Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli Jafnaldrar Þessir tveir, Ford V8 og Þorsteinn Baldursson, urðu báðir til á því herrans ári 1934 og eru góðir saman. smíðaði þetta mublusmiður í Hvera- gerði,“ segir Þorsteinn og vísar þar til handverks listasmiðsins Eiðs Her- mundssonar heitins. Lincoln Barböru Hutton Næsti bíll sem við Þorsteinn skoðum er 12 strokka perluhvítur Lincoln og á sá bíll sér sögu rétt eins og hinir í safninu góða. „Barbara Hutton kaupir þennan bíl. Hún átti þúsundir verslana um allt, þar á með- al Woolworths. Hún var vellauðug og átti alls níu eiginmenn um ævina og allir náðu þeir út úr henni mörgum milljónum dollara nema Cary Grant sem virðist hafa verið sá eini sem hagaði sér eins og maður,“ segir Þor- steinn um Hutton. Hún eignaðist einn son, Lance, með eiginmanninum Haugwitz-Reventlow sem var greifi í Danmörku. Sonurinn fórst í flugslysi árið 1972 og skömmu síðar var bíll- inn, Lincoln, seldur á uppboði í Dan- mörku. „Jón í sælgætisgerðinni Vík- ingi kaupir bílinn, fer með hann upp á Guðnabakka í Borgarfirði og þar stendur bíllinn inni í hlöðu í áratugi,“ segir Þorsteinn sem keypti bílinn af Kjartani, syni Jóns, fyrir margt löngu. Allir sem við mætum brosa Þennan Lincoln hafa eflaust margir séð en hann er notaður í fjöl- skyldubíltúra á sunnudögum. Og, jú, líka í einstaka brúðkaup. „Allir sem við mætum brosa. Það er það góða,“ segir Þorsteinn sem gleðst sjálfur mjög við að sjá brosin í umferðinni. „Það er alveg dásamlegt,“ segir hann, maðurinn sem fær fólkið til að brosa. Hinir bílarnir sem hann á eru engu síðri en þar er meðal annars Ford four door Sedan V8 Flathead og í þeim bíl, segir Þorsteinn „er hægt að vera með pípuhatt því það er svo hátt til lofts.“ Hinir tveir eru Wil- lys-jeppar og nú er að sjá hverjir kaupa bílana af Þorsteini sem hefur gert upp síðasta bílinn í flotanum. „Ég er kominn á níræðisaldur og ekkert af mínum börnum getur eða hefur nægan áhuga á bílunum svo ég vil ekki skilja konuna mína eftir með alla þessa bíla og ætla til að byrja með að losa mig við þrjá þeirra,“ seg- ir Þorsteinn sem ekki mun selja bíl- ana hverjum sem er heldur ein- hverjum útvöldum sem hann treystir fyrir „börnunum“ sínum. „Ég ætla að velja þá sem fá bílana. Þess vegna er ég nú að þessu,“ segir Þorsteinn Baldursson. Bílana vill hann helst ekki selja úr landi því honum þykir nauðsynlegt að til séu fallegir forn- bílar á Íslandi. Bæði sé það mikilvægt fyrir kvikmyndagerð og fyrir fegurð bílaflotans í heild að halda upp á góðu eintökin. Þorsteinn biður áhugasama að hafa samband við sig símleiðis, í síma 898 8577. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Þó svo að Þorsteinn Baldursson hafi ekki haft það að atvinnu að aka forsetanum, Kristjáni Eld- járn, var hann þó bílstjóri hans endrum og sinnum og fór iðulega vel á með þeim. „Kristján frá Tjörn í Svarfaðardal var mikill áhugamaður um bíla og sér- staklega hafði hann nú áhuga á Willys,“ segir Þorsteinn. Þor- steinn er einn þriggja stofnenda Fornbílaklúbbs Íslands og kom Kristján gjarnan á fundi þar og sýningar. „Þá sótti ég hann og skilaði honum svo heim,“ segir Þorsteinn sem hafði gaman af ökuferðunum, rétt eins og Krist- ján sjálfur. „Kristján var alveg einstaklega ljúfur maður og ein- staklega mikið prúðmenni.“ Bílaunnandinn og prúðmennið Kristján Eldjárn frá Tjörn BÍLSTJÓRI FORSETANS Í FRÍSTUNDUM Morgunblaðið/Emilía Björg Bíltúr Þeir Kristján Eldjárn, Jóhann Björnsson, gjarnan kenndur við Ábyrgð, og Þorsteinn Baldursson koma úr ökuferð á góðum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.