Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Matarmarkaður Búrsins hefst í dag í
Hörpu og stendur fram á sunnudag.
Um 50 framleiðendur koma þar
saman, alls staðar að af landinu. Á
matarmarkaðnum verður frumsýn-
ing og sala á kanínukjöti sem Birgit
Kositzke kemur með frá Syðri-
Kárastöðum á Vatnsnesi. Kanínu-
kjöt hefur ekki verið algengt í ís-
lenskum verslunum en það þykir
meyrt og gott.
„Það var slátrun hjá mér núna í
byrjun nóvember og hún gekk von-
um framar. Ég verð með frampart,
hrygg og læri á boðstólum til að
byrja með en hryggurinn þykir það
verðmætasta og kílóverð verður
væntanlega eins og á nautalund,“
segir Birgit.
Hún segir ræktunina hjá sér hafa
gengið vel það sem af sé en hún
byrjaði árið 2011 með fjórar
læður. Síðan hefur stofninn
hennar stækkað jafnt og
þétt. „Mig langaði að rækta
kanínurnar þannig að þær
hefðu nóg pláss og aðgang
að góðu fóðri. Ég gef þeim
Reykingafólk fær ekki að kveikja
sér í rafsígarettum um borð í flug-
vél, í kvikmyndahúsum eða eftir
dýrindismáltíð á veitingahúsum.
Þessi nýja tegund af sígarettum
hefur verið að ryðja sér til rúms
hér á landi og annars staðar í heim-
inum enda segja erlendar auglýs-
ingar að engin lykt og enginn reyk-
ur fylgi notkun, aðeins gufa.
Samkvæmt upplýsingum frá
WOW-air og Icelandair mega far-
þegar ekki kveikja sér í rafsígarett-
um um borð í vélum félaganna. Um-
ræðan hefur ekki verið tekin hjá
Samtökum veitinga- og gistihúsa,
en þar fengust þau svör að slík
hegðun væri svolítið taktlaus. Trú-
lega yrði gesti vísað frá enda getur
gufan truflað aðra gesti veitinga-
hússins. Rafsígarettan hefur verið
að sjúga sig fasta við reykinga-
menn víða um heim og samkvæmt
tölum úr rannsókn samtakanna
Ash, eða Action on Smoking and
Health, hefur fjöldi notenda í Bret-
landi þrefaldast á síðustu tveimur
árum. Hér á landi má sjá æ fleiri
með rafrettu sér við munn í stað
hefðbundnu sígarettunnar.
Lýðheilsunefnd Evrópuþingsins
hefur samþykkt tillögur frá heil-
brigðisráðherrum ESB um nýjar
reglum um þennan nýja vin reyk-
ingamannsins, sem segja að raf-
sígarettur skuli seldar sem lyf og
þar með í apótekum. Hingað til
hafa þær verið seldar sem almenn-
ar neysluvörur í þeim aðildar-
ríkjum þar sem þær eru leyfðar.
benedikt@mbl.is
Sömu lög gilda um
rafrettuna og hina
venjulegu sígarettu
Engar rafsígarettur í flugvélum,
kvikmyndahúsum eða veitingahúsum
AFP
Rafmagn við munn Rafsígarettan
blæs aðeins gufu en ekki reyk.
Rannsókn á bíl-
bruna og ógn-
unum í garð full-
trúa
sýslumannsins á
Akureyri miðar
vel, að sögn Frið-
riks Smára
Björgvinssonar,
yfirmanns rann-
sóknardeildar
lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu sem fer með
rannsókn málsins.
Lögreglan hefur handtekið sex
menn í tengslum við rannsókn
málsins og voru tveir enn í haldi
lögreglunnar í gærkvöldi. Meint
brot áttu sér stað aðfaranótt síðast-
liðins miðvikudags.
Rannsókn á ógn-
unum á Akureyri
miðar vel áfram
Ógnun Kapp er
lagt á rannsóknina.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekkert er að gerast í samningavið-
ræðum lækna og ríkisins. Að óbreyttu
hefst því ný lota verkfallsaðgerða að-
faranótt næstkomandi mánudags og
stendur til 11. desember. Eru aðgerð-
irnar endurtekning á aðgerðunum
sem læknar gripu til í október og nóv-
ember.
Verkfallið á mánudag og þriðjudag
nær til Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins, heilbrigðisstofnana á
landsbyggðinni og rannsóknarsviðs
og kvenna- og barnasviðs Landspít-
alans. Stjórnendur Landspítalans
hafa verið að búa sig undir verkfallið.
„Ekki er ástæða til að ætla annað en
næsta lota verði sömuleiðis þung og
því enn mikilvægara en áður að biðla
til deiluaðila um að ná sem allra fyrst
niðurstöðu í þessari erfiðu deilu.
