Morgunblaðið - 11.11.2014, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014
Leiðrétting Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri fylgjast með kynningu á áhrifum skuldaleiðréttingar í Hörpu í gær. Niðurstöður skuldaniðurfellingarinnar verða birtar á vef ríkisskattstjóra í dag.
Kristinn
Í formála Eddu seg-
ir Snorri: „Og svo sem
þar (í Asíu) er jörðin
fegri og betri öllum
kostum en í öðrum
stöðum, svo var og
mannfólkið þar mest
tignað af öllum gift-
unum, spekinni og afl-
inu, fegurðinni og alls
konar kunnustu.“
Fóstri Snorra var Jón
Loftsson, afabarn Sæ-
mundar fróða. Aristóteles (f. 384 f.
Kr.) ritaði bók, „Um sálina“, sem
kom út í þýðingu Sigurjóns Björns-
sonar 1993. Áður hafði Pýþagóras (f.
574 f. Kr.) talið hugskot mannsins
þrjú: Skynsemi, atorku (í merking-
unni keppnisskap) og samvisku.
Platón (f. 427 f. Kr.) notar hliðstæða
skiptingu og orð. Aristóteles gengur
lengst og telur upp sex eigindir sál-
arinnar. Það sem bættist við er
snerting sálar við líkama. Á þessum
tíma reyndu menn að fella alla til-
veruna inn í eina heimsmynd. Mað-
urinn og sál hans (míkrókosmos) átti
að vera örmynd samfélagsins (mesó-
kosmos) og alheimsins (makrókos-
mos). Samsvörun er milli orða
Snorra og hugskota Pýþagórasar:
Aflið samsvarar
atorku, speki sam-
svarar skynsemi og
fegurð er jafnað til
samvisku. Flóknari sál-
fræði er óþörf, en
Snorri virðist þó hafa
þekkt rit Aristótelesar.
Líkanið prófað
Lítum nú á samspil
þessara þriggja eiginda
og notum hugtök Pý-
þagórasar. Ef andlegt
jafnvægi felst í atorku,
skynsemi og samvisku
getum við spurt okkur þriggja
spurninga:
a. Hvernig er andlegt ástand þess
sem hefur samvisku og skynsemi, en
enga atorku? Þetta er þunglyndi,
sem dregur svo mátt úr fólki að það
kemst ekki fram úr rúmi sínu.
b. Hvernig er andlegt ástand þess
sem hefur samvisku og atorku, en
enga skynsemi? Hann er vitskertur,
e.t.v. með heilaskemmd.
c. Hvernig er andlegt ástand þess
sem hefur atorku og skynsemi, en
enga samvisku? Hann er siðblindur,
e.t.v. glæpamaður.
Við sjáum að Snorri bjó yfir nægri
þekkingu á sálarlífinu til að greina
þrjár helstu geðraskanir mannsins. Í
þessum þremur dæmum notuðum
við orðið „enga“ um þá eigind sem
við prófuðum að rýra. Ef við skipt-
um því orði út og notum „skerta“ í
staðinn fæst eftirfarandi:
a. Kvíði eða depurð, í stað þung-
lyndis.
b. Dómgreindarleysi eða grunn-
hyggni, í stað vitskerðingar.
c. Siðleysi eða sjálfhverfni í stað
siðblindu.
Snorri bjó m.ö.o. yfir líkani til að
greina bæði alvarlegustu og algeng-
ustu andlega vankanta mannsins.
Við verðum að álykta að Snorri hafi
þekkt þetta líkan. Líkan Pýþagóras-
ar má einnig nota til að sjá hvað ger-
ist ef einhver hefur þessa eiginleika í
of ríkum mæli, einn í senn:
a. Hvernig er sá sem hefur sam-
visku og skynsemi, en fer offari hvað
atorku snertir? Þetta getur bara
verið frekja í vægum tilvikum, en
ofsi sé lengra gengið. Í alvarlegustu
tilvikum getum við rætt um „oflæti“
eins og hendir fólk sem geð-
hvarfasýki hrjáir. Í fyrsta dæmi
eyddum við atorkunni, öndvert því
sem þetta dæmi gengur út á. Út úr
því kom þunglyndi, einmitt and-
stæða oflætis.
b. Hvernig er sá sem hefur sam-
visku og atorku, en fer offari hvað
skynsemi varðar? Þetta gæti verið
fullkomnunarþörf, sem fylgir oft
frestunaráráttu. Um leið og hún
gengur of langt, svo langt að við-
komandi er síóánægður með verk
sín og líður illa út af því, er hún orðin
vandamál.
c. Hvernig er loks sá sem hefur
atorku og skynsemi, en fer offari
hvað samvisku snertir? Þetta gæti
verið frestunarárátta, sem er drifin
af kvíða og ótta við refsingu. Hún
felur vanda í sér ef menn átta sig
ekki á hvenær ber að taka ákvörðun
og snúa sér að næsta verkefni.
Hvorki sé ég merki um frestunar-
né fullkomnunaráráttu í Egils sögu,
sem allir eigna Snorra, en finnst
samt líklegt að hann hafi hugleitt
einnig þetta, því í Egils sögu eru
sögupersónur sýndar í mismunandi
aðstæðum: Ofsi og þunglyndi
skiptast þar á, ásamt afbrýðisemi,
hroka, metorðagirnd og ofmetnaði.
Rán lýsa græðgi og tilgangslaus
mannvíg lýsa siðblindu, hefnd-
arþorsta og valdafíkn. Hatur í garð
konungs leiðir til þunglyndis, tákn-
ræns skipbrots, uppgjafar og loks
nýs upphafs. Í kjölfarið er Egill
sýndur breyttur, sem ástríkur og
syrgjandi faðir, verndari lítilmagn-
ans og jafnvel kunnáttusamur og
nærgætinn læknir. Höfundur er
e.t.v. að lýsa „Manninum“ og „leit
hans að sjálfum sér“, sem innifelur
þjáningar og innri baráttu.
Fagleg athugun
Í nýútkomnu hefti tímaritsins
Ganglera geri ég grein fyrir þessu
máli. Hingað til hefur ekki verið talið
að Snorri hafi þekkt forn rit um sál-
ina. Við verðum að líta á verk Snorra
og taka af vafa um hvort slík þekk-
ing leynist í sögum hans. Það hlýtur
fagfólk á hinu andlega sviði að gera,
sálfræðingar, geðlæknar og jafnvel
guðfræðingar. Bókmenntafræðingar
og sagnfræðingar sem vilja koma að
málum ættu að kynna sér rit leið-
andi höfunda um sálfræðilega túlkun
þjóðsagna og ævintýra, en þar eru
sálfræðingarnir og samstarfsmenn-
irnir Marie-Louise von Franz og
Carl Jung í fremstu röð. Sálfræðin í
Eglu gæti reynst miklu dýpri en
nokkurn grunar. Þakkir eru færðar
Högna Óskarssyni geðlækni, sem
var svo vinsamlegur að lesa drög að
grein þessari yfir.
Eftir Ragnar
Önundarson » Við verðum að líta á
verk Snorra og taka
af vafa um hvort slík
þekking leynist í sögum
hans
Ragnar
Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
áhugamaður um fornsögurnar.
Snorri Sturluson þekkti forn rit um sálina