Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Í greinum hér í Morg- unblaðinu tíu síðustu laug- ardaga hef ég lýst stuttlega tilraunum víða um heim til að segja fyrir um jarð- skjálfta. Ég hef líka lýst al- þjóðlegum jarðskjálfta- spárannsóknum á Suðurlandsundirlendi á ár- unum 1988-2006. Í þeim var farin ný leið í rannsóknum og lögð megináhersla á að skilja eðli þeirra ferla í jarð- skorpunni sem leitt geta til stórra jarð- skjálfta. Niðurstaða rannsókna okkar er að með góðu og sívökulu eftirliti sé hægt að vara á gagnlegan hátt við stórum Suðurlands- skjálftum, bæði hvað varðar áhrifasvæði og tíma. Að undangengnum sambærilegum rannsóknum er líklegt að það verði mögu- legt hvar sem er á landinu. Það verða mælanlegar breytingar í jarð- skorpunni á undan öllum stórum jarð- skjálftum. Hins vegar getum við ekki reitt okkur á að þær séu eins frá einum skjálfta til annars. Þess vegna getum við ekki treyst á tölfræði um „þekkta forboða“ frá fyrri skjálftum. Það sem kemur í staðinn er að sérhver stór jarðskjálfti á sér langan að- draganda, sem er mælanlegur, jafnvel ára- tugum saman. Með þeim samfelldu mæl- ingum sem við rekum nú þegar á Íslandi og með eftirlitsrannsóknum getum við fundið aðdraganda hvers skjálfta fyrir sig og smám saman fundið löggengi hans og fram- reiknað það til að geta sagt fyrir um stað, stærð og tíma með gagnlegri nákvæmni. Til þess að nýta getu okkar til gagnlegra viðvarana þurfum við sívökult og gott eft- irlit. Grunnur þessa eftirlits er að úrvinnsla alls þess, sem einstakar mælingar gefa af sér, sé gerð samstundis. Samanburður við fyrri mælingar, og gerð líkans af ferlum í skorpunni sem uppfyllir allar þessar mæl- ingar, verði líka til nær samstundis. Þetta er mögulegt með því að leiða saman til sam- felldrar vöktunar, reynslu eftirlitsmanna, vísindalegar niðurstöður og nútíma tölvu- tækni. Þetta er ekki ólíkt því að fylgjast með gangi heimslægðanna, og veður- athugunum innanlands, til að gera landspár. Árangur veðurfræðinnar til að geta sagt fyrir um hamfaraveður þróaðist frá sam- felldu veðureftirliti og daglegri veðurspá yf- ir í samfellda gerð líkana til að uppfylla all- ar mælingar á veðurkerfum heimsins. Munurinn er helst sá að í veðurspánni nýt- ast mælingar frá öllum heiminum, í jarð- skjálftaspánni er kannski byggt á fjöl- breytilegri mælingum en frá miklu minna svæði. Langtímaviðvörun um jarðskjálftann 2008 Hinn 24. júní 2003 sendi Jarðeðlissvið Veðurstofunnar bréf til Almannavarna þar sem rifjaðar voru upp hættur sem stafað gætu af jarðskjálfta „sem orðið gæti á norð- ur-suður skjálftasprungu í Ölfusi á móts við Hveragerði“, eins og það var orðað. Það hafði verið lítils háttar aukning í jarðskjálftavirkni á svæðinu frá ársbyrjun 2003 og í ljósi þess og bjögunar svæðisins vegna jarðskjálftanna 1998 og 2000 lögðum við til við Almannavarnir að kalla saman fund með vísindamönnum til „að rifja upp svör við eftirfarandi spurningum“: Til hvaða viðbúnaðar mundu Almanna- varnir og yfirvöld grípa ef um það kæmi viðvörun að skjálfti af stærðinni 6-7 væri