Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 35

Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Magnúsar Carlsen beiðerfitt verkefni í gærþegar hann stillti uppmeð svörtu í fimmtu skák heimsmeistaraeinvígisins í Sochi. Á undirbúningstímanum hef- ur Anand fundið góða hernaðar- áætlun þegar hann hefur hvítt, hann hvílir kóngspeðið en hefur þaul- kannað drottningarpeðsbyrjanirnar. Það lá fyrir að í fimmtu skákinni þýddi lítið fyrir Norðmanninn að byggja á einhvers konar „hálfþekk- ingu“ sem leiddi til afhroðs í þriðju skákinni. Og aðdáendur hans gátu varpað öndinni léttar: Magnús hafði notað frídaginn vel, tefldi byrjunina hratt og örugglega, náði umtals- verðu tímaforskoti og freistaði An- ands með því að gefa kost á aug- ljósum peðsleik. Í beinu útsendingunni á heimasíðu mótsins: http://www.sochi2014.fide.com/ sást hvernig hann yppti öxlum og yfirgaf sviðið og eftirlét Anand að taka býsna stóra ákvörðun og hefur sennilega giskað rétt á að Indverjinn myndi sneiða hjá óljósum flækjum. Síðar í skákinni lét Magnús sig ekki muna um að drepa hið fræga „eitraða peð“ á b2 en lenti við það í smávegis basli með að halda stöð- unni saman. Jafntefli var þó í höfn og góður dagur hjá Magnúsi Carlsen sem virðist hafa náð vopnum sínum: Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb4 5. Bd2 Be7 6. Rc3 Bb7 7. Bg2 c6 8. e4 d5 9. exd5 cxd5 10. Re5 0-0 11. 0-0 Rc6 12. cxd5 Rxe5 13. d6!? Þetta leikbragð Anands byggist á því að eftir 13. … Bxg2 14. dxe7 14. dxe7 kemur 15. dxe5 og eftir 15. … Bxf1 á hvítur millileikinn exf6 og hefur þá tvo menn fyrir og góða vinningsmöguleika. 13. … Rc6 14. dxe7 Dxe7 15. Bg5 h6 16. d5 Ra5 Og nú blasir 17. d6 blasir við og eftir 17. … dxd8 18. Bxf6 dxf6 19. De2 ásamt 20. Had1 virðist hvítur ekki hafa tekið mikla áhættu en An- and lætur ekki freistast. - Sjá stöðumynd 1- 17. Bxf6 Dxf6 18. dxe6 Dxe6 19. He1 Df6 20. Rd5 Bxd5 21. Bxd5 Had8 22. Df3 Dxb2!? Hann hefur sennilega ekki viljað ana með riddarann inná d2 eftir 22. … Dxf3 23. Bxf3 Rc4 24. b3 Rd2. Sú staða á þó að halda. 23. Had1 Df6 Í fljótu bragði lítur vel út að leika 23. … Hd7 en það hefur kannski minnt of mikið á frægan afleik Kar- povs í öðru HM-einvíginu við Kasp- arov 1985 þ.e.a.s. afbrigðið 24. Df5! Hfd8?? 25. Dxd7! Hxd7 26. He8+ Kh7 27. Be4+ ásamt 28. Hxd7 og vinnur. Betra er auðvitað 24. ... Hc7 en eftir 25. Be4 g6 26. Df4! Hc5 27. Bd5! heldur hvítur sterku frum- kvæði. 24. Dxf6 gxf6 25. He7 Kg7 26. Hxa7 Rc6 27. Hb7? Anand virtist ekki hafa mikla trú á sigurmöguleikum sínum en hann gat þó haldið taflinu gangandi um langa stund með því að leika 27. Ha4. Nú nær Magnús hinsvegar að skipta upp á peðunum á drottningarvæng og tryggir jafnteflið. 27. … Rb4! 28. Bb3 Hxd1 29. Bxd1 Rxa2 30. Hxb6 Rc3 31. Bf3 f5 32. Kg2 Hd8 33. Hc6 Re4 34. Bxe4 fxe4 35. Hc4 f5 36. g4 Hd2 37. gxf5 e3 38. He4 Hxf2 39. Kg3 Hxf5 - Jafntefli. Staðan: Magnús Carlsen 2½ : Wisvanathan Anand 2½ . Í dag verðu sjötta skákin tefld og hefur Magnús hvítt, sjöunda skákin verður svo tefld á mánudaginn. Á blaðamannafundi eftir við- ureignina gær lét Carlsen í veðri vaka að hann myndi láta sverfa til stáls í næstum tveimur skákum; reglur um einvígið gera ráð fyrir spilin séu stokkuð upp í hálfleik þ.e.a.s. eftir sjöttu skákina og Magn- ús fær aftur hvítt í þeirri sjöundu. Þó að fátt bendi til þess að eitthvað í vopnabúri hans muni reynast Anand erfitt eru þessir tvær skákir afar mikilvægar og reyna verulega á þol- rif Indverjans. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Magnús lætur sverfa til stáls í næstu tveim skákum Ljósmynd/FIDE Heimsmeistari Magnús Carlsen náði jafntefli í fimmtu einvígisskákinni. Stöðumynd 1 Þú segist ætla að byggja 5.000 íbúðir á stuttum tíma á opnum svæðum og bíla- plönum í Reykjavík. Við þá framkvæmd fjölgar bílum um 8-10.000 í miðbænum. Á sama tíma er verið að þrengja götur, taka burt bílastæði og gera strætis- vagna að umferðartálmum (útskot tekin burt). Hvern- ig ætlar þú að leysa málið? Gott væri að fá skriflegt svar. Þorsteinn Baldursson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Fyrirspurn til borgarstjóra Stoppistöð Ekkert útskot hér, vagninn tefur umferð. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 5.980 m2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.