Hagsmunir allra eru í húfi,“ skrifaði
Páll Matthíasson, forstjóri Landspít-
ala, í pistli sínum til samstarfsfólks.
Óráðið með framhaldið
„Það er ekkert í kortunum annað
en að verkfall hefjist aðfaranótt
mánudags,“ segir Þorbjörn Jónsson,
formaður Læknafélags Íslands.
Samninganefndir ríkisins og lækna
hafa hist vikulega, án verulegs árang-
urs. Næsti fundur er boðaður næst-
komandi þriðjudag.
„Okkur þykir þetta leiðinlegt. Það
er ekki létt fyrir lækna að standa
frammi fyrir sjúklingum sínum við
þessar aðstæður. En svona er málið
vaxið. Þetta er 10. mánuðurinn sem
við erum með lausa samninga. Við
töldum fullreynt að nokkuð myndi
ganga án þess að við þrýstum á og
þetta er eina meðalið sem við höfum,“
segir Þorbjörn. Hann segir óráðið til
hvaða aðgerða verði gripið eftir ára-
mót, ef samningar hafa þá ekki náðst.
Ný verkfallslota að hefjast
Ekkert að gerast í samningaviðræðum lækna og ríkisins Tveggja daga verk-
föll hefjast á Heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum og tveimur sviðum Landspítala
Áhrif aðgerða
» Allir fyrirframbókaðir tímar
hjá læknum á þeim stofnunum
og deildum sem verkfallið nær
til á hverjum tíma, falla niður,
meðal annars á heilsugæslu og
göngudeilum. Bókaðar rann-
sóknir falla niður.
» Líkt og í síðustu lotu mun
bráðatilvikum verða sinnt og
öryggi sjúklinga tryggt.
Birgit viðurkennir að það sé töluvert álag á henni sem kanínubónda, en
þó að hún sé ein með búið dettur henni ekki í hug að kvarta. „Þetta er
stundum svolítið mikið. Það eru hinsvegar spennandi tímar framundan.
Þetta var eitthvað sem mig langaði að gera og það er gaman að fá að
þróa sína eigin hugmynd frá a-ö. Ef verkefnið tekst vel til og það
kemst á góðan stað þá verður þetta fyrst spennandi og skemmti-
legt.“ Hún vonast til að sjá kanínukjöt á diskum landsmanna á
komandi vikum.
„Þetta er svolítið sparikjöt, ég veit ekki hvort það kemst á
jóladiskinn hjá einhverjum. En kannski. Bara kannski. Íslend-
ingar eru hefðbundnir varðandi mat um jólin, það veit ég, en
það væri flott ef þeir vildu koma og smakka – þetta er nefni-
lega gott kjöt, mjúkt og meyrt.
Spennandi og skemmtilegt
KANÍNUBÓNDINN Á SYÐRI-KÁRASTÖÐUM
Birgit Kositzke
meðal annars íslenskt hey og ís-
lenskt bygg.“
Birgit kom hingað til lands árið
2007 og vann á sauðfjárbúi og segir
mikla vinnu liggja að baki hverju
kílói af kanínukjöti. „Nú er ég með
rúmlega 250 dýr í húsinu og það er
hálffullt, já eða hálftómt,“ segir hún
og hlær. „Ég er innan um dýrin
hvern einasta dag. Ég hef stundum
sagt að þessi búskapur sé eins og ef
sauðfjárbóndi væri stöðugt í sauð-
burði.“
Á matarmarkaðnum verður einnig
alikálfakjöt, ferskir ostrusveppir, líf-
rænt sjósaltað hangikjöt og ýmislegt
annað fyrir sælkera.
Morgunblaðið/Golli
Kanínubóndi Birgit verður ásamt yfir 50 öðrum framleiðendum hvaðanæva af landinu á matarmarkaðnum í Hörpu
sem hefst um helgina. Í Frakklandi er hefð fyrir því að matreiða kanínukjöt í sinnepssósu með lauk.
Kræsingar og kanínukjöt
kynnt til leiks í Hörpu
Birgit Kositzke kanínubóndi kynnir afurð sína um helgina
Hér segja Axel Kristjánsson,
Gunnar A. Guttormsson, Guttormur
Sigbjarnarson, Sigrún Aðalsteins-
dóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Þorgils Gunnlaugsson, María B.
Gunnarsdóttir, Pálmi Gestsson,
Sæunn Marinósdóttir og Sigurður
Aðalsteinsson frá ævintýrum sínum
á hreindýraveiðum á Íslandi og í
Grænlandi.
Auk þess er rakin saga hrein-
dýraveiða hér á landi. Bókin er
prýdd kortum og fjölda mynda.
Hreindýraskyttur
holabok.is • holar@holabok.is