yfirvofandi innan skamms tíma, t.d. sólar- hrings eða svo? Hver er viðbúnaður Almannavarna og yf- irvalda ef stór skjálfti yrði þarna án viðvör- unar? Getum við eflt eftirlitskerfi okkar nú þeg- ar til að auka líkur á viðvörun fyrir hugs- anlega skjálfta á þessum slóðum? Getum við, miðað við núverandi þekkingu, spáð betur um áhrif hans á hverjum stað heldur en við höfum gert fram til þessa? Almannavarnir og vísindamenn brugðust vel við þessari lág- stemmdu viðvörun. Hún og fund- urinn í kjölfarið var gagnleg áminning fyrir Almannavarnir. Á fundinum var líka bent á annan möguleika á upptökum jarð- skjálfta sem við ættum að búa okkur undir, sem sagt undir Ing- ólfsfjalli. Varðandi eftirlit með jarðskorp- unni voru tilmæli til starfsfólks Veðurstof- unnar að leggja sérstaka áherslu á að fylgj- ast með skjálftum á svæðinu og túlka þá. Þetta var gert framan af en á næstu árum dofnaði yfir þessari sérstöku vöktun. Það var víðar óróleiki, og vöktunin þarna varð smám saman eins og vöktunin annars stað- ar á brotabeltum landsins. Allt of fáir starfsmenn jarðeðlissviðsins voru að reyna að komast yfir allt of mörg bráðnauðsynleg verkefni á hverjum degi. Jarðskjálftinn í Ölfusi 2008 brast á 29. maí. Skjálftinn var tvöfaldur, fyrst brast við vestanvert Ingólfsfjall og örfáum sekúndum seinna fimm kílómetrum vestar, vestur und- ir Hveragerði. Mynd 1. Langtímaspáin var rétt eins langt og hún náði. Af hverju var ekki skamm- tímaviðvörun 2009? Mynd 2 varð til upp úr sjálfvirkri úr- vinnslu SIL-kerfisins á augnablikinu og daglegri eftirvinnslu sérfræðinga Veðurstof- unnar á henni, fljótlega eftir skjálftann. Hún sýnir forskjálfta í eina klukkustund á undan skjálftanum. Upptök þeirra, mest á 5-6 km dýpi, færðust hratt fram og aftur á mjóu 800 metra norður-suður belti. Þegar útlausnarstefna skjálftanna er skoðuð sést að þeir tjá að norður-suður sniðgengi sé hafið í mjúku bergi fyrir neðan brotgjörnu skorpuna sem er bara um 7 km þykk á þessu svæði. Þess skal getið að síðari ítarlegri rann- sóknir á dýpi forskjálftanna sýna að upptök þeirra eru á einum kílómetra meira dýpi, en það breytir ekki meginniðurstöðunni um að- dragandann sem er þessi: Harður kílómetra langur kjarni, á 4-7 km dýpi, brast í lok hrinunnar í Mynd 2. Það var hnykkurinn sem hleypti samstundis af stað norður- suður sniðgengishreyfingu á 10 km langri sprungu gegnum vestanvert Ingólfsfjallið eins og eftirskjálftarnir á Mynd 1 bera með sér. Þremur sekúndum síðar hleypti Ing- ólfsfjallsskjálftinn svo af stað misgeng- ishreyfingu á 20 km löngu norður-suður belti rétt austan við Hveragerði. Sérfræðingar á Veðurstofunni fylgdust með þessari skjálftavirkni og töluðu um að hugsanlegt væri að hún boðaði stóran jarð- skjálfta á þessum stað, ýmislegt fleira styddi það. En á þeim stutta tíma sem þeir höfðu töldu þeir sig ekki hafa nógu mikið í höndunum til að senda út nægilega vel rök- studda skammtímaspá til Almannavarna. Það sem vantaði var sívökult eftirlitskerfi sem til dæmis teiknaði Mynd 2 sjálfvirkt meðan hrinan stóð yfir, ásamt með spennu- útlausn