Morgunblaðið - 11.11.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 11.11.2014, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Mikið hefur verið skrifað og rætt á ljós- vakamiðlum um flug- vallarmálið svokallaða. Kannski er það að bera í bakkafullan lækinn að hefja frekari umræðu um þetta mál en samt finnst mér orðið all- nokkuð um rang- færslur og pólitískan áróður sem ekki stenst skoðun í framsögn margra í þessu máli. Nú er Reykjanesfjallgarðurinn orðinn nýjasta útspilið um ágæti Reykjavíkurflugvallar. Einnig var um daginn haft á orði að vernda þyrfti flugvöllinn vegna þess að Bret- ar hefðu gefið okkur hann og væri það merkilegt mál og nóg til þess að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Einnig er svo komið að vernda þarf flugvallarsvæðið fyrir bygg- ingabröskurum! Heyr á endemi! Ein frásögn þekkts fjölmiðlamanns var að ekki væri ráð að færa innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar þar sem þar væri svo oft þoka. Undirritaður hef- ur ekki orðið var við þoku í heimabyggð síð- an hann var 12 ára (65 í dag). Landsbyggð- arþingmaður sagði eitt sinn að „flugvöllurinn“ hefði bjargað mörgum mannslífum! Svona umræða er í mínum huga innihaldslaus og illa ígrunduð af við- komandi fólki sem ekki virðist hafa þjóðarhag að leiðarljósi. Reykjavíkurflugvöllur ef kalla skyldi flugvöll er barn síns tíma. Flugumferð um þennan flugvöll hef- ur valdið borgarbúum á vissum svæð- um í nágrenni vallarins miklum óþægindum um áratuga skeið sökum hávaða m.a. og mengunar svo eitt- hvað sé nefnt. Þessi flugvöllur er staðsettur á besta byggingarsvæði borgarinnar þar sem ætti að rísa háhýsabyggð í anda tillögu Hrafns Gunnlaugssonar, hann er góður hugmyndasmiður, og gera borgina þar með enn glæsilegri en hún er þegar. Borgina okkar vantar þetta svæði til að byggja upp veglegan miðborg- arkjarna. Að byggja nýjan innan- landsflugvöll í nágrenni borgarinnar kostar mikið fé . Sumir hafa sagt að kostnaður við nýjan flugvöll yrði um 12 milljarðar. Ég er þess full viss að kostnaður yrði mun meiri, 50 til 60 milljarðar væri nærri lagi. Nýr flug- völlur í nágrenni borgarinnar verður alltaf fyrir í tímans rás. Keflavíkurflugvöllur er tilbúinn að taka við öllu flugi á höfuðborg- arsvæðinu, án þess að það kosti þjóð- ina eina krónu. Flugbrautirnar eru til staðar, þjónustan er til staðar, ásamt flugskýlum. Flugöryggi um Keflavík- urflugvöll er vel þekkt. Aðstaða fyrir Landhelgisgæsluna okkar yrði með því besta sem hugsast getur, bæði á Keflavíkurflugvellinum og síðast ekki síst eru hafnirnar þær bestu við Faxaflóann til að þjóna gæslunni. Við flutning Landhelgisgæslunnar til Keflavíkurflugvallar skapaðist mun betri aðstaða fyrir starfsemina. Atvinnumál eru í brennidepli á Reykjanessvæðinu. Það er rétt hjá fráfarandi bæjarstjóra Reykjanes- bæjar, að byggðarlagið hafi orðið verst úti á landsvísu varðandi at- vinnumál þjóðarinnar frá upphafi. Ekki þarf það mál frekari útskýringa við. Það er mikil arðsemi fólgin í því að flytja allt flug frá Reykjavík til Kefla- víkurflugvallar. Þegar menn eru að tala um fjarlægðir þá stekkur mér bros á vör. Menn gleyma því að Ísland er eyja og fjarlægðirnar eru ekki til að torvelda flugmönnum að ná í tæka tíð með sjúklinga til áfangastaðar. Ef menn eru svo skyni skroppnir að halda það að „flugvöllur“ geti bjargað mannslífum hvað geta þá læknarnir gert umfram það? Við hér í Reykja- nesbæ höfum gott sjúkrahús sem get- ur auðveldlega þjónað bráðatilfellum ef flogið er með sjúka af landsbyggð- inni sem þarfnast bráðaaðgerða. Ætli það taki ekki um 10 til 12 mín. um- framtíma að fljúga til Keflavík- urflugvallar? Það er mjög þekkt að alþjóða- flugvellir séu í ca. 40 til 50 km fjar- lægð frá höfuðborgum landa, þar