lítilmennskuljóminn, sem lýsti upp ófá andlit þegar þau fréttu að bandarískur rappari væri farinn að gera sig heimakominn í miðbæ Reykjavíkur, farinn að dvína.    Að lokum er tilvalið að bölsót-ast eilítið yfir skipulagi hátíð- arinnar og þá helst fyrirkomulagi tónleikanna í Vodafonehöllinni. Það er frekar lélegt að nota The Flaming Lips og War on Drugs sem póstersveitir fyrir hátíðina, trekkja þannig að fjölda gesta sem kaupa sér miða dýrum dómum en komast síðan ekki á tónleikana þar sem þeir hafa ekki tök á að bíða í margra klukkutíma röð á föstu- dagsmorgni til að tryggja sér miða á tónleika – sem þeir voru þegar búnir að kaupa sig inn á! Ég ræddi til að mynda við erlendan gest sem hafði flogið hingað til lands til að sjá sveitirnar tvær en hafði ekki hugmynd um að hann þyrfti að rífa sig á fætur til að bíða í röð eft- ir miðum – og missti því af þeim. Að sama skapi ræddi ég við ófáa hátíðargesti sem voru einfaldlega í vinnu á föstudagsmorgni og misstu því af sunnudagstónleik- unum. Einnig þykir mér sérkennilegt að þeir sem ekki voru á hátíðinni skyldu geta keypt sér miða á tón- leikana, þegar færri hátíðargestir komust að en vildu. Það væri gam- an að sjá öðruvísi útfærslu á næsta ári, til að mynda gætu þeir sem vildu sjá lokatónleikana einfaldlega borgað nokkrum krónum meira fyrir hátíðarpassann sinn. Þannig yrði þetta fyrstur-kemur-fyrstur- fær-vesen vonandi úr sögunni. Ice- land Airwaves er engu að síður frá- bær hátíð, og mjög vel þegin, en lengi má gott bæta. Þess má einnig geta að það er hvorki hægt að reykja í Hörpu né Listasafninu án þess að fara út og bíða í klukkutíma röð til þess að komast inn aftur. Það þarf að bæta úr því. Kveðja, fúli gaurinn. » Gleðin var mikil ogá ákveðnum tíma- punkti gerði sú tilfinn- ing vart við sig að mað- ur væri staddur á einhvers konar leik- skólaskemmtun fyrir fullorðna. Slík var yf- irdrifin gleðin. Spænskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís á fimmtudaginn kemur og standa til sunnudags. Boðið verður upp á fjórar ólíkar kvik- myndir, sem allar verða sýndar með enskum texta og er aðgangur að hátíðinni ókeypis. Rómantíska gamanmyndin Pri- mos (Frændsemi) segir frá þremur spænskum frændum í leit að karl- mennskunni á æskuslóðum eftir að einn þeirra, Diego, er yfirgefinn við altarið í eigin brúðkaupi. Leikstjórinn Pablo Berger segir sögu Mjallhvítar í kvikmynd sinni og heimfærir upp á Spán, en Mjall- hvít lærir að verða nautabani hjá föður sínum meðan ill stjúpmóðir hennar bruggar henni launráð. Dag einn strýkur Mjallhvít að heiman og rekst þá á sjö dverga sem allir eru nautabanar. Minnislaus heldur hún áfram að iðka list nautabanans svo úr verður eftirminnilegt æv- intýri. Leikstjórinn segir myndina óð til þögulla kvikmynda í Evrópu á fyrrihluta síðustu aldar en sögu- sviðið er Spánn árið 1920. Í myndinni 18 comidas (18 réttir) er fylgst með spænsku mannlífi í gegnum borðhald átján ein- staklinga í borginni Santiago de Compostela. Rómantíska gamanmyndin Fuera de Carta (Sérréttur kokksins) fjallar um samkynhneigðan mat- reiðslumeistara sem er heltekinn af velgengni veitingastaðarins sem hann rekur og gerir allt sem hann getur til þess að öðlast hina frægu og eftirsóttu Michelin-stjörnu. Hann neyðist hinsvegar til þess að endurmeta gildi sín þegar börnin hans úr fyrra hjónabandi koma óvænt í heimsókn til hans. Og til þess að flækja málin ögn meira, þá flytur fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta frá Argentínu við hliðina á honum. Allar nánari upplýsingar um myndirnar og sýningartíma eru á vefnum bioparadis.is. Kokkur í klípu Matreiðslumaðurinn er heltekinn af Michelin-stjörnum. Spænskir kvik- myndadagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.