skjálftanna, og með vel aðgengileg- an samanburð við fyrri smáskjálftavirkni á sama svæði. En nauðsynlegur þáttur í slíku eftirlitskerfi er líka regluverk um við hvaða skilyrði skuli senda út viðvörun, og þá hvers konar viðvörun. Viðvörun er ekki bara um að skjálfti sé alveg að bresta á, hún þarf að innihalda mat á áhrifum hins verðandi skjálfta eins og tiltæk þekking leyfir. Almennt séð má segja, að allt frá því að langtímaviðvörunin var gefin út 2003, hefði það átt að vera skilgreint verkefni með mannskap og fjármögnun að fylgjast með skorpuferlum á svæði frá Ingólfsfjalli að Hveragerði. Eftir skjálftann 2008 hefur það verið enn ljósara en áður að okkur vantar sívökult eftirlitskerfi til að gera okkur kleift að nýta allar þær mælingar sem við höfum til að vara við stórum jarðskjálftum áður en þeir bresta á. Mynd 3 sýnir einfalt skema um meg- indrættina í slíku eftirlitskerfi. Í næstu grein verður fjallað um að færa reynsluna af spárannsóknum á Suðurlands- undirlendi víðar, sérstaklega til Norður- lands. Um nauðsyn sívirks við- vörunarkerfis Eftir Ragnar Stefánsson » Það hafði verið lítils háttar aukning í jarðskjálfta- virkni á svæðinu frá ársbyrjun 2003 Forskjálftar MYND 2 Litlir skjálftar við Ingólfsfjall klukkutíma áður en Suðurlandsskjálftinn 29. maí 2008 brast á. Upptök þeirra eru dreifð norður-suður á nokkurn veginn sömu lengdargráðunni og flestir á 5-6 km dýpi. Djúp sprunga er að skera sig upp í harðan kjarna í skorpunni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Að segja fyrir um jarðskjálfta Stærð skjálfta 29. maí 2008 Breiddargráða upptaka (°) Lengdargráða upptaka (°) Dýpi upptaka (km) Upphlaðinn fjöldi skjálfta Upplýsingar frá smáskjálftum Sískráning á landbreytingum Grunnvatnsstaða og efnabreytingar Sjónræna breytingar í rúmi Sjónræna algrím um tímaþróun Gerð líkans sem skýrir gögnin Rannsóknir til að bæta líkön og gera spáalgrím Skýrslur og upplýsingagjöf Umfjöllun vísindamanna Umfjöllun Almannavarna Viðvaranir og ráðgjöf til almennings frá Almannavörnum Niðurstöður mælinga Upplýsingar og viðvaranirGreining Samfléttun mælinga. Ný gögn borin saman við eldri. Viðvörun til eftirlitsmanna Túlkun sérfræðinga á sjálfvirkum niðurstöðum Viðvaranir/ upplýsingar til Almannavarna Sívökult viðvörunarkerfi MYND 3 Þetta er gróf hugmynd um sívirkt viðvörunarkerfi þar sem spilar saman háþróuð sjálf- virk tölvuvinnsla á augnablikinu, mannlegt eftirlit og rannsóknarniðurstöður sem sífellt verða að koma inn í hina sjálfvirku úrvinnslu. Fram að bláa kassanum til hægri er úrvinnsla og grein- ing að mestu leyti sjálfvirk, en á því stigi er tekin ákvörðun um viðvaranir á grundvelli skýrs regluverks. Ragnar Stefánsson Tvöfaldi skjálftinn í Ölfusi 2008 MYND 1 Rauðir punktar eru litlir skjálftar sem fylgdu í kjölfar skjálftans fram til 30. október. Þeir sýna okkur tvær norður-suður meginsprungur skjálftans, en líka talsverða virkni í brota- beltinu til vesturs og til austurs frá skjálftanum. Örvar sýna sniðgengin á skjálftasprungunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.