má nefna Gardermoen í Noregi, Norð- menn eru afar ánægðir með að hafa flugvöllinn í þessari fjarlægð frá borginni. Einnig má nefna JFK Air- port í New York, það tekur jafn lang- an tíma að aka frá JFK inn í borg og það tekur undirritaðan að aka frá Reykjanesbæ til höfuðborgarinnar á löglegum hraða. Höldum við virkilega að þjóð, sem er 300 þúsund íbúar, hafi endalaust peningamagn til ráðstöfunar til að byggja óþarfa og eyða tugum ef ekki hundruðum milljarða til að þjóna fáum í stað þess að horfa á heildar- niðurstöðu málsins, hagkvæmni, sparnað og útkoman yrði mikil arð- semi fyrir þjóðabúið? Ég legg til að menn hætti að slá sér á brjóst og halda að persónulegt skít- kast á pólitíska andstæðinga þeirra sé lausnin í svona stóru máli sem varðar þjóðarhag. Þessi skrif eru að- eins mín skoðun á málinu. Bestu kveðjur til ykkar allra. Flugvallarmál Eftir Gunnar Andra Sigtryggs- son Gunnar Andri Sigtryggsson » Borgina okkar vant- ar þetta svæði til að byggja upp veglegan miðborgarkjarna. Höfundur er fyrrverandi lögreglumaður. Það blæs ekki byr- lega hjá öldruðum þessa dagana, og fram- tíðin ekkert sem brosir öllum mót. Samt er einn hópur fólks, sem á sér miklum mun dekkri framtíð í samfélagi okkar, og ekkert bend- ir til að eitthvað rætist úr á þeim bæ, en það er hin uppvaxandi kyn- slóð. Forræðishyggja, ímynduð vernd, vantraust, boð og bönn eru það svart- nætti, sem brosir þeim öllum mót, og krefst þess að stýra þeim inn í fram- tíð, sem þau eiga engan þátt í að móta. Reglugerðir til „verndar“ þeim eru til í þúsunda vís, þau mega ekki vinna, lyfta kassa sem er þyngri en 10 kíló, leika sér annars staðar en á af- girtum svæðum, hjóla nema í brynju eða opna tölvu, nema hún sé varin fyrir óvættum. Þau eiga að læra allt á bók, og þó að meirihluti þeirra vilji innst inni læra hand- verk eða verknám, þá er þeim bent á villu síns vegar, enda ekki til nóg- ur skólakostur fyrir svo- leiðis, því það kostar peninga. Þau mega ekki byggja sér hús, og þess vandlega gætt, með reglugerðum skattofsa, svimandi háu lóðaverði til verndar fast- eignaverði, og nánast öllu því sem varðhundar kerfisins geta upp fundið. Þau mega ekki vinna fram eftir, þau sem eru á annað borð í vinnu, og Alþýðusambandið sér til þess að þau lendi ekki í launaskriði. Það er engin furða þótt ungmenna- samtök stjórnmálaflokkanna séu fá- menn. Stjórnmálin hafa skapað þenn- an heim og hann er alls ekkert aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk er búið í 12, 15, 18 ár að þola það að vera sagt hvern einasta dag í lífi sínu í skóla hvað það eigi að gera hugsa beygja sig undir, vita. Allt í einu átta þau sig á því að þau eru ein í heim- inum. Núna tekur tamningin við, láta þau læra, að þau eru í þessum heimi til að aðlaga sig láglaunakerfinu. Svelta, eins og Oliver Tvist, þangað til hvaða vinna sem er sé betri en ekki. Stjórnmálin snúast um að segja þeim að það sé verið að útbúa fyrir þau húsnæði, sem þau eigi að búa í, og auðvitað er þeim samkvæmt reglugerð bannað að breyta því. Þrjú til fögur þúsund íbúðir, segir einn, verkalýðshreyfingin á að byggja handa þeim, segir annar, en engum dettur í hug að hafa unga fólkið með í ráðum, enda segja fræðingarnir, að það geti ekki lesið sér til gagns. Hvaða vit hefur ungt fólk til að taka ákvarðanir um framtíð sína, skipu- leggja íbúðabyggð og umhverfi sem það sér í huga sínum og vill taka þátt í að byggja það upp? Lítum til unga fólksins, tifandi á tölvurnar, símana, og við sjáum að þau eru búa sér til annan heim, enda ekkert fyrir svo marga í honum þess- um. Margir reyna að leita þeirra í þessum heimi þeirra og reyna að seil- ast þar til, en allt of oft er það gervi, og þau vita það. Hvers vegna er ekki hægt að nálgast þau á jafnrétt- isgrundvelli, tala við þau eins og full- orðið fólk, en ekki niður til þeirra? Af hverju eru þeim ekki opnaðar leiðir til að lifa, gera eitthvað sem höfðar til þeirra? Gera eitthvað með þeim? Eitthvað er lítið orð, en það er þó eitt- hvað. Tækifæri unga fólksins Eftir Kristján Hall » Þau eiga að læra allt á bók, og þó að meirihluti þeirra vilji innst inni læra hand- verk eða verknám. Kristján Hall Höfundur er eftirlaunaþegi. Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is SKIPASALA • KVÓTASALA Sómi 797, Árgerð 2011, skoðar skipti á Skel eða Víking 30t krókabátur, skoðar skipti á grásleppubát J192 L195 Til sölu Til sölu Einelti á sér mörg ófögur andlit og forð- ast skal að skilgreina það þröngt, t.d. ein- ungis út frá síend- urtekinni, sjáanlegri og niðurlægjandi hegð- un í garð starfsmanns. Ein alvarleg afleiðing eineltis er beinlínis uppsögn reynds starfs- manns sem ekki hefur annað til saka unnið en að skera sig að einhverju leyti úr hópnum en vera vinnustaðnum að öðru leyti dýrmætur starfskraftur. Starfsmanninum er skyndilega tjáð að hann „passi ekki í liðið“ út frá skipu- lagsbreytingum og honum sagt upp á staðnum, oft af yfirmanni sem er nýr og óreyndur í starfi en hampað af yf- irstjórn. Eftir stendur starfsmaður non grata og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Hann spyr sig meðal annars: Hvernig lítur vinnustaður út þar sem allir „passa í liðið“? Er fólk ekki ólíkt og er það ekki einmitt styrk- ur fyrirtækis að hafa slíkan mannauð? Ofangreint einelti byggist oftast á stjórnunarlegri vanhæfni yfirmanns og reynir hann að bæta það upp með því að beita brottrekstri á vinnustað þar sem ótti, öfund, vinnuálag, skortur á upplýsingum o.fl. eru ríkjandi. Í raun þróar hann andúð á tilteknum strafsmanni sem birtist síðan í orðalaginu „pass- ar ekki í liðið“; lið sem jafnvel er enn ekki búið að stilla upp út frá glæ- nýju skipuriti. Í aðdrag- anda uppsagnar hættir yfirmaður að sýna starfs- manninum, starfssviði hans og erindum áhuga. Það grefur undan mannorði starfs- mannsins og frammistaða hans er dregin í efa innan fyrirtækisins. Öðr- um samstarfsmönnum er brugðið þegar þeir heyra um uppsögnina, starfsandi versnar enda skynjar starfsfólk óréttlætið. Spurningar vakna: Hvernig getur einn, jafnvel óreyndur yfirmaður, dæmt reyndan starfsmann svona úr leik? Af hverju þarf hann ekki að koma með efnisleg rök fyrir uppsögn- inni sem starfsmaður getur brugðist við, t.d. með sínu stéttarfélagi? Af hverju er vinnuréttur strafsmannsins enginn í þessu máli? Í dag er vel og fagmannlega staðið að starfsmannaráðningum. Starfs- manna- og mannauðsstjórar nýta sér jafnvel viðurkenndar ráðningarþjón- ustur til að velja hæfa starfsmenn. Ferilskrár og kynningarbréf eru grandskoðuð, viðtöl tekin og með- mæla leitað. Eftir ráðningu er vel tek- ið á móti hinum nýja starfsmanni og hann kynntur til sögunnar innan fyr- irtækisins. Í ljósi þessa spyr maður: Af hverju er ekki hægt að kveðja góðan starfs- mann á mannsæmandi hátt? Hér er tillaga mín: Þar sem mann- auðsstjórnun nær í raun ekki lengra en til sérhagsmuna fyrirtækis á líð- andi stund þá varpar það samfélags- ábyrgð sinni yfir á aðra aðila. Ég legg því til að ráðningarstofur, og skyldir aðilar, auki þjónustustig sitt um upp- sagnarþjónustu til fyrirtækja sem kunna ekki að kveðja gott starfsfólk. Fagmennska við uppsagnir myndi loksins líta dagsins ljós, öllum hags- munaaðilum til góða. Og þessi nýja þjónusta á mjög bjarta framtíð fyrir sér! Einelti, uppsögn og ný þjónusta Eftir Óskar Sigurðsson Óskar Sigurðsson » Í aðdraganda upp- sagnar hættir yfir- maður að sýna starfs- manninum, starfssviði hans og erindum áhuga. Höfundur er MA í heimspeki. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.