Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 16
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Sala jólabjórs hófst í ÁTVR í gær
og víða var röð út að dyrum þegar
líða tók á daginn. Nýtur jólabjórinn
sívaxandi vinsælda. Í fyrra seldust
616 lítrar af jólabjór og hefur salan
aldrei verið meiri. Var það um 7%
aukning frá fyrra ári. Til frekari
samanburðar var salan einungis um
100 þúsund lítrar þegar sala á jóla-
bjór varð almenn upp úr aldamót-
um. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, segir að alla
jafna sé búist við stórum degi hjá
verslunum þennan dag en sölutölur
munu þó ekki liggja fyrir fyrr en
eftir helgi. „Það er talsvert margt
fólk sem lagt hefur leið hingað sína
í dag. Það er mikið að gera en eins
og staðan er núna þá vitum við ekki
hvort þetta fer betur af stað en í
fyrra,“ segir Sigrún. Að þessu sinni
verður ÁTVR með alls 29 tegundir
af jólabjór til sölu. Í fyrra voru 26
tegundir í boði og 24 árið 2012. Frá
því fyrsti jólabjórinn kom á markað
hér á landi árið 1989 hefur sala
hans vaxið um rúm 5.500%. Hefur
aukningin verið stöðug ef undan
eru skilin árin 2006-2008.
vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Jólabjór Björn, starfsmaður í Heiðrúnu, fyllir á jólabjórsbirgðirnar í versluninni í gær. 29 tegundir eru á boðstólum.
Aldrei verið fleiri tegundir jóla-
bjórs í boði í verslunum ÁTVR
Biðraðir mynduðust þegar sala jólabjórs hófst í gær
Sigurður Ingi Jóhannsson, um-
hverfis- og auðlindaráðherra, opn-
aði í gær sérstaka sýningu um
Surtsey sem Umhverfisstofnun
heldur í Eldheimum í Vestmanna-
eyjum að viðstöddu fjölmenni. Þeir
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest-
mannaeyja, og Borgþór Magnús-
son, varaformaður Surtseyjar-
félagsins, fluttu einnig ávörp. Við
sama tilefni undirritaði forstjóri
Umhverfisstofnunar nýja verndar-
og stjórnunaráætlun fyrir Surtsey.
Á sýningunni er hægt að fræð-
ast um myndun og mótun Surts-
eyjar, en í gær var 51 ár liðið frá
því að áhöfnin á Ísleifi II frá
Vestmannaeyjum varð fyrst vör
við eldsumbrot á yfirborði sjávar.
Verður aðgangur ókeypis í dag og
á morgun á milli kl. 13 og 17.
sgs@mbl.is
Ný sýning um Surtsey
Surtseyjarsýning Ný sýning um Surtsey var opnuð í gær í Eldheimum.
Ljósmynd/Guðfinnur Sigurvinsson
Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur.
Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano
fyrir Nespressovélar.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
J Ó L AT I L B O Ð
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
JÓLIN
ERU KOMIN
49 x 57 cm. 14.995 kr.
Christmas-hreindýrshöfuð
14.995 kr.
1.995 kr.
Halka. 52 cm. 3.495 kr. 66 cm. 3.995 kr.
Pera og perustæði seld sér.
Christmas-jólastjarna
Jólatré úr dökkumviði.
30 cm. 1.995 kr.
Jolantree-jólatré
frá 3.995 kr.
Hönnuð til að hreyfa þig
ormsson.is
Lágmúla 8 - sími 530 2800
30% afsláttur
Skoðanir og
viðhorf inn-
flytjenda verða
í brennidepli á
Fjölmenning-
arþingi Reykja-
víkurborgar
sem haldið
verður í ŕáð-
húsi Reykjavík-
ur þriðja sinn í
dag, laug-
ardaginn 15. nóvember. Þar verður
unnið í hópum á 11 tungumálum.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Reykjavíkurborg.
Um 200 manns hafa skráð sig
sem er metþátttaka. Þingið hefst
klukkan 10.00 með ávarpi Dags B.
Eggertssonar borgarstjóra og lýk-
ur klukkan 15.00. Á þinginu verður
einnig kosið í fjölmenningarráð
Reykjavíkur.
Alls búa um 14.000 innflytjendur
í Reykjavík. Markmiðið með
þinginu er að skapa umræður um
málefni innflytjenda
Halda þing á 11
tungumálum
Ráðhúsið Þar verður
þingið haldið.