Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 30

Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Útlit var fyrir að lendingarfarið Philae, fyrsta manngerða farið sem lendir á halastjörnu, kláraði síðustu dreggjar rafhlaðna sinna í gær- kvöldi. Svo virðist sem farið hafi staðnæmst umkringt klettum sem skyggja á sólarrafhlöður sem áttu að gera Philae kleift að starfa áfram eftir að aðalrafhlöður hennar þrytu. Þrátt fyrir það eru vísindamenn og stjórnendur evrópsku geimstofn- unarinnar ESA í skýjunum yfir ár- angrinum sem þeir náðu. Stefan Ola- mec, stjórnandi lendingarfarsins, sagði í gær að það hefði náð að gera að minnsta kosti 80% af þeim vís- indatilraunum sem því var ætlað. Ekki lá ljóst fyrir í gærkvöldi hvort Philae hefði nægt afl til að senda af- ganginn af þeim gögnum sem hún hefur aflað aftur til jarðar. Verið var að kanna möguleikana á því að hagræða farinu til að koma því á sólríkari stað í gær en engin ákvörðun hafði verið tekin. Ekki er loku fyrir það skotið að Philae gæti átt sér framhaldslíf þó að afl þess sé þrotið í bili. Vís- indamenn gera sér vonir um að ef staða halastjörnunnar 67P/ Churyumov-Gerasimenko gagnvart sólinni breytist eða yfirborð hennar hreyfist til fái Philae meira sólarljós og geti tekið aftur til starfa. Hvað sem því líði verði aftur nóg um að vera í ágúst á næsta ári þegar hala- stjarnan nálgast sólina og yfirborðið tekur að hitna. „Krossleggjum fing- ur að við heyrum frá lendingarfarinu aftur,“ sagði Valentina Lommatsch frá stjórnstöð Philae. Krossleggja fingur fyrir Philae  Aflið á þrotum en lendingarfarið gæti haldið áfram að starfa seinna þegar aðstæður breytast ESA/Rosetta/Philae/CIVA Landnám Fyrsta myndin sem Philae tók af lendingarstað sínum eftir að hún lenti á miðvikudag. Einn lendingarfótanna er í forgrunni myndarinnar. Netfyrirtækið Google greindi í gær frá nýju verkfæri til að fylgjast fiskiskipum og ætlað er að hjálpa til í barátt- unni gegn ólöglegum fiskveiðum. Verkfærið fylgist að- eins með fiskibátum. Það vinnur úr upplýsingum frá gervihnöttum, sem taka á móti staðsetningarmerkjum frá jörðu niðri, og gerir kleift að fylgjast með ferðum þúsunda fiskibáta í rauntíma á netinu. Google þróaði þessa tækni í samstarfi við tvenn umhverfisvernd- arsamtök, SkyTruth og Oceana. Þegar frumútgáfa af þessari tækni var kynnt í Sydney í Ástralíu í gær var vitnað í tölfræði ráðs, sem nefnist Global Ocean Commission og vinnur að vernd hafanna, þess efnis að ólöglegar veiðar kostuðu hagkerfi heimsins 23,5 milljarða dollara (næstum þrjár billjónir íslenskra króna) á ári. Ráðið Global Oceans Commission var stofn- að 2013. Það segir að gögn bendi til þess að með ofveiði hafi verið gengið hættulega nærri mörgum fiskistofnum og allt að 90% af stofnum tegunda á borð við túnfisk og sverðfisk séu horfin. Rekja fótspor fiskimannsins AFP Á veiðum Skyldi þessi kínverski fiskibátur verða öllum sýnilegur á netinu með tækni Google?  Google kynnir tækni til að afhjúpa ólöglegar veiðar Sænsk stjórnvöld segjast hafa undir höndum gögn sem sýni fram á, að er- lendur dvergkafbátur hafi farið inn í sænsku lögsöguna í október. Mikill viðbúnaður var í Svíþjóð þegar bátsins varð vart en vikulöng leit, sem yfir 200 hermenn tóku þátt í og notuðu herskip og þyrlur, bar ekki árangur. Sverker Göranson, æðsti yfirmað- ur sænska hersins, og Stefan Löf- ven, forsætisráðherra, héldu blaða- mannafund um málið í gær. Þar sagði Göranson að um væri að ræða alvarlegt og óviðunandi brot af hálfu erlends ríkis. Göranson sagði hins vegar ekki hægt að fullyrða hvaða ríki hefði ver- ið þarna að verki. Þótt sænsk stjórn- völd hafi aldrei nefnt neitt ríki á nafn töldu margir að um rússneskan kaf- bát væri að ræða. Rússnesk stjórn- völd neituðu því staðfastlega og sögðu bátinn líklega hollenskan. Því neituðu Hollendingar. Löfven sagði á blaðamannafund- inum í gær, að þeir sem íhuguðu að reyna að fara inn í sænska lögsögu með ólöglegum hætti ættu að hugsa sig tvisvar um. „Við munum verja yfirráðasvæði okkar með öllum hugsanlegum ráð- um. Herinn býr yfir nægu afli til að koma í veg fyrir að erlend skip valdi hættuástandi og mun ekki hika við að beita því afli,“ sagði Löfven. Sönnun um kaf- bát við Svíþjóð  Alvarlegt og óviðunandi brot Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bóluhreinsir og dagkrem Bóluhreinsirinn virkar mjög vel á mig, bólurnar hverfa og hann sótthreinsar og græðir. Mér finnst dagkremið mjög frískandi fyrir andlitið og gefa góðan raka því ég er stundum með þurra húð. – Hlíf Sverrisdóttir www.annarosa.is Bóluhreinsirinn hefur virkað afar vel á bólur en hann er bæði bólgueyðandi og sótthreinsandi. Dagkremið er einstaklega rakagefandi og hentar vel fyrir venjulega, þurra og viðkæma húð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.