Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is 84% tilvika flokkast sem gróft eða mjög gróft kynferðislegt ofbeldi. Rauðage rði 25 · 108 Rey kjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Verslunarkælar í miklu úrvali • Hillukælar • Tunnukælar • Kæli- & frystikistur • Afgreiðslukælar • Kæli- & frystiskápar • Hitaskápar ofl. Í veiðiferð Hagsýn móðir „Ó mamma, mér finnst svo gaman í veiðiferðum. Sérstaklega ef ég þarf ekki að labba sjálfur.“ Ca 30 cm há mörgæsa- mæðgin hönnuð af Tiger. 1500 kr. Sendum í póstkröfu. Sími 528 8200. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Svartar kakí- buxur Gott stretch Háar í mittið kr. 14.900 str. 36-46/48 Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra átti í gær fund með jap- önskum starfsbróður sínum, Fumio Kishida, í Tókýó. Gunnar Bragi er í heimsókn í Japan dagana 10.-13. nóvember. Ráðherrarnir ræddu áratugalöng farsæl samskipti ríkjanna, viðskiptamál, aukið sam- starf Íslands og Japans um málefni norðurslóða og svæðisbundin al- þjóðamál, m.a. í Asíu, samkvæmt frétt frá utanríkisráðuneytinu. Ísland og Japan munu fagna 60 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna árið 2016 og af því tilefni bauð utanríkisráðherra starfs- bróður sínum í heimsókn til Íslands. Að loknum fundi ráðherranna gáfu þeir út sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem fjallað er um eflingu samstarfs ríkjanna á ýmsum svið- um. Lögð er m.a. áhersla á að ríkin vinni nánar saman innan alþjóð- legra stofnana og efli samstarf í málefnum norðurslóða auk frekari samvinnu á sviði orkumála. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Gunnar Bragi Sveinsson hitti Fumio Kishida. Utanríkis- ráðherra er í Japan „Þessi niðurstaða er afskaplega ósanngjörn og nýtist best þeim sem hafa mest á milli handanna,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingar, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinn- ar sem kynntar voru á blaðamanna- fundi í salarkynnum Hörpu í gær. Heildarfjárhæð aðgerðanna nem- ur 150 milljörðum króna og ná þær til ríflega 120 þúsund umsækjenda. Mánaðarleg greiðslubyrði getur lækkað um ríflega 15% nýti heimili sér úrræði leiðréttingarinnar til fulls. Árni Páll segir efndir ríkisstjórn- arinnar vera langt frá því sem lofað var í fyrstu. „Sem voru mörg hund- ruð milljarðar frá erlendum hræ- gömmum,“ segir Árni Páll og bendir á að niðurstaðan sé hins vegar sú að 80 milljarðar verði greiddir úr sam- eiginlegum sjóðum. Forgangsröðunin er röng Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundinum í Hörpu. Fyrri skoðun hennar, þess efnis að skuldaleiðrétting ríkis- stjórnarinnar sé röng forgangsröð- un, stendur því óbreytt. Að hennar mati er mun brýnna að leggja áherslu á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, tekur í svipaðan streng og formaður Vinstri grænna. Bendir Guðmundur á að með aðgerðinni sé verið að velta kostnaði yfir á næstu kynslóðir. „Það er æpandi þörf víða á nið- urgreiðslu opinberra skulda. Þörfin fer ekki með því að takast ekki á við hana. Með þessu veltum við kostn- aði yfir á komandi kynslóðir,“ segir Guðmundur. Bætir hann við að flokkur sinn sé því enn á móti leið- réttingunni og að ekki eigi að seilast ofan í vasa ríkissjóðs til þess að fjár- magna hana. Sjálfur hefði hann fremur kosið að verja auknum fjár- munum í heilbrigðis-, vega- og menntakerfi þjóðarinnar. „Með þessari aðgerð er ríkisstjórnin að ákveða að nota peningana ekki í það,“ segir hann. Skuldaleiðréttingin sögð vera „algerlega út í hött“ Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, segir það vera „full- komlega óábyrgt“ að nýta skattfé almennings með þessum hætti. „Mér finnst þessi hugmynd vera al- gerlega út í hött og sé ég mikið eftir því að hafa ekki talað harðar gegn þessum aðgerðum í kosningabarátt- unni á sínum tíma,“ segir Helgi Hrafn. „Nýtist best þeim sem mest hafa“  Leiðréttingin harðlega gagnrýnd Árni Páll Árnason Guðmundur Steingrímsson Helgi Hrafn Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir „Fljótt á litið þá er þetta betra en maður þorði að vona,“ sagði Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, um skuldaleið- réttinguna sem kynnt var í gær. Hann kvaðst hafa fylgst með beinni útsendingu frá fundinum í Hörpu þar sem leiðréttingin var kynnt en ekki hafa kynnt sér aðgerðirnar um- fram það sem þar kom fram. – En hvernig er þetta betra? „Þetta eru kannski ögn hærri greiðslur heldur en búið var að gefa í skyn í upphafi. Það er verið að tala um að hjón séu með í kringum 1,5 milljónir að með- altali,“ sagði Vil- hjálmur. Hann taldi ljóst að þetta mundi koma öllum sem fá einhverja leið- réttingu til góða. „Mínir fé- lagsmenn, jafnt sem aðrir sem eru með verð- tryggðar skuldir og fá þessar leið- réttingar, munu njóta góðs af því. Að sjálfsögðu hefðu menn viljað sjá upphæðina hærri hvað leiðrétt- inguna varðar en þetta er jákvætt skref,“ sagði Vilhjálmur. Hann kvaðst hafa eindregið hvatt sína félagsmenn, sem ekki hafa enn keypt sína fyrstu fasteign, til að nýta sér séreignarsparnaðinn og hefja söfnun hans. „Þar fær fólkið náttúrulega skattaafsláttinn og það á að nýta sér hann. Þetta er mikil búbót fyrir fólk.“ Vilhjálmur sagði að svo þegar kæmi að því að þetta fólk keypti sína fyrstu fasteign þá gæti það nýtt sér þetta sparifé. gudni@mbl.is Betra en maður þorði að vona Vilhjálmur Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.